Fréttablaðið - 29.08.2005, Side 2

Fréttablaðið - 29.08.2005, Side 2
2 29. ágúst 2005 MÁNUDAGUR BAGDAD, AP Íraskir þingmenn ákváðu í gær að vísa drögum að stjórnarskrá landsins til þjóðarat- kvæðagreiðslu. Súnníar eru mjög ósáttir við inntak hennar og skora á alþjóðasamfélagið að koma í veg fyrir að hún verði samþykkt. Stjórnarskrárvinnunni í Írak lauk í gær en þá var uppkastið að lögunum lesið upp fyrir íraska þingmenn, án þess þó að þeir greiddu atkvæði um það. Eftir fundinn lýstu fulltrúar súnnía í stjórnarskrárnefndinni að þeir væru efni plaggsins mjög ósam- mála og tiltóku þeir sérstaklega andstöðu við að Írak yrði sam- bandsríki, að ekki væri kveðið á um að landið væri arabaríki og að afdráttarlaust bann væri lagt við starfsemi Baath-flokksins. „Við skorum á Arabaráðið, Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðastofnanir að grípa í taumana svo að þessi lög verði ekki samþykkt nema að óréttlætið í þeim verði leiðrétt,“ sagði í yfirlýsingu súnníanna. Saleh al-Mutlaq, áhrifamaður úr röðum súnnía, sagði í viðtali við fréttamenn að nú myndu and- stæðingar stjórnarskrárinnar ráða ráðum sínum og ákveða næstu skref. Hann hvatti súnnía í landinu til að mótmæla stjórn- lagafrumvarpinu á friðsamlegan hátt með því að greiða atkvæði gegn því í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 15. október. -shg Þór Jakobsson telur Katarínu einstakan fellibyl: Töluver› hætta á fer› FELLIBYLIR „Þessir fellibyljir myndast vestur af Afríku en viss skilyrði þurfa að vera í sjónum. Það er viss hitamunur milli hafs og lofts. Síðan eflast þeir eftir því sem þeir nálgast vesturströnd Ameríku,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur sem telur töluverða hættu stafa frá fellibylnum Katrínu. „Þarna eru gífurlegir kraftar að verki, ekki síst þar sem bylurinn ýfir upp sjóinn og flóðbylgja stefnir að landi,“ segir Þór en landið sem bylurinn gengur yfir er ákaflega lágt og sums staðar fyrir neðan sjávarmál. Þór seg- ir dofna yfir fellibyljum um leið og þeir komi á land, en þeir fái orku frá uppgufun úr haf- inu. Hann telur nokkrar breyt- ingar hafa orðið á myndun felli- bylja undanfarin ár. „Þeir eru að byrja fyrr, hafa verið öflugri og tíðari,“ segir Þór sem telur Katrínu nokkuð einstaka enda æði langt síðan fellibylur af þessum styrkleika hafi gengið yfir Bandaríkin. - sgi Íbúar fl‡ja undan fellibylnum Katrínu Fellibylurinn Katrína stefnir hra›byri á borgina New Orleans. A›eins flrír byljir af flessari stær›argrá›u hafa gengi› yfir Bandaríkin frá flví mælingar hófust. Talsma›ur fellibyljastofnunar segir mannfall óhjákvæmilegt. BANDARÍKIN Íbúum New Orleans í Bandaríkjunum var í gær skip- að að yfirgefa borgina vegna mikillar hættu frá fellibylnum Katrínu sem von er á að gangi yfir borgina í dag. Borgarstjór- inn, Ray Nagin, hvatti íbúa, sem eru um hálf milljón, til að taka viðvörunum alvarlega. New Orleans stendur í dal sem er tveimur metrum fyrir neðan sjávarmál. Aðalhættan stafar því af flóðum ef stíflu- garðar sem verja borgina fyrir ánni Missisippi og öðrum vötn- um í kringum borgina bresta. Spár benda til að borgin lendi í miðju