Fréttablaðið - 27.08.2005, Síða 26

Fréttablaðið - 27.08.2005, Síða 26
Við bjóðum upp á glænýttrússneskt leikrit, sígildansöngleik og rómantískt gam- anleikrit,“ segir Magnús Geir Þórð- arson, leikhússtjóri Leikfélags Ak- ureyrar, um dagskrá komandi leik- árs en atburðir vetrarins á Akur- eyri voru kunngjörðir í gær. Magnús Geir segir fjölbreytn- ina ráða ríkjum í verkefnavali en auk þriggja nýrra verka verða á fjölunum ýmsar góðar gesta- sýningar og verk frá fyrra leikári. „Leikárið hefst í september á sýningum á Pakkinu á móti í leik- stjórn Agnars Jóns Egilssonar. Við frumsýndum leikritið í vor en það fjallar um hryðjuverkaógnina. Höfundurinn Henry Adams vann Edinborgarverðlaunin fyrir Pakkið á móti fyrir tveimur árum en síðan í vor hafa, eins og allir vita, sprengingar átt sér stað í London. Þegar maður heyrir fréttir af hörmungaratburðum sem þessum á maður til að fjarlægja sig þeim en persónurnar í verkinu eru svo sterkar að við það að horfa á verkið færist maður óhjákvæmilega nær.“ Gamanleikrit í anda Love Actually Auk Pakksins á móti verður gesta- sýning Borgarleikhússins, Belgíska Kongó, á dagskrá í september. Þeg- ar komið er fram í miðjan október verður gamanleikritið Fullkomið brúðkaup frumsýnt á Akureyri. „Þetta er eiginlega rómantískt gam- anverk í anda Love Actually, Four Weddings and a Funeral og allra þessara bresku góðu gamanmynda. Verkið er eftir Robin Hawdon, sama höfund og gerði farsann Sex í sveit, en það er vinsælasta leiksýning sem Leikfélag Reykjavíkur hefur sett upp.“ Magnús Geir segir að Fullkomið brúðkaup sé drepfyndið verk sem hefst þegar ungur steggur vaknar skelþunnur á brúðkaupsdaginn með ókunnuga nakta konu sér við hlið. „Brúðurin er á leiðinni og allt fer á fullt í endalausum misskilningi. Leikritið gerist á leifturhraða og fjallar um þessi mál sem allir eru endalaust að velta fyrir sér. Hvernig það er að vera ástfanginn, að hætta að vera ástfanginn og vera jafnvel ekki ástfanginn af þeim sem maður hélt að maður væri ástfang- inn af.“ Kraftmikil maríubjalla í húsinu Nýtt leikrými, Húsið, verður svo tekið í notkun hjá Leikfélagi Akur- eyrar í mars. Í Húsinu var áður diskótekið Dynheimar, menningar- miðstöð ungs fólks, en nú þjónar rýmið æfinga- og sýningarhaldi hjá leikfélaginu ásamt því að hýsa bún- inga og leikmunageymslu. „Það er gaman að segja frá því að í Húsinu frumsýnum við Maríubjölluna, sem er glænýtt rússneskt leikrit. Verkið er eftir ungt leikskáld sem stendur í framvarðasveit rússneskra nútíma- höfunda en leikstjórinn, Jón Páll Eyjólfsson, er einnig i framvarða- sveit. Jón er ungur og upprennandi leikstjóri sem vakti verðskuldaða athygli fyrir pólitíska sýningu hjá Stúdentaleikhúsinu í fyrra.“ Magnús Geir segir að Maríu- bjallan höfði til allra þeirra sem vilji láta hreyfa við sér. „Verkið er í anda Kæru Jelenu og Stjörnu á morgunhimni. Maríubjallan gerist á einu kvöldi í kveðjupartíi hjá manni sem er að halda í herinn. Atburða- rásin tekur óvænta stefnu og við fáum ansi magnaða sýn inn í líf þessa fólks. Allt litróf tilfinning- anna er staðsett í ansi harkalegum heimi en útkoman er kraftmikið og fallegt leikrit.