Fréttablaðið - 29.08.2005, Síða 8
1Hvar voru haldnir útitónleikar umhelgina?
2Hvernig sýru var reynt að smygla tillandsins fyrir fáeinum dögum?
3Hver sigraði í kraftakeppninni Suður-nesjatröllið?
SVÖRIN ERU Á BLS. 30
VEISTU SVARIÐ?
8 29. ágúst 2005 MÁNUDAGUR
SJÚKDÓMAR Fuglablóðögður, sem
valdið geta sundmannakláða í
mönnum og leitt til útbrota og
ofsakláða, fundust nýlega í meira
magni í Botnsvatni ofan Húsavík-
ur en dæmi eru um í nokkru öðru
vatni eða tjörn á Íslandi. Fugla-
blóðagða varð fyrst vart í Botns-
vatni í fyrra og þá sýktust tugir
manna af sundmannakláða. Í kjöl-
farið settu heilbrigðisyfirvöld á
Húsavík upp skilti sem varar við
sýkingarhættunni en þrátt fyrir
varnaðarorð hafa nokkrir smitast
í sumar.
Þorkell Björnsson, heilbrigðis-
fulltrúi á Húsavík, segir textann á
skiltinu eingöngu á íslensku en í
ljósi nýrra upplýsinga um sýking-
arhættu verði varnaðarorðum á
fleiri tungumálum bætt við, þó
líklega verði það ekki fyrr en á
næsta ári.
Grunsemdir vöknuðu í sumar
um að fuglablóðögður væri einnig
að finna í baðlóninu sunnan Húsa-
víkur en ekki hefur tekist að stað-
festa það. Þorkell Björnsson segir
baðlónið á ábyrgð Orkuveitu
Húsavíkur en vatnið hafi lítið ver-
ið rannsakað. „Við vitum ekki bet-
ur en baðlónið sé hreint en ef ann-
að kemur í ljós þá grípum við til
viðeigandi aðgerða,“ segir Hreinn
Hjartarson, veitustjóri Orkuveitu
Húsavíkur. - kk
FUGLAFLENSA Hollendingar eiga
hugsanlega yfir höfði sér málsókn
vegna ákvörðunar sinnar um að
skylda bændur til að halda alifugl-
um sínum innan dyra vegna hætt-
unar á fuglaflensusmiti, að því er
breska blaðið The Guardian skýr-
ir frá.
Lögfræðingar Evrópusam-
bandsins íhuga hvort höfða eigi
mál á hendur hollensku ríkis-
stjórninni vegna ákvörðunarinnar,
því hún hafi stangast á við reglur
Evrópusambandsins. Þeir segja að
taka skuli ákvörðun sem þessa á
sameiginlegum grundvelli og
einnig að Hollendingar brjóti lög
með því að selja frjálsa kjúklinga á
sama verði og áður, þrátt fyrir að
þeir séu ekki lengur frjálsir.
Ótti á fuglaflensufaraldri í
Evrópu jókst í fyrradag þegar
finnski landbúnaðarráðherrann
tilkynnti um grun um
fuglaflensutilfelli í norður-Finn-
landi. Niðurstöðu úr rannsóknum
er að vænta innan þriggja vikna.
- sda
Útlendingar ásælast
fíkniefnamarka›inn
Grí›arlegt magn amfetamíns og e-taflna er framleitt í Eystrasaltslöndunum.
Smygltilraun Litháa brennisteinss‡ru til landsins er talin vísbending um a›
erlendir glæpahópar vilji flytja flekkingu sína hinga›.
EITURLYF Þórarinn Tyrfingsson yfir-
læknir á Vogi segir tilraun Litháa
til að smygla hingað til lands
brennisteinssýru vísbendingu um
að erlendir glæpamenn kunni að
vera að reyna að flytja þekkingu
sína hingað til lands. Sýran er með-
al annars notuð til framleiðslu am-
fetamíns og amfetamínafbrigða á
borð við e-töflur.
