Fréttablaðið - 27.08.2005, Síða 63

Fréttablaðið - 27.08.2005, Síða 63
LAUGARDAGUR 27. ágúst 2005 43 ■ ■ TÓNLEIKAR  15.00 Djasshátíðin Jazz undir fjöllum hefst á Skógum undir Eyja- fjöllum. Hátíðin er samstarfsverkefni Áhugahóps um Jazz undir fjöllum og Byggðasafnsins á Skógum. Skipu- leggjandi tónlistaratriða er Sigurður Flosason, saxófónleikari. Alls koma fram 8 landsþekktir jazztónlistar- menn, en þeir munu leika saman í ýmsum samsetningum. Þáttakendur eru eftirfarandi: Björn Thoroddsen, Gunnar Gunnarsson Matthías Hem- stock, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson,Pétur Grétarsson, Sig- urður Flosason og Tómas R. Einars- son.  16.00 Á tólftu tónleikum sumar- tónleikaraðar veitingahússins Jóm- frúarinnar við Lækjargötu, laugar- daginn 27. ágúst, kemur fram stór- söngvarinn Ragnar Bjarnason ásamt Tríói Þóris Baldurssonar. Auk Þóris sem spilar á Hammond orgel skipa tríóið þeir Jón Páll Bjarnason á gítar og Erik Qvick á trommur. Þetta verða lokatónleikar sumartónleikaraðarinnar á Jóm- frúnni í ár. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Leikið verður ut- andyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis.  18.00 Hamrahlíðarkórinn frum- flytur þrjú verk hér á landi á tónleik- um í Hallgrímskirkju. Verkin eru eft- ir Olli Kortekangas, Þorkel Sigur- björnsson og Atla Heimi Sveinsson. Auk þess syngur kórinn verk eftir Arvo Pärt, Jón Nordal, Hauk Tómas- son og Hafliða Hallgrímsson.  23.00 Norton, Sex, Funk og Spila- bandið Runólfur leika á Grand Rokk. ■ ■ OPNANIR  14.00 Arnar Tryggvason opnar sýn- inguna Húsin í bænum á Café Karó- línu á Akureyri. Þetta er fyrsta einka- sýning Arnars, sem útskrifaðist sem grafískur hönnuður á Akureyri 1995.  15.00 Sex ungir myndlistarmenn opna húsnæði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Hafnarstræti 98 á Akureyri með samsýningu. Þettu eru þau Agnar Hólm Daníels- son, Baldvin Ringsted, Dögg Stefáns- dóttir, Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Karen Dúa Kristjánsdóttir sem öll sameiginlegt að hafa stundað nám við Myndlista- skólann á Akureyri. Opið alla föstu- daga klukkan 16-18.  15.00 Eiríkur Smith sýnir ný mál- verk í Hafnarborg. Myndlistarmaður- inn varð áttræður 9. ágúst síðastlið- inn.  18.00 Þrjár óvur opna sýningu í Gallerí Gyllinhæð, Laugavegi 23. Innsetningar og innri andstæð öfl. Sýning stendur yfir til 4. sept.  18.00 Darri Lorenzen opnar sýn- inguna STAÐ SETT í GalleriBOX á Akureyri. Á sýningunni vinnur Darri hljóðverk, ljósmyndir og teikningu sérstaklega inn í rýmið. ■ ■ UPPÁKOMUR  14.00 Myndlistarkonan Habbý fremur Gjörning nr. 3 við Nonnahús á Akureyri. ■ ■ BREAK THE ICE  18.00 Uppskeruhátíð norræna menningarverkefnisins Break the Ice hefst í Borgarleikhúsinu. Jaanis Garancs, Kelly Davis og Peder Bjur- man kynna samstarfsverkefni sitt sem þau unnu í návígi í óbyggðum Íslands.  20.00 Catherine Kahn, Irma Stanaityte og Lise Skou kynna sam- starfsverkefni sitt í Klink og Bank.  21.00 Sandra Jogeva og Peter Anderson kynna samstarfsverkefni sitt, sem kallast Guestbook of the Heart, í Nýlistasafninu. Ekki or› á Akureyri Menningarnótt Akureyrar stend- ur yfir í allan dag og fram á rauða nótt. Fjölbreytt dagskrá er í boði í bænum en klukkan 15 verður opnuð yfirlitssýning á verkum Jóns Laxdals Halldórs- sonar í Listasafninu á Akureyri. Jón Laxdal hefur starfað sleitu- laust að myndlist sinni í yfir tutt- ugu ár og er vel þekktur á Akur- eyri en sýningin sem opnar í dag og ber heitið „Ekki orð“ mun bera hróður Jóns víðar en um Akureyrarbæ. „Þetta eru mest myndaraðir eða seríur sem hafa orðið til á tveimur, þremur árum,“ segir listamaðurinn Jón Laxdal. „Í hverri seríu eru allt frá þremur myndum upp í ríflega hundrað,“ en verkin vinnur Jón aðallega úr pappír. „Oftast eru þetta kallaðar klippimyndir en þetta eru þó ekki teiknimyndafígúrur í anda Errós heldur klippi ég verkin úr bók- um, dagblöðum og tímaritum. Ég tek það sem verður á vegi mínum en oft raðast brotin upp í verk sem hægt er að lesa eitthvað skemmtilegt út úr.“ Gagnrýnandinn Jón Proppé hefur nú tekið saman bók um listamanninn að frumkvæði Listasafnsins á Akureyri í tilefni af þvi að í vetur verða verk Jóns til sýnis í Spielhaus Morrison- galleríinu í Berlín. „Það kom þýskur galleríisti hingað í Lista- safnið og sá af tilviljun nokkur verk eftir mig. Það fór svo að hún bauð mér að koma til Berlínar til að halda þar sýningu í mars á næsta ári,“ segir Jón en ástæðan fyrir komu þýska galleríútsend- arans til Íslands gæti ef til vill verið sú að verk Gabríelu Frið- riksdóttur hafa áður verið til sýnis í galleríinu. Á opnuninni í dag mun Álfrún Örnólfsdóttir leikkona flytja ljóð eftir Jón Laxdal en áður en Jón sneri sér að myndlistinni átti ljóðagerðin hug hans allan. Sýn- ingin er unnin í samstarfi við Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, og þang- að fer hún þegar henni lýkur á Akureyri 23. október. Um svipað leyti verða verk eftir Jón til sýn- is í Safni, nútímalistasal Péturs Arasonar við Laugaveg í Reykja- vík. Eftir ferðina til Berlínar endar sýningin svo í Listasafninu í Færeyjum. ■ JÓN LAXDAL Hefur lengi verið þekktur á Akureyri en nú fer listasýning hans í ferða- lag út fyrir bæjarmörkin og endar í Færeyj- um með viðkomu í Reykjavík og Berlín. M YN D /S PE SS I HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 24 25 26 27 28 29 30 Laugardagur ÁGÚST

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.