“ Rokkuð græðgisvæðing Leikfélag Akureyrar ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í söngleikjaupp- færslum næsta árs. „Í fyrra sýnd- um við Ólíver, þar sem sinfóníu- hljómsveit lék fyrir okkur ljúfa tónlist. Nú ætlum við að láta rokkið lyfta þakinu af gamla leikhúsinu,“ segir Magnús Geir en Litla Hryll- ingsbúðin verður frumsýnd í febrú- ar. „Þó söngleikurinn sé bara 25 ára gamall er hann sígildur. Þetta er verk sem höfðar til allrar fjölskyld- unnar með litríkum persónum, fyndinni sögu og grípandi tónlist. Það hefur mikið verið rætt um græðgisvæðingu á Íslandi að undan- förnu og Litla hryllingsbúðin snýst um græðgi og spurninguna um hvað eigi að leggja á sig fyrir frægð og velgengni. Söngleikurinn hefur verið settur upp tvisvar sinnum hér á landi í atvinnuleikhúsum en við ætlum að fara nýja leið að Litlu Hryllingsbúðinni,“ segir Magnús Geir leyndardómsfullur en hann vinnur nú að því að velja leikhópinn til verksins. Sigra heiminn frá Akureyri Hluti af þeim stefnubreytingum sem áttu sér stað hjá Leikfélagi Akureyrar þegar Magnús Geir tók við starfseminni var að losa upp leikhópinn sem var til staðar til þess að koma á því fyrirkomulagi að lítill hópur leikara yrði fastráð- inn í eitt ár í senn og aðrir leikarar lausráðnir. „Nú erum við að veðja á ungt fólk sem leggur allt undir fyrir leiklistina. Við fastréðum fjóra leikara, þá Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Hauk Jóhann- esson, Álfrúnu Örnólfsdóttur og Esther Talíu Casey,“ en þau verða fastráðin ásamt reynsluboltanum Þráni Karlssyni sem er að hefja sitt fimmtugasta leikár með Leikfélagi Akureyrar. Þetta nýja fyrirkomulag segir Magnús að hafi ýmsa kosti í för með sér. „Þá er kjarni til staðar sem fókuserað er á og ber uppi starfsemina. En þar sem fastráðn- ingin stendur aðeins yfir í eitt ár er engin hætta á því að leikararnir fari að endurtaka sig eða að áhorf- endur fái leið á því að sjá alltaf sömu andlitin. Hópurinn sem verð- ur hjá okkur í ár kemur í stuttan tíma og tekst á við bitastæðar rull- ur svo það geti sigrað heiminn frá Akureyri.“ Miðar á bíóverði fyrir unga fólkið Leikfélag Akureyrar setur líka fókusinn á ungt fólk þegar kemur að áhorfendum. „Síðasta vetur buðum við tvö þúsund krökkum á aldrinum tólf til fimmtán ára að koma í leikhúsið. Mörg þeirra höfðu aldrei komið áður í leikhús en þetta er gert með það í huga að vekja leikhúsáhuga hjá ungu fólki og ala upp áhorfendur framtíðar- innar.“ Í fyrra margfaldaðist leikhús- aðsókn á Akureyri og segir Magnús það spila inn í að meðal- aldur áhorfenda hafi lækkað umtalsvert. Á nýju leikári verður sérstakur afsláttur í boði fyrir áhorfendur undir 25 ára aldri. „Landsbankinn hefur komið til liðs við okkur og nú bjóðum við upp á áskriftarkort á fjórar leik- sýningar á hálfvirði, eða á 3.450 krónur. Það er svo oft talað um að unga fólkið fari ekki í leikhús því það hafi ekki efni á því en með þessu tilboði fást leikhúsmiðarnir á bíóverði.“ ■ 26 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Græ›gi, hry›juverk og gó›ur húmor MAGNÚS GEIR Leikhússtjórinn segir Leikfélag Akureyrar veðja á unga fólkið í vetur. Leikfélag Akureyrar hlaut tvenn Grímuver›laun fyrir söngleikinn Ólíver á sí›asta ári. Í spjalli vi› Magnús Geir fiór›arson leikhússtjóra kemst fióra Karítas a› flví a› móttökur leikhúsgesta og a›sókn, sem fór fram úr björtustu vonum, gefa leikfélaginu byr undir bá›a vængi. » FA S T U R » PUNKTUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.