Fréttablaðið - 29.08.2005, Qupperneq 14
Stjórnarskipti óumfl‡janleg
Kosningasamstarf vinstri flokkanna undir forystu Jens Stoltenbergs skilar árangri á sama tíma og
foringjar deila innbyr›is á hægri væng norskra stjórnmála. Mest er fylgisaukning Verkamannaflokksins
flegar tvær vikur eru til flingkosninganna.
Norðmenn ganga að kjörborðinu
12. september næstkomandi.
Tveimur vikum fyrir kosningar til
norska stórþingsins benda
fylgiskannanir til þess að
stjórnarflokkarnir undir forystu
Kjell Magne Bondevik forsætis-
ráðherra tapi miklu fylgi. Í grófum
dráttum var fylgi hægriflokkanna
samanlagt um 54 prósent í síðustu
kosningum en vinstri flokkarnir
höfðu 46 prósent. Í andránni bendir
flest til að dæmið snúist við og
Jens Stoltenberg, formaður
Verkamannaflokksins, setjist í
forsætisráðherrastólinn í stað
Kjell Magne Bondevik, studdur af
Miðflokknum og Sósíalíska vinstri-
flokknum.
Samstaða til vinstri - sundrung
til hægri
Stjórnarmynstur í Noregi er um
margt frábrugðið því íslenska þar
sem mörg dæmi eru um að vinstri
og hægri flokkar sitji saman í rík-
isstjórn. Í Noregi eru skýr mörk
milli hægri og vinstri vængs
stjórnmálanna. Vinstra megin
miðjunnar eru nokkrir flokkar sem
oftast standa saman og engin hefð
er fyrir því að semja yfir miðlín-
una. Þannig er ekki við því að búast
að Hægriflokkurinn og Verka-
mannaflokkurinn fari saman í
stjórn.
Ný fylgiskönnun, sem birt var
fyrir helgina, sýnir að fylgi Verka-
mannaflokksins, Sósíalíska vinstri-
flokksins og Miðflokksins sé sam-
anlagt hátt í 53 prósent. Þessir þrír
flokkar hafa lýst því yfir að þeir
ætli að mynda ríkisstjórn saman
fái þeir nægilegan stuðning kjós-
enda. Kosningabarátta þeirra hef-
ur á margan hátt þótt vel heppnuð.
Forystumenn flokkanna deila ekki
sín á milli í fjölmiðlum og þeir hafa
þegar samið um að Jens Stolten-
berg, formaður Verkamanna-
flokksins, sé forsætisráðherraefni
þeirra.
Hver höndin hefur verið uppi á
móti annarri á hægri væng stjórn-
málanna. Carl I. Hagen, formaður
Framfaraflokksins, hefur lýst því
yfir að hann ætli
aldrei aftur að
styðja Kristilega
þjóðarflokkinn
og Kjell Magne
Bondevik til
valda. Ef til vill
er of mikið sagt
að fullur fjandskapur ríki milli
Hagens og Bondeviks, en deilur
þeirra hafa ekki komið niður á
fylgi Framfaraflokksins. Öðru máli
gegnir um Kristilega þjóðarflokk-
inn sem hefur tapað upp undir
helmingi fylgis síns undanfarin tvö
misseri. Framfaraflokkurinn, sem
telst mjög hægrisinnaður, hefur
verið með 15 til 20 prósenta fylgi í
skoðanakönnunum. Óhugsandi er
fyrir Bondevik að halda völdum án
stuðnings 24 þingmanna Framfara-
flokksins eða annars stjórnmála-
flokks með álíka mikinn þingstyrk.
Segja má að sundrung og forystu-
leysi hrjái kosningabaráttuna á
hægri væng norskra stjórnmála
um þessar mundir.
Fylgisaukningin á vinstri væng
norskra stjórnmála byggist fyrst
og fremst á velgengni Verka-
mannaflokksins að undanförnu.
