Fréttablaðið - 27.08.2005, Qupperneq 64
Það er ekki hægt að segjaannað en að Stella McCartn-ey komi með ferska strauma
inn í íþróttalíf landans en lína
hennar sem hún hannar fyrir Adi-
das verður kynnt hérlendis um
næstu helgi. Þetta er í fyrsta
skipti sem hátískuhönnuður
tekur höndum saman við fyrir-
tæki sem framleiðir íþróttafatnað
en samstarfið hefur borið góðan
ávöxt. Línan gefur konum það
sem þær vilja – vöru sem bæði upp-
fyllir gæðakröfur og lítur rosalega
vel út,“ sagði Bill Sweeney, verkefn-
isstjóri samstarfsins hjá
Adidas, þegar línan
var kynnt fyrst. „Við
höfum sameinað ein-
staka hönnun Stellu
og þekkingu Adidas á
f r a m ú r s k a r a n d i
íþróttavörum.“ Mikil
líkamsræktarvakning hef-
ur verið á öllum Vesturlöndum
en hingað til hefur enginn
íþróttavöruframleiðandi virki-
lega tekið tillit til bæði þæginda og
fegurðarskyns kvenna. Mikið af íþróttafötum
er bæði ætlað körlum og konum og í flestum
tilvikum er útlitinu fórnað fyrir aukin
þægindi eða risastór vörumerki framleið-
enda. Eins og Stella orðaði það sjálf: „Konur
taka bæði líkamsrækt og lífsstíl alvarlega. Af
hverju ættum við að þurfa að fórna öðru á
kostnað hins?“ Nú þarf engin kona að vera
púkaleg á æfingu lengur vegna skorts á
smekklegum íþróttaklæðnaði, því haust- og
vetrarlína Stellu McCartney og Adidas er
vægast sagt æðisleg. Aðaláherslurnar í haust-
línunni 2005 eru hlaupa-, leikfimi- og sund-
fatnaður ásamt íþróttaskóm og fylgihlutum.
Litirnir eru mjúkir og fallegir þannig að þeir
henta nánast hverjum einasta húðlit enda
hugað að öllu við hönnunina. Hver einasta flík
er úthugsuð og mörg skemmtileg smáatriði
færa flíkurnar upp á hærra plan. Aðeins
sex verslanir á Norðurlöndunum fá að
hafa þessa línu á boðstólum og ein
þeirra er Adidas Concept Store í
Kringlunni. Nú er engin ástæða
lengur til að sleppa ræktinni.
Með Stellu McCartney að vopni
er ekki annað hægt en að komast
í gott form.
soleyk@frettabladid.is & martamaria@frettabladid.is
MÓÐUR VIKUNNAR
> MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN
Hver er flessi n‡i svarti?
Þegar fregnir bárust þess efnis að svarti liturinn yrði litur vetr-
arins fékk ég svona tilfinningu eins og von væri á gamalli vin-
konu í heimsókn. Ég fann að ég var tilbúin að taka á móti gjöf-
inni og innra með mér myndaðist smá spenna. Hvað ætti ég að
kaupa fyrir haustið? Ég sá fyrir mér hávaxnar og fallegar fyrir-
sætur með dökka smókí skyggingu um augun sem brostu á
dularfullan hátt. Rauði varaliturinn var heldur ekki langt undan.
Það er kannski ekki skrýtið að maður fyllist spennu því þessi
svarti stíll er svo ógurlega tignarlegur og smart. Og það besta
er að nánast allar konur verða svolítið flottar þegar þær eru
komnar í slíka múnderingu. Svarti liturinn klæðir þó ekki nærri
því alla og þá kemur dökkblái liturinn eins og himnasending inn
í þeirra tilveru.
Mikið hefur verið predikað þess efnis að það sé alls ekki
leyfilegt að klæðast svörtu frá toppi til táar. Nú er tíðin breytt
og það er um að gera að vera í svörtu frá toppi til táar. Fyrir þær
sem vilja poppa stílinn upp kemur naglalakk að góðum notum
ásamt varalit og augnskugga. Litríkir leðurhanskar bæta líka
ýmsu við.
