Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 21
3MÁNUDAGUR 26. september 2005 T I L B O Ð S D A G A R 1 0 - 3 0 % A F S L Á T T U R Opið virka daga 11-18. Laugardaga 11-14. RÁÐ frá Rakel RAKEL ÁRNADÓTTIR SEGIR FRÁ ÞVÍ HVAÐ TERRASSO ER. Nafnið terrasso vísar til ítalska orðs- ins „terrazza“ sem þýðir verönd. Terrasso er blanda af steypu og stein- og marmaraflísum í margvís- legum litum. Hún er svo látin þorna og slípuð niður í glansandi flöt. Að- ferðin er forn. Rómverjar og Egyptar áttu sér langa hefð við að mylja steina og marmara til að gera skraut- leg mósaikmunstur. Á fimmtándu öld byrjuðu byggingaverkamenn í Feneyj- um að nota afgangs marmaraflögur sem féllu til við vinnu fyrir betri borg- ara Feneyja fyrir utan sína eigin bú- staði. Oftast settu þeir flögurnar í leir sem harðnaði með tímanum. Síðar var farið að blanda mulninginn í steypu og þá varð hið eiginlega terrasso til. Áður fyrr var geitamjólk borin á terrassogólf til að bóna og draga fram liti marmarans. Aðferðir við lagningu terrasso þróuðust með tímanum en fram undir seinni heim- styrjöld var notast nær eingöngu við handaflið eitt. Með tilkomu raf- magnskvarnarinnar um 1920, nýrra efna og þeirrar aðferðar að nota messing- og sinkrendur til að minnka líkur á sprungum, sköpuðust mögu- leikar á meiri fjölbreyttni við munsturgerð. Seinustu ár var farið að nota önnur efni saman við eða í stað sements. Má þar nefna epoxy, polyester, latex og acryl-efni. Terrass- so hefur komið víða við í hönnunar- sögunni. Hið glansandi og spegil- slétta yfirborð terrasso-gólfa gerði þessa aðferð að órjúfanlegum þætti art deco-tískunnar snemma á síðustu öld. Eftir seinni heimstyrjöld notuðu margir arkitektar terrasso sem hluta af hönnun sinni í anda módernisma og funksjónalisma. Fljótlega var terrasso hið ómissandi gólfefni á anddyri, ganga og stigahús í opinber- um byggingum. Terrasso hefur verið uppnefnt gervimarmari, en það á líka sína eigin eftirlíkingu sem stundum hefur verið kölluð terrasso. Það er lakkmálning með flögum í sem vin- sælt var að setja á þvottahús og stigaganga uppúr 1970 enda ekki eins hál í bleytu eins og terrasso úr marmara. Alvöru terrasso má hins vegar finna í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4 og í Kringlunni þar sem terrasso hefur verið lagt í flísaformi. Terrasso- Gólfefni með fortíð Veggfóður er mjög vinsælt núna, en ekki eru allir tilbúnir að líma veggfóður á veggina hjá sér. Þeir sem ekki vilja veggfóðra geta þó vel náð fram veggfóðurs-and- rúmsloftinu til dæmis með því að mála vegginn með stenslum. Skemmtilegt er jafnvel að mála vegginn í einum lit og nota svo stensla til að mála vegginn í sama lit en nota málningu með meiri glans, þannig að fallegt mynstur kemur á vegginn. Úrvalið er ágætt í málningarverslunum af stenslum og hægt er að finna skemmtilegar verslanir á netinu sem selja stensla. Með smá hugmyndaflugi er einnig hægt að skera út eigin stensla sem gera þá persónulegri. Ekki þarf að veggfóðra til að fá mynstur á veginn, því hægt er að notast við stensla. M YN D /G ET TY Veggfó›ur án veggfó›urs Stenslar geta komið í stað fyrir veggfóður. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.