Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 18
Níutíu ár eru síðan minnis-
varði af Kristjáni níunda
Danakonungi var afhjúpað-
ur á norðanverðum stjórn-
arráðsblettinum á afmælis-
degi Kristjáns konungs tí-
unda sem varð 45 ára þann
26. september árið 1915.
Þegar konungur andaðist
í janúar árið 1906 skrifuðu
íslensku blöðin einkar hlý-
lega um hann enda var hann
á þeim tíma afar vinsæll
meðal Íslendinga. Hann
þótti hafa sýnt Íslandi
mikinn vinarhug enda var
hann eini konungurinn sem
sótt hafði landið heim.
Segja má að heimsókn hans
hér á þúsund ára afmælis-
hátíðinni árið 1874 hafi
verið upphaf þjóðhylli hans
en allir hrifust af ljúf-
mennsku hans, góðvild og
yfirlætisleysi.
Efnt var til sorgar-
athafna víða um land þegar
konungur dó. Þá héldu
nokkrir menn í Reykjavík
fund með sér til þess að
ræða um hvað best væri að
gera til að halda uppi minn-
ingu Kristjáns konungs og
varð niðurstaðan sú að reisa
honum minnisvarða og var
nefnd kosin til þess að
standa fyrir samskotum.
Þessi hugmynd lagðist
misvel í fólk enda fór á
sama tíma fram söfnun
vegna sjóslysa en 68 menn
létust þegar þrjú skip fór-
ust úti fyrir landinu. Nokk-
ur umræða varð um að
hætta við söfnunina en að
lokum var fundin leið sem
ekki spillti fyrir samskotum
vegna sjóslysanna.
Ástsældir Kristjáns
reyndust það miklar að
þrátt fyrir andmæli safnað-
ist talsvert fé víða, til dæm-
is úr Vesturheimi, sem
reyndist nægilegt til að
gera minnisvarðann. Hins
vegar dróst málið nokkuð af
ýmsum ástæðum. Til dæmis
var sett upp stytta af Jóni
Sigurðssyni við stjórnarráð-
ið árið 1911 auk þess sem
verið var að safna fyrir
styttum Jónasar Hallgríms-
sonar og Ingólfs Arnarson-
ar á sama tíma.
Einar Jónsson mynd-
höggvari var fenginn til
þess að gera myndastyttuna
en hann gerði bæði styttuna
af Jóni Sigurðssyni og
Ingólfi Arnarsyni. Styttan
var úr eir og sett á stein-
varða. Konungur er í að-
mírálsbúningi, berhöfðaður
og heldur á hattinum í
vinstri hendi en með hægri
hendi réttir hann fram skjal
sem á að tákna stjórnar-
skrána 1874. Þetta átti að
minna á orðin í kvæði
Matthíasar Jochumssonar
„Með frelsisskrá í föður-
hendi“.
Mikill mannfjöldi var
samankominn allt í kringum
stjórnarráðsblettin þegar
afhjúpunin fór fram. Lúðra-
flokkur lék þjóðsönginn og
Klemens Jónsson landritari
hélt ræðu þar sem fram
kom að þrátt fyrir vinsæld-
ir kóngsins hefði aðal-
ástæða þessa minnisvarða
verið sú að hann hefði lagt
grundvöllinn undir sjálf-
stæði Íslendinga og frelsi.
Geir Zoega kaupmaður
svipti hjúpnum af líknesk-
inu og lúðrar léku lagið
Kong Christian stod ved
höjen mast, meðan danskt
varðskip skaut nokkrum
fallbyssuskotum á höfninni.
Heimild: Stjórnarráð Ís-
lands 1904-1964, annað bindi
eftir Agnar Klemens Jónsson.
18 26. september 2005 MÁNUDAGUR
MILES DAVIS (1926-1991)
lést þennan dag.
Lagði grundvöllinn að
sjálfstæði okkar og frelsi
MINNISVARÐI AF KRISTJÁNI KONUNGI NÍUNDA AFHJÚPAÐUR FYRIR 90 ÁRUM
„Ekki hræðast mistök, þau eru ekki til.“
Miles Davis var bandarískur trompetleikari og djasstónlistarmaður
sem þótti hafa mikil áhrif á tónlistarþróun tuttugustu aldar.
timamot@frettabladid.is
SÝNDI ÍSLANDI VINARHUG
Kristján níundi var vinsæll
meðal Íslendinga og þegar
hann lést árið 1906 var efnt til
sorgarathafna víða um land.
Á þessum degi árið 1960 áttust
bandarísku forsetaframbjóðend-
urnir John F. Kennedy og Richard
Nixon við í einum frægustu sjón-
varpskappræðum allra tíma. Þetta
var í fyrsta sinn sem forsetafram-
bjóðendur mættust í sjónvarps-
kappræðum í Bandaríkjunum en
þeim var einnig útvarpað. Þetta
voru fyrstu kappræðurnar af fjór-
um og tekist var á um innanlands-
mál.
