Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 16
Á sama tíma og bændur og búalið á norðan- og austanverðu landinu hafa nú um helgina verið að smala fé sínu og bjarga undan snjó stendur þjóðin á öndinni yfir framvindunni í Baugs- málinu svokallaða. Ef Fréttablaðið hefði ekki birt ný gögn í málinu á laugardag snerist umræðan áreiðanlega um snemm- búið hausthret á landinu kalda. Það má kannski heimfæra þetta hausthret líka upp á ýmsa þá sem nú hafa birst sjónum manna í Baugsmálinu með skyndi- legum hætti, og hvaða afleiðingar þetta kann að hafa í þjóð- málunum. Það hlýtur að hafa farið kuldahrollur um marga þegar Fréttablaðið birti stöðugt nýjar upplýsingar um málið um helgina. Athygli manna hefur óneitanlega beinst að valda- mönnum innan Sjálfstæðisflokksins og hver þeirra hlutur er í málinu. Þetta gerist á sama tíma og Davíð Oddsson er að hverfa úr ríkisstjórn og síðar að yfirgefa forystuhlutverk sitt í Sjálf- stæðisflokknum. Hann hefur oft átt sælli daga sem ráðamaður í íslenskum stjórnmálum en einmitt nú – daginn áður en hann hverfur úr ráðherraembætti. Þessi atburðarás hlýtur líka að vera samstarfsflokknum – Framsóknarflokknum – áhyggjuefni, og voru þó áhyggjurnar á þeim bæ nægar fyrir. Það skyldi því engan undra þótt sumir í þeim flokki væru farnir að hugsa sér til hreyfings, ekki síst vegna sífellt lakari stöðu hans í skoðanakönnunum. Í þessu hausthreti er ábyrgð fjölmiðla mikil eins og endranær. Hlutverk þeirra er að upplýsa og fræða almenning, segja frá öllum hliðum mála, svo lesendur, hlustendur og áhorf- endur þeirra geti myndað sér sjálfstæða skoðun á því sem fram fer í þjóðfélaginu. En það er líka mikil ábyrgð sem fylgir því fyrir fjölmiðla að þegja yfir ákveðnum hlutum sem þeir vita um. Slíkt getur aðeins átt við í einstaka tilfellum, en fyrir því verða að vera sterk rök, sem varða þjóðarhagsmuni eða öryggishagsmuni viðkomdi ríkis. Þögn fjölmiðla um það sem efst er á baugi í þjóðfélaginu er hins vegar erfitt að verja. Þessir köldu haustdagar verða mörgum áreiðanlega minnis- stæðir og örlagaríkir – bændum og búaliði á norðanverðu landinu vegna óvæntrar snjókomu og þeirra erfiðleika sem henni fylgir fyrir fé og menn, en í höfuðstöðvum stjórnkerfisins og víðar hljóta menn að hafa áhyggjur af framtíðinni. Davíð Oddsson utanríkisráðherra hefði áreiðanlega viljað að örlagadísirnar hefðu spilað eitthvert annað lag fyrir þjóðina nú um helgina en það sem hljómað hefur í flestöllum fjölmiðlum, þegar hann er að yfirgefa Stjórnarráðið. Hann hefði verið mörgum minnisstæðari sem stjórnmálaforingi ef hann hefði stigið fyrr af valdastóli og ekki þurft að sitja uppi með ýmislegt það sem komið hefur í ljós varðandi gjörðir nánustu samstarfsmanna hans. Beðið eftir ráðherra? Samkvæmt frétt hér í blaðinu í gær sendi Styrmir Gunn- arsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Jónínu Benedikts- dóttur tölvupóst sumarið 2002 þar sem komist er svo að orði um tafir á því að skattrannsókn hefjist á málum Baugs: „Hugsan- lega er [Skúli Eggert Þórðar- son] skattrann- sóknarstjóri að bíða eftir því að [Geir H. Haarde] fjármálaráðherra komi úr sum- arfríi. Veit það ekki. Held þó að það sé alveg ljóst að eitthvað hljóti að fara að gerast...