Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 24
24 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR V ið sem vorum að störfumeftir miðnætti á Menning-arnótt vorum öll miður okkar. Lögregla, fulltrúar Íþrótta- og tómstundaráðs, hverfamið- stöðvar og sjálfboðaliðar,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgar- prestur. Hún kveður fast að orði þegar hún ræðir um ástandið í mið- borginni þessa nótt og hefur þung- ar áhyggjur af þróuninni, sem verði ekki stöðvuð nema með sam- eiginlegu átaki. „Menningarnótt er frábær við- burður sem kemur upphaflega til vegna umhyggju fyrir miðborg- inni,“ segir Jóna Hrönn þegar hún rifjar upp tilurð Menningarnætur. „Við eigum hana saman og margir vilja veg hennar sem mestan. Menningarnótt var sett á fót til þess að laða fólk til miðborgarinn- ar og sýna hvað hún hefur upp á að bjóða. Þessi menningarhátíð hefur þróast hægt undir góðri verkefna- stjórn og skapað samfélagslega stemningu. Þetta er nokkurs konar grasrótar- og þróunarstarf.“ Jóna Hrönn segir marga haldna fordómum gagnvart miðborginni. Hún telur Menningarnótt stærsta og merkilegasta viðburðinn til að bæta þar úr. Að auki sé hún góð tekjulind fyrir verslun og þjón- ustu. Hún leggur áherslu á að Menningarnótt sé alls ekki ætlað að vera nætursamkoma. En svo hafi það gerst fyrir fimm árum að aðrir gestir hafi komið í miðborg- ina eftir að Menningarnótt lauk. Fyllerísnótt sumarsins Jóna Hrönn hefur undanfarin fimm ár stýrt vakt sjálfboðaliða sem farið hafa um miðborgina eftir mið- nætti og hlúð að ungmennum í vanda. Nú síðast voru þeir þrettán. „Allan þennan tíma höfum við verið á röltinu og fylgst með þess- um gestum sem koma eftir mið- nætti. Þar hefur orðið mjög nei- kvæð breyting,“ segir hún. „Þetta er orðin aðalfyllerísnótt sumars- ins. Við sjáum mikla neyslu fólks á öllum aldri og hættulegt ástand.“ Margir muna slæmt ástand sem var í miðborg Reykjavíkur á árun- um kringum 1997-98. Unglingar á grunnskólaaldri hópuðust þá í mið- borgina að kvöld- og næturlagi, margir undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Með samhentu átaki tókst að snúa þeirri þróun við. „En nú sjáum við þetta aftur þessa nótt. Sem þýðir bara eitt, að við verður að taka höndum saman. Ekkert getur breytt þessu nema við fullorðna fólkið með gagn- kvæmri virðingu og samstarfi til heilla fyrir börnin okkar. Það er ekki hægt að kenna neinni menn- ingarhátíð um að unglingarnir okk- ar séu í neyslu, allt sé brjálað í bænum og fólk í lífshættu. Það eru ekki Reykjavíkurborg og lögreglan sem ala upp börnin okkar. Við gerum það sjálf. Við erum fyrirmyndir þessara barna og unglinga sem síðan safnast í bæinn á Menningarnótt. Af hverju verður alltaf ákveðið uppþot eftir hverja Menningarnótt? Af því að við erum að horfast í augu við glundroða sem skapast af neyslu og erfiðleikum. Þetta er svo sárt að við reynum að finna blóraböggla, reynum að gera einhverja ábyrga. Við köllum fram ásökun og sektar- kennd á víxl, sem eru tilfinningar sem fylgja svona uppákomu.