Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 10
MÆTT TIL BRIGHTON Bresku forsætisráð- herrahjónin Cherie og Tony Blair mæta á flokksþing Verkamannaflokksins í Brighton á Suður-Englandi í gær. Þingið stendur yfir til 29. september. 10 26. september 2005 MÁNUDAGUR Og Vodafone hyggst skoða réttarstöðu sína: Vegi› harkalega a› fyrirtækinu Stefán Jón Hafstein: Var trúna›ar- samtal BAUGSMÁL „Jónína Benediktsdóttir ræddi þessi mál við mig á sínum tíma og sýndi mér gögn sem ég man ekki nákvæmlega hvers eðlis voru. Ég sagði henni að ég gæti ekki tekið málið upp á mína arma sem stjórnmála- maður. Ég benti á að málið ætti heima hjá lög- fræðingi. Ef ég hefði séð einhverj- ar sannanir fyrir saknæmu athæfi í þessum gögnum þá hefði ég ráðlagt það sama. Ég leit á þetta samtal sem trúnaðar- samtal,“ segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. - saj Sigmundur Ernir Rúnarsson: Var ekki gerandi BAUGSMÁL „Til mín leitar alls konar fólk með alls konar erindi. Ég tjái mig ekki um innihald einkafunda. Ég hef aldrei haft áhrif á fram- vindu málsins og hef aldrei verið gerandi,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, frétta- stjóri Stöðvar 2. A ð s p u r ð u r hvort Jónína Bene- diktsdóttir hafi leitað til sín vísaði Sigmundur til fyrra svars síns. Sigmundur vildi ekki svara því hvort hann hefði vitað eitthvað sem ástæða væri til að leyna. „Ég er búinn að svara þessu,“ segir Sigmundur. - saj Ásgeir Friðgeirsson: Jónína leita›i til Björgólfs BAUGSMÁL Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúi Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs Lands- banka Íslands, segir að Björgólf reki ekki minni til einstakra sam- ræðna við Jónínu Benediktsdóttur. „Jónína hefur margoft leitað á náðir Björgólfs, bæði vegna fjár- mála sinna og ekki síður vegna vináttu Björgólfs og Jóhannesar Jónssonar,“ segir Ásgeir. „Þetta á ekki síður við um tímasetningar einstakra samtala.“ - saj M YN D /G ET TY BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Man ekki innihald einstakra samtala. STEFÁN JÓN HAF- STEIN Málið best komið hjá lög- fræðingi. SIGMUNDUR ERNIR RÚNARS- SON Tjáir sig ekki um innihald funda. Tímalína atburða í Baugsmálinu 8. MAÍ 2002 Jón Gerald sendir Jónínu upplýsingar á tölvupósti um hvernig mál hans gagnvart Baugi standi. Jónína tilkynnir Styrmi að Jón Gerald hafi fengið tilboð frá Baugs- mönnum um að þeir greiði skuldir og kaupi hlut hans í bátnum Thee Viking. Hún stingur upp á því við Styrmi að Davíð Oddsson hringi í Jón Gerald og rói hann þannig að Jóni Gerald finnist hann ekki vera sekur. 9. MAÍ Jónína sendir Jóni Gerald tölvupóst þar sem hún varar hann við að rannsókn sé að hefjast og bendir honum á mikilvægi þess að verða á undan og biðja um aðstoð. Hún hvetur hann til þess að þiggja hjálp Jóns Steinars. 20. MAÍ Styrmir spyr Jónínu hvernig málið standi efnislega og hvort Jóni Ger- ald hafi verið boðnar hærri greiðslur. Þá spyr hann hvort Jón Gerald sé tilbúinn að tala við Jón Steinar. 28. MAÍ Jón Gerald hringir að kvöldi í Jón Steinar, sem á bágt með að tala og biður Jón Gerald að hringja aftur næsta dag. 20. JÚNÍ Jón Gerald sendir málsgögn til Jóns Steinars. MÁNAÐAMÓT JÚNÍ/JÚLÍ Styrmir Gunnarsson, Kjartan Gunnarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson hittast á ritstjóraskrifstofu Morgunblaðsins til að ræða hæfi og hæfni lögmannsins Jóns Steinars í tengslum við Baugsmálið. 