“ Þarfnast skýringa Sagt er að fáir menn þekki betur þræði valda og áhrifa í íslensku þjóðfélagi en Styrmir Gunnarsson. Það er líka haft á orði að enginn kunni betur en hann að hagnýta sér þá. Þess vegna staldra menn við orðalag sem hann notar í tölvupóstunum sem gerðir hafa verið opinberir. Hvernig í ósköpunum stend- ur á því að Styrmir telur að skattrann- sóknarstjóri sé að bíða með rannsókn í hugsanlegu skattsvikamáli vegna þess að hann þurfi að heyra í fjármálaráð- herra sem er í sumarfríi? Hugmyndin virðist fráleit. Ef þessir tveir embættis- menn stæðu í slíkum samtölum væri það augljóslega lögbrot. Styrmir þarf að skýra af hverju í ósköpunum hann lætur sér detta þetta í hug. „Ónefndi maðurinn“ Jónína Benediktsdóttir staðfesti í út- varpsfréttum í gær að Davíð sá föður- nafnlausi, sem nefndur er í einum tölvupósta hennar um Baugsmálið, væri Davíð Oddsson, fyrrverandi for- sætisráðherra. Nú á bara eftir að fá staðfest að Davíð sé líka hinn dularfulli „ónefndi maður“ í tölvupóstunum og persónan sem ritstjóri Morgunblaðsins segir að eigi „innmúraða og ófrávíkjan- lega“ tryggð Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar umfram nafngreinda skjólstæð- inga lögmannsins. Það vakti nokkra athygli þegar Davíð Oddsson sagði á fundi hjá sagnfræðingum um upplýsinga- skyldu stjórnvalda að hann notaði ekki tölvupóst. Nú skiljum við hvers vegna. Hann virðist líka hafa bannað erindrekum sínum að nefna sig á nafn í tölvupóstsam- skiptum sínum öðruvísi en sem „ónefndan mann“. Orð Styrmis Gunnarssonar í bréfi til Jónínu Benediktsdóttur um „innmúraða“ og „ófrávíkjanlega“ tryggð Jóns Steinars við „ónefndan mann“ segja meira en mörg orð um það andrúmsloft sem fylgdi stjórnar- háttum Davíðs Oddssonar – undir- lægjuháttinn og þrælsóttann sem lýsir sér í því að nefna „HANN“ ekki á nafn, leynimakkið og sam- særishugsunarháttinn sem allt þetta óhugnanlega múratal sýnir. En það hlýtur að vera áhyggju- efni fyrir Og Vodafone, sem hýst hefur tölvupóst Jónínu Benedikts- dóttur, að hann skuli koma fyrir al- menningssjónir með þessum hætti – þetta eru augljós trúnaðargögn og þjófnaður á þeim er langt hand- an alls þess sem siðlegt getur talist. Maður hálf veigrar sér við því að leggja út af upplýsingum sem komnar eru fram af því að gramsað hefur verið í einkahirsl- um borgaranna, og þannig verið gróflega brotið á þeim. Agndofa fylgist maður með þessum feikn- um öllum þar sem fólk skirrist ekki við að grípa til ótrúlegra meðala; enn sem fyrr er megineinkenni þessa máls einhver botnlaus gagn- kvæm heift sem satt að segja er erfitt fyrir okkur hin að lifa okkur algjörlega inn í, nema sem áhorf- endur að sápuóperu. Hins vegar getur maður ekki látið eins og ekkert sé. Það er ekki rétt sem hirðmenn „ónefnds manns“ halda fram, að þessar upp- lýsingar breyti engu um kjarna Baugsmálsins. Við höfum nú miklu betri hugmynd um tildrög þess og upphaf – tvær manneskjur í hefnd- arhug gagnvart Baugsfeðgum snúa sér með klögumál sín til ýmissa valdamikilla aðilja í þjóðfélaginu, sem flestir sýna samúð og skilning, nema Styrmir: hann stekkur á þetta. Og setur málið í gang: Styrmir verður einn helsti gerand- inn í málinu. Starfsvið: eitt af því sem vekur at- hygli manns við að lesa greinar- gerð Styrmis Gunnarssonar í Mogganum í gær varðar einmitt hugmyndir ritstjórans um starf- svið sitt. Hann virðist telja það eðlilegan hluta af starfi sínu að stússa fram og til baka í mála- rekstri fyrir Jónínu Benediktsdótt- ur og sækja leynifundi með helstu trúnaðarmönnum „ónefnds manns“ í þeim erindrekstri en hins vegar telur hann blaðið ekki