auga bylsins en í gær hafði kraftur Katrínar aukist og var metinn fimm stig sem er það hæsta á Saffir-Simpson skalanum. Mesti varanlegi vind- ur sem mælst hefur í fellibylnum eru 282 kílómetrar á klukkustund en einstaka vind- hviður hafa mælst enn meiri. Sjö hafa þegar látist af völdum bylsins en hann gekk yfir Flór- ída á fimmtudag. Aðeins þrír fellibyljir af þessari stærðargráðu hafa gengið yfir Bandaríkin frá því mælingar hófust en sá síðasti var árið 1992 þegar Andrés gekk yfir Suður-Flórída með þeim af- leiðingum að 43 létust. Árið 1935 létust 600 manns þegar fellibyl- ur gekk yfir Flórída Keys en árið 1969 léstust 250 manns þeg- ar fellibylurinn Kamilla gekk yfir strönd Mississippi. Í gærmorgun höfðu götur New Orleans fyllst af bílum á leið út úr borginni en einstefna var sett á stærstu umferðaræð- arnar til að flýta fyrir brott- flutningunum. Hótel í allt að 240 kílómetra fjarlægð eru fullbók- uð en þeir sem geta af einhverj- um ástæðum ekki yfirgefið borgina geta leitað skjóls á tíu opinberum stöðum, þar á meðal stærsta íþróttaleikvangi New Orleans. Borgarstjórinn sagði í sjónvarpsræðu sinni að fólk ætti að taka með sér mat til allt að fimm daga. Talsmaður fellibyljastofnun- arinnar í Miami sagði að mann- fall væri óhjákvæmilegt. Ef Katrína kæmi að landi eins öfl- ug og hún var í gær yrði þetta öflugasti stormur sem nokkurn tíma hefði gengið yfir ríkið. solveig@frettabladid.is OMRI SHARON Er ákærður fyrir að halda leyndum ólöglegum fjárframlögum í kosn- ingasjóð föður síns. Sonur Ariel Sharon: Ákær›ur fyrir spillingu ÍSRAEL, AP Omri Sharon, sonur for- sætisráðherra Ísraels Ariel Shar- on, hefur verið ákærður fyrir spillingu. Hann er grunaður um að hafa haldið leyndum ólöglegum fjárframlögum í einn af kosninga- sjóðum föður síns með því að nota uppspunnin fyrirtæki. Ákærurnar ná til ársins 1999 þegar Ariel Sharon varð leiðtogi Likud flokksins og þar með í framboði til forsætisráðherra- embættisins. ■ Fuglaflensa í Finnlandi: Ekki banvæn FUGLAFLENSA Yfirvöld í Finnlandi tilkynntu um helgina að líklega hefði fundist fuglaflensusmit í mávi í bænum Oulu í norðurhluta landsins. Þrátt fyrir það er talið ólíklegt að vírusinn sem fannst sé af gerðinni H5N, sem er sá stofn sem leitt hefur sextíu manns til dauða í Asíu. Nýlegur fuglaflensufaraldur í austurhluta Rússlands hefur leitt ellefu þús- und fugla til dauða og 120 þúsund til viðbótar hefur verið slátrað. Tilkynning finnskra yfirvalda kom aðeins degi eftir að Samein- uðu þjóðirnar hvöttu aðildarlönd sín til að fylgjast vel með smiti í farfuglum. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR INNBROT Á HÚSAVÍK Brotist var inn í íþróttahúsið á Húsavík í fyrrinótt. Engu var stolið en skemmdir voru unnar. Lögregla náði brotamanninum fljótlega og telst málið upplýst. HNEFAR Á LOFTI Mikið var um slagsmál og læti í miðbæ Akur- eyrar aðfaranótt sunnudagsins en þar fór fram menningarhátíð svipuð Menningarnótt í Reykja- vík. Fóru hátíðahöldin í skapið á mörgum sem létu hnefana tala en engin alvarleg meiðsl voru þó til- kynnt. BÍLVELTA FYRIR UTAN AKUREYRI Bíll valt á þjóðveginum skammt