Fréttablaðið - 27.08.2005, Page 65

Fréttablaðið - 27.08.2005, Page 65
KREM EFTIR RAKSTUR Kremið frá L’Occitan kemur í veg fyrir útbrot og styrkir húðina. LAUGARDAGUR 27. ágúst 2005 45 Laglegar lo›húfur Nú styttist í það að frostið fari að bíta í eyrun og þá er nú gott að vera við öllu búinn. Haustvörurn- ar eru þegar komnar í flestar búð- ir og eitt af því flottasta þar að þessu sinni er stórar og þykkar loðhúfur. Alls kyns loðhúfur hafa verið mjög áberandi á sýningapöllunum fyrir haust og vetur enda bæði rosalega smart og æðislega hlýj- ar. Margar hafa þær verið í rúss- neskum stíl enda var ein helsta tískubylgja haustsins rússneskt hermannaútlit. Loðhúfur er hægt að fá víða í Reykjavík en þeir sem vilja ekki ganga með ekta loðfeldi ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi því gervifeldshúfurnar eru alveg jafn flottar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY LOÐHÚFUR eru bæði praktískar og flottar. Broddalausar og mjúkar karlkinnar gleðja flestar konur, en smekklegar umbúðirnar um rakgelið frá L’Occitan falla kvenkyninu ekki síður í geð og því óþarfi að fela það uppi í skáp. Rakgelið hentar öllum húðgerð- um og inniheldur rakagefandi og róandi efni sem koma í veg fyrir útbrot eftir rakst- ur. Gott er að fullkomna raksturinn með kremi sem mýkir húðina og róar hana enn frekar eftir raksturinn. Kremið frá L’Occit- an hefur einnig styrkjandi áhrif og er með sama ilminum og rakgelið en endist lengur. Tilvalið fyrir metró-manninn sem vill gera vel við sjálfan sig og lykta vel fyrir konuna í leiðinni, nú eða bara fyrir sjálfan sig. Svitalyktareyðirinn í karlalínunni frá L’Occitan hefur hemil á svitanum allan daginn en er ekki of sterkur fyrir húð- ina, enda án alkóhóls sem getur þurrkað hana. Svitalyktareyðirinn er með sömu lykt og hinar vörurnar í línunni. Það er þó alls ekki of mikið að nota allt í einu því lyktin er alls ekki yfirþyrmandi og svo lykta menn að sjálfsögðu mismun- andi þótt þeir noti sömu snyrtivörur. SVITALYKTAREYÐIR- INN Lyktin af vörun- um í L’Occitan-karla- línunni er mjög góð og með þess- um svitalykt- areyði er svita- lyktinni út- rýmt. Alnæmissamtökin fá gjöf frá MAC Í dag mun Alnæmissjóður snyrtivöru- merkisins MAC, Mac Aids Fund, af- henda Alnæmissamtökunum á Íslandi hálfa milljón króna í peningastyrk. Af- hendingin verður í verslun MAC í Deb- enhams, Smáralind klukkan hálfþrjú. Peningunum var safnað með sölu á Viva Glam-vörum MAC en í þeirri línu eru fimm varalitir og eitt gloss. „Hver einasta króna sem kúnninn borgar fyrir Viva Glam-vörurnar fer óskipt í alnæm- issjóðinn,“ segir Sirrý Björnsdóttir hjá MAC á Íslandi. Stofnendur MAC settu sjóðinn á fót árið 1994 og hefur fyrirtækið því verið mjög öflugt í baráttunni gegn HIV og alnæmi í ellefu ár. Þeir peningar sem safnast eru veittir alnæmissamtök- um um allan heim enda fjölg- ar fórnarlömbum þessa heimsfar- aldurs ört. Viðskiptavinir MAC geta því stoltir fest kaup á hinum vönd- uðu og fallegu snyrtivörum sem þar er boðið upp á vitandi að þeirra fé rennur beint til þessa góða málstaðar. Mjúkir vangar & vel lyktandi líkami L’OCCITAN-RAKGEL Rakgelið er mjög kvennavænt enda mikil heimilisprýði og það tryggir að auki mjúka kyssilega vanga.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.