“ Eins og vel þjálfuð vopn Jóna Hrönn nefnir dæmi frá nýlið- inni Menningarnótt sem skýrir vel það sem hún er að tala um. „Ég sá hóp af ungum karlmönn- um þessa nótt sem voru auðsjáan- lega á örvandi efnum. Þegar ég horfði á þá hlaupa um götur borg- arinnar upplifði ég þá sem vel þjálfuð vopn. Þeir hrifu með sér yngra fólk, sem fór sífjölgandi. Orkan frá þeim einkenndist af spennu, hraða og ofbeldi. Þeir sem hefðu gengið í veg fyrir þá hefðu verið í lífshættu. Ég var miður mín því þeir voru stjórnlausir. Þeir voru keyrðir áfram af fíkniefnum og reiði. Margir voru beittir líkamlegu ofbeldi þessa nótt. Tvö ungmenni sem ég þekki til urðu fyrir árás þriggja fullorðinna einstaklinga. Sem betur fer var þeim komið til hjálpar. Það sem maður upplifir í gegn- um fíkniefnin eru þessar tilefnis- lausu árásir. Þú þarft ekki annað en að koma snöggt fyrir horn eða horfa í augun á einhverjum til að lenda í hættu. Það er eins og sálin sé tekin í burtu úr þeim sem eru á örvandi efnum. Andlitið, líkams- burðirnir og ofsóknaræðið; allt ber þetta merki um að þetta fólk sé ekki lengur siðferðisverur heldur algerlega stjórnlausir einstakling- ar. Það er eins og þessi efni geri það að verkum að neytandinn skynji ekki dýrmæti samferða- manna sinna. Í stað þess að sjá að hver manneskja er óendanlega dýrmæt er hún bara drasl. Sem er í hróplegri mótsögn við það sið- ferði sem við byggjum á, að lífið er heilagt. Ég græt inni í mér þegar ég sé hvernig þessi efni ræna sál- um einstaklinganna og gerir þá að ógn í samfélaginu. Að sjá svo ung- linga á öllum aldri þarna innan um, marga hverja edrú og svo alger- lega ónæma fyrir því að þeir væru í dauðans hættu. Samkoma þessa fjölda gesta um nóttina skapar líka ótrúlegan vettvang fyrir þá sem selja fíkniefni eða vilja höggva mann og annan.“ Hugsanlegar breytingar „Eigum við að sætta okkur við það að þeir sem taka við nóttinni eftir miðnætti og vita ekkert af menn- ingarhátíðinni leggi niður það grasrótar- og þróunarstarf sem hefur átt sér stað á undanförnum árum, og haldi þessari hátíð borg- arbúa í herkví, eins og gerst hefur?“ heldur Jóna Hrönn áfram og er mikið niðri fyrir. „Það er líka staðreynd að þessa nótt nota menn til að gera upp ýmiss konar mál eftir verslunar- mannahelgina. Svo er sumarhýran eftir og hægt að kaupa verulegt magn af áfengi. Skólinn byrjaði á mánudeginum eftir Menning- arnóttina og menn töldu margir hverjir að það væri alveg nauðsyn- legt að rasa út áður en hann færi að herja á þá.“ Hún segir ekki mega gleyma hinu, að hún hafi hitt fjöldann allan af ungu fólki þessa nótt sem hafi verið sjálfu sér og öðrum til gleði. „En þau voru bara einfaldlega í hættu og mörg hver höfðu hvorki reynslu né þroska til að meta hana. Kannski verðum við að leggja Menningarnótt niður í eitt skipti til að sjá hvernig þessi nótt þróast eða jafnvel að hafa ekki tónleika og dagskrá eftir klukkan átta.“ Alvarleg skilaboð Jóna Hrönn segir að á bak við fíkniefnaneyslu sé oft löng saga öryggisleysis og óhamingju. Það þurfi vitundarvakningu. Breyttar áherslur. Samstillt átak okkar allra. „Við erum alltaf að tala um pen- inga og viðskipti og upphefja þá sem við teljum auðuga að verald- legum eigum, örugglega oftast í óþökk þeirra sjálfra. Við upphefj- um aldrei hina sem eru að vinna svo ótrúleg verk til að bæta mann- félagið, mæta öðrum með kær- leika og umhyggju og leggja á sig þrotlausa vinnu. Ég nefni sem dæmi fólk sem vinnur aðhlynning- arstörf. Ég hef kynnst fólki sem