Fréttablaðið - 27.08.2005, Side 54

Fréttablaðið - 27.08.2005, Side 54
Fjórðu hljóðversplötu SigurRósar hefur verið beðið meðmikilli eftirvæntingu á með- al tónlistaráhugamanna. Þrjú ár eru liðin síðan síðasta plata, (), kom út. Sú festi Sigur Rós í sessi sem eina athyglisverðustu hljóm- sveit veraldar þrátt fyrir að hún hafi ekki verið jafnaðgengileg og Ágætis byrjun. Öll lögin á Takk eru ný fyrir utan Mílanó og Gong, sem er nokkur breyting frá síðustu plötu sem hafði að mestu að geyma lög sem höfðu verið samin löngu áður. Fyrsta smáskífulagið nefnist Gló- sóli og verður það eingöngu gefið út á netinu. Útgáfutónleikar hér heima vegna nýju plötunnar verða haldnir í október en ekki hefur verið ákveðið hvar þeir verða haldnir. Mæta ferskir til leiks Kjartan Sveinsson, hljómborðs- leikari Sigur Rósar, segir að ýmis- legt hafi breyst síðan síðasta plata kom út. „Við vorum fyrir löngu búnir að fá leið á Ágætis byrjun og vorum farnir að semja fullt af nýjum lögum og spila þau á tón- leikaferðum úti um allt. Þetta gerðist allt mjög hratt og við vorum miklu yngri. Við fórum í fullt af viðtölum og síðan treystir maður engum. Ég held að síðasta plata endurspegli það dálítið. Við fórum í stúdíó að taka hana upp og hún var ekkert rosalega fersk. Hún var rosalega erfið og erfitt að taka hana upp. Eftir að við vorum búnir að túra hana tókum við árs frí og mættum svo ferskir til að gera þessa plötu. Hún hélst eigin- lega fersk í gegnum allan „pró- sessinn“. Það endurspeglar í raun- inni hvernig okkur leið þegar við vorum að gera hana. Það var gaman að spila aftur og vera hljómsveit.“ Um hvað fjalla textarnir ykkar? „Þetta eru litlar smásögur, ekk- ert merkilegar og mjög „naív“. Þetta eru lítil ævintýri, flest af þessu. Sumt af þessu er skemmti- leg orð og setningar. Við erum engir rithöfundar. Við gerum bara það sem er eðlilegt fyrir okkur og erum ekkert að rembast eitthvað meira.“ Er tónlistin ykkar ekki svolítið „naív“ líka? „Það er alveg það sama þar. Við erum ekkert hljóðfæraleikarar fyrir fimm aura. Ástæðan fyrir því að hlutirnir eru einfaldir hjá Sigur Rós er sú að upprunalega var tæknikunnáttan ekki það mikil. Svo hefur það náttúrulega þróast. Við erum ekkert klárir. Ég er ekkert að spila einhverjar Liszt-sónötur á píanóið, ég bara get það ekki. Ég geri bara það sem ég get og kann, sem er fínt. Það skapar bara einfaldleika og ein- lægni. Það er einhvern veginn auðveldara að fylgja því eftir.“ Hvað varstu að gera áður en þú slóst í gegn með Sigur Rós? „Ég vann á leikskóla í þrjú ár. Síðan vann Jónsi í vélsmiðju hjá pabba sínum og Georg vann hjá Stöð 2 en Orri var þá ekki kominn í sveitina. Við vorum í „nætur- sessíóni“ uppi í Sýrlandi og vorum að mixa alla nóttina og svo fór maður beint í vinnuna klukkan átta að hlusta á krakkana og ég var alveg brjálaður í skapinu,“ segir Kjartan, sem fannst engu að síður gaman að vinna á leikskól- anum og söng meðal annars og spilaði á gítar. „Ég nennti ekki að fara í menntaskóla. Það eru rosamargir sem fara í mennta- skóla af því að það er svo gaman en ég einhvern veginn fattaði það ekki. Ef ég fer í menntaskóla fer ég þangað til að læra. Ég gat ekki tekið það alvarlega og langaði bara að fara að vinna og reyna að gera músík.