Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 33
Regnhlífar eru hið mesta þarfa- þing og ólíkt því sem margir halda er alveg hægt að nota regnhlífar á Íslandi. Það kemur jú fyrir að það rigni í logni og þá getur regnhlíf gert alveg jafn mikið gagn og pollagallinn. Þessu virðast Íslend- ingar hafa verið að átta sig á und- anfarin ár og það verður æ al- gengara að sjá fólk með skraut- legar regnhlífar. Skemmst er að minnast skýfallsins á Menning- arnótt fyrir viku þegar furðu- margir gátu brugðið regnhlífum sínum á loft til að verjast því að verða gegndrepa. Regnhlífar fást í öllum stærðum og gerðum og úr- valið er meira en margir halda. Hægt er að fá klassískar svartar regnhlífar með tréskafti sem nota má sem göngustaf, skræp- óttar regnhlífar í líflegum litum og enn aðrar sem eru svo fyrirferðarlitl- ar að þær komast í vasann en verða svo að risastóru r i g n i n g a r s k ý l i þegar þær eru spenntar upp. Skemmtileg regnhlíf fyrir börnin, Drangey 850 kr. Græn og glæsileg úr Debenhams, 1.990 kr. Skemmti- leg hálf- gegnsæ plastregn- hlíf, Drang- ey 1.295 kr. Trúðaregnhlíf, Hagkaup 500 kr. Dansa› í rigningunni Það er bráðnauðsynlegt að eiga góða og fallega regnhlíf. Úrvalið er meira en margan grunar. Pamela varalitar sig gegn alnæmi Snyrtivöruframleiðandinn MAC fær liðsstyrk í auglýsinga- herferð gegn alnæmi. Pamela tekur sig vel út með varalitinn frá MAC. Strandvörðurinn gamli Pamela Anderson er gengin til liðs við auglýsingaherferð MAC-snyrti- vörurisans. Hún tekur þátt í aug- lýsingaherferð fyrir varalit og varagloss en allur ágóði snyrti- varanna rennur í sjóð til barátt- unnar gegn alnæmi. Pamela bætist þar í hóp stórstjarna á borð við Christinu Aguilera og Missy Elliot sem hafa ljáð barátt- unni lið, en hún snýst líka um að hvetja fólk til að fara og láta athuga hvort það sé smitað. Forsvarsmenn MAC-fyrirtæk- isins eru hæstánægðir með að fá Pamelu í hópinn, ekki síst vegna fortíðar hennar en eins og margir vita er hún haldin ólæknandi sjúkdómi. Sjálf segist Pamela vera mjög sátt við að taka þátt í svona verðugu verkefni og efar ekki að hún sé rétta manneskjan í það. „Eftir að ég smitaðist af lifr- arbólgu C lærði ég mikilvægi þess að þekkja stöðuna á líkaman- um sínum. Aðeins þá getur maður tekið upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir um heilsuna og lífið,“ segir Pamela Anderson. LAUGARDAGUR 27. ágúst 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.