Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
KOSNINGAR Pólverjar búsettir á Ís-
landi höfðu kost á að kjósa í utan-
kjörstaðakosningu í Alþjóðahúsinu
vegna pólsku þingkosninganna. Af
þeim rúmlega tvö þúsund Pólverj-
um sem búsettir eru hérlendis
höfðu 53 skráð sig á kjörskrá. Kjör-
sóknin var góð, rúmlega 81 pró-
sent.
„Það voru ekki margir á kjörskrá
núna,“ segir Katrín Guðmundsson,
fulltrúi kjörstjórnar. Hún telur
ástæðu þess að ekki fleiri skráðu sig
meðal annars vera að ekki hafi
verið nægilega kynnt fyrir fólki
hvernig ætti að bera sig að við
skráninguna. „Við ætlum að laga
þetta fyrir pólsku forsetakosning-
arnar sem verða í byrjun október.“
Kosningarnar í Alþjóðahúsinu
gengu vel fyrir sig og margir Pól-
verjar litu við þrátt fyrir að vera
ekki á kjörskrá. Katrín segir mikil-
vægt fyrir Pólverja að kjósa þó þeir
séu ekki búsettir í Póllandi. „Það er
borgaraleg skylda okkar,“ segir
Katrín, „við eigum rétt á að sýna
samstöðu við Pólverja í Póllandi og
taka þátt í að móta daglega lífið
þar.“ Katrín segir marga Pólverja
snúa aftur til Póllands eftir nokkur
ár og því mikilvægt fyrir þá að geta
haft áhrif heima fyrir.
- jóa / sjá síðu 4
Pólverjar búsettir á Íslandi nýta kosningarétt sinn:
Pólskar kosningar í Alfljó›ahúsi
don’t play this
Nýja platan er komin
í verslanir Skífunnar
RIGNING VÍÐA UM LAND en slydda
eða rigning á Vestfjörðum. Úrkomu-
lítið suðvestan til. Heldur hlýnandi
veður í bili. VEÐUR 4
SUNNUDAGUR
26. september 2005 - 259. tölublað – 5. árgangur
Þrjú lið með fullt hús
Handboltinn er kominn á fullt skrið og
önnur umferð DHL-
deildar karla fór fram í
gær. Aðeins þrjú
félög, KA, Fram og
Valur, hafa unnið
báða leiki sína.
ÍÞRÓTTIR 20
Ónefndi maðurinn
Guðmundur Andri Thorsson segir orð
Styrmis Gunnarssonar í bréfi til Jónínu
Benediktsdóttur um „innmúraða“ og
„ófrávíkjanlega“ tryggð Jóns Steinars
við „ónefndan mann“ segja meira en
mörg orð um það andrúms-
loft sem fylgdi stjórnar-
háttum Davíðs Odds-
sonar.
UMRÆÐAN 16
Hrifnastur af húsi
Máls og menningar
HELGI BOLLASON THORODDSEN
Í MIÐJU BLAÐSINS
• HÚS • FASTEIGNIR
▲
Sígilt sjónvarpsgrín
HÓTEL TINDASTÓLL
SJÓNVARP 31
BASIL FAWLTY BIRTIST FYRIR 30 ÁRUM
▲
Hefur fulla trú á
Svíanum
FÉLAG FYLGJENDA DOLPH LUNDGREN
FÓLK 34
VILDU TRÖLLIÐ SEM FORSETA ÍSLANDS
▲
SNJÓKARLAFRAMLEIÐSLAN HAFIN Hvítt teppi hefur lagst yfir jörðu víða á Norðurlandi, meðal annars á Akureyri. Börnin klæðast snjógöll-
um og litríkum húfum eins og þessir þrír drengir á Akureyri sem hafa greinilega upplifað leiðinlegri tíma. Verksmiðjan er komin í gang,
starfsfólkið er á aldrinum tveggja til sextán ára, framleiðslan er af ýmsum toga en hráefnið er snjór og aftur snjór. Hinir fullorðnu fylgjast
með og láta sig dreyma um áhyggjuleysið sem fylgir því að búa til snjókarla ásamt vinum sínum.
Jón Steinar sendi Styrmi gögn
frá Jóni Gerald án samflykkis
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögma›ur Jóns Geralds í Baugsmálinu, sendi ritstjóra Morgunbla›sins gögn í
málinu. Jón Gerald segir fla› hafa veri› án síns samflykkis. Ef svo er flá er fla› brot á si›areglum lögmanna.
