Fréttablaðið - 27.08.2005, Page 60
40 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
Ég hef lengi verið með
þá kenningu að frasinn
„ég elska þig“ sé mjög
lítið notaður í íslensku
og samsvari engan
veginn ensku útgáfunni
„I love you“. Svo virðist vera sem
„ég elska þig“ sé bara sparifrasi og
sé aðallega notaður í ástarsam-
böndum en sjaldan við börn eða á
milli vina. Hins vegar nota Banda-
ríkjamenn „I love you“ sem hvers-
dagslega kveðju eins og þeir eigi
lífið að leysa.
Þegar ég var að horfa á róman-
tíska bandaríska gamanmynd í
sjónvarpinu um daginn fékk ég
sönnun á kenningunni minni.
Heimilisfaðirinn á vídeóinu er að
faðma dóttur sína og litla stelpan
segir þá „I love you“. Nema hvað,
þetta var þýtt „þú ert bestur!“ Þýð-
andinn ákvað greinilega að það
væri óeðlilegt að þýða frasann
„beint“ og greip þess í stað til þess
ráðs að nota ennþá klaufalegri þýð-
ingu á orðatiltæki sem er ekki not-
að í íslensku, „you’re the best.“
(Prófið þið að segja „þú ert
best(ur)“ næst þegar þið kveðjið
einhvern. Ég segi ekki meira.)
Bæði enska og íslenska ástar-
játningin hafa kosti og galla. „Ég
elska þig“ er óneitanlega flottari að
því leyti að hún er sterkari, enda
ekki ofnotuð. Enska útgáfan státar
af meira notagildi en er að sama
skapi orðin útþynnt og merkingar-
lítil. En Bandaríkjamenn mega þó
eiga það að heildarfjöldi ástarjátn-
inga per mann á ári er örugglega
meiri, á meðan flest okkar á Ísland-
inu notum „ég elska þig“ bara við
hátíðleg tilefni og þegjum annars.
Já, þegjum eða grípum til þess ráðs
að sletta með „I love you“ í staðinn.
Bæði málin vantar sem sagt
annað orð yfir „ég elska þig“ svo
hægt sé að nota eitt spari og annað
hversdags. Einu sinni gerði ég til-
raun til þess að fylla gatið í málinu
með „mér þykir vænt um þig“ en
það féll ekki í góðan jarðveg. Hér
með óska ég því eftir tillögum að
nýrri íslenskri ástarjátningu.
En nú hætti ég þessum orðaleng-
ingum. Ég er að fara á vit hamborg-
aralandsins á ný (til að klára námið,
það er að segja, ekki vegna ham-
borgaranna) og kveð ykkur að sinni.
STUÐ MILLI STRÍÐA
RÓSA SIGNÝ GÍSLADÓTTIR ÓSKAR EFTIR TILLÖGUM AÐ NÝRRI ÁSTARJÁTNINGU
Gat í íslenskunni?
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
3 2 8 4 1
1 6 9 8
7 5 6
9 7 5 8
3 8 1 4
7 1 2 6
1 8 4
6 2 9 3
4 3 2 6 5
■ SUDOKU DAGSINS
Fylltu út í reitina þannig að hver lína, hver
dálkur og hver 3x3 kassi rúmi allar tölurnar á
bilinu 1 til 9. Sama talan má ekki koma fyrir
tvisvar sinnum í sömu línu, sama dálki eða
sama 3x3 kassa. Engin stærðfræðikunnátta er
nauðsynleg þó leikið sé með tölum. Þrautin
er leyst með rökhugsun og útsjónarsemi.
Lausnir, ráðleggingar og upplýsingar eru á
www.sudoku.com.
Lausn þrautarinnar birtist á sama stað í blað-
inu á morgun.
6 5 1 2 4 7 9 3 8
7 8 4 3 9 1 2 5 6
2 3 9 6 5 8 7 4 1
9 1 5 8 2 6 3 7 4
3 7 2 4 1 5 8 6 9
8 4 6 9 7 3 5 1 2
1 9 3 7 6 2 4 8 5
4 6 7 5 8 9 1 2 3
5 2 8 1 3 4 6 9 7
Lausn á gátu gærdagsins
Jæja...
Þú rannst eftir
eldhúsgólfinu og
lentir á agúrku?
Sem nú situr föst?
Það passar! Einmitt! Þá skulum
við undirbúa
skurðstofu B!
Já, læknir!
Flissifliss
Flissiflissi
flisssss
Við vorum hræðileg!
Læknir og hjúkrunar-
kona í óstjórnlegu
miskunnarlausu
hláturskasti! Ég vona að
hann fari ekki með
þetta í blöðin!
Engar
áhyggjur!
Þetta mál
fer varla
lengra!
Þetta er flott
lag, strákar...
Hvað heitir
það?
„Drullusuga í brúnni sósu“. Ég hélt að við ætluð-
um að kalla það
„Skotinn í þér“?
Það fer
eftir því
hver spyr.
Ojbara!
Ég vil
ekki
heyra
meira!
Við höfum fegurðarþamkeppni
og þú getur valið þann þem er
þætaþtur!
Ó, en
gaman.
Hmmm...
Þetta verður
erfitt félagar...
M
alim
alim
ali
Vúúú vúúú
gjúg-
gígjúgg Ma -
ma
Ég var að
borða há-
degismat.
Æ, Hannes! Þetta er
þriðja sokkaparið sem
þú týnir í boltalandinu í
þessum
mánuði!
Fyðið-
gefðu.
Solla, geturðu -
Engar áhyggjur
mamma! Ég
skal finna þá!
Jæja...? Ég er með
góðar fréttir
og slæmar
fréttir...