Fréttablaðið - 27.08.2005, Page 56
Áfimmtudaginn verður frumsýnd ný íslenskgamanmynd eftir Róbert Douglas sem heitirStrákarnir okkar. Hún fjallar um Óttar Þór,
sem er frambærilegur knattspyrnumaður á hátindi
ferils síns. Á konu og strák. Ákveður síðan að koma
loks út úr skápnum með tilheyrandi erfiðleikum og
látum. Hættir í KR og fer að spila með homma-
fótboltaliði. Eignast kærasta og tekst á við lífið sem
hommi.
Það er Björn Hlynur Haraldsson sem leikur Óttar
Þór. Víðir Guðmundsson leikur Daníel, kærastann
hans. Hann er „nýja kjötið í bænum“. Stundar
skemmtistaði og er frekar villtur. Finnst æðislegt að
vera kominn út úr skápnum. Ólíkt Óttari Þór, sem er
enn að velta því fyrir sér hvort hann eigi ekki bara
að vera með eiginkonu sinni. Sleppa þessu öllu. Fara
bara inn í skápinn aftur.
Ekki slæmt upphaf
Víðir situr pollrólegur á Prikinu. Þrátt fyrir að það sé
frekar snemma morguns er ekki eins og hann sé ný-
vaknaður. Hann er bara hress. Ætti líka að vera það.
Er að æfa leikrit með Nemendaleikhúsinu sem byggt
er á þremur bókum eftir Hugleik Dagsson og heitir
„Forðist okkur“. Stefán Jónsson leikstýrir en verkið
er sett upp í samstarfi við Common Nonsense.
Hann var nánast búinn að gefast upp á leiklistinni.
Var búinn að læra rennismíði. Hafði reynt við leik-
listarskólann þrisvar og ætlaði ekkert að fara í
fjórða skiptið. „Svo fór ég í prufurnar með því hug-
arfari að mér væri nákvæmlega sama og þá gekk
það,“ segir hann og hlær. Hafði fram að því verið í
áhugamannaleikfélögum. „Ef ég hefði ekki komist
inn ætlaði ég að klára stúdentsprófið og fara í Há-
skólann,“ bætir hann við.
Hann var að leika hjá tónlistar- og þróunarmið-
stöð Reykjavíkur í leikriti eftir Jón Atla þegar
honum var boðið að koma í prufu fyrir kvikmynd.
„Jón Atli hafði sagt að ég væri tilvalinn í hlutverkið,“
segir Víðir en Jón Atli skrifar handritið að Strákun-
um okkar. „Ég hitti Róbert Douglas leikstjóra og
Björn Hlyn. Við lékum nokkrar senur og svo var
þetta bara klappað og klárt,“ bætir hann við. Ekki
búinn með leiklistina en strax kominn með hlutverk
í kvikmynd. Ekki slæm byrjun á ferlinum.
Víðir segir að gerð kvikmyndar hafi verið ný
reynsla fyrir sig. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir
því hversu mikið batterí þetta væri. „Það var frábær
andi í hópnum og við spiluðum fótbolta á milli. Það
kom samt mest á óvart hversu mikill tími fór í bið.
Ég var að bíða í níutíu prósent af þeim tíma sem ég
var í vinnunni,“ segir hann.
Draumahlutverkið?
Víðir fær að vera það sem flestar stelpur dreymir
um að vera. Hann fær að vera kærastinn hans Björns
Hlyns. „Ég vissi samt ekkert hver hann var. Allir
voru að tala um hann en ég hafði bara ekki hugmynd
hver þessi náungi væri,“ segir Víðir og hlær. Segir
að þeir kyssist ekkert í myndinni. „Það var samt ein
sena sem reyndi alveg rosalega mikið á,“ segir hann.
Víðir á kærustu. Hún kippti sér ekkert upp við
það að kærastinn væri að leika homma. „Sagðist bara
vera feginn að ég væri ekki að kyssa einhverja
stelpu,“ segir hann og hlær.
„Ég veit samt ekki alveg hvað mamma og pabbi
segja þegar þau sjá myndina.“ Víðir segir enn frem-
ur að margir félagar og kunningjar hafi rekið upp
stór augu þegar hann kom á vagni niður Laugaveg-
inn á Gay Pride göngunni. „Ég er viss um að margir
hafi hugsað: Hann átti kærustu, er það ekki?“ segir
Víðir og hlær. „Ég var sjálfur með alveg hrikalega
hommafóbíu fyrir svona átta árum. Svo þroskaðist
ég bara sem betur fer,“ segir hann.
Víðir segist ekki hafa hugsað neitt sérstaklega
mikið út í það að hann væri að leika homma. „Ég
fleygði burt þessari stereótýpu sem drekkur kokk-
teila og er þvílíkt kvenlegur. Var bara ég,“ segir
hann. Þrátt fyrir að aðalsögupersónan sé knatt-
spyrnuhetja fjallar myndin ekki mikið um fótbolta.
Ef svo væri hefði Víðir sennilega ekki fengið hlut-
verkið. „Ég get ekkert í fótbolta. Hætti að æfa þegar
ég var þrettán ára. Ætlaði einhvern tímann að tækla
Björn Hlyn þegar við spiluðum á móti Vesturporti.
Hann hló bara og sólaði framhjá mér.“ Strákarnir
okkar fjallar því frekar um það ferli sem fer í gang
þegar einhver kemur út úr skápnum. „Hún snýst
mest um að hafa húmor fyrir sjálfum sér og taka sig
ekki of alvarlega.“
27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
Rennismi›ur ver›ur
leikari í kvikmynd
Ví›ir Gu›mundsson leikur Daníel í kvikmyndinni Strákarnir okkar. Hann fékk
hlutverki› sem margar stelpur myndi dreyma um a› fá. Freyr Gígja Gunnars-
son komst a› flví hva›a hlutverk fla› var.
VÍÐIR GUÐMUNDSSON Er
hvorki hommi né góður í fót-
bolta. Leikur engu að síður
kærasta Björns Hlyns í kvik-
myndinni Strákarnir okkar sem
frumsýnd verður í næstu viku.
DANÍEL OG ÓTTAR ÞÓR Daniel nýtur þess að vera kominn út
úr skápnum. Óttar Þór er þó meira fyrir að vera heima og slaka á.
Engu að síður ná þeir vel saman og verða par. Hvort ástin lifir að
eilífu verður síðan að koma í ljós.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I