Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 2
BAUGSMÁL Jón Gerald Sullen- berger var enn í viðskiptum við Baug þegar afskipti Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgun- blaðsins, og Jóns Steinars Gunn- laugssonar, þá hæstaréttarlög- manns, af Baugsmálinu hófust. Tölvupóstar sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Jón- ína Benediktsdóttir og Styrmir voru í maí 2002 farin að ráðleggja Jóni Gerald að þiggja aðstoð Jóns Steinars. Samkvæmt þeim átti fyrsta samtal Jóns Steinars og Jóns Geralds sér stað 28. maí. Að- spurður segist Jón Gerald hafa enn verið í viðskiptum við Baug í maí og þeim hafi ekki lokið fyrr en í júní. „Ég var enn að selja þeim vörur í maí. Það slitnaði upp úr samstarfi okkar í júní,“ segir Jón Gerald. Jón Gerald segir að einu sam- skipti sín við Jónínu hafi verið þau að hann hafi verið að leita sér að lögmanni. „Ég hafði ekki hug- mynd um það að hún væri að tala við Styrmi,“ segir Jón Gerald. „Einu samskipti mín við Styrmi voru þau að hann vildi skrifa grein í Morgunblaðið, en ég vildi það ekki,“ segir Jón Gerald. Í tölvupósti sem Jónína sendi Styrmi 31. júlí segir meðal ann- ars: „Þú þarft að taka viðtal við Jón Gerald í Moggann og fá hann til þess að tala. Ekki gera það fyrr en ég hef fengið greidda íbúðina mína. Please, það verður í næstu viku... held ég. Jón lýsir best ástandinu á þessum mönnum, hvernig þeir kassa inn fyrir sig sjálfa og er sama um alla aðra. Nú verður ný verðkönnun að sýna að Europris er lægra Styrmir minn.“ Þessu svaraði Styrmir: „Með Jón Gerald: talaði við hann í gær- kvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur.“ Styrmir sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að hann hefði haft gögn um málið undir höndum en ekki talið þau eiga er- indi á síður Morgunblaðsins. Hann hefði verið beittur miklum þrýstingi um að fjalla um málið, bæði frá Jóni Gerald og Jónínu, en ákveðið að gera það ekki. Jón Gerald segir við Frétta- blaðið að Styrmir hafi sóst eftir því að birta við hann viðtal í Morgunblaðinu. „Ég vildi ekki að hann birti grein um mig. Ég vildi bara að þessi gögn kæmust í fjölmiðla. Styrmir vildi að Morgun- blaðið tæki við mig viðtal, en ég vildi það ekki,“ segir Jón Gerald. - sda 2 26. september 2005 MÁNUDAGUR Tiltekt eftir fellibylinn Ritu komin í fullan gang: Milljónir brottflúinna streyma heim BANDARÍKIN, AP Ríkisstjórar Texas og Louisiana flugu í gær hvor fyrir sig yfir svæðin sem verst urðu úti af völdum fellibylsins Ritu um helg- ina. Björgunarsveitarmenn í Suður- Louisiana leituðu hundruða íbúa á svæðinu sem talið var líklegt að væru innlyksa í kaffærðum húsum. Allt að þrjár milljónir manna, sem flúið höfðu innar í land undan að- steðjandi fellibylnum, streymdu til síns heima í gær. Eyðileggingarmáttur Ritu var langtum minni en fellibylsins Katrínar sem gekk yfir sömu slóðir þremur vikum fyrr. Tjónið af völd- um Ritu er þó umtalsvert. Tjónið á mannvirkjum á Houston-svæðinu einu nemur tugum milljóna dala að mati sérfróðra. Verst urðu þó litlir hafnarbæir úti. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hélt aftur til Washington í gær eftir að hafa fylgst með framvind- unni í heimaríki sínu Texas. Hann hét því við það tækifæri að grípa til ráðstafana til að óskir stjórnenda í hernum gengju eftir um að við- brögð stjórnvalda við náttúruham- förum yrðu betur samræmd og stjórn björgunaraðgerða færð á hendur hersins. - aa Örri fólksfækkun spáð í Rússlandi: Fleiri fóstrum eytt en börn fæ›ast RÚSSLAND Fólki fækkar ört í Rúss- landi á næstu árum og áratugum vegna snaraukinnar dánartíðni og stórlækkaðrar fæðingartíðni. Lundúnablaðið The Times greindi frá því um helgina að nú væru framkvæmdar fleiri fóstur- eyðingar í Rússlandi en börn fæð- ast í landinu. Á síðasta ári kváðu 1,6 milljónir fóstureyðinga að hafa verið tilkynntar þar, en barnsfæðingar voru um 1,5 millj- ónir. Jafnframt hafa meðallífslík- ur rússneskra karlmanna lækkað niður í 58,8 ár, sem er 20 árum undir lífslíkum