Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 24
Sakleysislegur krani getur farið að sprauta úr sér vatni þeg- ar minnst varir og þá er gott að hafa réttu verk- færin við höndina. Kortenstál er ryðgað efni sem í vaxandi mæli er notað í klæðningar utan á hús. Breytingar og nýjungar á klæð- ingum húsa gerast ekki hratt, en þær gerast þó. Nútíma húsastíll hefur kallað á áherslubreytingar í efnisvali og verða hrá efni eins og steypa og stál oft fyrir valinu. Eitt það efni sem hefur notið aukinna vinsælda upp á síðskast- ið er svokallað kortenstál, sem eru ryðgaðar veðrunarplötur. „Plöturnar ryðga upp að vissu marki, svo hættir það,“ segir Ólafur Bergmann, sölufulltrúi hjá Sindra stál sem selur kortenstál. Hann segir þessar plötur eiga að standast veður og vinda, og þær eigi að duga lengi. „Menn nota þetta mikið, til að forðast allt viðhald,“ segir Ólaf- ur. Hann segir efnið hafa verið til lengi og oftast verið notað í reykháfa þar sem það er mjög hitaþolið. Auk þess sé það oft notað í listaverk. „Það má segja að það sé nýjung að nota það sem klæðningu utan á hús og síðustu eitt til tvö ár hafa vinsældir þess aukist,“ segir Ólafur og bætir við að sömu sögu sé að segja af beru stáli. „Kortenstál hentar vel á hús þar sem menn vilja ekki standa í því að mála eða gera neitt, því viðhald á því er ekkert,“ segir Ólafur. kristineva@frettabladid.is Allt um heilsu á þriðjudögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P RE 2 80 49 04 /2 00 5 6 26. september 2005 MÁNUDAGUR ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VITA HVAR VERKFÆRIN ERU EF NEYÐAR- ÁSTAND SKELLUR Á. Allt í einu fer rafmagnið, ofninn fer að leka eða húsgögnin gefa sig. Það er aldrei að vita hvenær neyðin kall- ar inni á heimilinu og þá er gott að hafa verkfærin við hendina. Nauð- synlegt er að hafa nokkra hluti inn- an seilingar á vísum stað svo hægt sé að grípa til þeirra á ögurstundu. Geymdu nokkur grunnverkfæri í skúffu í eldhúsinu þar sem þú ert enga stund að finna þau þegar í nauðirnar rekur. Ekki gleyma að ganga svo frá þeim aftur á sinn stað. Eftirfarandi verkfæri ættu að vera í skúffunni: VERKFÆRASKÚFFAN skrúfjárn töng límband vasaljós rafhlöður málband Algerlega vi›haldsfrítt Verkfæri í nauðum Þetta hús stendur í Grafarvoginum og er alklætt kortenstáli. Víkurskóli er klæddur kortenstáli að hluta, og hér má sjá heilan vegg sem er klæddur stálinu. Hér sést í hliðina á stórri kortenstálplötu sem þekur hluta Víkurskóla. Hér sést húsið að neðan og hvernig steypa hefur verið notuð í bland við kortenstálið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.