Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 22
ANDLÁT Guðný Jóhannesdóttir, Einhamri, áður Jörundarholti 26, Akranesi, lést á Sjúkra- húsi Akraness mánudaginn 22. ágúst. Héðinn Jónsson skipstjóri, Mýrum 14, Patreksfirði, andaðist mánudaginn 22. ágúst. Nína Kristbjörg Guðmundsdóttir, Kjal- arsíðu 14b, Akureyri, lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 22.ágúst. Bryndís Ingvarsdóttir, Sólvangi, Hafnar- firði, áður Móabarði 22b, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 25. ágúst. JAR‹ARFARIR 11.00 Daníel Teitsson, Hátúni 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hvanneyrarkirkju. 13.30 Guðrún Jóna Dagbjartsdóttir, Brekku, Núpasveit, verður jarð- sungin frá Snartarstaðakirkju. 14.00 Áslaug Sigurðardóttir, Hávík, Skagafirði, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju. 14.00 Ólafur Eiríksson, Grjóti, Þverár- hlíð, verður jarðsunginn frá Borg- arneskirkju. Nanna Kaaber heilsar með hlýlegu en þéttu handabandi. Hún er 87 ára gömul en alveg ótrúlega ern, snör í snúningum og snögg í tilsvörum. Hún er einn af stofnfélögum ferða- félagsins Útivistar, sem heldur upp á þrjátíu ára afmæli sitt í Básum í Þórsmörk í dag. „Þeir ætla að dubba mig upp í mitt gamla starf,“ segir Nanna og skellihlær, en hún starfaði sem fararstjóri allt þar til fyrir tveimur árum. „Útivist var nýtt félag, það þótti afskaplega spennandi. Við fórum ákaflega vel af stað og það safnað- ist að okkur mikið af ungu fólki og við höfum haldið því,“ segir Nanna þegar hún rifjar upp fyrsta starfsár félagsins, en Útivist varð til þegar Ferðafélag Íslands klofnaði vegna misklíðar. „Þeir voru voða reiðir við okkur í upphafi yfir að fá svona samkeppni,“ minnist hún en segir allt í góðu milli félaganna í dag. Það var þó ekki dans á rósum að hrinda starfseminni úr vör. „Við stóðum þarna eins og álfar þessar 55 manneskjur með nýtt félag í höndunum en ekki krónu. Okkur tókst að útvega húsnæði á efstu hæð í Lækjargötu 6 og það voru svo slitnir stigarnir að það lá við að maður dytti í gegnum þrepin,“ seg- ir Nanna og hlær að minningunni. Hún bætir við að lengi vel hafi gestir varla haft stól að sitja á. Ekki var liðin nema vika frá stofnfundi í mars 1975 þegar fyrsta ferðin var farin. „Ferðafélagið hafði sinn samastað austan megin á Umferðarmiðstöðinni svo við aug- lýstum stíft að Útivist væri vestan megin. Svo stóðum við þarna fimm, sex hræður og biðum í ofvæni eftir því hvort einhver kæmi,“ segir Nanna og sýpur á kaffinu sínu. Áhyggjurnar voru ástæðulausar því sjötíu manns mættu á staðinn. „Ég mun aldrei gleyma þessari stund,“ segir Nanna með blik í aug- um. Nanna á fjölmargar góðar minn- ingar frá starfi sínu með Útivist. Því til staðfestingar á hún fimmtán stór myndaalbúm með myndum af ferða- lögum sínum í þrjátíu ár. „Það veit sá sem allt veit að ég sakna þess al- veg óskaplega að ferðast með Úti- vist,“ segir Nanna með trega í röddu. Í góðu veðri horfir hún út um gluggann á útsýnið yfir Snæfells- jökul og óskar sér upp í fjöll. Hún er þó langt í frá sorgmædd og hefur nóg að gera alla daga. Til að mynda vaknar hún hvern einasta morgun og skellir sér í sund. Uppáhaldsstaður Nönnu er Básar í Þórsmörk. „Maður var svo mikið með í þessari uppbyggingu og það kostaði mikið erfiði að koma þessu öllu í kring,“ segir Nanna og greinir frá því þegar fyrsti skálinn í Básum var byggður úr gömlum spýtum úr tveimur húsum sem Úti- vist fékk gefins. „Það var ægilega gaman,“ segir Nanna og gengur að skáp og dregur úr honum lítinn hamar. „ Við vorum beðin um að koma með verkfæri og ég kom með þennan. Hann þótti ekki burðugur í svona stórsmíðar en sjáðu bara,“ segir hún og sýnir mikið eyddan flöt hamarsins. „Ég ætla að hafa hann með inn eftir núna og gefa félaginu hamarinn með rauðri slaufu,“ segir Nanna og skellihlær. ■ 22 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Saknar þess að ferðast ÚTIVIST HELDUR UPP Á ÞRJÁTÍU ÁRA AFMÆLI SITT AÐ BÁSUM Í DAG timamot@frettabladid.is