Fréttablaðið - 27.08.2005, Side 58

Fréttablaðið - 27.08.2005, Side 58
27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR > Við drögum í efa ... ... að Berki Edvardssyni sé stætt að sitja áfram í milliþinganefnd KSÍ um félagsskipti og samninga. Börkur hefur viðurkennt að hafa rætt við Atla Jóhannsson á það sem virðist hafa verið kolólöglegan hátt en í starfi sínu í nefnd- inni þarf hann að gjör- þekkja allar reglugerðir um samningamál. Börkur virðist ekki eiga sér neinar málsbætur. Heyrst hefur ... ... að meistaraflokksleikmenn og hörð- ustu stuðningsmenn FH ætli að fjöl- menna á úrslitaleik 5. flokks í Garðabæ í dag en þar spila FH-strákarnir til úrslita við Breiðablik. FH getur varið titilinn frá því í fyrra en þá komu einmitt fjölmargir meistaraflokksleikmenn á völlinn og studdu vel við bakið á framtíðar- leikmönnum félagsins. sport@frettabladid.is 38 > Við fögnum því ... .... að íslensk knattspyrna skuli mögulega vera að fá menntaðasta íslenska þjálfarann í sínar raðir. Teitur Þórðarson er með UEFA-Pro gráðu, sem meðal annars veitir réttindi til að þjálfa í efstu deild í öllum löndum Evrópu. Börkur Edvardsson, forma›ur knattspyrnudeildar Vals, sem saka›ur er um a› hafa fyrr í vikunni rætt ólöglega vi› Atla Jóhannsson, leikmann ÍBV, situr í nefnd innan KSÍ sem sér um a› endursko›a reglu- ger›ir um félagaskipti og samninga. Framkvæmdastjóri KSÍ segir máli› óheppilegt. Börkur situr beggja vegna borðsins FÓTBOLTI Börkur Edvardsson, for- maður knattspyrnudeildar Vals, sem knattspyrnudeild ÍBV sakar um að hafa rætt ólöglega við Atla Jóhannsson fyrr í vikunni um möguleg félagaskipti hans til Vals, er einn af fimm meðlimum í milliþinganefnd KSÍ um félaga- skipti og samninga. Að sögn Geirs Þorsteinssonar, framkvæmda- stjóra KSÍ, hefur þessi nefnd það hlutverk að endurskoða reglu- gerðir um félagaskipti eftir hvert keppnistímabil og leggur til breytingar á þeim ef hún telur þess þörf, en Börkur var skipaður í þessa nefnd fyrir keppnistíma- bilið í ár. Geir segir að nauðsynlegt sé að þeir sem taki að sér störf í nefnd- inni kynni sér allar slíkar reglu- gerðir rækilega, en af vinnu- brögðum Barkar í máli Atla, sem er samningsbundinn ÍBV út næsta sumar en Börkur ræddi samt sem áður við án vitundar knattspyrnu- deildar ÍBV, má efast um hvort Berki sé sætt í þeirri nefnd. Í reglugerð KSÍ um samninga og stöðu leikmanna og félaga segir orðrétt í lið D-2: „Félag, sem gerir sambands- samning, skuldbindur sig til að hlíta reglum KSÍ um félagaskipti leikmanna. Jafnframt skuldbind- ur félagið sig til þess að hafa ekki samband við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá viðkomandi félagi. Þó er heimilt að ræða við samningsbundinn leikmann eftir 15. október án leyfis viðkomandi félags, ef samn- ingur hans rennur út eigi síðar en um næstu áramót.