“ Fyrst og fremst vinna Færðu ekki heimþrá þegar þú ert á löngu tónleikaferðalagi? „Jú, þetta er náttúrlega svolít- ið lýjandi. Þetta lítur kannski út fyrir að vera geðveikt partí, sem það er stundum líka. Það er gaman að fara á þessa staði og spila en þetta er fyrst og fremst bara vinna og maður þarf að standa sig. Maður er kannski í ein- hverri fallegri evrópskri borg og sér ekkert nema innan í búnings- herbergið því maður hefur ekki tíma til að fara neitt.“ Margir þekktir tónlistarmenn segjast vera aðdáendur Sigur Rós- ar og er Chris Martin úr bresku hljómsveitinni Coldplay einn af þeim. Vilja ekki margir hitta ykkur baksviðs eftir tónleika? „Chris hefur komið einu sinni eða eitthvað, en ekkert á þessum túr. Eftir tónleika þarf ég stund- um að vera einn, kannski með góðum vinum, og slappa af. Þá nennir maður ekki að vera að tala við eitthvert lið. Gillian Anderson (úr þáttunum X-Files) hefur reyndar komið svolítið oft en ekki lengur. Ég held að hún sé hætt því. Ég var einhvern tímann að stríða henni og hún hefur ekki komið síðan.“ Í fjórum hljómsveitum heima Vilja ekki margir fá að starfa með ykkur? „Nei, ekki svo mikið. Yfirleitt er aldrei tími til þess. Við erum beðnir um að gera tónlist við myndir og það hefur oft verið spennandi en það er ekkert oft sem fólk vill vinna með okkur. Við erum beðnir um að remixa hitt og þetta en það er aldrei tími.“ Hafið þið sjálfir ekkert áhuga á samstarfi við aðra tónlistarmenn? Kannski einhvern tímann í framtíðinni en það er ekkert rými til þess núna. Það er rosalega gaman að vinna með fólki. Eins og hérna heima eru allir vinir manns í einhverju. Það er svo skemmti- legur fílingur hérna. Það eru allir að spila með öllum og allir í fjór- um hljómsveitum. Það væri geð- veikt gaman að taka þátt í þessu en maður getur ekkert verið með í því.“ Skrítið að syngja á ensku Af hverju hefur Sigur Rós ekki reynt að gera sig aðgengilegri fyrir erlendan markað, til dæmis með því að syngja á ensku? „Mér hefur alltaf fundist skrítið að syngja á ensku. Það er ekki okkar móðurmál. Ég tala alveg ensku en þegar ég þarf virkilega að tjá mig um eitthvað er það erfitt. Ég sé ekki alveg að það sé einlægt ef ég er að reyna það á ensku.“ Eruð þið ekki undir neinum þrýst- ingi um að vera aðgengilegri? „Nei, nei, nei. Það er enginn að þrýsta á okkur. Við erum bara eins og við erum og erum búnir að vera svona rosalega lengi og það hefur virkað. Forsendurnar eru bara svona og þeir reyna ekki einu sinni að breyta okkur. Við gerum bara það sem við viljum. Það er mikilvægast því annars er maður farinn að sleppa svolítið tökum á sjálfum sér. Auðvitað breytast for- sendur og áherslur. Við vorum svo ungir þegar við byrjuðum og svo „passionate“ með þessa hluti. Við gáfum aldrei tommu eftir. Svo lin- ast fólk oft með aldrinum í þá átt finnst mér en maður reynir að halda sínu striki. Eruð þið ekki miklir náttúru- verndarsinnar, til dæmis varðandi Kárahnjúka? „Okkur hefur fundist svaka- lega erfitt að koma fram með ein- hverjar skoðanir á hlutunum. Við reynum að gera sem minnst í því að persónugera okkur. Við erum að gera músík og spila hana og það er það sem þetta snýst um. En með Kárahnjúka var manni svo- lítið mikið ofboðið. Við erum allir á móti því. Annars höfum við yfir- leitt reynt að vera ekki með ein- hverjar yfirlýsingar. Við erum oft beðnir um að styrkja einhvern flokk og jafnvel beðnir um að fara fram í einhverju sæti en við höfum aldrei viljað það. Það er of persónulegt og við erum ekkert sammála um alla hluti. En aðal- lega samt af því að það kemur músíkinni ekkert við.