vinnur á heilabilunardeildum. Þetta er fólkið sem ég ber mikla virðingu fyrir. Fólkið sem vinnur með hjartanu. Fólk sem þarf að beita þolinmæði, kærleika og ótrú- legri samskiptafærni samfellt all- an vinnudaginn. Ríka fólkið og glamúrstjörnurn- ar eru fyrirmyndirnar sem við setjum upp fyrir unglingana okkar. Þarna er verið að skapa fyrirmyndir sem eru svo langt frá raunveruleika flestra. Það er eftir- sóknarverðast að verða stjarna eða velta sér upp úr peningum. Oft þegar ég spyr ungt fólk hvað það vilji gera í framtíðinni heyrist oftar en ekki „ég ætla að fá mér vinnu þar sem ég ræð mínum vinnutíma og hef góð laun án mikillar fyrirhafnar.“ Erum við að vekja athygli á fólki sem er að vinna stórvirki á sviðum vísinda eða hjálparstarfa? Allt of sjaldan.“ Þjóð undir eftirliti Í fjölmiðlum er sífellt verið að tala við sama fólkið með yfirskriftinni; „Ástin, frægðin og kjaftasögurnar“ og svo erum við alltaf að auka eft- irlit með fólki, í stað þess að leggja áherslu á siðfræðikennslu og eiga samfélag við börnin okkar. Skila- boðin eru þau að við þurfum ekki að takast á við að vera siðferðis- verur. Við erum hvort eð er bara undir eftirliti. Ég stel ekki af því að það gæti verið myndavél í herberg- inu, en ekki af því að það er rangt að stela frá öðrum og eftirsóknar- vert að reynast öðrum vel. Svo er til fólk sem berst gegn því að kenna kristin fræði í skólum. Ég hugsa stundum til þess fólks þegar ég hef orðið vitni að ofbeldis- verkum í miðborginni. Þá eru boð- orðin tíu ekki það fyrsta sem mig langar að taka út úr kennslu í grunnskólum.“ Jóna Hrönn nefnir einnig hve alvarlegt það sé hvernig íslenskir stjórnmálamenn tali hver um ann- an og hver við annan opinberlega. Menn geti verið að hreyta ókvæðis- orðum og sýna hver öðrum dóna- skap á þingi og í fjölmiðlum . „Hvernig skilaboð eru þetta til barnanna og unglinganna okkar? Ábyrgð foreldra, skóla, kirkju, stjórnmálamanna og fjölmiðla er gríðarleg gagnvart komandi kyn- slóðum. Við eigum að láta okkur varða fyrst og fremst um hamingju barna okkar. Þá heyrir nótt eins og um síðustu helgi sögunni til.“ ■ JÓNA HRÖNN BOLLADÓTTIR „Unglingadrykkja í miðborginni hefur verið á hröðu undanhaldi. Það ber að þakka markvissu samstarfi foreldra, ýmissa sam- taka, hreyfinga, lögreglu og Reykjavíkur- borgar,“ segir miðborgarpresturinn. „Einnig mjög virkri forvarnafræðslu fyrir foreldra um ábyrgð þeirra og hlutverk. En á Menn- ingarnótt er eins og öllu sem hefur áunnist sé kastað í ræsið.“ Barnakór Háteigskirkju er fyrir hressa krakka á aldrinum 7-9 ára. Æfingar byrja 31. ágúst. Skráning og fyrirspurnir hjá kórstjóra, Þóru Marteinsdóttur í síma 867 9193 og barnakor@hateigskirkja.is Kór Háteigskirkju getur bætt við söngfólki í allar raddir. Einhver reynsla af söng og nótnalestri æskileg Áhugasamir hafi samband við kórstjórann Douglas A. Brotchie í síma 899 4639 og douglas@hateigskirkja.is Ég græt inni í mér Jóna Hrönn Bolladóttir mi›borgarprestur er slegin eftir a› hafa veri› á ferli um mi›borgina eftir mi›- nætti á Menningarnótt. Í samtali vi› Jóhönnu S. Sig- flórsdóttur ræ›ir hún um ástandi›, kallar foreldra til ábyrg›ar og stingur upp á a› menningarhátí›in ver›i stytt til reynslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.