Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 8
1Hver er skattrannsóknarstjóri?
2Hverjir urðu bikarmeistarar í knatt-spyrnu karla?
3Hver er áætluð heildaruppskera afkorni á Íslandi í ár?
SVÖRIN ERU Á BLS. 34
VEISTU SVARIÐ?
8 26. september 2005 MÁNUDAGUR
Éljagangur þegar smalað var um helgina í Víðidal í Húnaþingi vestra:
Ekki svona hvítt í fjöllum í áratugi
Fjölgun í hertogafjölskyldunni í Lúxemborg:
Ógiftur prins á von á barni
BRUSSEL, AP Louis prins í Lúxem-
borg og kærastan hans eiga von á
barni. Prinsinn, sem er aðeins
nítján ára gamall, kynntist kær-
ustunni í herþjónustu í Kosovo á
síðasta ári. Stúlkan er af
alþýðufólki komin og heitir Tessy
Anthony Hansen. Aldur hennar
hefur ekki verið gefinn upp. Í til-
kynningu frá konungshöllinni
segir að þau hafi verið elskendur í
eitt ár, en ætli sér ekki að giftast
að sinni. Barnið verður fyrsta
barnabarn Henri hertoga og
Maríu Teresu konu hans.
Dagblaðið Luxembourg Daily
segir að konungsfjölskyldan muni
sjá fyrir þörfum og velfarnaði fjöl-
skyldunnar ungu, á meðan fjöl-
miðlar í nágrannaríkinu Belgíu
hafa lýst þunguninni sem hneyksli,
sér í lagi fyrir íhaldssamt fólk sem
er hlynnt konungsfjölskyldunni.
Það eitt að þau ætli ekki að giftast
hefur vakið mikla athygli.
Prinsinn ungi er þriðji erfingi
hertogahjónanna í fimm systkina
hópi. Hann hefur nýlokið árs námi
við herskóla í Sviss. - saj
Tungumál
10 vikna námskeið
20 kennslustundir
Áhersla á talmál
Kennt er í byrjenda –
framhalds – og talæfingaflokkum
ENSKA
NORSKA
SÆNSKA
FRANSKA
ÍTALSKA
SPÆNSKA
ÞÝSKA
Matreiðslunámskeið
SUÐRÆN MATARGERÐ
MATARMIKLAR SÚPUR OG
HEIMABAKAÐ BRAUÐ
MATARGERÐ FYRIR KARLMENN I
Tölvunámskeið
TÖLVUGRUNNUR
VEFSÍÐUGERÐ
Verklegar greinar
BÚTASAUMUR
FATASAUMUR
FRÍSTUNDAMÁLUN
GLERLIST
GLER – OG POSTULÍNSMÁLUN
ÍKONAGERÐ
KRUKKUR MEÐ UPPHLEYPTU
MUNSTRI
KLIPPING Á STAFRÆNUM
KVIKMYNDUM
LEIRMÓTUN
LOPAPEYSA PRJÓNUÐ
TRÉSMÍÐI
ÚTSKURÐUR
ÞJÓÐBÚNINGUR SAUMAÐUR
Nýtt
RÍMNANÁMSKEIÐ OG
BRAGFRÆÐI
Fjölbreytt námskeið
að hefjast
Innritun í síma 564 1507 kl. 18 – 21
á vef skólans og á skrifstofu Kvöldskólans í
Snælandsskóla
Netfang: kvoldskoli@kopavogur.is
Vefsíða: http//kvoldskoli.kopavogur.is
ÞÝSKA
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÍKVEIKJA Í GRAFARHOLTI Tilkynnt
var um klukkan eitt í gær um eld
á svæði í Grafarholti þar sem
bensínstöð er í byggingu. Kveikt
hafði verið í rusli og eldurinn
komist í rotþrær og skiljur úr
plasti. Mikill svartur reykur gaus
upp. Aðkomufólk hélt eldinum
niðri með handslökkvitækjum
þar til slökkviliðið kom á svæðið
og tókst vel að ráða niðurlögum
eldsins.
REYK LAGÐI FRÁ BÁT Aðfaranótt
sunnudags fékk lögreglan í
Keflavík tilkynningu um mikinn
reyk sem lagði frá bátnum Sigur-
vin þar sem hann var í höfn í
Grindavík. Ofhitnað hafði í kab-
yssu í lúkar bátsins og lagði tölu-
vert mikinn reyk frá henni.
HRAÐAKSTUR Á EGILSSTÖÐUM
Tvær stúlkur á tvítugsaldri voru
teknar fyrir hraðakstur í gær á
Egilsstöðum. Báðar óku þær á
um þrjátíu kílómetra hraða yfir
hámarki.
Varaforseti Bandaríkjanna:
Æ›agúlpar
fjarlæg›ir
BANDARÍKIN, AP Dick Cheney,
varaforseti Bandaríkjanna,
haltraði út af
sjúkrahúsi í
Washington í
gær, daginn
eftir að hafa
gengist undir
skurðaðgerð
þar sem æða-
gúlpar voru
fjarlægðir úr
h n é s b ó t u m
hans.