Hann átti litlu láni að fagna í síð-
ustu kosningum undir stjórn Jens
Stoltenbergs. En hann er greini-
lega búinn að ná vopnum sínum á
ný því fylgiskannanir sýna fimm til
tíu prósentustiga fylgisaukningu
að undanförnu og mælist það nú
um 35 prósent.
Verkamannaflokkurinn er í
bandalagi við Sósíalíska vinstri-
flokkinn sem hefur tapað nokkru
fylgi að undanförnu. Kristin Hal-
vorsen, formaður flokksins, setur
skilyrði fyrir samsteypustjórn með
Verkamannaflokknum, einkum um
fjölskyldu- og velferðarmál. Sósíal-
íski vinstriflokkurinn hefur um 12
prósenta fylgi samkvæmt niður-
stöðum nýrra kannana og sækir
það ekki síst í raðir opinberra
starfsmanna.
Slagur um persónufylgi á kostn-
að málefna
Kosningabaráttan hefur að
margra mati tekið á sig nýjan blæ
síðustu daga þar sem kosningamál-
in víkja fyrir baráttu forystu-
manna í fjölmiðlum og áherslum á
persónufylgi.
Norðmenn þurfa ekki að hafa
stórfelldar áhyggjur af efnahags-
málum. Olíusjóður þeirra bólgnar
sem aldrei fyrr og þeir hafa á ýmsa
lund notið velgengni í viðskiptalíf-
inu. Flokkarnir togast þó á um
hversu langt skuli gengið á braut
einkavæðingar. Verkamannaflokk-
urinn og Sósíalíski vinstriflokkur-
inn vilja draga úr ferðinni. Ríkis-
rekstur er umfangsmikill í Noregi
og eru mörg stærstu fyrirtækin í
eigu ríkisins að miklu leyti. Statoil
er að 70 prósentum í eigu ríkisins.
Norska ríkið á 44 prósent í Norsk
Hydro, meira en þriðjungs hlut í
áburðar- og gasframleiðslufyrir-
tækjum og er auk þess stærsti ein-
staki hluthafinn í DnB Nor, stærsta
banka Noregs.
Norska verkalýðshreyfingin
hefur lýst yfir stuðingi við mögu-
lega vinstri stjórn í von um að
dregið verði úr einkavæðingu og
störfum hjá hinu opinbera fækki
ekki meira en orðið er.
Tekist er á um orkumál. Norð-
menn velta því fyrir sér hvort þeir
eigi að bæta stöðu sína á orku-
markaði með því að framleiða raf-
orku með jarðgasi í miklum mæli.
Þá má einnig nefna deilur um öldr-
unarþjónustu og dagvistarmál
barna.
37
.51
1 k
r
Dal.is
Eldshöfða 16
Sími: 616 9606
Opið milli 12 - 16
Er mikið um umhverfisspjöll á borð við
þau sem unnin hafa verið í Leirufirði?
“Það eru dæmi um að svona gerist,“
segir Helgi Jensson, forstöðumaður
framkvæmda- og eftirlitssviðs Umhverf-
isverndarstofnunar. „Ég get ekki sagt til
um það hvort það er mikið eða lítið um
þau enda er það matsatriði.“
Hvernig er eftirliti háttað?
“Þegar við fréttum af umhverfisspjöll-
um förum við á staðinn og tökum
ákvörðun um framhaldið miðað við
það sem komið hefur í ljós við skoðun.“
Hvernig er brugðist við umhverfisspjöll-
um?
“Almennt er málið kannað og viðbrögð
eru ákveðin í framhaldi af því. Það get-
ur verið allt frá því að viðkomandi aðili
taki að sér að bæta tjónið án frekari af-
skipta og allt upp í það að málið verði
kært.“
Hver eru viðurlögin við umhverfisspjöll-
um?
