Fréttablaðið - 27.08.2005, Síða 29

Fréttablaðið - 27.08.2005, Síða 29
3LAUGARDAGUR 27. ágúst 2005 www.nysprautun.is Viðurkennt CABAS-verkstæði Egeus á að fara hvert á land sem er. Hönnun í fyrirrúmi Nýr sportjeppi er væntan- legur frá franska bílarisanum Renault. Mikið verður lagt í hönnun á glæsilegum sportjeppa sem brátt er væntanlegur á markað frá Renault. Bíllinn hefur fengið nafnið Egeus og verður í sam- keppni við mikinn fjölda jepp- linga sem þegar er á markaði. Bíllinn verður sjö gíra með þriggja lítra V6-turbóvél sem mun skila 250 hestöflum í fullum afköstum. Fjórhjóladrifið verður sívirkt og sportjeppinn verður með splunkunýrri tegund Michel- in-dekkja sem eiga meðal annars að draga úr eldsneytisnotkun. Af öðrum nýjungum má nefna hleðslusleða, sem auðveldar að koma þungum eða umfangs- miklum hlutum í farangursrýmið. Gömlu númerin Enn bregður fyrir bílum á vegum landsins og götum með gömlu bíl- númerunum sem sögðu til um hvaðan hvert ökutæki var. Rifjum þau upp til gamans. A Akureyrarkaupstaður og Eyjafjarðarsýsla B Barðastrandarsýsla D Dalasýsla E Akraneskaupstaður F Siglufjarðarkaupstaður G Hafnarfjarðarkaupstaður og Gullbringu- og Kjósarsýsla H Húnavatnssýsla Í Ísafjarðarkaupstaður og Ísafjarðarsýsla J Íslenskir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli JO Erlendir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli VL Varnarliðið VLEÖkutæki hermanna K Sauðárkrókskaupstaður og Skagafjarðarsýsla L Rangárvallasýsla M Mýra- og Borgarfjarðarsýsla N Neskaupstaður Ó Ólafsfjarðarkaupstaður P Snæfells- og Hnappadalssýsla R Reykjavík S Seyðisfjarðarkaupstaður og Norður-Múlasýsla T Strandasýsla U Suður-Múlasýsla V Vestmannaeyjakaupstaður X Árnessýsla Y Kópavogur Z Skaftafellssýsla Þ Þingeyjarsýsla Ö Keflavíkurkaupstaður Fyrsti bíllinn kominn Ný lína af Mercedes-Benz fjölnota bílum var að koma til landsins. Afl, rými og sportlegar línur eru einkennisorðin í hönnunninni á nýjum Mercedes-Benz bíl sem er við það að gera innrás á ís- lenskar götur. B-Class er svo- kallaður fjölnota bíll. Hann er sportlegur með gott rými að inn- an þrátt fyrir að vera nettur á velli. Hann hentar því vel fjöl- skyldum, bæði innanbæjar og sem ferðabíll. Hjá Öskju, sem er með umboð fyrir Mercedes-Benz á Íslandi, fengust þær upplýsingar að fyrsti bíllinn væri þegar kominn til landsins og búist væri við fleiri bílum strax í næstu viku. Verðið er mismunandi eftir gerð og búnaði en boðið er upp á bílinn í sex útfærslum. Búast má við að ódýrasta gerð bílsins muni kosta um 2,6 milljónir. Einn B-Class bíll er kominn til landsins. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.