Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 90
Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 4 og 6 í þrívídd Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd í Lúxus kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Harðasta löggan í bænum er í þann mund að fá stórskrýtinn félaga! Til að hafa stjórn á hrottum og illmennum er sett á laggirnar sérstök sveit sem kallar sig Night Watch! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Sýnd kl. 4 ÍSLENSKT TAL ★★★ -ÓHT Rás 2 SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 6 ÍSLENSKT TAL Bewitched kl. 6, 8 og 10 Deuce Bigalow b.i. 14 ára kl. 6 The Man kl. 8 og 10 Sýnd kl. 8, og 10.20 Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Til að hafa stjórn á hrottum og illmennum er sett á laggirnar sérstök sveit sem kallar sig Night Watch! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára ★★★ -ÓHT Rás 2 ★★★ -ÓHT Rás 2 Westlife hefur nú fengið MariuhCarey í lið með sér á nýju plöt- unni sinni sem og söngdívuna Diönu Ross. Nýjasta útspil hljóm- sveitarinnar hefur svo komið mörg- um á óvart en þeir hafa nefnilega beðið engan annan en Michael Jackson um að vinna með þeim á plötunni. Strákarnir í Westlife hafa alltaf haldið upp á Jackson og ásak- anir á hendur honum hafa ekki dregið úr aðdáun þeirra. „Michael Jackson er áhrifavaldur Westlife og þess vegna vilja þeir vinna með honum,“ segir umboðsmaður hljómsveitarinnar, Louis Walsh. „Strákunum finnst hann frá- bær og hann hafði mikil áhrif á Shane sem vildi nánast vera Jackson þegar hann var barn.“ Brad Pitt, Angelina Jolie,Maddox og Zahara pökkuðu öll niður í ferðatöskur og héldu til Dubai til þess að hvílast og slappa af. Þar léku þau sér í sólinni með börnum hennar tveimur. Þau fóru meðal ann- ars í vatnagarð og á veitingahús og skemmtu sér konunglega. Hót- elið sem fjölskyldan gisti á er á afskekkt- um stað og þar er lítið um ágenga ljósmynd- ara. Þar eru öryggis- verðir svo enginn kemst inn á svæðið. Mi›asala á Anderson hefst á morgun Á þriðjudaginn hefst miðasala á tónleika söngvarans Jon Ander- son en þeir verða í Háskólabíó 16. október. Fyrir þá sem kannast ekki við nafnið þá er Anderson sönvari hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Yes. Við Íslendingar tengjumst aðeins sögu þessarar hljómsveitar en Gunnar Jökull Hákonarson, trommuleikari Flowers og Trúbrot, starfaði með meðlimum sveitarinnar. Þá spilaði hún undir nafninu Sin. Þegar Gunnar Jökull kvaddi var Yes stofnuð en hljómsveitin náði hæstu hæðum á sjöunda og átt- unda áratug síðustu aldar. Miðar á tónleikana verða til sölu á bensínstöðvum Essó við Ár- túnshöfða og Borgartún. Miða- verðið verður í þremur flokkum; 4.900 krónur, 5.900 krónur og 6.900 krónur en aðeins 850 miðar verða í boði. Á tónleikunum mun Jon flytja klassísk lög sem hann gerði í samvinnu við gríska tónlistarmanninn Vangelis. Þá ætlar Jon að segja sögur milli laga og þá hefur hann einnig tekið upp á því að svara spurningum áhorf- enda. ■ Charlotte segir hjóna- bandi› vera heilagt Söngkonan unga Charlotte Church segist vilja giftast kærasta sínum, Gavin Henson. Hún sagði í viðtali við The Sun að hún hefði ekki áhuga á því að gifta sig á sama hátt og Jordan og Peter Andre. Hún sagði. „Mig langar til þess að giftast Gavin vegna þess að hann er góður við mig og af því að ég elska hann. Ég vona að við munum alltaf vera saman og að við munum enda á því að gifta okk- ur. Ég myndi samt ekki selja brúðkaupið mitt. Það er heil- agt og ég myndi ekki vilja fá peninga fyrir það.“ Charlotte sagði líka að hún væri svo hrifin af Gavin að hún neit- aði að fara í frí án hans. „Gavin fær aðeins fjórar vik- ur í frí á ári og þyrfti að fá veikindadag, þannig að það er svo erfitt að komast í frí saman. Vanalega get ég bara hringt í einhvern og sagst vera veik og komist upp með það. Ég gæti farið í stelpnafrí þó svo að það hljómi sorglega, en ég þoli ekki að vera án Gavin.“ ■ Coppola vaknar til lífsins FRÉTTIR AF FÓLKI CHARLOTTE CHURCH Elsk- ar hann Gavin sinn og vonast til þess að eiga eftir að ganga í hjónaband með hon- um. JON ANDERSON Söngvari hinnar goðsagnakenndu rokk- hljómsveitar Yes kemur hing- að til lands 16. október og heldur sólótónleika. FRANCIS FORD COPPOLA Leitar aftur til upprunans í sinni næstu mynd, sem hann ætlar að hafa einfalda og ódýra. Leikstjórinn og kvikmyndafram- leiðandinn Francis Ford Coppola stefnir að því að leikstýra sinni fyrstu mynd í átta ár en hann lét síðast til sín taka árið 1997 með myndinni The Rainmaker sem byggð var á samnefndu lögfræði- drama eftir John Grisham. Myndin sem Coppola er byrjaður að leggja drögin að verður ódýr aðlögun skáldsögunnar Youth Without Youth að kvikmynda- forminu. Sagan er eftir rúm- enska rithöfundinn Mircea Eli- dae og fjallar um prófessor sem legst í Evrópureisu skömmu fyrir seinni heimsstyrjöldina eftir óvænta uppákomu. Flakk prófessorsins ber hann meðal annars til Rúmeníu, Sviss, Möltu og svo alla leið til Indlands. Coppola, sem á að baki ansi brokkgengan feril og hefur gert fjöldann allan af fokdýrum kvik- myndum á borð við þríleikinn um Guðföðurinn og Apocalypse Now!, ætlar sjálfur að fjármagna nýju myndina auk þess sem hann skrifar einnig handritið. Breski leikarinn Tim Roth, sem hefur gert það gott í mynd- um eins og Reservoir Dogs og Pulp Fiction, mun leika prófess- orinn en Coppola segist gera sér vonir um að vinnan við myndina muni minna hann á það sem hann var að reyna að gera þegar hann var að læra kvikmyndagerð. Tökur hefjast síðar á þessu ári. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.