Fréttablaðið - 29.08.2005, Page 1

Fréttablaðið - 29.08.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 FREMUR HÆG NORÐANÁTT Í FYRSTU en snýst í suðlægari þegar líður á daginn. Lítilsháttar rigning norðan lands. VEÐUR 4 MÁNUDAGUR 29. ágúst 2005 - 232. tölublað – 5. árgangur Spáðu í mér? Liðnir eru tímar umvöndunarmálfræð- innar og upp er runnin öld mannúðar- málfræðinnar, svo gripið sé til orðs sem Megas bjó til í öðru samhengi. Maður sér ekki lengur fyrir sér mál- fræðinga á hvítum sloppum með saman- bitnar varir að reyna að þrífa dönskuslett- ur af villuráfandi einstaklingi. SKOÐUN 16 Einn besti árangur íslenska kvennalandsliðsins Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu gerði 2–2 jafntefli við hið gríðarlega sterka landslið Svía í undankeppni HM 2007. Leikurinn fór fram í Svíþjóð í gær og þetta eru ein bestu úrslit íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. ÍÞRÓTTIR 22 Smíðar vélbyssuhreiður fyrir Eastwood Leikmyndasmiðurinn og húsasmíða- meistarinn Ólafur Ingimundarson frá Hólmavík hefur nóg að gera þessa dagana en hann starfar við gerð Flags of Our Fathers með Clint Eastwood og smíðar fyrir kappann eftir pöntun. FÓLK 30 Í gólfunum í 20 ár ÓMAR FRIÐÞJÓFSSON: FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG ● fasteignir ● hús Var› ástfangin af Líbanon HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR ▲ KVIKMYNDIR 30 FÉKK MANNRÉTTINDAVERÐLAUN FYRIR HEIMILDARMYND ▲ VEÐRIÐ Í DAG FERÐALÖG Fjórar íslenskar fjöl- skyldur, 12 manns, eru stranda- glópar á Hjaltlandseyjum eftir að skipstjóri Norrænu ákvað að sleppa viðkomu í eyjunum í síð- ustu ferð sinni vegna veðurs. Fólkið átti að koma hingað til lands með ferjunni síðasta fimmtudag, en tefst um viku vegna þessa. Símon Á. Sigurðsson húsbíla- eigandi, sem er einn stranda- glópanna, segir verst hafa verið að sjá um 80 erlenda ferðamenn sem ætluðu að sækja landið heim verða frá að hverfa. Hann segir hins vegar ekkert hægt að kvarta yfir viðbrögðum Smyril Line. „Þeir buðu okkur hvað sem var, hótel eða flug heim, en við erum hér á húsbílum og höfum það bara gott, en þeir ætla að gera gott við okkur í staðinn. Þeir standa sig mjög vel í því þótt við séum nátt- úrlega dálítið leið á heilli viku í viðbót,“ segir hann, en bætir þó við að á Hjaltlandseyjum sé margt að skoða og ein vika hefði í raun ekki nægt til þess. „Þegar maður er á húsbíl eru manni allir vegir færir.“ Símon segir að vissulega hafi töfin komið sé illa vegna þess að fólk hafi átt að vera komið í vinnu, en þeim málum hafi bara verið reddað. Fólkið leggur af stað heimleið- is með Norrænu á morgun og er væntanlegt til Seyðisfjarðar næsta fimmtudagsmorgun. - óká Norræna sleppti viðkomu á Hjaltlandseyjum: Tólf Íslendingar strandaglópar KÖNNUN Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 53,5 prósenta fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Þessi niður- staða þýðir að sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa en til samanburðar fékk flokkurinn sex borgarfulltrúa kjörna í síðustu borgarstjórnarkosningum. Í könn- uninni mælist Samfylkingin með 29,7 prósenta fylgi, Vinstri grænir með 8,8 prósent, Framsóknarflokk- urinn 4,8 prósent og Frjálslyndir með 2,2 prósenta fylgi. Samfylk- ingin