Í embætt-
istíð sinni
hefur Cheney einnig gengist
undir hjartaaðgerð. Að sögn
talsmanns Cheneys, Steve
Schmidt, er líðan varaforsetans
góð en hann hyggst vinna heima
fyrst um sinn eftir aðgerðina. ■
Bjórbruggun úr ís-
lensku byggi í flróun
Íslenskir a›ilar eru nú í kjölfar aukinnar kornræktar og betri flekkingar á
verkun fless farnir a› prófa sig áfram me› bruggun úr íslensku byggi. Vegna
hás flutningskostna›ar gæti íslenskt bygg leyst innflutt af hólmi í framtí›inni.
LANDBÚNAÐUR Þó kornrækt hafi
verið að byggjast upp jafnt og
þétt hér á landi er það nýtilkomið
að bændur séu í miklum mæli að
þurrka kornið frekar en að súrsa
það. Þurrkun kornsins er skilyrði
þess að hægt sé að nota það til
manneldis en fram að þessu hefur
það nánast einvörðungu verið
notað sem skepnufóður.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
hefur nýlega hafið framleiðslu á
bjór sem bruggaður er úr íslensku
byggi frá nokkrum bændum í
Leirársveit í Borgarfirði. „Við
byrjuðum með Egils Þorrabjór í
janúar í ár og fengum mjög góðar
viðtökur við honum,“ segir Andri
Þór Guðmundsson, forstjóri Öl-
gerðarinnar. Þorrabjórinn var al-
farið bruggaður úr góðu íslensku
byggi. Eftir það var sett af stað ný
tegund, Egils Premium, sem kom
á markað í vor. Andri segir þetta
enn vera þróunarverkefni og að
menn séu að prófa sig áfram.
„Eiginleikar kornsins hér á landi
eru aðrir þar sem veðurfarið er
öðruvísi hér.“ Ölgerðin flytur því
enn inn mestallt það bygg sem
hún þarf til bjórframleiðslunnar
og því verður ekki hætt í bráð.
„En þetta er kostnaðarlega raun-
hæft í framtíðinni,“ segir Andri
um það að íslenskt korn leysi hið
innflutta af hólmi.
Að sögn Andra er enn fremur
aldrei að vita nema í framtíðinni
opnist möguleikar á að nota ís-
lenskt bygg í vodka- og viskífram-
leiðslu.
Í Skagafirði hafa nokkrir ein-
staklingar tekið sig saman um að
hefja á næst misserum bruggun í
litlum stíl. „Hugmyndin er sú að
opna lítið brugghús,“ segir Vil-
hjálmur Baldursson rekstrarhag-
fræðingur, sem er stjórnarfor-
maður undirbúningsfélags um
bruggunina. Fyrst um sinn verður
byggið flutt inn. „En menn sjá
fyrir sér að í framtíðinni verði
notað íslenskt korn.“ Upphaf
verkefnisins má rekja til þess að
skagfirskir bændur fóru að
þurrka kornframleiðsluna og
vildu prófa sig áfram með að
malta kornið, en verka þarf korn-
ið sérstaklega fyrir bruggunar.
Vilhjálmur segir íslenskt korn
vera jafngott til bjórbruggunar og
hið innflutta, og þó hár flutnings-
kostnaður á korni geri það að
verkum að íslenskt korn verði
hagkvæmara í framtíðinni.
grs@frettabladid.is
HERTOGAFJÖLSKYLDA Guillaume hertogi og hertogahjónin María Teresa og Henri.
ÚR AÐGERÐ Dick
Cheney gengur út í bíl
frá sjúkrahúsinu í gær.
RÉTTIR Snjórinn þykir koma heldur
snemma í ár en vetrarfærð er víða á
norðanverðu landinu og flestir öku-
menn enn á sumardekkjunum.
Slæmt veðurfar hefur eflaust
einnig haft áhrif á smölun og réttir
á mörgum stöðum. Sigtryggur Sig-
valdason í Víðidal í Húnaþingi
vestra segir að honum hafi gengið
illa að finna fé sitt um helgina.
„Það er orðið alveg hvítt hérna
og við náðum ekki öllu fé í fyrradag
en þá var skyldusmalamennska.
Þetta er alveg einsdæmi og hefur
ekki verið svona í marga áratugi,
held ég. Ekki hefur það gerst áður í
minni tíð að snjóað hafi svona
snemma en ég er svo sem ekki
nema fertugur. Við þurfum að fara
aftur því við náðum ekki nema hluta
af fénu en margt var til fjalla og
náðist ekki heim,“ segir Sigtryggur
og bætir því við að ekki eigi veðrið
að lagast fyrr en í fyrsta lagi um
miðja næstu viku. „Það er éljagang-
ur hérna og afar vont veður. Þetta
er ekki jákvætt því það eru stóðrétt-
ir hjá okkur um næstu helgi og
hrossin eru ennþá á heiðum.“
- bog
SAUÐFÉ Bændum getur reynst erfitt að
finna sauðfé sitt núna þegar veturinn er
kominn öllum að óvörum. Veður er víða
afar slæmt og gerir mönnum erfiðara fyrir.
ÍSLENSKT HRÁEFNI Í ÍSLENSKAN BJÓR Egils Premium bjór unninn úr íslensku byggi.