Frændi drottningar Englands, Louis Mountbatten lávarður, lést þennan dag árið 1979 þegar sprengja sprakk í báti hans. Ásamt honum létust fjórtán ára barnabarn hans, eldri kona og fimmtán ára skipsdrengur. IRA, Írski lýðveldisherinn, lýsti ódæðinu á hendur sér en að- eins nokkrum klukkutímum síð- ar létust átján breskir hermenn í sprengingu við Warranpoint, ná- lægt landamærum írska lýðveld- isins. Mountbatten lávarður var 79 ára. Hann dvaldi ásamt fjölskyldu sinni í kastala þeirra í Sligo norðvestur af Írlandi. Bátur hans hafði nýlagt úr höfn í fiskiþorp- inu Mullaghmore þegar sprengj- an sprakk. Vitni sagði að bátuinn hefði sprungið í tætlur og far- þegarnir sjö kastast í sjóinn. Nokkrir sjómenn þustu að til þess að hjálpa Mountbatten en fætur hans voru nær klipptir af og hann lést skömmu síðar. At- burðurinn vakti spurningar um öryggi Mountbatten-fjölskyld- unnar en lávarðurinn hafði aldrei haft lífvörð. Thomas McMahon var síðar dæmdur fyrir morðið á Mountbatten. Lögreglan hafði haft af honum afskipti aðeins tveimur tímum fyrir sprenginguna vegna gruns um bílstuld. ÞETTA GERÐIST > 27. ÁGÚST 1979 MERKISATBURÐIR 1883 Gríðarlegt eldgos hefst á óbyggðu eyjunni Krakatau vestur af Súmötru í Indónesíu. 36 þúsund manns látast í kjölfar flóð- bylgju sem myndast við eldgosið. 1912 Bókin um Tarsan konung apanna eftir Edgar Rice Burroughs kemur út í fyrsta sinn. 1946 Fyrsti bíllinn kemst yfir Siglufjarðarskarð. Vinna við veginn hafði staðið í ellefu ár. 1952 Menntamálaráðherra legg- ur bann við því að auglýsa dansleiki í Ríkisútvarpinu. 1967 Brian Epstein, umboðs- maður Bítlanna finnst lát- inn á heimili sínu í London. Hann lést vegna ofneyslu svefnlyfja. 1970 Flugsveitin Rauðu örvarnar sýnir listir sýnar í Reykajvík. Frændi drottningar drepinn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Olsen Dvalarheimilinu Grund, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 24. ágúst. Útför hennar fer fram 30. ágúst frá kirkju óháða safnaðarins við Háteigsveg og hefst athöfnin kl. 13.00. Hildur Jóhannsdóttir Sigríður Skúladóttir Jón B. Skúlason Unnur Skúladóttir Dóra Skúladóttir Elínborg Skúladóttir Daníel H. Skúlason makar, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sævar Tryggvason Ásgarði 24a, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 26. ágúst. Innilegar þakkir fær starfsfólk Krabbameinsdeildar 11E fyrir góða umönnun og hlýhug. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórhildur Stefánsdóttir Hildur Lind Sævarsdóttir Anna Lilja Sævarsdóttir Unnsteinn Einar Jónsson, Tryggvi Unnsteinsson Rúnar Unnsteinsson Sindri Unnsteinsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Maren Níelsdóttir Kiernan lést á Dvalarheimilinu Hrafnistu, Reykjavík, föstudaginn 26. ágúst. Útförin auglýst síðar. Edward, Erla, Elsa, Stella, Jóhann og Victor Pétur tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Sæmundssonar bryta, Ljósheimum 8a. Margrét Kr. Sigurpálsdóttir Jón Veigar Ragnhildur Þórðar Jóhanna María Smári Karlsson Linda Valgerður Guðmundur Helgason Ingibjörg Ls. Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra sonar og bróður, Hjartar Sveinssonar Grænatúni 6, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Margrét Samúelsdóttir Sveinn Sveinbjörnsson Sveinbjörn Sveinsson Grétar Már Sveinsson Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Bryndís Ingvarsdóttir Sólvangi, Hafnarfirði, áður Móabarði 22b, Hafnarfirði, lést að morgni dags 25. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðmundur Rúnar Guðmundsson Valgerður Guðmundsdóttir Hjálmar Árnason Guðmundur Rúnar Guðmundsson Vilborg Sverrisdóttir Ingvar Guðmundsson Rut Brynjarsdóttir. og barnabörn www.steinsmidjan.is LOUIS MOUNT- BATTEN LÁVARÐUR NANNA KAABER Ein af stofnfélögum Útivistar. VATNSBERI Nanna man vel eftir því þegar hún var sett í að bera vatn í fötum til að blanda í steypu við byggingu fyrsta skálans í Básum. FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.