Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 52
32 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Allt frá því að fyrstu fréttirum ákærurnar í Baugsmál-inu birtust í erlendum fjöl- miðlum hefur verið áberandi hve sjónarmiðum Baugs gagnvart ákærum ríkisvaldsins er gefið mikið vægi. Breska blaðið The Guardian reið á vaðið og var fyrst blaða til að fjalla efnislega um ákærurnar og tók afgerandi af- stöðu með sjónarmiðum Baugs. The Guardian sagði að þrátt fyrir að ákærurnar litu út fyrir að vera alvarlegar gætu þær allar átt sér eðlilegar og saklausar skýringar. Auk þess virtust þær ekki byggðar á efnahagslegum raunveruleika. Í umfjöllun erlendra fjölmiðla um málið eftir að ákærurnar birt- ust opinberlega og málið var dóm- tekið var áberandi hve ásökunum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóhannesar Jónssonar á hendur Davíð Oddssyni var gefið mikið vægi. Fjölmiðlamenn höfðu aug- ljóslega tekið skýringar Baugs- manna til greina og endurspeglað- ist það í fréttaflutningi þeirra. Málið var sagt hafa pólitískan undirtón og gengið er svo langt að halda því fram að íslenskt við- skiptaumhverfi sé fyrir rétti í málinu. Umfjöllunin er afrakstur her- ferðar Baugs, sem vinnur skipu- lega að því að takmarka þann skaða sem félagið getur orðið fyrir vegna málaferlanna. Lögmenn og ráðgjafar hinna ákærðu eru í beinu sambandi við þá fjölmiðla- menn, íslenska sem erlenda, sem fjalla um málið, í því skyni að út- skýra sem best hlut Baugsmanna og svara öllum þeim spurningum sem fréttamenn kunna að spyrja. Ekkert einsdæmi Þetta er ekkert nýtt og alls ekki einsdæmi, hvorki á Íslandi né í út- löndum. Eitt þekktasta dæmið hér á Íslandi þar sem ákærðir reyna að hafa áhrif á almenningsálit í gegn um umfjöllun fjölmiðla er Kaffibaunamálið svokallaða. Fyrir málflutning í Hæstarétti réð Samband íslenskra samvinnu- félaga til sín ráðgjafa til að vinna skýrslu um málið sem gagnast gæti verjendum í málinu. Skýrsl- an var lögð fyrir Hæstarétt og jafnframt afhent fjölmiðlum. Þekkt erlent dæmi þar sem ákærðir hafa ráðið til sín ráðgjafa til að vernda orðstír sinn er til að mynda mál bandarísku kaup- sýslukonunnar og heimilisráð- gjafans Mörthu Stewart, sem hefur tekist að afplána tíu mánaða fangavist og stofufangelsi fyrir innherjasvik án þess að orðstír hennar hafi beðið hnekki. Einnig má nefna mál kanadíska blaðakóngsins Conrad Black, sem meðal annars gaf út bresku blöðin The Telegraph og Sunday Telegraph. Black hefur átt í mest- um erfiðleikum undanfarin tvö ár og hefur þurft að takast á við hver málaferlin á fætur öðrum vegna ásakana um fjársvik. Að auki má nefna mál rúss- neska olíujöfursins Mikhael Khodorkovskí, sem tekist hefur að vinna almenning um allan heim á sitt band í málaferlum sem rúss- neska ríkið höfðaði gegn honum. Ráðgjafar hans hafa lagt mikið upp úr því að upplýsa fjölmiðla- menn um það að ákærurnar á hendur Khodorkovskí séu pólit- ískar ofsóknir runnar undan rifj- um forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Khodorkovskí situr nú í fangelsi og afplánar dóm eftir að hafa verið dæmdur sekur um flest þau ákæruatriði sem honum voru gefin að sök. Almannatengsl mikilvæg En geta fyrirtæki almennt haft áhrif á opinbera umræðu? Gunnar Steinn Pálsson, eigandi almanna- tengslafyrirtækisins GSP World- wide Partners, er sannfærður um að svo sé. „Já, almannatengsl og orðsporsstjórnun, með öllum þeim tækjum og tólum sem nú- tímasamskipti geta farið fram með, skipta auðvitað miklu máli í svona tilfellum rétt