“ Brenndar í Bandaríkjunum Þannig að þið ætlið ekkert að predika gegn Bush á tónleikaferð ykkar um Bandaríkin? „Nei, það er stórhættulegt. Maður þarf að passa sig á því sem maður segir í Bandaríkjunum. Þegar við förum þangað erum við stoppaðir og settir í einhvern öryggisforgang. Það er leitað ítar- lega á okkur og í öllum töskunum. Þá hugsar maður: Hvað er maður eiginlega að spila í þessu landi? En við erum náttúrlega að spila fyrir fólkið sem býr þarna en ekki ríkisstjórnina. Ég held að það sé bara gott að við spilum þar. Músíkin segir allt sem segja þarf. Einhvern tímann leigðum við „banner“ á heimasíðuna okkar sem var gegn stríði. Það var fullt af aðdáendum sem ætluðu að kveikja í plötunum okkar í Banda- ríkjunum.“ Er nýja platan ykkar sú besta? „Það sem við erum að gera á hverri stundu er alltaf best, en það segja reyndar allar hljóm- sveitir það. Ég hef eiginlega ekkert hlustað á gömlu plöturnar. Ég hef einu sinni hlustað á sviga- plötuna og tvisvar á Ágætis byrj- un. Maður fær bara nóg af þessu enda búinn að hlusta á þær millj- ón sinnum í „prósessnum“. Það er líka allt öðruvísi að spila þær á tónleikum, en við erum rosalega ánægðir með þessa plötu.“■ 34 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR SIGUR RÓS Frá vinstri: Jón Þór Birgisson, Orri Dýrason, Georg Hólm og Kjartan Sveinsson. Nýjasta plata Sigur Rósar kemur út 12. september. TAKK MEÐ AUGUM KJARTANS SVEINSSONAR 1. TAKK Takk er náttúrlega intró-lag. 2. GLÓSÓLI Glósóli er fyrsta lagið sem við semjum fyrir utan Mílanó og Gong. Þegar við sömdum það var svolítið gaman að sjá hvað kæmi síðan næst. 3. HOPPÍPOLLA Þetta er mjög skemmtilegt lag. Það er svolítil endurvinnsla í því. Við stálum frá okkur sjálfum af Ágætis byrjun, klipptum út bút, snerum honum við og hægðum á honum. Við tókum „lúppu“ úr Viðrar vel til loftárása. Þetta er svolítið stúdíólag sem var mikið unnið í „kontrólherberginu“. Við gerðum þetta líka í Starálfi. 4. MEÐ BLÓÐNASIR Þarna tókum við „lúppu“ úr Hoppípolla og snerum henni við aftur. Þetta eru svona tví- buralög. 5. SÉ LEST Þarna fengum við svo mikið af hljóðfærum, til dæmis víbrafón og selestu. Það varð alls konar skemmtilegt til í kringum það. 6. SÆGLÓPUR Mér fannst það svolítið væmið þegar við við vorum að gera það fyrst. Mér fannst píanóið svolít- ið „halló“ en svo rætist vel úr því með svolitlu rokki og róli. Það er gaman að spila þetta lag. 7. MÍLANÓ Það er samið með stelp- unum úr Aminu í Mílanó fyrir mörg- um árum. Þetta voru ömurlegir tón- leikar reyndar í Mílanó sama kvöld, en lagið var samið í sándtékki. Það er dálítið skrítið að spila það núna og ég var mjög lengi að sætta mig við þetta lag. 8. GONG Það er elsta lagið á plöt- unni. Stelpurnar í Aminu útsetja það líka. 9. ANDVARI Þetta var gömul hug- mynd sem var alltaf fyrir aftan Gong. Síðan hélt ég áfram með gítarinn. Þetta lag gekk alltaf voða illa en svo þrjóskuðumst við í gegn að taka það upp. Ég er ógeðslega ánægður með þetta lag. 10. SVO HLJÓTT Það er dálítið erfitt að lýsa því lagi. 11. HEYSÁTAN Þetta er rólegt lag og platan er svolítið búin þarna. Ekki hljó›færaleikarar fyrir fimm aura Hljómsveitin Sigur Rós er í stuttu stoppi hér á landi eftir tónleikafer› um Evrópu sem hófst í júlí. Á næstu dögum tekur sí›an vi› tónleikafer› um heiminn sem stendur yfir í heilt ár. Tilefni› er fjór›a plata sveitarinnar, Takk, sem kemur út 12. september. Freyr Bjarnason hitti Kjartan Sveinsson hljómbor›s- leikara og fræddist um n‡ju plötuna, öfgafulla a›dáendur og ósætti› vi› Gillian Anderson.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.