Fréttablaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 19
Margir möguleikar eru í boði í útilýs-
ingum.
Notaleg dauf
útiljós
ÝMSAR LEIÐIR TIL AÐ LÝSA UPP
SKAMMDEGIÐ.
„Þegar fólk vill
lýsa upp sér-
eignir þá
verður það að
átta sig á
hvernig
stemmingu
það vill skapa.
Fólk sækist yf-
irleitt eftir því
að hafa fleiri
en daufari ljós
heldur en að vera með fá öflug,“
segir Ólafur Lúðvíksson, fram-
kvæmdastjóri raftækjaverslunarinn-
ar Ljós og Orka í Skeifunni 19.
„Ýmsir möguleikar eru í innfelldum
lýsingum, ljós í þakskegg og veggi
eða í stéttir. Mestu nýjungarnar í
innbyggðu ljósunum eru að við
bjóðum vatnsheld ljós sem henta
vel í tjarnir, en þeim fer fjölgandi í
einkagörðum. Í fjölbýlishúsum er
gott að hafa staura og innfellda lýs-
ingu í gangstígum og bílaplönum.
Það þarf líka að gera öðruvísi kröf-
ur til útilýsingar í fjöleignahúsum
því hún þarf að standast meira
álag.“
Útilýsing er mikið öryggisatriði.
„Það er öryggisatriði að vera með
vel upplýsta heimreið því þá er
minni slysahætta. Ef fólk vill bægja
frá óboðnum gestum þá er best að
fá sér öfluga kastara sem tengdir
eru við hreyfiskynjara.,“ segir Ólaf-
ur.
MÁNUDAGUR 29. ágúst 2005
Niður með veggfóðrið!
Fossaleyni 8 · 112 Reykjavík
Sími 577 2050 · www.formaco.is
Gluggar
10 ára ábyrgð
* Móðuhreinsun
* Gler og gluggaskipti
* Gluggaviðgerðir
Magnús Már s 899-4665
3
Sá tími getur komið að við
viljum losna við veggfóðrið.
Veggfóður geta verið falleg en ef
munsturvalið var villt getur líftím-
inn verið stuttur. Þá verður að ná
veggfóðrinu af. Það er þó hægara
sagt en gert og ýmsu þarf að huga
að svo verkið gangi vel.
Fyrsta þarf að rífa eins mikið
veggfóður af veggjunum og mögu-
legt er. Síðan er gott að fá lánað eða
leigt tæki sem rífur veggfóðrið af
veggjunum. Þegar tækinu er beitt
þarf að passa að þrýsta því ekki of
mikið inn í vegginn því þá er mögu-
legt að skemma hann. Svo er að
plokka og reyna að ná sem mestu af
áður en allt verður of klístrað.
Því næst má koma með kemísk-
an veggfóðuruppleysi. Hann er
settur í volgt vatn og lykilatriði að
það haldist volgt, því um leið og það
kólnar of mikið leysir það ekki jafn
vel. Einnig er gott ráð að setja upp-
leysinn í spreybrúsa til að koma í
veg fyrir alvarlegan bakverk.
Gangi ykkur vel!
Ýmsum kúnstum þarf að beita til að ná
veggfóðrinu af.
Ljósstaurar eru upplagðir til að skapa
huggulega stemmingu í görðum.
Margir möguleikar
eru í innfelldri lýs-
ingu.