Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 21
3MÁNUDAGUR 26. september 2005
T I L B O Ð S D A G A R 1 0 - 3 0 % A F S L Á T T U R
Opið virka daga 11-18. Laugardaga 11-14.
RÁÐ frá Rakel
RAKEL ÁRNADÓTTIR SEGIR FRÁ
ÞVÍ HVAÐ TERRASSO ER.
Nafnið terrasso vísar til ítalska orðs-
ins „terrazza“ sem þýðir verönd.
Terrasso er blanda af steypu og
stein- og marmaraflísum í margvís-
legum litum. Hún er svo látin þorna
og slípuð niður í glansandi flöt. Að-
ferðin er forn. Rómverjar og Egyptar
áttu sér langa hefð við að mylja
steina og marmara til að gera skraut-
leg mósaikmunstur. Á fimmtándu öld
byrjuðu byggingaverkamenn í Feneyj-
um að nota afgangs marmaraflögur
sem féllu til við vinnu fyrir betri borg-
ara Feneyja fyrir utan sína eigin bú-
staði. Oftast settu þeir flögurnar í leir
sem harðnaði með tímanum. Síðar
var farið að blanda mulninginn í
steypu og þá varð hið eiginlega
terrasso til. Áður fyrr var geitamjólk
borin á terrassogólf til að bóna og
draga fram liti marmarans. Aðferðir
við lagningu terrasso þróuðust með
tímanum en fram undir seinni heim-
styrjöld var notast nær eingöngu við
handaflið eitt. Með tilkomu raf-
magnskvarnarinnar um 1920, nýrra
efna og þeirrar aðferðar að nota
messing- og sinkrendur til að minnka
líkur á sprungum, sköpuðust mögu-
leikar á meiri fjölbreyttni við
munsturgerð. Seinustu ár var farið að
nota önnur efni saman við eða í stað
sements. Má þar nefna epoxy,
polyester, latex og acryl-efni. Terrass-
so hefur komið víða við í hönnunar-
sögunni. Hið glansandi og spegil-
slétta yfirborð terrasso-gólfa gerði
þessa aðferð að órjúfanlegum þætti
art deco-tískunnar snemma á síðustu
öld. Eftir seinni heimstyrjöld notuðu
margir arkitektar terrasso sem hluta
af hönnun sinni í anda módernisma
og funksjónalisma. Fljótlega var
terrasso hið ómissandi gólfefni á
anddyri, ganga og stigahús í opinber-
um byggingum. Terrasso hefur verið
uppnefnt gervimarmari, en það á líka
sína eigin eftirlíkingu sem stundum
hefur verið kölluð terrasso. Það er
lakkmálning með flögum í sem vin-
sælt var að setja á þvottahús og
stigaganga uppúr 1970 enda ekki
eins hál í bleytu eins og terrasso úr
marmara. Alvöru terrasso má hins
vegar finna í Sjávarútvegshúsinu,
Skúlagötu 4 og í Kringlunni þar sem
terrasso hefur verið lagt í flísaformi.
Terrasso- Gólfefni með fortíð
Veggfóður er mjög vinsælt núna,
en ekki eru allir tilbúnir að líma
veggfóður á veggina hjá sér. Þeir
sem ekki vilja veggfóðra geta þó
vel náð fram veggfóðurs-and-
rúmsloftinu til dæmis með því að
mála vegginn með stenslum.
Skemmtilegt er jafnvel að mála
vegginn í einum lit og nota svo
stensla til að mála vegginn í sama
lit en nota málningu með meiri
glans, þannig að fallegt mynstur
kemur á vegginn. Úrvalið er ágætt
í málningarverslunum af stenslum
og hægt er að finna skemmtilegar
verslanir á netinu sem selja
stensla. Með smá hugmyndaflugi
er einnig hægt að skera út eigin
stensla sem gera þá persónulegri.
Ekki þarf að veggfóðra til að fá mynstur á
veginn, því hægt er að notast við stensla.
M
YN
D
/G
ET
TY
Veggfó›ur án veggfó›urs
Stenslar geta komið í stað fyrir veggfóður.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI