Fréttablaðið - 29.08.2005, Side 54
38 29. ágúst 2005 MÁNUDAGUR
220 Hafnarfjörður: Fallegt steinhús í miðbænum
Austurgata 26: Sex endurnýjaðar íbúðir seljast fullbúnar með gólfefnum.
Eldhús eru parkettlögð með eik-
arinnréttingu og vönduðum tækj-
um. Önnur gólf eru lögð eikarpar-
ketti nema baðherbergisgólfið,
sem er flísalagt. Á baðherberginu
eru upphengd salerni, sturtuklefar
og eikarinnréttingar. Í þremur
íbúðum er enn fremur halógen-
lýsing með birtudeyfum. Fata-
skápar í herbergjum eru úr spón-
lagðri eik og hurðir eru einnig úr
eik. Stærri íbúðirnar tvær eru í ris-
inu og þar eru sautján fermetrar
af nýtanlegum gólffleti sem bæt-
ast við fermetratöluna.
Annað: Sameignin er tilbúin en
þar eru dúklagðar geymslur. And-
dyrið er flísalagt, teppi á stiga og
göngum nema á jarðhæðinni, þar
er dúkur.
Úti: Lóðin fyrir neðan húsið verður jöfnuð og tyrfð. Einnig verður grindverk við götuna beggja megin
hússins, að framanverðu og bak við það.
Verð: 10,6 til 18,8 milljónir Stærð 40,7 til 71,4 fm Fasteignasala: Hóll
225 Álftanes: Fokhelt að utan en fullbúið innan
Litlabæjarvör: Einbýlishús með góðu útsýni á stórri sjávarlóð.
Lýsing: Samkvæmt teikningu
er gert ráð fyrir fjórum svefn-
herbergjum og fataherbergi
inni af hjónaherbergi. Í bað-
herbergi er bæði baðkar og
sturtuklefi. Þá er einnig
gestasnyrting með sturtu-
klefa. Stofa og borðstofa eru
samliggjandi og þar er
studíóeldhús. Hægt verður
að ganga út í garð frá stofu.
Á hæðinni er þvottahús og
þaðan innangengt í tæplega
fimmtíu fermetra bílskúr þar
sem gert er ráð fyrir geymslu.
Úti: Lóðin er grófjöfnuð. Gert
er ráð fyrir þremur bílastæð-
um. Einnig er gott stæði við
hlið bílskúrs fyrir hjólhýsi,
fellihýsi eða húsbíl.
Annað: Húsið verður afhent
fullbúið að utan en fokhelt að innan. Búið er að einangra þak og glerja. Húsið er til afhendingar við
kaupsamning.
Fermetrar: 207,3 Verð: 35 milljónir Fasteignasala: Lyngvík
Húsið er nýuppgert.