„Einstaklingar hafa verið að
gera þetta að eigin frumkvæði í
heimahúsum, en nú er vöknuð
spurning um hvort menn eru að
flytja á skipulegan hátt inn til Ís-
lands þekkingu sem þeir hafa þró-
að á sínum heimaslóðum,“ segir
Þórarinn og bætir við að ýmislegt
bendi til að erlendir glæpamenn
renni hýru auga til fíkniefna-
markaðarins hér.
Jóhann R. Benediktsson, sýslu-
maður á Keflavíkurflugvelli, seg-
ir lögreglu hafa undirbúið sig til
að takast í auknum mæli á við
skipulagða glæpastarfsemi og
vísar til starfshópa á vegum lög-
reglu og tollgæslu sem farið hafi
yfir löggjöf og skoðað hvar bæta
mætti úr. Hann segir smygltil-
raun Litháans ekki eina og sér
kalla á breytt vinnubrögð, þó svo
hún bendi vissulega til aðkomu al-
þjóðlegra glæpasamtaka.
„Ég held að löggæslumenn séu
almennt meðvitaðir um þessa þró-
un. Þessi erlendu burðardýr sem
við höfum verið að glíma við um
hartnær þriggja ára skeið voru
kannski fyrsta vísbendingin sem
við fengum um að þessir glæpa-
hópar væru að skipuleggja sig
betur,“ segir hann og bætir við að
burðardýrin komi frá fjölda þjóð-
landa. „Hins vegar má segja að
þrátt fyrir að amfetamínfram-
leiðsla hafi verið reynd hér, þá er
þetta, eftir því sem ég best veit, í
fyrsta skipti sem við höfum mjög
sterka vísbendingu um að sú
framleiðsla tengist erlendum aðil-
um.“ Þá segir hann að ekki þurfi
að koma á óvart hvers lenskur
maðurinn er. „Við vitum að í
Eystrasaltsríkjunum er hvað
mest framleiðsla e-taflna og am-
fetamíns í Evrópu.“
Jakob Kristinsson, dósent í eit-
urefnafræði við Háskóla Íslands,
segir ekki hægt að finna út fram-
leiðslustað amfetamíns með efna-
greiningu. „En hins vegar er hægt
að greina frá hvaða verksmiðju
efnið kemur, en það segir ekkert
til um í hvaða landi það er fram-
leitt,“ segir hann.
olikr@frettabladid.is
Sjaldgæf orkídea:
Saurdaunn
af blóminu
MELBOURNE, AP Sjaldgæf orkídea
frá Nýju-Gíneu blómstraði í ann-
að skipti á þrjátíu árum í Melbo-
urne í Ástralíu í gær. Margir
komu til að sjá orkídeuna
blómstra enda er hún ægifögur.
Böggull fylgir þó skammrifi,
lyktin af orkídeunni þykir vægast
sagt viðbjóðsleg. Blómið gefur frá
sér sterka lykt til þess að laða að
sér flugur sem það síðan étur.
Umsjónarmaður grasagarðsins
þar sem orkídean er lýsir lyktinni
á eftirfarandi hátt: „Ef þú blandar
saman tveggja til þriggja daga
gömlu rotnandi kjöti og kúaskít
held ég að þú kæmist ansi nærri
lyktinni.“
PRÍMATAR Átta dýr af tegundinni homo
sapiens voru til sýnis í dýragarðinum í
Lundúnum.
Dýragarður í London:
Hefur fólk
til s‡nis
DÝRAGARÐUR Í dýragarðinum í
Lundúnum getur þú talað við dýr-
in og sum þeirra svara þér líka.
Um helgina voru til sýnis í dýra-
garðinum átta dýr af tegundinni
homo sapiens. Þarna voru á ferð-
inni átta breskir sjálfboðaliðar,
þrír karlar og fimm konur, klædd-
ir í sundföt með fíkjulauf sem
skýldu viðkvæmustu stöðum.
Þetta uppátæki yfirmanna dýra-
garðsins átti að sýna gestum og
gangandi að maðurinn er þegar
allt kemur til alls aðeins prímati
eins og aðrir apar. ■
FLUGVÖLLURINN Í VATNSMÝRI Skoða á
kosti þess að hafa flugvöllinn áfram í
Vatnsmýri og kosti þess að flytja hann.
