Fréttablaðið - 29.08.2005, Síða 40

Fréttablaðið - 29.08.2005, Síða 40
Íslenska ríkið gaf æsku landsins glerlistaverkið í Grafarvogskirkju og þess vegna fannst Leifi Breiðfjörð kjörið að vinna verkið út frá ann- ars vegar Kristi í hásæti sínu og hins vegar kristnitökunni á Þingvöllum árið 1000. Yfir öllu gnæfir svo sigurbogi sem þjónar líka því hlut- verki að láta kirkjuna sýnast stærri. 24 29. ágúst 2005 MÁNUDAGUR Glerlist á Íslandi blómstrar í kirkjum landsins enda bjóða þær upp á allar aðstæður til að fallegur gluggi fái vel að njóta sín í birtu og sjónar- horni. Fallegt gler hefur alltaf talist til mikilla gersema og var flutt til landsins og notað í kirkjum og hugsanlega einnig á betri bæj- um eða í híbýlum höfðingja svo öldum skipti. Íslendingar hafa hins vegar hvorki haft tækifæri né hug á að skapa nokkuð úr gleri fyrr en á síðustu öld. Enn í dag eru steindir glugg- ar ein mesta prýði íslenskra guðshúsa og hefð fyrir því að glerlist sé gert hátt undir höfði í kirkjum landsins. Nú eru hins vegar til fjölmargir íslenskir glerlistamenn og yfirleitt ekki ástæða til þess að panta glugga utan úr heimi eða fá erlenda aðila til að skreyta íslenskar kirkjur nema í undantekningar- tilfellum eins og til dæmis - fallegu sögunni af gluggunum frá Coventry sem enduðu í Ás- kirkju til mikillar prýði. Að ýmsu þarf að huga þegar gler- listagluggar eru gerðir í kirkju. Hvernig passar glugginn við heildarsvipinn á kirkjunni? Á verkið að tákna eitthvað? Og þarf birtan kannski líka að kom- ast inn? Eitt er víst og það er að steindir gluggar eru einstaklega fallegt listform sem gæðir allt umhverfi sitt fallegri birtu og upphöfnu lífi þegar best tekst til auk þess að vera listaverk í sjálfu sér. Bústaðakirkja skartar gluggum eftir Leif Breiðfjörð. Gluggarnir mynda heild og eru unnir með texta úr Opinberunarbók Jóhannesar í huga. Þá má geta þess að allar meginlínurnar liggja í átt að miðju krossins sem hangir fyrir ofan altarið. Í Áskirkju getur að líta einstaklega fallega steinda glugga sem hjónin Óli M. Ísaksson og Unnur Ólafsdóttir gáfu kirkjunni. Gluggarnir eru komnir langt að, alla leið úr dómkirkjunni í Coventry á Englandi, og var bjargað þaðan undan loftárásum Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Það hefur örugglega verið krefjandi að gera gluggana í Hallgrímskirkju í jafnvægi við risastórt kirkjuskipið. Leifur Breiðfjörð hefur þó leyst verkefnið einkar fallega af hendi, eins og hans var von og vísa. Lít eg inn um ljóra Í Neskirkju má bæði finna verk eftir Gerði Helgadóttur og Leif Breiðfjörð. Verkin skapa skemmtilega andstæðu við umhverfið og flókin mynstrin í glugganum kalla fram einfaldleikann í krossinum og við skírnarfontinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.