Fréttablaðið - 27.08.2005, Page 31
LAUGARDAGUR 27. ágúst 2005
Í næsta mánuði skapast
möguleiki fyrir Íslendinga til
að bregða sér til Japan í beinu
flugi á vegum ferðaskrifstof-
unnar Úrvals-Útsýnar.
„Við erum að selja sæti í beint
flug milli Reykjavíkur og Tókýó
hinn 12. september og örfá sæti til
baka hinn 21.,“ segir Guðrún Sig-
urgeirsdóttir, framleiðslustjóri
hjá Úrvali-Útsýn, og lýsir tildrög-
um þessa flugs. „Japanir eru að
flykkjast hingað til lands og því
verða nokkur leiguflug á milli
Reykjavíkur og Tókýó í haust með
Boeing 767-breiðþotu hjá Loftleið-
um Icelandic. Við sendum vél út
til að sækja Japanina og þá er nóg
framboð af sætum fyrir Íslend-
inga en eftir það eru vélarnar með
Japanina meira og minna fullar.
Þó eru nokkur sæti laus frá Tókýó
heim hinn 21. september. Ef fólk
ætlar að nota beina flugið fram og
til baka er því bara hægt að
stoppa í viku en auðvitað getur
það notað beina flugið út og bókað
sig heim með áætlunarflugi
hvenær sem er. Það eru ágætar
tengingar með SAS gegnum
Kaupmannahöfn og Finnair gegn-
um Helsinki,“ segir Guðrún. Hún
bendir líka á að heimssýningin
Expo 2005 stendur enn í Nagoya
og þangað tekur tvo tíma að ferð-
ast í hraðlest frá Tókýó.
Verð á flugsæti er 62.600 aðra
leiðina og 123.300 fram og til baka
á almennu farrými með sköttum.
Einnig er hægt að fljúga út á Saga
class og heim á almennu fargjaldi.
Þá kostar farið 208.400 krónur á
mann fram og til baka.
Tímamismunur milli Íslands
og Japan er níu klukkustundir en
flugið tekur tólf tíma. Eins og
Guðrún bendir á er hægt að horfa
á góðar bíómyndir, lesa og sofa á
leiðinni. ■
Síðumúla 11 • 108 Reykjavík • Sími: 588 6500 • www.utivistogveidi.is
OPIÐ Í SUMAR:
laugardaga 10-17, sunnudaga 11-16, virka daga 9-19
Neyðarsími allan sólarhringinn 844 7000
Mikið úrval af skotveiðibúnaði
fyrir gæsaskyttur ...
Tvíhleypur frá FAIR og
Sabatti haglaskot frá
Baschieri og Pellagri
Einnig veiðirifflar í hreindýraveiðina
frá Mannlicher og Sabatti
Ferðamönnum hefur fækkað mikið í
Lundúnum.
Ferðamenn lokk-
aðir til Lundúna
HÆGT ER AÐ GERA GÓÐ KAUP Í
LUNDÚNUM ÞVÍ GERT ER VEL VIÐ
ÞÁ FERÐAMENN SEM LEGGJA LEIÐ
SÍNA ÞANGAÐ.
Hagsmunaaðilar í ferðamanna-
bransanum eru á nálum vegna þess
hve fáir ferðamenn velja að heim-
sækja Lundúnir. Margir segja að
sala á haustferðum til borgarinnar
verði að aukast til að forða iðnaðin-
um frá hræðilegum örlögum. Síðan
sprengjurnar sprungu í almennings-
samgangnakerfi Lundúna hefur
ferðamönnum fækkað svo um
munar. Fulltrúar helstu ferðamanna-
staða Lundúnaborgar eins og
London Dungeon segja að fjöldi
heimsókna hafi hrapað um þriðjung
og fulltrúar leikhúsa á West End
kvarta undan því sama og nefna
margir allt upp í fjórðungs fækkun í
því sambandi.
Ferðamennirnir sjálfir geta þó grætt
á þessu ófremdarástandi. Fólk sem
á hagsmuna að gæta í borginni
hefur nefnilega tekið höndum sam-
an og lækkað verð til að reyna að
lokka fleiri til Lundúna. Hótel-
herbergi og leikhúsmiðar eru
ómissandi fyrir ferðamenn og hafa
af þeim sökum lækkað talsvert í
verði. Það er því óhætt að segja að
heimsókn til Lundúna í haust gæti
orðið hagkvæm ráðstöfun.
Beint flug til Tók‡ó
Heimsborgin Tókýó heillar margra.
Heimssýningin Expo 2005 stendur til 25.
september.