“ Börkur sagði við Fréttablaðið í fyrradag að ástæðan fyrir því að hann hefði haft samband við Atla væri að hann hefði talið að samn- ingur hans rynni út á þessu ári. Annað hefði hins vegar komið í ljós og í kjölfarið hefði hann beðið knattspyrnudeild ÍBV afsökunar, sem engu að síður hefur lagt inn kæru til KSÍ vegna málsins. Í áðurnefndri reglugerð segir hins vegar að það hefði engu skipt þótt samningur Atla hefði runnið út á þessu ári – Börkur hafði engan rétt til að ræða við hann fyrr en eftir 15. október. Aðspurður um hvort hann, sem fulltrúi nefndar sem sér um þessi mál innan KSÍ, hefði ekki átt að kannast við þetta ákvæði, kvaðst Börkur ekki vilja tjá sig meira um þetta mál. „Þetta er á milli okkar og Eyjamanna,“ sagði hann. Að sögn Geirs er kæra ÍBV komin í farveg innan KSÍ og segir hann að gagnaöflun og rannsókn málsins geti tekið nokkrar vikur. Um setu Barkar í félagaskipta- nefndinni sagði Geir að ef fótur væri fyrir ásökunum Eyjamanna væri hún vissulega óheppileg. vignir@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 24 25 26 27 28 29 30 Laugardagur ÁGÚST ■ ■ LEIKIR  14.00 Víkingur Ó. og Völsungur mætast í 1. deild karla í knattspyrnu á Ólafsvíkurvelli.  14.00 Þór tekur á móti Fjölni í 1. deild karla á Akureyrarvelli.  14.00 KS og Haukar mætast í 1. deild karla á Siglufjarðarvelli. ■ ■ SJÓNVARP  09.40 Strandblak á Sýn.  13.40 Mótorsport 2005 á Sýn.  10.30 Upphitun á Enska boltanum.  11.00 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik WBA og Birmingham.  13.15 Á vellinum með Snorra Má á Enska boltanum.  13.45 Enska knattspyrnan á Enska boltanum.  15.20 Gullmót í frjálsum á RÚV.  15.35 Ensku mörkin á Sýn.  16.05 Enska 1. deildin á Sýn. Bein útsending frá leik Watford og Reading.  19.50 Spænski boltinn á Sýn.  22.00 Hnefaleikar á Sýn. Leik KR-inga að nýjum þjálfara lokið? FÓTBOLTI Forráðamenn KR hafa samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Fréttablaðsins rætt við Teit Þórðarson um að hann taki við þjálfun liðsins fyrir næsta sumar. Eins og flestum ætti að vera kunnugt er Sigursteinn Gíslason núverandi þjálfari liðsins eftir að hafa tekið við af brottviknum Magnúsi Gylfasyni en svo virð- ist sem forráðamenn KR sjái Sigurstein ekki fyrir sér sem endanlegan arftaka Magnúsar. Teitur er nú á öðru ári sínu sem knattspyrnustjóri hjá Ull- Kisa í norsku 2. deildinni, en samningur hans við félagið rennur út um áramótin. Í samtali við Fréttablaðið í gær kvaðst Teitur hafa fengið nokkrar fyrir- spurnir frá öðrum félögum en ekkert væri fast í hendi enn sem komið er. Spurður um hvort KR væri eitt þessara félaga vildi Teitur hvorki játa né neita. „Ég held að ég sé ekkert að segja um þetta mál í augnablikinu,“ sagði hann. Teitur viðurkenndi hins vegar að hann væri að skoða sín mál og gæti vel hugsað sér til hreyfings. „Á meðan ég hef ekki ákveðið neitt er ég opinn fyrir öllu, þar á meðal að koma til Ís- lands. Ég útiloka ekki neitt,“ sagði Teitur. - vig Teitur fiór›arson a› taka vi› KR-ingum Áhorfendastúkan við knattspyrnuvöllinn í Grindavík var auglýst á uppboði hjá sýslumanninum í Grindavík í vikunni. Eigandi hennar er Grindvísk knattspyrna 99 hf., en