1. JÚLÍ Styrmir fullvissar Jónínu um að hún og Jón Gerald þurfi ekki að hafa áhyggjur af Jóni Steinari. Tryggð hans við ónafngreindan mann sé inn- múruð og ófrávíkjanleg. 6. JÚLÍ Jón Steinar áframsendir gögn Jóns Geralds til Styrmis án samþykkis eða vitundar Jóns Geralds. 24. JÚLÍ Jónína biður Styrmir um gögn frá Jóni Gerald sem hún sendir áfram til Snorra Olsen, tollstjóra í Reykjavík. Styrmir segist ætla að senda henni gögnin en hún verði að taka hans nafn út. Snorri Olsen kemur gögn- um áfram til Skattrannsóknarstjóra. 26. JÚLÍ Styrmir lætur blaðamann Morgunblaðsins þýða gögn fyrir Jón Gerald yfir á ensku, sendir þau til Jónínu sem á að koma þeim áfram og biður hana að „eyða fingraförum Morgunblaðsins“ af skjalinu. 30. JÚLÍ Styrmir talar við Jón Gerald og segist vilja hitta hann þegar hann komi til landsins. 31. JÚLÍ Jónína segir að Tryggvi Jónsson sé að laga til úti um allt og því sé vont að rannsóknin geti ekki hafist strax. Spyr Styrmi hvort hann haldi ekki að eitt skjal sé nóg og upplýsingar um hvar hin er að finna. Hún biður Styrmi um að taka viðtal við Jón Gerald í Morgunblaðið. Styrmir svarar og segist telja að eitt gagn nægi. Hins vegar gæti hann trúað því að fjármálaráðherra sé að bíða eftir því að skattrannsóknar- stjóri komi úr sumarfríi. 6. ÁGÚST Jón Gerald og Jón Steinar hittast. 28. ÁGÚST Efnahagsbrotadeild rannsóknarlög- reglunnar lætur framkvæma húsleit í höfuðstöðvum Baugs í kjölfar kæru Jóns Geralds á hendur forsvars- mönnum Baugs. BAUGSMÁL Fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone ætlar að skoða réttarstöðu sína í kjölfar um- mæla Jónínu Benediktsdóttur á Bylgjunni í gær um að fyrirtæk- ið tengdist ólögmætri dreifingu persónulegra gagna viðskipta- vina. „Hún hefur með orðum sínum vegið harkalega að fyrir- tækinu með ómaklegum hætti,“ segir í yfirlýsingu frá Og Voda- fone. Fyrirtækið vísar fullyrð- ingum Jónínu alfarið á bug og telur málið vera háalvarlegt. Í yfirlýsingunni kemur fram að beinn aðgangur að póstþjóni Og Vodafone einskorðist við mjög fáa starfsmenn og sé ein- göngu vegna kerfisumsýslu og viðhalds. Þessir starfsmenn hafi allir undirritað trúnaðaryfirlýs- ingu. „Í raun er ekki einungis um að ræða ásakanir á hendur eigendum Og Vodafone heldur ennfremur því starfsfólki sem starfar hjá fyrirtækinu,“ segir í yfirlýsingunni. Viðbragða Jónínu Benedikts- dóttur var leitað í gærkvöldi en hún kaus að slíta samtalinu áður en hægt var að bera málið undir hana. - saj ÁRNI PÉTUR JÓNSSON Forstjóri Og Vodafone telur að ráðist sé að fyrir- tækinu með ómaklegum hætti. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Sá gögn á tölvuskjá BAUGSMÁL „Eins og áður hefur komið fram bauð Jónína til matar á heimili sínu. Hún ræddi þar um Baug og ýmsa stjórnunarhætti innan fyrirtækis- ins. Okkur voru sýnd einhver gögn á tölvuskjá. Ég var ekki í neinni að- stöðu til þess að meta málið eins og því var lýst og benti á að það þyrfti að hafa sína réttu boðleið,“ segir Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar. - saj INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR Ekki í aðstöðu til að meta málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.