Fréttablaðið - 27.08.2005, Page 53
LAUGARDAGUR 27. ágúst 2005 33
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
29
32
1
0
8/
20
05
COROLLA SEDAN. Aukapakki að verðmæti 115.000 kr. fylgir með.
Gríptu tækifærið! Nú bjóðum við Corolla Sedan með spennandi aukapakka fyrir
veturinn, vetrardekkjum og álfelgum. Aðeins örfáir bílar eru til afhendingar á þessu
kostaboði.
Það borgar sig að taka fljótt af stað!
Þú færð meira en þú borgar fyrir
www.toyota.is
Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070
Verð: 1.799.000 kr.
Blaðakóngurinn Conrad
Black, sem stofnaði
kanadíska útgáfufyrir-
tækið Hollinger, sem
meðal annars gefur út
bresku blöðin The Tele-
graph og Spectator auk
Chicago Sun-Times og
Jerusalem Post, hefur
staðið í ströngu frá því í
árslok 2003 þegar stjórn
Hollinger sakaði hann og
nokkra aðra stjórnarmeðlimi um að þiggja
óeðlilegar þóknunargreiðslur. Hann var
um leið neyddur til að segja af sér sem for-
stjóri fyrirtækisins. Black neitaði ásökun-
unum og sagðist hafa sagt af sér sjálfvilj-
ugur því hann væri á leið á eftirlaun.
Black sat áfram sem stjórnarformaður
Hollinger þar til í janúar á síðasta ári,
þegar hann var látinn hætta og stjórn Holl-
inger höfðaði mál á hendur honum og
framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þeir
voru meðal annars ákærðir fyrir að hafa
dregið sér fé og falsað reikninga. Black tók
ásökununum ekki sitjandi heldur réð til sín
ráðgjafa í einu virtasta almannatengsla-
fyrirtæki New York-borgar.
Þeir hófust strax handa við að reyna að
bæta fyrir þann skaða sem ímynd Black
hafði þegar orðið fyrir og takmarka frekari
skaða. Ráðgjafarnir settu sig í beint sam-
band við alla helstu
blaðamenn stórblað-
anna, bæði í Bretlandi
og Bandaríkjunum, sem
fjölluðu um málið og
reyndu að tryggja að
sjónarmið Black í mál-
inu fengju sem mest
vægi.
Takmörk fyrir því hvað
hægt er að gera
Þrátt fyrir gríðarlega herferð eru samt
sem áður takmörk fyrir því hversu mikið
er hægt að gera með góðum almanna-
tengslum, því enginn endir var á ásökunum
í garð Black.
Haustið 2004 var hann ákærður fyrir að
draga til sín fé úr sjóðum Hollinger að and-
virði tæpra þrjátíu milljarða króna síðustu
sjö árin. Málinu var síðar vísað frá dómi.
Black höfðaði á móti skaðabótamál á hend-
ur stjórnarmönnum Hollinger fyrir að hafa
skaðað orðstír sinn með órökstuddum ásök-
unum um fjárdrátt.
Þá höfðaði hópur kanadískra fjárfesta
mál á hendur honum og sakaði hann um að
hafa tapað milljörðum af fé þeirra með
slæmri stjórnun fyrirtækisins.
Gerði ráðgjöfunum erfitt fyrir
Í mars 2005 tilkynntu yfirvöld í Banda-
ríkjunum að þau hefðu komið af stað opin-
berri rannsókn á fjárumsýslu Conrads
Black. Almannatengslaráðgjafar Black
áttu hins vegar í mestu vandræðum með að
skýra út fyrir fjölmiðlum og almenningi
hvers vegna Black hefði farið inn í skrif-
stofur Hollinger í maí og fjarlægt tólf
kassa fulla af skjölum þvert á bann dóm-
stóla. Talsmaður Black í Bandaríkjunum,
Jim Badenhausen, hélt því fram við fjöl-
miðla að Black hefði ekki gerst brotlegur.
„Þetta voru persónulegir hlutir sem hann
taldi sig hafa leyfi til að fjarlægja úr skrif-
stofu sinni,“ sagði hann. Kössunum var
skilað líkt og dómari mælti fyrir um.
Málinu er ekki lokið, en almanna-
tengslaráðgjafar Black hafa nóg fyrir
stafni og enginn veit fyrir víst hvort starf
þeirra beri árangur eða ekki.