eins og í hvaða mótvindi sem atvinnulífið lendir í,“ segir Gunnar Steinn. „Ég held að þetta eigi við sér- staklega núna á síðari árum þegar fjölmiðlaumhverfið er orðið með þeim hætti að einstaka blaða- menn, jafnvel fjölmiðlar í heild sinni, hika ekki við að taka afstöðu í hverju því máli sem upp kemur í samfélaginu. Þá er auðvitað mikil- vægt fyrir einstaklinga, fyrir- tæki, félagasamtök og alla aðra að reyna að koma sínum sjónar- miðum og röksemdum hverju sinni á framfæri með öllum til- tækum ráðum,“ segir hann. Gunnar Steinn segir þetta ekki síst eiga við um fyrirtæki sem eru á hlutabréfamarkaði og þar af leiðandi háð bæði umræðunni hverju sinni og væntingum sem hugsanlegir fjárfestar hafa til fyrirtækjanna. „Þar geta til dæmis margra ára málaferli verið gífurlega afdrifarík og sá tími, til dæmis áður en hugsanlegur sýknudómur er felldur, getur þess vegna verið afar mikilvægur á alþingi götunnar,“ bendir hann á. Klæðskerasaumuð varnarbarátta „Hins vegar þarf eðlilega að klæð- skerasauma varnarbaráttuna í opinberri umræðu og auðvitað gæta þess alltaf að ganga ekki of langt. Í þeim efnum er kannski sérstaklega hér heima á Íslandi um þessar mundir hægt að falla í þá gildru að misnota aðstöðu sína í gegnum eignarhald á einstökum fjölmiðlum og því þarf að fara var- lega í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum. Ég vil taka það fram að mér finnst Baugsmenn ekki hafa gerst sekir um að hafa misnotað fjölmiðla í sinni eigu eins og margir hafa haldið fram og finnst skýringar Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, að hann hafi valið Fréttablaðið til að birta ákærurnar fyrst allra fjölmiðla á Íslandi vegna útbreiðslu þess, fullkomlega eðlilegar,“ segir Gunnar Steinn. Hann segist hins vegar vona að umræðan á alþingi götunnar, hvort sem hún standi í einhverja mánuði eða jafnvel ár, hafi ekki áhrif á dómara í einstökum málum vegna þess að væntanlega þættu það ekki vera eðlilegar leikreglur. Gegnsæi meira en áður Spurður um hvaða aðferðir fyrir- tæki noti til að hafa áhrif á um- ræðuna segir hann að fyrst og fremst sé gegnsæi orðið meira en áður. „Þróunin er jákvæð og í staðinn fyrir að pukrast með erfið mál fyrir dómstólum leggja menn spilin á borðið, reyndar með sín- um skýringum líkt og Baugur gerði núna og til dæmis Jón Ólafs- son fyrir nokkrum árum. Þá birti hann ákærur Skattrannsóknar- stjóra eins og þær lögðu sig og kom jafnframt með sínar skýring- ar,“ bendir Gunnar Steinn á. „Þetta er allt önnur aðferð en til að mynda olíufélögin notuðu í samkeppnismálinu. Þau einbeittu sér að því að þræta fyrir gjörðir sínar, neituðu að vinna með yfir- völdum, veittu ekki viðtöl og svo framvegis. Að þessu leyti er Baugur að höndla sín mál miklu betur en olíufélögin gerðu,“ segir Gunnar Steinn. Málflutningur í hinu svonefnda Kaffibaunamáli fór fram í Hæstarétti í maí og júní 1988 þar sem nokkrir starfsmenn SÍS, Sambands ís- lenskra sam- v i n n u f é l a g a , voru ákærðir fyrir fjársvik, skjalafals og brot á lögum um skipan gjaldeyrismála vegna verslunar með kaffibaunir. SÍS hafði séð um innflutning á kaffibaunum frá Brasilíu fyrir Kaffibrennslu Akureyrar á árun- um 1979 til 1981 með milligöngu Norræna samvinnusambandsins. Starfsmenn SÍS voru meðal ann- ars sakaðir um að hafa leynt Kaffibrennslu Akureyrar umtals- verðum afslætti sem seljandi kaffibaunanna veitti. Afslátturinn nam tæpum fimm milljónum doll- ara á verðgildi ársins 1981. SÍS lét seljanda kaffibaunanna útbúa tvo reikninga, annan með afslættinum og hinn