Fréttablaðið - 27.08.2005, Side 33
Regnhlífar eru hið mesta þarfa-
þing og ólíkt því sem margir halda
er alveg hægt að nota regnhlífar á
Íslandi. Það kemur jú fyrir að það
rigni í logni og þá getur regnhlíf
gert alveg jafn mikið gagn og
pollagallinn. Þessu virðast Íslend-
ingar hafa verið að átta sig á und-
anfarin ár og það verður æ al-
gengara að sjá fólk með skraut-
legar regnhlífar. Skemmst er að
minnast skýfallsins á Menning-
arnótt fyrir viku þegar furðu-
margir gátu brugðið regnhlífum
sínum á loft til að verjast því að
verða gegndrepa. Regnhlífar fást
í öllum stærðum og gerðum og úr-
valið er meira en
margir halda. Hægt
er að fá klassískar
svartar regnhlífar
með tréskafti sem
nota má sem
göngustaf, skræp-
óttar regnhlífar í
líflegum litum og
enn aðrar sem eru
svo fyrirferðarlitl-
ar að þær komast í
vasann en verða
svo að risastóru
r i g n i n g a r s k ý l i
þegar þær eru
spenntar upp.
Skemmtileg
regnhlíf fyrir börnin,
Drangey 850 kr.
Græn og glæsileg úr
Debenhams, 1.990 kr.
Skemmti-
leg hálf-
gegnsæ
plastregn-
hlíf, Drang-
ey 1.295 kr.
Trúðaregnhlíf, Hagkaup
500 kr.
Dansa› í rigningunni
Það er bráðnauðsynlegt að eiga góða og fallega
regnhlíf. Úrvalið er meira en margan grunar.
Pamela varalitar sig
gegn alnæmi
Snyrtivöruframleiðandinn MAC fær liðsstyrk í auglýsinga-
herferð gegn alnæmi.
Pamela tekur sig vel út með varalitinn frá MAC.
Strandvörðurinn gamli Pamela
Anderson er gengin til liðs við
auglýsingaherferð MAC-snyrti-
vörurisans. Hún tekur þátt í aug-
lýsingaherferð fyrir varalit og
varagloss en allur ágóði snyrti-
varanna rennur í sjóð til barátt-
unnar gegn alnæmi. Pamela
bætist þar í hóp stórstjarna á
borð við Christinu Aguilera og
Missy Elliot sem hafa ljáð barátt-
unni lið, en hún snýst líka um að
hvetja fólk til að fara og láta
athuga hvort það sé smitað.
Forsvarsmenn MAC-fyrirtæk-
isins eru hæstánægðir með að fá
Pamelu í hópinn, ekki síst vegna
fortíðar hennar en eins og margir
vita er hún haldin ólæknandi
sjúkdómi. Sjálf segist Pamela
vera mjög sátt við að taka þátt í
svona verðugu verkefni og efar
ekki að hún sé rétta manneskjan í
það. „Eftir að ég smitaðist af lifr-
arbólgu C lærði ég mikilvægi
þess að þekkja stöðuna á líkaman-
um sínum. Aðeins þá getur maður
tekið upplýstar og ígrundaðar
ákvarðanir um heilsuna og lífið,“
segir Pamela Anderson.
LAUGARDAGUR 27. ágúst 2005