Martha Stewart var í
fyrra dæmd í fimm mán-
aða fangelsi og fimm
mánaða stofufangelsi að
auki fyrir innherjavið-
skipti. Hún var látin laus
úr fangelsi í mars en
situr enn í stofufangelsi
heima hjá sér.
Fjölmiðlaumfjöllun
um mál hennar er nánast
öll á eina bókina. Flestir eru sammála um
að fangelsisvist hennar og lagabrot hafi
einungis haft jákvæð áhrif á ímynd hennar
og að almenningsálitið sé henni mjög í hag.
Til marks um það eru niðurstöður úr skoð-
anakönnun sem Gallup í Bandaríkjunum
birti á föstudag þar sem fram kemur að
meirihluti Bandaríkjamanna stendur við
bakið á fyrirmyndarhúsmóðurinni og
segist hafa jákvæð viðhorf til hennar.
Flestir hafna því sjónarmiði að Stewart láti
sem hún sé hafin yfir lögin.
En þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Um
leið og Stewart var sökuð um innherja-
viðskipti fór stór almannatengslamaskína
í gang. Hún réði til sín ráðgjafa sem lögðu
á ráðin um það hvernig hægt væri að
takmarka skaðann sem ímynd hennar og
fyrirtæki kynnu að verða fyrir vegna
málsins. Þegar hún var dæmd í undirrétti
ákvað hún að hlíta dómnum í stað þess að
áfrýja og hóf strax að afplána fanga-
vistina. Þá bauð hún fjölmiðlum að vera
viðstaddir þegar hún kvaddi hund sinn og
kanarífugla með miklum innileik þegar
hún fór í fangelsið. Ímyndarsérfræðingar
vestan hafs segja að hvort tveggja hafi
verið snilldarbragð, því þá um leið hafi
hún byrjað að vinna almenning á sitt
band.
Verð á hlutabréfum snarhækkaði
Hún afplánaði fangavist sína í opnu
fangelsi og nýtti sér hana sem best hún
mátti. Fréttir um hana birtust reglulega í
fjölmiðlum þar sem sagt var frá því hvað
hún hefðist við í fangelsinu þar sem hún
gerði allt fágað og fínt, eldaði og prjónaði
og var fyrirmyndarhúsmóðir í einu og öllu.
Verð á hlutabréfum í fyrirtæki hennar
snarhækkaði á þeim
tíma sem Stewart var í
fangelsi eftir að hafa
hrunið niður úr öllu valdi
þegar upp komst um
brot hennar. Hún gekk
nýverið frá samningum
um tvo sjónvarpsþætti
sem hefja göngu sína í
bandarísku sjónvarpi í
haust, sat á dögunum
fyrir á forsíðu tímaritsins Vanity Fair,
fékk tveggja milljóna króna greiðslu fyrir
ritun bókar um heilsufar og mataræði og
undirbýr framleiðslu á húsgagnalínu undir
eigin merki. Þar að auki hafa auglýsendur
snúið sér aftur að tímariti hennar Martha
Stewart Living Magazine, eftir að hafa
flúið sökkvandi skip í fyrra.
Martha Stewart er síður en svo af baki
dottin.
Blaðakóngurinn Conrad Black
hefur átt í lagalegum útistöðum
við útgáfufélagið Hollinger, sem
hann sjálfur stofnaði. Hann er
sakaður um fjárdrátt og skjalafals
og réð til sín almannatengslafyrir-
tæki til að koma sjónarmiði sínu
á framfæri.
Mál kaupsýslukonunnar þekktu
Mörthu Stewart í Bandaríkjunum
hefur vakið mikla athygli um
heim allan, ekki síst fyrir allt fjöl-
miðlaumstangið í kringum það.
Ímynd hennar þykir ekki hafa
beðið hnekki af fangavistinni.
Bar›ist í fjölmi›lum N‡tti sér fangavistina
CONRAD BLACK Á LEIÐ Í RÉTTARSAL Fyrir um
tveimur árum sakaði stjórn Hollinger hann um að hafa
dregið sér fé en Black hefur barist fyrir mannorði sínu
með hjálp almannatengslasérfræðinga.
MARTHA STEWART Í STOFUFANGELSI Á
HEIMILI SÍNU Stewart hefur nýtt sér fjölmiðlana til
hins ýtrasta og sýnir hér sítrónur sem hún ræktaði í
gróðurhúsi í garði sínum.