Sjónvarp var nýjung á þessum
tíma og fæstir stjórnmálamenn
höfðu leitt hugann að því hvernig
þeir gætu nýtt það sér í vil. Kenn-
edy var einn af þeim fáu sem
höfðu gert það. Þegar hann mætti
í sjónvarpið var hann nýkominn af
framboðsfundum í Kaliforníu og
var sólbrúnn og hraustlegur. Nixon
var á hinn bóginn nýrisinn úr
rekkju eftir að hafa legið á spítala
um nokkurra vikna skeið vegna
hnémeiðsla. Hann var horaður og
fölur og þvertók fyrir að láta farða
sig fyrir sjónvarpið. Yfirgnæfandi
meirihluti sjónvarpsáhorfenda
taldi að Kennedy hefði borið sigur
úr býtum en þeim sem hlýddu á
kappræðurnar í útvarpi fannst
vera mjótt á mununum.
Lengi var það viðtekin skoðun að
sjónvarpskappræðurnar hefðu
valdið straumhvörfum í kosninga-
baráttunni og Kennedy átt sigur
sinn þeim að þakka. Það er senni-
lega ofmat, en ljóst er að Kennedy
átti vinsældir sínar sannarlega
sjónvarpi að einhverju leyti að
þakka.
NIXON OG KENNEDY Í 4.
KAPPRÆÐUNUM
ÞETTA GERÐIST > 26. SEPTEMBER 1960 MERKISATBURÐIR
1580 Francis Drake lýkur hring-
ferð sinni um hnöttinn.
1942 Bifreiðaeinkasala ríkisins
er lögð niður.
1965 Fyrsti bandaríski hermað-
urinn lætur lífið í Víetnam.
1957 Söngleikurinn West Side
Story eftir Leonard Bern-
stein er frumfluttur í
London.
1970 Fokker Friendship-flugvél
frá Flugfélagi Íslands hf.
ferst á Mykinesi í Færeyj-
um. Átta manns létust, þar
af einn Íslendingur.
1973 Concorde-þota flýgur í
fyrsta sinn yfir Atlantshafið
á mettíma.
1984 Ákveðið er að Bretar muni
afhenda Kínverjum Hong
Kong árið 1997.
Kennedy og Nixon mætast í sjónvarpi
Tilkynningar um
merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›ar-
farir í smáletursdálkinn hér a› ofan má
senda á netfangi› timamot@frettabladid.is.
Innilegar þakkir og kveðjur til allra þeirra
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Sigríðar Gunnarsdóttur
Dalbraut 27, áður Bogahlíð 10, Reykjavík.
Sérstaklega er þökkuð umhyggja og vinátta starfsfólks
og heimilisfólks á Dalbraut 27.
Þórunn Nanna Ragnarsdóttir Jóhann Hólmgrímsson
Ingunn Ragnarsdóttir Már Óskar Óskarsson
Gunnar Ragnarsson Ásthildur Ágústsdóttir
Heiðar Ragnarsson Sigrún Guðjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir afi og langafi,
Jón J. Waagfjörð
Frá Garðhúsum Vestmannaeyjum,
Holtsbúð 16 Garðabæ,
sem lést laugardaginn 17. september, verður jarðsung-
inn frá Vídalínskirkju í Garðabæ, miðvikudaginn 28.
september, klukkan 11.00.
Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð
Már V. Jónsson
Halldór Waagfjörð Ásta Þorvaldsdóttir
Kristinn Waagfjörð Hjördís Sigmundsdóttir
Grímur Rúnar Waagfjörð Helga Gunnarsdóttir
Þorsteinn Waagfjörð Sigrún Logadóttir
Rósa María Waagfjörð Hreiðar H. Hreiðarsson
barnabörn og barnabarnabörn
www.steinsmidjan.is
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar
aðstoðað við undirbúning útfara.
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110,
893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Augl‡singar á a› senda á
auglysingar@frettabladid.is
e›a hringja í síma 550 5000.
AFMÆLI
Reynir Jónasson harmonikkuleik-
ari er 73 ára.
Hermóður Sigurðsson setjari er
60 ára. Hann tekur á móti gest-
um í Kiwanishúsinu við Engjateig
á klukkan 18 til 20.
Ásgerður Júníusdóttir
söngkona er 37 ára.
Ólafur Jó-
hann Ólafsson rithöf-
undur er 43 ára.
Brynhildur
Guðjónsdóttir leikkona
er 33 ára.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
ANDLÁT
Guðrún Jóna Þórðardóttir,
Stigahlíð 28, Reykjavík, lést föstu-
daginn 16 september. Útför
hefur farið fram í kyrrþey.
Gyða Steinsdóttir frá Flatey lést
föstudaginn 23. september.
Lilja Gréta Þórarinsdóttir lést
fimmtudaginn 22. september.
JAR‹ARFARIR
13.00 Bálför Geirlaugs Magnús-
sonar skálds verður í Foss-
vogskapellu.