Tískuspekúlantar tala um þennan „nýja svarta“. Þegar það er
sagt er alls ekki verið að tala um einhvern nýjan svartan lit
heldur er þessi endurkoma svarta litsins kölluð þetta. Þeir sem
eiga fullan fataskáp af svörtum fötum þurfa því ekki endilega
að stökkva út í búð. Í raun væri alveg nóg að taka til í skápnum
og vinsa úr þau föt sem farið er að sjá á. Það fylgir þessu útliti
nefnilega að vera snyrtilegur. Það má enginn ganga í hnökrótt-
um svörtum fötum eða fötum sem farin eru að missa lit. Það er
ekkert smart við það.
Með þessum „nýja svarta“ kemur fullt af nýjum sniðum og
nýjum pælingum. Blússur í gamaldags stíl með blúndum og til-
behör eru alveg að gera sig ásamt fallegum peysum úr góðum
og vönduðum efnum. Það er líka nokkuð ljóst að hver kona verð-
ur að eiga einar fallegar víðar síðar buxur með herrasniði. Ég sé
fyrir mér ódýra reddingu í þeim efnum en það er að kaupa
herrabuxur hjá verslun Guðsteins Eyjólfssonar og láta bara
stytta þær og taka úr strengnum að aftan ef þær eru of víðar í
mittið. Það er sumsé hægt að vera smart og elegant án þess að
það kosti allt of mikið!
Hvað er mest heillandi við tískuna?
Fjölbreytileikinn.
Uppáhaldshönnuðir? Ég var að kynn-
ast Henrik Vibskov og er mjög hrifin
af honum þessa stundina. Hann er
danskur og gerir stór ótrúlega
skemmtileg föt með skrítnum smá-
atriðum.
Fallegustu litirnir? Bleikur er alltaf
uppáhaldsliturinn minn.
Hverju ertu mest veik fyrir? Vestum.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast?
Jakka, buxur og peysur frá Henrik
Vibskov, þetta voru mjög góð kaup.
Hvað finnst þér mest sjarmerandi í
hausttískunni? Rómantíkin, haust-
tískan iðar af henni.
Hvað ætlar þú að kaupa þér fyrir
haustið? Ég væri til í flottan
haustjakka.
Uppáhaldsverslun? Kolaportið.
Hvað eyðir þú miklum peningum í
föt á mánuði? Yfirleitt eyði ég alls
ekki miklu. Það koma þó mánuður og
mánuður sem ég fer yfir strikið, en
það gerist eiginlega óvart. Ég fer aldrei
upp í Kringlu til þess eins að kaupa
mér föt.
Hvaða flíkur gætir þú ekki verið
án? Ég gæti ekki verið án pokabuxn-
anna minna og svo á ég voðalega
fínt vesti sem ég keypti mér í Kola-
portinu.
Uppáhaldsflík? Núna eru skærgular
buxur frá Henrik Vibskov í mestu upp-
áhaldi. Ég er í þeim á hverjum degi og
fer bara úr þeim til að þvo þær á
kvöldin.
Í hvað myndir þú aldrei fara?
Ég myndi aldrei fara í þröngan fleginn
nylonbol og efnislitlar flíkur til þess
eins að sýna hold.
ROPE YOGA
Bæjarhraun 22 / 220 Hafnarfjörður / 3. hæð
Skráning er hafin í síma 555-3536 eða 694-2595
ropeyoga@internet.is • www.ropeyoga.net
stöðin Bæjarhrauni 22
BYRJENDANÁMSKEIÐ
AÐEINS 8 MANNS Í HVERJUM HÓPI
margir tímar í boði, kennarar ÓSK, DÓMÍ og ÞÓRDÍS
SMEKKURINN SARA MARÍA EYÞÓRSDÓTTIR KAUPMAÐUR Í NAKTA APANUM
> svart & hvítt ...
Astrid Munoz klæðist
hönnun Karls Lag-
erfeld. Hann flækir
sjaldnast litasin-
foníuna og einblínir
á hið svarthvíta.
Það er fallegt og
smart og þegar
vetrar má alltaf
fara í 80 den sokka-
buxur undir hvítu
buxurnar.
Myndi aldrei fara í efnislítil og flröng föt
44 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
Tískubylting Stellu
Frekari upplýsingar um Stellu
McCartney og Adidas-vörulínu
hennar má sjá á:
www.adidas.com/stellamccartney