“Ég þekki ekki nógu vel til laganna til að
geta svarað því.“
HELGI JENSSON Forstöðumaður fram-
kvæmda- og eftirlitssviðs Umhverfisvernd-
arstofnunar
Leirufjör›ur
ekki einsdæmi
UMHVERFISSPJÖLL
SPURT & SVARAÐ
14 29. ágúst 2005 MÁNUDAGUR
Í fréttum í síðustu viku kom fram að hundruð
ökutækja aka um götur landsins án lögboð-
inna trygginga. Hvaða tryggingar eiga menn að
hafa, hverju má bæta við og hvað gerist ef
tryggingar eru ekki borgaðar?
Skyldutryggingar
Ábyrgðartrygging er lögboðin samkvæmt um-
ferðarlögum en hún nær til þess tjóns sem
notkun ökutækis veldur gagnvart öðrum, hvort
sem um líkams- eða eignatjón er að ræða.
Slysatrygging ökumanns og eiganda er einnig
lögboðin en hún nær til ökumannsins og eig-
anda ökutækisins sé hann farþegi í eigin bíl. Ef
aðrir farþegar í ökutæki verða fyrir líkams- eða
eignatjóni þá nær ábyrgðartryggingin yfir það
tjón.
Aðrar ökutækjatryggingar
Vátryggingafélögin bjóða upp á annars konar
sérhæfðar tryggingar fyrir ökutæki sem þó ber
ekki skylda til þess að kaupa. Margir kaupa
kaskótryggingu af einhverju tagi sem tryggir
skemmdir sem ökumaður veldur á eigin öku-
tæki sé hann í órétti. Kaskótrygging greiðir
einnig tjón af völdum eldsvoða, náttúruhamfara,
þjófnaða og margra annarra orsaka.
Framrúðutrygging er einnig valfrjáls en hún bæt-
ir kostnað af nýrri framrúðu brotni sú gamla.
Viðurlög
Bíll sem ekki er ábyrgðar- og slysatryggður er
jafnframt ólöglegur á götum úti. Eðli málsins
samkvæmt fellur trygging einnig úr gildi ef eig-
andi ökutækisins borgar tryggingarfélaginu ekki
fyrir hana. Tryggingafélög láta þá lögreglu vita af
bílum sem eru ótryggðir í umferðinni og lög-
regla á þá að klippa númerin af bílnum og
geyma þar til tryggingin hefur verið borguð. Því
má að vissu leyti segja að lögreglan sjái um að
innheimta fyrir tryggingafélögin þótt auðvitað sé
verið að framfylgja lögum. Valdi ökumaður tjóni
á ótryggðum bíl sér tryggingafélagið engu að
síður um að bæta tjónið gagnvart þriðja aðila en
á þá endurkröfurétt á eiganda ótryggða bílsins.
Er lögreglan a› innheimta fyrir tryggingafélögin?
FBL-GREINING: ÖKUTÆKJATRYGGINGAR
fréttir og fró›leikur
SVONA ERUM VIÐ
NÚLIFANDI ÍSLENDINGAR SEM HAFA FARIÐ Í MEÐ-
FERÐ HJÁ SÁÁ:
Heimild: HAGSTOFAN
K
O
N
U
R
K
A
R
LA
R
A
LL
S
3,
0%
7.
5
%
5.
3
%
JÓHANN HAUKSSON
johannh@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING
ERNA SOLBERG formaður
Hægri flokksins
JENS STOLTENBERG formaður
Verkamannaflokksins
KJELL MAGNE BONDEVIK for-
maður Kristilega þjóðarflokksins
KRISTIN HALVORSEN formaður
Sósíalíska vinstriflokksins
CARL I. HAGEN formaður Fram-
faraflokksins
165 ÞINGMENN ERU KJÖRNIR TIL SETU Á NORSKA STÓRÞINGINU.
ÞINGFLOKKAR 2001 - 2005
Verkamannaflokkurinn 43
Hægriflokkurinn 38
Framfaraflokkurinn 24
Sósíalíski vinstriflokkurinn 23
Kristilegi þjóðarflokkurinn 22
Miðflokkurinn 10
Vinstri 2
Strandbyggðaflokkurinn 1
Utan flokka 2
Norsku
ÞINGKOSNINGARNAR