það er hlutafélag sem stofn- að var til þess að reisa áhorfendastúk- ana glæsilegu í Grindavík fyrir fjórum árum síðan. Jónas Þórhallsson, stjórnar- maður í GK 99, vonast til þess að hægt verði að ganga frá þessari skuld fljót- lega. „Þetta mál er í ákveðnum farvegi sem miðar að því að Grindavíkurbær komi okkur til hjálpar til þess að greiða þessa skuld við Sparisjóðinn í Keflavík, sem er rúm- lega 23 milljónir króna eins og staðan er í dag.“ Upphaflega var lánið upp á átján millj- ónir króna en dregist hefur að borga skuldina og því hefur hún hækkað um- talsvert. Grindavíkurbær og GK 99 hf. stóðu saman að því að reisa stúkuna og skiptu kostnaðinum jafnt á milli sín. Lánið sem eftir á að borga var tekið af GK 99 hf., og er það því ekki Grindavík- urbær sem skuldar enn í stúkunni. Jón Þórisson, fjármálastjóri Grindavíkur- bæjar, segir viðræður milli GK 99 hf. og bæjarins hafa staðið yfir undanfarnar vikur en samkomulag hefur ekki náðst ennþá. „Grindavíkurbær hefur staðið við allar sínar skuldbindingar gagnvart GK 99 hf. Skuldin er tilkomin vegna lántöku GK 99 hf. hjá Sparisjóðnum í Keflavík, með veði í stúkunni, og er Grindavíkurbæ óviðkomandi. En það standa nú yfir við- ræður á milli GK 99 hf. og Grindavíkur- bæjar um það hvernig megi leysa þetta mál farsællega, og vonandi fæst niður- staða í þetta mál sem allra fyrst.“ GK 99 EHF ER Í FJÁRHAGSÖRÐUGLEIKUM: GRINDAVÍKURBÆR KEMUR TIL BJARGAR Áhorfendastúkan í Grindavík á uppbo› Viltu PSP? × 19 00 ! × × Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . * A ða lv in ni ng ur e r d re gi n úr ö llu m in ns en du m S M S sk ey tu m BÖRKUR EDVARDSSON Situr í nefnd innan KSÍ sem sér um reglugerðir félagsskipta og ætti því að þekkja þær manna best. Engu að síður ræddi hann við Atla Jóhannsson, leikmann ÍBV, á ólögmætan hátt. TEITUR ÞÓRÐARSON Gæti verið á leið í Frostaskjólið eftir áralanga dvöl sem þjálf- ari í Eistlandi og Noregi. LEIKIR GÆRDAGSINS Ofurbikarinn: LIVERPOOL–CSKA MOSKVA 3–1, frl. 0–1 Carvalho (28.), 1–1 Cissé (82.), 2–1 Cissé (103.), 3–1 Luis Garcia (110.). 1. deild karla: HK–KA 1–2 0–1 Haukur Sigurbergsson (10.), 0-2 Hreinn Hringsson (81.), 1–2 Rúrik Gíslason (90. + 2). STAÐA EFSTU LIÐA: BREIÐABLIK 16 12 4 0 28–10 40 VÍKINGUR 16 8 7 1 33–9 31 KA 16 9 4 3 34–14 31 ÞÓR 15 5 3 7 21–30 18 Ofurbikarinn í gærkvöldi: Liverpool-sigur í framlengingu FÓTBOLTI Djibril Cissé kom inn á sem varamaður á 79. mínútu, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt fyrir Luis Garcia í 3–1 sigri Liverpool á CSKA Moskvu í fram- lengdum leik í Mónakó í gær. Þessi leikur var uppgjör Evrópumeistara meistaraliða og Evrópumeistara félagsliða um svonefndan ofurbikar og Liver- pool vann hann nú í þriðja sinn. Rússarnir komust yfir á 28. mínútu með marki Daniels Carvalho. Cisse jafnaði leikinn á 82. mínútu, kom liðinu yfir á 13. mínútu framlengingarinnar og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Luis Garcia.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.