Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2005, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 27.08.2005, Qupperneq 65
KREM EFTIR RAKSTUR Kremið frá L’Occitan kemur í veg fyrir útbrot og styrkir húðina. LAUGARDAGUR 27. ágúst 2005 45 Laglegar lo›húfur Nú styttist í það að frostið fari að bíta í eyrun og þá er nú gott að vera við öllu búinn. Haustvörurn- ar eru þegar komnar í flestar búð- ir og eitt af því flottasta þar að þessu sinni er stórar og þykkar loðhúfur. Alls kyns loðhúfur hafa verið mjög áberandi á sýningapöllunum fyrir haust og vetur enda bæði rosalega smart og æðislega hlýj- ar. Margar hafa þær verið í rúss- neskum stíl enda var ein helsta tískubylgja haustsins rússneskt hermannaútlit. Loðhúfur er hægt að fá víða í Reykjavík en þeir sem vilja ekki ganga með ekta loðfeldi ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi því gervifeldshúfurnar eru alveg jafn flottar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY LOÐHÚFUR eru bæði praktískar og flottar. Broddalausar og mjúkar karlkinnar gleðja flestar konur, en smekklegar umbúðirnar um rakgelið frá L’Occitan falla kvenkyninu ekki síður í geð og því óþarfi að fela það uppi í skáp. Rakgelið hentar öllum húðgerð- um og inniheldur rakagefandi og róandi efni sem koma í veg fyrir útbrot eftir rakst- ur. Gott er að fullkomna raksturinn með kremi sem mýkir húðina og róar hana enn frekar eftir raksturinn. Kremið frá L’Occit- an hefur einnig styrkjandi áhrif og er með sama ilminum og rakgelið en endist lengur. Tilvalið fyrir metró-manninn sem vill gera vel við sjálfan sig og lykta vel fyrir konuna í leiðinni, nú eða bara fyrir sjálfan sig. Svitalyktareyðirinn í karlalínunni frá L’Occitan hefur hemil á svitanum allan daginn en er ekki of sterkur fyrir húð- ina, enda án alkóhóls sem getur þurrkað hana. Svitalyktareyðirinn er með sömu lykt og hinar vörurnar í línunni. Það er þó alls ekki of mikið að nota allt í einu því lyktin er alls ekki yfirþyrmandi og svo lykta menn að sjálfsögðu mismun- andi þótt þeir noti sömu snyrtivörur. SVITALYKTAREYÐIR- INN Lyktin af vörun- um í L’Occitan-karla- línunni er mjög góð og með þess- um svitalykt- areyði er svita- lyktinni út- rýmt. Alnæmissamtökin fá gjöf frá MAC Í dag mun Alnæmissjóður snyrtivöru- merkisins MAC, Mac Aids Fund, af- henda Alnæmissamtökunum á Íslandi hálfa milljón króna í peningastyrk. Af- hendingin verður í verslun MAC í Deb- enhams, Smáralind klukkan hálfþrjú. Peningunum var safnað með sölu á Viva Glam-vörum MAC en í þeirri línu eru fimm varalitir og eitt gloss. „Hver einasta króna sem kúnninn borgar fyrir Viva Glam-vörurnar fer óskipt í alnæm- issjóðinn,“ segir Sirrý Björnsdóttir hjá MAC á Íslandi. Stofnendur MAC settu sjóðinn á fót árið 1994 og hefur fyrirtækið því verið mjög öflugt í baráttunni gegn HIV og alnæmi í ellefu ár. Þeir peningar sem safnast eru veittir alnæmissamtök- um um allan heim enda fjölg- ar fórnarlömbum þessa heimsfar- aldurs ört. Viðskiptavinir MAC geta því stoltir fest kaup á hinum vönd- uðu og fallegu snyrtivörum sem þar er boðið upp á vitandi að þeirra fé rennur beint til þessa góða málstaðar. Mjúkir vangar & vel lyktandi líkami L’OCCITAN-RAKGEL Rakgelið er mjög kvennavænt enda mikil heimilisprýði og það tryggir að auki mjúka kyssilega vanga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.