og Vinstri grænir eru einu flokkarnir sem fengju fulltrúa í borgarstjórn. Samfylkingin fengi fimm en Vinstri grænir einn. „Ég er mjög ánægður með þær niðurstöður sem þessi skoðana- könnun sýnir. Við sjálfstæðismenn munum áfram og eftir næstu kosn- ingar sýna borgarbúum að við stöndum undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar. Þó ber ávallt að hafa í huga að skoðana- kannanir eru fyrst og fremst vís- bendingar en ekki heilagur sann- leikur,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir útkomu Samfylkingarinnar góða en telur eðlilegt að staða Sjálfstæðis- flokksins mælist sterk um þessar mundir. „Mikið hefur verið fjallað um framboðsmál sjálfstæðismanna að undanförnu, fókusinn hefur verið á þeim. En fyrir Samfylkinguna eru þetta fínar niðurstöður og í sam- ræmi við fylgi flokksins í borginni í síðustu þingkosningum.“ Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. „Ég hef oft séð það svartara en þetta,“ segir Alfreð. sjá síðu 6 Hátt olíuverð: Kolmunnavei›- ar bera sig vart SJÁVARÚTVEGUR „Það er í raun komið að þeim tímapunkti nú þegar í nokkrum veiðiflokkum að það borgar sig ekki að stunda þær veið- ar,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar. Kostn- aður útgerðanna í landinu vegna ol- íukaupa er að hans mati kominn í þær hæðir að veiðar á tegundum á borð við kolmunna sem lágt verð fæst fyrir borga sig vart lengur. „Ef við tökum kolmunnaveiðar sem dæmi þá er verðið það lágt að þær veiðar sem við stundum í dag eru á mörkunum að borga sig og olíuverðið er meginástæðan. Áhyggjuefnið er heimsmarkaðs- verðið og þær sífelldu hækkanir þar sem fáir sjá fyrir endann á. Sterk krónan er að þessu leyti að hjálpa gagnvart olíuverði en hún veldur vandræðum í sölu á okkar afurðum á móti.“ -aöe BORGARSTJÓRI RÝNIR Í TÖLUR Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri og fulltrúi Samfylkingarinnar, skoðar niðurstöður skoðanakönn- unar Fréttablaðsins fyrir utan Ráðhúsið í gærkvöldi. Stóri bróðir í Hollandi: Fæ›ir barn í beinni HOLLAND Framleiðendur hollenska Big Brother raunveruleikaþáttar- ins hafa ákveðið að einn af þátttak- endunum muni fæða barn í næstu þáttaröð. Þættirnir sem njóta mik- illa vinsælda víða um heim snúast um það að fylgjast með hópi af fólki sem býr í tiltekinn tíma sam- an í íbúð og fær ekki að fara þaðan nema vera kosið út. Yfirvöld í Hollandi athuga nú hvort fyrirætlanir framleiðanda séu yfirleitt leyfilegar, því strang- ar reglur gilda um börn í hollensku sjónvarpi. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA NORRÆNA Á SEYÐISFIRÐI Norræna tafðist vegna veðurs í síðustu ferð sinni, en tekin var ákvörðun um að sleppa viðkomu á Hjaltlandseyjum. Af þeim sökum eru þar tólf Íslendingar strandaglópar. ÓLÉTT Konan á von á sér eftir sex vikur. B D F S V 0 9 0 5 1 FJÖLDI BORGARFULLTRÚA Sjálfstæðismenn fengju öruggan meirihluta í borgarstjórn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Sjálfstæ›isflokkurinn fengi níu borgarfulltrúa Sjálfstæ›ismenn fengju níu borgarfulltrúa samkvæmt n‡rri sko›anakönnun Fréttabla›sins. Flokkurinn mælist me› tæplega 54 prósenta fylgi. Samfylking- in og Vinstri grænir fengju samanlagt sex fulltrúa en Framsókn engan.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.