íslenskra karla. Á síðasta ári fækkaði íbúum Rússlands um nærri hálfa milljón og svo gæti farið, ef áfram heldur sem horfir, að Rússum fækkaði úr 143 milljónum nú í 77 milljónir árið 2050. Þar með yrðu vinnu- fært fólk of fátt til að halda efna- hagslífi landsins gangandi. Vladimír Kulakov, varafor- seti læknavísindaakademíu Rússlands og ráðgjafi forsetans Vladimírs Pútíns, segir þjóðina í miklum vanda. Um tíu milljónir Rússa á barneignaraldri væru ófærir um að verða foreldrar vegna hrossalækninga-fóstur- eyðinga, geislavirkni og alkóhól- isma. Hin snarhækkaða dánar- tíðni er rakin til hruns í heil- brigðiskerfinu, áfengissýki og ofbeldisglæpa. - aa Jón Gerald hafna›i vi›tali vi› Moggann Jónína Benediktsdóttir mæltist til fless a› Morgunbla›i› birti vi›tal vi› Jón Gerald Sullenberger. Hann segist hafa hafna› vi›talinu. Vi›skipti Jóns Geralds og Baugs voru enn í gangi flegar undirbúningur málsóknar var í fullum gangi. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Safnið hefur verið við- urkennt sem eitt af bestu söfnum Evrópu. Evrópsku safnaverðlaunin: fijó›minja- safni› tilnefnt MENNING Þjóðminjasafn Íslands hefur verið tilnefnt til Evrópsku safnaverðlaunanna árið 2006. Sex- tíu söfn víðs vegar um Evrópu eru tilnefnd og er Þjóðminjasafnið komið áfram í matsferli Evrópska safnaráðsins. Tilkynnt verður í febrúar hvaða söfn komast í úr- slit. Matsnefndin heimsótti safnið um helgina og gerði á því úttekt. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður segir það mikinn heiður að safnið skuli viðurkennt sem eitt af bestu söfnum Evrópu. - jóa Alltaf einfalt www.ob.is 15 stöðvar! SPURNING DAGSINS Mátti Jón Steinar senda málsögn Jóns Geralds til Styrmis? „Nei. Það er trúnaðarbrot sem í sjálfu sér getur leitt til skaðabótaskyldu og jafnvel verið brot á hegningarlögum.“ Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður útskýrir 17. grein siðareglna Lögmannafélags Íslands. Morgunblaðið: Ritstjórinn út- sk‡rir mál sitt BAUGSMÁL „Við hittumst hér á mánudagsmorgni og förum yfir stöðuna. Ég veit að Styrmir Gunn- arsson ritstjóri mun halda starfs- mannafund og fara yfir málið eins og það blasir við honum,“ segir Björn Vignir Sigurpálsson, frétta- ritstjóri Morgunblaðsins. Starfsmenn Morgunblaðsins ætla að fjalla um þær upplýsingar sem fram hafa komið um virkan þátt Styrmis í aðdraganda þess að Jón Gerald Sullenberger lagði fram kæru í Baugsmálinu og hugsanlegar afleiðingar þess fyrir Morgunblaðið. - jh M YN D /G ETTY ALLT Á FLOTI Kúrekar reyna að reka kýr upp úr flóðvatni í Chauvin í Louisiana. Mesta tjónið af völdum Ritu varð í strand- bæjum og sveitum næst ströndinni. MORGUNBLAÐSHÚSIÐ Blaðamenn munu funda með Styrmi. Sigurður G. Guðjónsson: Jónína tala›i aldrei vi› mig BAUGSMÁL „Ég rak ekki einu sinni lögmannsstofu á þessum tíma. Jónína Benediktsdóttir talaði aldrei við mig,“ segir Sigurður G. G u ð j ó n s s o n hæstaréttarlög- maður, einn eig- enda Blaðsins. Að- spurður hvort hann hafi ein- hvern tímann séð gögn sem tengd- ust málinu segir Sigurður segir að á umræddum tíma hafi hann verið önnum kafinn við að reka Stöð 2. „Stöð 2 var undir skattrannsókn og ég hafði alveg nóg á minni könnu,“ segir Sigurð- ur. - saj SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON Hafði nóg á sinni könnu. Viðvörun vegna veðurs: Ve›urstofan spáir stormi STORMUR Veðurstofa Íslands spáir í dag stormi á norðvestanverðu landinu, á suðausturströndinni og á hálendinu. Reiknað er með að vindhraðinn geti farið allt upp í 23 metra á sekúndu. Helga Ívarsdóttir veðurfræð- ingur segir þetta vera víðáttu- mikla lægð, 962 millibör, sem muni hafa áhrif næstu daga og henni muni fylgja mikil úrkoma og slydda síðdegis í dag. Úr- komuminnst verður á Vesturlandi en mest á Suðausturlandi og aust- anlands. Hiti verður 0 til 6 stig, hlýjast sunnanlands. - js ALDRAÐIR RÚSSAR Lífslíkur rússneskra karla eru nú tuttugu árum styttri en íslenskra. M YN D /G ETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.