Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 27.08.2005, Blaðsíða 63
LAUGARDAGUR 27. ágúst 2005 43 ■ ■ TÓNLEIKAR  15.00 Djasshátíðin Jazz undir fjöllum hefst á Skógum undir Eyja- fjöllum. Hátíðin er samstarfsverkefni Áhugahóps um Jazz undir fjöllum og Byggðasafnsins á Skógum. Skipu- leggjandi tónlistaratriða er Sigurður Flosason, saxófónleikari. Alls koma fram 8 landsþekktir jazztónlistar- menn, en þeir munu leika saman í ýmsum samsetningum. Þáttakendur eru eftirfarandi: Björn Thoroddsen, Gunnar Gunnarsson Matthías Hem- stock, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson,Pétur Grétarsson, Sig- urður Flosason og Tómas R. Einars- son.  16.00 Á tólftu tónleikum sumar- tónleikaraðar veitingahússins Jóm- frúarinnar við Lækjargötu, laugar- daginn 27. ágúst, kemur fram stór- söngvarinn Ragnar Bjarnason ásamt Tríói Þóris Baldurssonar. Auk Þóris sem spilar á Hammond orgel skipa tríóið þeir Jón Páll Bjarnason á gítar og Erik Qvick á trommur. Þetta verða lokatónleikar sumartónleikaraðarinnar á Jóm- frúnni í ár. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Leikið verður ut- andyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis.  18.00 Hamrahlíðarkórinn frum- flytur þrjú verk hér á landi á tónleik- um í Hallgrímskirkju. Verkin eru eft- ir Olli Kortekangas, Þorkel Sigur- björnsson og Atla Heimi Sveinsson. Auk þess syngur kórinn verk eftir Arvo Pärt, Jón Nordal, Hauk Tómas- son og Hafliða Hallgrímsson.  23.00 Norton, Sex, Funk og Spila- bandið Runólfur leika á Grand Rokk. ■ ■ OPNANIR  14.00 Arnar Tryggvason opnar sýn- inguna Húsin í bænum á Café Karó- línu á Akureyri. Þetta er fyrsta einka- sýning Arnars, sem útskrifaðist sem grafískur hönnuður á Akureyri 1995.  15.00 Sex ungir myndlistarmenn opna húsnæði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Hafnarstræti 98 á Akureyri með samsýningu. Þettu eru þau Agnar Hólm Daníels- son, Baldvin Ringsted, Dögg Stefáns- dóttir, Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Karen Dúa Kristjánsdóttir sem öll sameiginlegt að hafa stundað nám við Myndlista- skólann á Akureyri. Opið alla föstu- daga klukkan 16-18.  15.00 Eiríkur Smith sýnir ný mál- verk í Hafnarborg. Myndlistarmaður- inn varð áttræður 9. ágúst síðastlið- inn.  18.00 Þrjár óvur opna sýningu í Gallerí Gyllinhæð, Laugavegi 23. Innsetningar og innri andstæð öfl. Sýning stendur yfir til 4. sept.  18.00 Darri Lorenzen opnar sýn- inguna STAÐ SETT í GalleriBOX á Akureyri. Á sýningunni vinnur Darri hljóðverk, ljósmyndir og teikningu sérstaklega inn í rýmið. ■ ■ UPPÁKOMUR  14.00 Myndlistarkonan Habbý fremur Gjörning nr. 3 við Nonnahús á Akureyri. ■ ■ BREAK THE ICE  18.00 Uppskeruhátíð norræna menningarverkefnisins Break the Ice hefst í Borgarleikhúsinu. Jaanis Garancs, Kelly Davis og Peder Bjur- man kynna samstarfsverkefni sitt sem þau unnu í návígi í óbyggðum Íslands.  20.00 Catherine Kahn, Irma Stanaityte og Lise Skou kynna sam- starfsverkefni sitt í Klink og Bank.  21.00 Sandra Jogeva og Peter Anderson kynna samstarfsverkefni sitt, sem kallast Guestbook of the Heart, í Nýlistasafninu. Ekki or› á Akureyri Menningarnótt Akureyrar stend- ur yfir í allan dag og fram á rauða nótt. Fjölbreytt dagskrá er í boði í bænum en klukkan 15 verður opnuð yfirlitssýning á verkum Jóns Laxdals Halldórs- sonar í Listasafninu á Akureyri. Jón Laxdal hefur starfað sleitu- laust að myndlist sinni í yfir tutt- ugu ár og er vel þekktur á Akur- eyri en sýningin sem opnar í dag og ber heitið „Ekki orð“ mun bera hróður Jóns víðar en um Akureyrarbæ. „Þetta eru mest myndaraðir eða seríur sem hafa orðið til á tveimur, þremur árum,“ segir listamaðurinn Jón Laxdal. „Í hverri seríu eru allt frá þremur myndum upp í ríflega hundrað,“ en verkin vinnur Jón aðallega úr pappír. „Oftast eru þetta kallaðar klippimyndir en þetta eru þó ekki teiknimyndafígúrur í anda Errós heldur klippi ég verkin úr bók- um, dagblöðum og tímaritum. Ég tek það sem verður á vegi mínum en oft raðast brotin upp í verk sem hægt er að lesa eitthvað skemmtilegt út úr.“ Gagnrýnandinn Jón Proppé hefur nú tekið saman bók um listamanninn að frumkvæði Listasafnsins á Akureyri í tilefni af þvi að í vetur verða verk Jóns til sýnis í Spielhaus Morrison- galleríinu í Berlín. „Það kom þýskur galleríisti hingað í Lista- safnið og sá af tilviljun nokkur verk eftir mig. Það fór svo að hún bauð mér að koma til Berlínar til að halda þar sýningu í mars á næsta ári,“ segir Jón en ástæðan fyrir komu þýska galleríútsend- arans til Íslands gæti ef til vill verið sú að verk Gabríelu Frið- riksdóttur hafa áður verið til sýnis í galleríinu. Á opnuninni í dag mun Álfrún Örnólfsdóttir leikkona flytja ljóð eftir Jón Laxdal en áður en Jón sneri sér að myndlistinni átti ljóðagerðin hug hans allan. Sýn- ingin er unnin í samstarfi við Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, og þang- að fer hún þegar henni lýkur á Akureyri 23. október. Um svipað leyti verða verk eftir Jón til sýn- is í Safni, nútímalistasal Péturs Arasonar við Laugaveg í Reykja- vík. Eftir ferðina til Berlínar endar sýningin svo í Listasafninu í Færeyjum. ■ JÓN LAXDAL Hefur lengi verið þekktur á Akureyri en nú fer listasýning hans í ferða- lag út fyrir bæjarmörkin og endar í Færeyj- um með viðkomu í Reykjavík og Berlín. M YN D /S PE SS I HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 24 25 26 27 28 29 30 Laugardagur ÁGÚST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.