BAUGSMÁL Jón Steinar Gunnlaugs-
son, þá hæstaréttarlögmaður,
sendi Styrmi Gunnarssyni, rit-
stjóra Morgunblaðsins, afrit af
fjölmörgum gögnum er vörðuðu
mál skjólstæðings síns, Jóns Ger-
alds Sullenberger, án samþykkis
eða vitundar hans. Gögnin vörð-
uðu mál Jóns Geralds gegn Baugi
og sendi Jón Steinar þau til
Styrmis eftir að Jón Steinar hafði
formlega tekið að sér mál Jóns
Geralds.
Í siðareglum Lögmannafélags
Íslands segir að lögmaður skuli
aldrei án endanlegs dóms-
úrskurðar eða lagaboðs láta óvið-
komandi aðilum í té gögn sem
lögmaður hafi fengið um skjól-
stæðing sinn nema að beiðni
skjólstæðingsins.
Um er að ræða tölvupósta sem
innihéldu samskipti Jóns Geralds
og Baugsmannanna Tryggva
Jónssonar og Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar og snerust um
uppgjör á viðskiptum þeirra og
greiðslur vegna bátsins Thee
Viking.
Samkvæmt tölvupóstum sem
Fréttablaðið hefur undir höndum
áframsendi Jón Gerald þessa
tölvupósta til lögmanns síns hinn
20. júní 2002, um sex vikum áður
en kæra hans gegn Baugi var lögð
fram. Hinn 6. júlí áframsendi Jón
Steinar tölvupóstana til ritstjóra
Morgunblaðsins án nokkurra
athugasemda af sinni hálfu.
Jón Gerald segist aðspurður
ekki kannast við að hafa veitt
Jóni Steinari leyfi til að senda
ritstjóra Morgunblaðsins afrit af
gögnum í máli sínu, né að hann
hafi vitað af því að lögmaður hans
sendi gögn í málinu til þriðja
aðila. „Ég treysti Jóni Steinari
fullkomlega fyrir því að hann
væri að vinna af heilum hug í
mínu máli,“ segir Jón Gerald.
Aðspurður sagðist hann ekki
ætla að leita réttar síns varðandi
hugsanlegt brot Jóns Steinar á
trúnaði við skjólstæðing.
Jón Steinar var spurður hvort
það væru eðlileg vinnubrögð lög-
manna að senda gögn frá umbjóð-
anda sínum til þriðja aðila án
vitundar eða leyfis skjólstæðings
síns. „Ég hef ekki gert neitt í lög-
mannsstarfi mínu fyrir Jón Gerald
nema með samþykki hans eða sam-
kvæmt hans óskum,“ sagði Jón
Steinar. - sda / sjá síðu 2 og 10
VEÐRIÐ Í DAG
Hápunktur ársins hjá
djassfíklum
Kenny Garrett saxófónleikari sækir
landann heim og lætur til sín taka á
Jazzhátíð Reykjavíkur sem verður sett í
fimmtánda sinn í vikunni.
MENNING 26
Himnarnir falla á Ástrík
Gallvösku kapparnir Ástríkur og Stein-
ríkur eru síður en svo
dauðir úr öllum æðum
og aðdáendur þeirra geta
byrjað að telja dagana
þar sem ný bók um æv-
intýri þessara skæðu
óvina Rómaveldis
kemur út í
næsta mánuði.
UNGT FÓLK 26
Friðarferlið á N-Írlandi:
Afvopnun
IRA loki›
NORÐUR-ÍRLAND, AP Vopnaeftirlits-
menn munu í dag tilkynna að þeir
hafi fylgt eftir afvopnun Írska lýð-
veldishersins. Að afvopnun hinna
samtakanna, sem hafa verið burðar-
ásinn í vopnaðri baráttu norður-
írskra lýðveldissinna gegn breskum
yfirráðum á Norður-Írlandi, sé
sannreynd er mikill áfangi í friðar-
ferlinu sem hófst fyrir tólf árum.
Aðstoðarmaður John de Chast-
elain, fyrrverandi hershöfðingja frá
Kanada sem haft hefur yfirumsjón
með eftirlitinu með eyðingu vopna-
búrs IRA, sagði að hann myndi
halda blaðamannafund um málið í
dag, mánudag. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K
ALÞJÓÐAHÚSIÐ Í GÆR Elzbieta Orlowska
greiðir atkvæði í pólsku kosningunum.
Anna Wojtynska, Anna Rabas og Patrycjusz
Marek Kaolzikowski, fulltrúar kjörstjórnar,
fylgjast með.
LANGÞRÁÐUR ÁFANGI Ungur drengur hjól-
ar hjá veggjakroti stuðningsmanna Írska
lýðveldishersins í Belfast í gær.