eðlilegan vettvang fyrir þessar upplýsingar. Með öðrum orðum, ritstjóri Morgunblaðsins fær upplýsingar í hendur og notar þær upplýsingar – en ekki í þágu lesenda blaðsins eða blaðsins sjálfs, heldur í þágu þeirra valdamanna sem þá þegar áttu í útistöðum við það fyrirtæki sem upplýsingarnar vörðuðu. Morgunblaðið er mikið öndvegis- blað á köflum – en hér virðist manni sjást óvenju skýrt hvernig það er nánast í gíslingu stjórnmála- afla sem standa þróun þess fyrir þrifum. Hallgrímur Geirsson, formaður stjórnar Árvakurs, talaði í hádegis- fréttum Talstöðvarinnar í gær á þann veg að fyrirgreiðsla Styrmis við Jón Gerald og Jónínu snerist eiginlega um hálfgerða félags- málaþjónustu sem skilja mátti að blaðið starfrækti alla daga: þetta hafi verið fátækt og þurfandi fólk og nánast allir þeir sem erfiði og þunga séu hlaðnir geti komið til Morgunblaðsins og fengið aðstoð blaðsins – á kostnað blaðsins – og Styrmir sé þarna nokkurs konar yfirfélagsráðgjafi. Fleira í þessu máli er ámóta fjarstæðukenndur örvæntingarspuni: Þeir Styrmir Gunnarsson og Kjartan Gunnars- son hafa reynt að telja okkur trú um að þeir hafi átt fund með Jóni Steinari Gunnlaugssyni um mánaðamótin júní/júlí til að fjalla um „hæfi“ og „hæfni“ Jóns Stein- ars til að reka erindi Jóns Geralds Sullenberger, þrátt fyrir að Jón Steinar hafi talað við Jón Gerald í maí. Það er hálf undarlegt að setja sér slíkan fund fyrir sjónir: Styrmir: Kjartan, mig langar að vita hvort þér finnist Jón Steinar ekki vera afar hæfur lögfræðingur. Kjartan: Að minni hyggju ert þú Jón Steinar afburða lögfræðingur. Styrmir: Ég tek undir þetta, Kjartan, ég tel að reynsla mín og Morgunblaðsins bendi til að þú Jón Steinar sért framúrskarandi lög- fræðingur. Jón Steinar: Já, ég tel að ég sé mjög hæfur lögfræðingur, tryggð mín er ófrjávíkjanleg og innmúr- uð. Og svo framvegis: af hverju var Jón Steinar í starfsviðtali hjá þeim Styrmi og Kjartani í máli sem hann var þegar byrjaður að vinna að? Það er fyrir neðan virðingu þess- ara manna að bjóða okkur upp á slíka vitleysu. Og nóg komið af slíku fjarstæðutali sem hefur tíðkast í málinu allar götur frá því að Davíð Oddsson kastaði Stóru Bollunni með hinni fráleitu mútuá- sökun sinni. 26. september 2005 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Nýjar upplýsingar Fréttablaðsins í Baugsmálinu hafa valdið kuldahrolli hjá mörgum. Snemmbúi› hausthret FRÁ DEGI TIL DAGS fiessi atbur›arás hl‡tur líka a› vera samstarfsflokknum – Fram- sóknarflokknum – áhyggjuefni, og voru fló áhyggjurnar á fleim bæ nægar fyrir. fia› skyldi flví engan undra flótt sumir í fleim flokki væru farnir a› hugsa sér til hreyfings, ekki síst vegna sífellt lakari stö›u hans í sko›anakönnunum. Í DAG BAUGSMÁLIÐ GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Or› Styrmis Gunnarssonar í bréfi til Jónínu Benediktsdóttur um „innmúra›a“ og „ófrávíkj- anlega“ trygg› Jóns Steinars vi› „ónefndan mann“ segja meira en mörg or› um fla› andrúmsloft sem fylgdi stjórn- arháttum Daví›s Oddssonar. www.icelandfi lmfestival.is MasterCard kynnir: „Mundi það drepa þetta lið að halda þetta að sumri til?“ - jökull ii 20% afsláttur af 10 mynda pössum til MasterCard korthafa. Sjá www.kreditkort.is 40 MYNDIR Á 3 VIKUM HVERT FER JÖKULL II? OKTÓBERBÍÓFEST Í Háskólabíói og Regnboga 26. október - 14. nóvember 2005 Ónefndur ma›ur og hir›menn hans gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.