án afsláttar- ins, og notaði skrifstofu sína í London sem millilið fyrir við- skiptin svo leyna mætti fjársvikunum. SÍS greiddi lægri reikn- inginn í gegn- um banka í London og rukkaði Kaffi- b r e n n s l u A k u r e y r a r s a m k v æ m t hærri reikn- ingnum. Auk þess að leyna Kaffi- brennsluna af- slættinum sem veittur var inn- heimti SÍS um- boðslaun af söl- unni sem hlut- fall af hærri re ikningnum. Fjórir af hinum fimm ákærðu voru dæmdir sekir í héraðsdómi en Hæstiréttur dæmdi þrjá seka og sýknaði tvo. Sérstök ferilgreining pöntuð Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og var fjallað um það í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Það sem vakti einna mestu athyglina var að fyrir málflutninginn í Hæstarétti höfðu Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, og Valur Arnþórsson stjórnarformaður SÍS, ráðið Guðmund Einarsson verkfræðing til þess að semja ferilgreiningu um kaffiviðskiptin, sem jafnframt var lögð fyrir Hæstarétt. Þar að auki fengu fjöl- miðlar eintak af ferilgreiningunni sem og ítarlegar skýringar Guð- mundar á málavöxtum öllum. Tilgangurinn með ferilgrein- ingunni var að sýna fram á hvern- ig kaffiviðskiptin hefðu átt að fara fram, en sakadómur hafði þegar dæmt þau ólögleg. Ekki var dregið dul á það að ferilgreiningin ætti að nýtast sakborningum, starfsmönnum SÍS, í málinu. Guðmundur var í miklu sam- bandi við þá blaðamenn sem fjöll- uðu um málið og gætti þess einatt að koma sjónarmiðum sakborninga á framfæri. Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri á Fréttablaðinu, var blaðamaður DV á þessum tíma og sat málflutninginn í Hæstarétti og fjallaði um málið í DV. Hann segir kaffibaunamálið skýrasta tilfellið þar sem ákærðir reyni að verja sig frammi fyrir þjóðinni þangað til núna í Baugsmálinu. Reyndi að flytja mál SÍS í gegnum fjölmiðla „Það sem er mér minnisstæðast frá málflutningnum í Hæstarétti og undanfara hans var aðkoma Guðmundar Einarssonar,“ segir Sigurjón. „Guðmundur var að mörgu leyti heillandi maður með sterka nærveru og munaði um hann þar sem hann var. Hann var mjög duglegur við að setja sig í samband við okkur fjölmiðla- menn og benda okkur á þýðingu þess sem annað hvort verjandi eða sækjandi sögðu í málflutn- ingum, augljóslega í þeim til- gangi að freista þess að hafa áhrif á fréttaskrif okkar. Guð- mundur hafði enga beina aðild að málinu aðra en að flytja mál Sam- bandsins í gegnum fjölmiðla og þannig út til þjóðarinnar og ég vona að honum hafi ekki orðið ágengt,“ segir Sigurjón. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON EFTIR ÞINGFESTINGU Í BAUGSMÁLINU Baugur beitir þekktum aðferðum við að takmarka þann skaða sem félagið getur orðið fyrir vegna málaferlanna sem nú standa yfir. Reyndi a› hafa áhrif á fréttaskrif Í Kaffibaunamálinu svokallaða reyndu ákærðir að verja sig frammi fyrir þjóðinni samhliða málflutningi í Hæstarétti. Sam- band íslenskra samvinnufélaga réð til sín mann til þess að reyna að hafa áhrif á umfjöllun fjöl- miðla um málið. GUÐMUNDUR EINARSSON HLÉ FRÁ MÁLFLUTNINGI Í KAFFIBAUNAMÁLINU SÍS réð til sín mann sem gætti þess að fjölmiðlar heyrðu sjónarmið sakborninga í málinu. Almannatengsl geta skipt miklu máli og eru notu› markvisst til a› vernda or›spor fyrirtækja flegar miki› liggur vi›. Sigrí›ur Dögg Au›unsdóttir rifjar upp íslensk og erlend mál flar sem flau hafa veri› ríkur fláttur í málsvörn hinna ákær›u gagnvart almenningi. Hvítflibbaglæpir og almannatengsl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.