fyrir utan höfuðstað Norðurlands snemma í gærmorgun. Var öku- maður einn í bílnum og sakaði hann ekki. FJÖGUR FÍKNIEFNAMÁL Fjögur fíkniefnamál komu upp í um- dæmi lögreglunnar á Akureyri í gærnótt. Var í öllum tilvikum um lítið magn til einkaneyslu að ræða og gerði lögregla efnin upp- tæk. Mótmælendurnir við Stjórnarráðið: Líklega ákær›ir LÖGREGLUMÁL Mótmælendurnir sem voru handteknir eftir að hafa klifrað upp á þak Stjórnarráðsins og flaggað þar borða með áletrun gegn álverum í stað íslenska þjóð- fánans sem þar venjulega blaktir verða að líkindum ákærðir fyrir tiltækið. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík er mál tvímenninganna ekki enn komið til lögfræðinga embættis- ins en hann átti frekar von á ákærum í málinu enda skemmdust þakplötur stjórnarráðsins lítillega við tiltækið. - aöe SPURNING DAGSINS Jörundur, er vörn besta sóknin? “Alveg tvímælalaust og hefur alltaf verið.“ Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari íslenska kvenna- landsliðsins sem þótti óheppið að sigra ekki Svía í leik þjóðanna í Svíþjóð í gær. Leikurinn endaði 2- 2 en aðaláherslan fyrir leikinn var vörnin. LÖGREGLUFRÉTTIR ÞÓR JAKOBSSON Telur nokkar breytingar hafa orðið á myndun fellibylja síðustu ár. FLÓTTI Allar götur sem liggja frá New Orleans voru tepptar í gær þegar íbúar borgarinnar flúðu undan fellibylnum Katrínu. Eldsvoðinn í Stigahlíð: Konan enn flungt haldin SLYS Konan sem slasaðist alvar- lega í eldsvoða í Stigahlíð snemma á laugardagsmorgun liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Konan hlaut alvarlega reyk- eitrun og slæm brunasár en reykkafarar frá slökkviliðinu fundu hana meðvitundarlausa á gólfi íbúðarinnar nokkrum mínút- um eftir að tilkynning barst um eldinn. - aöe HEITT Í HAMSI Saleh al-Mutaq (til vinstri) og Abdul-Rahman al-Nueimi, formælendur súnnía, segja stjórnarskrárdrögin óásætt- anleg og hvöttu trúbræður sína til að hafna þeim í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Órói í miðborginni: Lögreglumenn lentu í átökum LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn í mið- borginni lentu í átökum við hóp fólks í gærnótt þegar maður var handtekinn fyrir utan skemmti- stað fyrir slagsmál. Þótti félögum mannsins það súrt í broti og réðust að lögreglumönnunum. Voru tveir til viðbótar handteknir í kjölfarið. Fjölmargir aðrir gistu fanga- geymslur vegna ýmissa brota. Allmargir voru teknir ölvaðir undir stýri og almennur erill var víða um borgina. Furðuðu lög- reglumenn sig á að svo virðist sem haustkoma fari illa í marga íbúa enda hafa síðustu þrjár helg- ar verið annasamari en gengur og gerist. -aöe Súnníar hvattir til að greiða atkvæði gegn stjórnlagafrumvarpinu: Írakar kjósa um stjórnarskrá HUGA AÐ SKOÐUN OG TRYGG- INGUM Lögreglan á Egilsstöðum klippti um helgina númer af þremur bílum vegna vangoldinna trygginga og sjö til viðbótar voru boðaðir í skoðun, en hugað var sérstaklega að þessum þáttum í umferðareftirliti. Lögreglan seg- ir ekki langan lista yfir óskoðaða bíla í umdæminu, en á honum eigi sér alltaf stað nokkur endur- nýjun.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.