Framtíð Reykjavíkurflugvallar:
Meta kostna›
og a›ra flætti
SAMGÖNGUR Framkvæmdasvið
Reykjavíkurborgar og skipulags-
og byggingarsvið borgarinnar
hefja á næstunni athugun á mögu-
legri styttingu flugbrauta Reykja-
víkurflugvallar og hugsanlegum
flutningi flugvallarins á aðra staði
á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrst verða metnir allir þeir
staðir sem til greina koma fyrir
flugvöllinn í framtíðinni og í
framhaldi af því verða vænleg-
ustu kostir metnir með hliðsjón af
stofnkostnaði, vegtengingum,
legu flugbrauta og skipulagi flug-
vallarsvæðisins. Vinnan er hugs-
uð sem innlegg borgaryfirvalda í
samstarf við samgönguráðuneytið
um framtíð flugvallarins. - bþg
Sandgerðisbær:
Selur vatns-
veituna
SVEITARSTJÓRNARMÁL Samþykkt hef-
ur verið í bæjarráði Sandgerðis-
bæjar að hefja samningaviðræður
við Hitaveitu Suðurnesja um yfir-
töku hennar og kaup á Vatnsveitu
Sandgerðisbæjar. Vatnsveitan er
metin á 135 milljónir, en þegar
búið er að afskrifa lagnir er matið
um 108 milljónir.
Óskar Gunnarsson, forseti
bæjarstjórnar í Sandgerði, segir
þessa ákvörðun í samræmi við
það sem sveitarfélögin á Reykja-
nesi hafi verið að gera. „Það er
hagræði í því að þessi rekstur sé á
einni hendi.“ Stefnt er að því að
sölu verði lokið fyrir áramót. - ss
KJÚKLINGAR Evrópusambandið er ósátt við ákvörðun Hollendinga um að banna útigang
alifugla.
Evrópusambandið íhugar að stefna hollensku ríkisstjórninni:
Ákvör›un vegna fuglaflensu ólögmæt
Ísland og Víetnam:
Skrifa› undir
samning
UTANRÍKISMÁL Fyrir helgi skrifuðu
Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu-
neytisstjóri utanríkisráðuneytisins,
og Vu Dung, sérlegur fulltrúi forsæt-
isráðherra Víetnam, undir tvíhliða
samning Íslands og Víetnam um við-
skipti milli landanna.
Hér fundaði Dung meðal annars
með Bolla Þór Bollasyni, ráðuneyt-
isstjóra forsætisráðuneytis, fulltrú-
um fyrirtækja og með Víetnömum
sem hér eru búsettir.
Fjölmiðlar í Víetnam sögðu
Dung hafa þakkað stjórnvöldum hér
sérstaklega sveigjanleika í viðræð-
unum, sem eru hluti af aðildarferli
Víetnam og Alþjóðaviðskiptastofn-
unarinnar (WTO), og hjálp við Ví-
etnama sem hér búa. - óká
SJÚKLINGUR MEÐ SUNDMANNAKLÁÐA Lirf-
ur fuglablóðagða fundust fyrst á Íslandi árið
1997 í tjörn í Húsdýragarðinum í Reykjavík
eftir að hafa valdið útbrotum og ofsakláða
hjá fjölda fólks tvö ár þar á undan.
Útbrot og ofsakláði eftir baðferð í Botnsvatn við Húsavík:
Vara› vi› s‡kingarhættu
EFNIVIÐUR TIL METAMFETAMÍNFRAMLEIÐSLU Efnin hér að ofan voru tekin í rassíu lög-
regluyfirvalda í Kansas í Bandaríkjunum í byrjun árs. Árlega kemst upp um fjölda fram-
leiðslustaða amfetamíns í Bandaríkjunum þegar í þeim kviknar, en mikil eldhætta fylgir
framleiðslunni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY
I
M
AG
ES