Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 28
Potturinn og pannan Í sumar hvöttu ritstjórar Morgunblaðsins sérfræðinga á sviði fjölmiðlunar til að rannsaka umfjöllun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um Baugsmálið. Ég hef áður fjallað um það hér á heimasíðu minni hvernig Morgunblaðið hefur reynt að setja sig á stall og tala í umvöndunartón til Fréttablaðsins vegna umfjöllunar þess um Baugsmálið. Í leiðurum sínum hefur Morgunblaðið kallað samkeppnisaðil- ann málgagn Baugs og gert athuga- semdir við efnistök á forsíðu Fréttablaðs- ins þar sem Morgunblaðinu fannst greinilega vera of lítið fjallað um ákæru- atriði en þeim mun meira um málsvörn sakborninganna. Nú er komið á daginn að sjálfur ritstjóri Morgunblaðsins, Styrmir Gunnarsson, sem hefur leyft sér að gagnrýna aðra blaðamenn fyrir hlut- dræga umfjöllun vegna þess að þeir séu að þjóna hagsmunum eigenda sinna hefur verið potturinn og pannan í því að hleypa upp Baugsmálinu, með mönnum úr innsta hring Davíðs Oddssonar, þeim Jóni Steinari Gunnlaugssyni og Kjartani Gunnarssyni. Ritstjóri Morgunblaðsins sá um að þýða skjöl, útvega innvígðan og innmúraðan lögmann og tryggja sér stuðning framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins. Sigurjón Þórðarson á althingi.is/sigurjon Dýrasta kvennafarið Baugsmálið er orðið að einhverri subbu- legustu og klístruðustu sápuóperu sem maður hefur orðið vitni að, en það væri varla hægt að skálda upp svona vitlausa sögu, – henni myndi enginn trúa. Og þvælan er nú þegar orðin svo svakaleg að allt er flækt í mykjunni pikkfast í óleysanlegum rembihnút. Út úr honum standa svo ýmsir og misgeðslegir drullu- spottaendar sem furðulegasta fólk tosar í samtímis og í ýmsar áttir. Flest er enn á huldu en ætli megi þó ekki fullyrða að stúss þeirra feðga hljóti þegar upp er staðið að reynast dýrasta kvennafar Ís- landssögunnar. Það er eiginlega það eina sem liggur fyrir. Eiríkur Bergmann Einarsson á eirikurbergmann.ius Hlýtur að liggja milli hluta En hvað á fjölmiðill að gera sem fær ákveðnar upplýsingar í hendurnar sem líkur eru á að hafi verið fengnar með vafasömum hætti? Þegar enginn vafi leikur á að þetta sé mikilvægt mál sem eigi fullt erindi til almennings þá hlýtur það að vera skylda og kappsmál þess fjölmiðils að koma þeim á framfæri. Í þessu máli er um að ræða tölvupóst- sendingar milli manna um mál sem hefur orðið stærsta dómsmál í Íslands- sögunni og miklar deilur hafa staðið um hvort annarlegir hagsmunir standi að baki málshöfðuninni. Þegar svo stendur á hlýtur almenningur að eiga rétt á frétt- um um málið. Það, hvernig þessar upp- lýsingar komust í hendur Fréttablaðsins, hlýtur því að liggja milli hluta. Sigríður D. Guðmundsdóttir á deigl- an.com Sigmar Gabriel, sem sat á forsætis- ráðherrastóli Neðra-Saxlands eftir að Gerhard Schröder flutti sig af honum í kanslarastólinn, lét þau orð falla eftir hinar nýafstöðnu kosning- ar að ófáir flokksmenn væru sann- færðir um að Schröder gæti líka gengið á vatni. Hann, Gabriel, væri einn þeirra. Ef litið er inn á heima- síðu þýska Jafnaðarmannaflokksins (www.spd.de) verður manni ljóst hve mikið liggur að baki þessari setningu. SPD ræktar nú persónu- dýrkun sem jaðrar við helgi. Það vantar bara að Schröder verði í lif- anda lífi tekinn í helgra manna tölu. Þetta fyrirbæri er ekki nýtt. Leikarar, sem hafa lagt sig allan í hlutverkið, eiga erfitt með að losna úr því. Kappakstursmenn verða að aka nokkra hringi til viðbótar eftir að í endamark er komið, bara til að róa sig og vélina niður. Þannig líður Schröder líka, en hann rökstyður til- kall sitt til að gegna kanslaraemb- ættinu áfram á því, að hann hafi komið mun betur út úr kosningun- um en spáð var og Merkel mun verr en spáð var. Þetta er eins og í brandaranum, þar sem Bobby greifi útskýrir af- stæðiskenningu Einsteins fyrir vini sínum svona: „Þrjú hár á höfði er hlutfallslega lítið, þrjú hár í súpunni er hlutfallslega mikið.“ Það er með öðrum orðum allt afstætt, líka þau 450.000 atkvæði sem Merkel fékk fram yfir Schröder. Hvernig þetta horfir við Schröder er hins vegar alveg ljóst og skiljanlegt. Honum finnst hann vera sigurvegari, rétt eins og skóla- barn sem í annarlok á ekki von á því að ná nógu góðum einkunnum til að færast upp um bekk en nær því svo samt vegna þess að ákveðið var að lækka viðmiðunareinkunnina. Það er hins vegar óljóst hvers vegar kristilegir demókratar láta þvinga sig í þá stöðu að þurfa að úrskýra og færa rök fyrir kosningasigri sínum, þótt tölurnar tali sínu máli. Myndu stjórnendur fyrirtækis, sem leggur til 51 prósent í sameiginlegu dóttur- fyrirtæki með öðru fyrirtæki, láta sér detta í hug að ræða það einu sinni að þeirra maður yrði forstjóri? Það sem byrjar svona getur ekki endað vel, og það hlýtur að fara illa. Látum kraftaverkin tala Öllu skynsamlegra hefði verið af CDU að draga sig í hlé og leyfa Schröder að spreyta sig á því að vera áfram kanslari. Verði honum að góðu að halda völdunum með atkvæðum Lafontaine, Gysi og félaga [í flokki vinstrisósíalista sem á rætur sínar í gamla austur- þýska kommúnistaflokknum]. Látum hann finna störf handa fimm milljónum atvinnulausra, greiða niður skuldir ríkisins og standa við skilyrði stöðugleika- sáttmála evrópska myntbanda- lagsins. Látum hann koma á skatta- breytingum sem kosta engan emb- ættismann vinnuna og eru „rétt- látar“. Látum hann „festa Þýska- land í sessi sem miðlungs-friðar- veldi“ eins og hann hefur boðað, reyna áfram að koma Þýskalandi í varanlegt sæti í öryggisráði SÞ og selja á sama tíma vopn og kjarn- orkuverksmiðjur til Kína. Látum hann sýna hvernig á að fá Írana til að fallast á alþjóðlegt eftirlit með kjarnorkuvæðingarbrölti sínu, en útiloka frá upphafi „hernaðarval- kostinn“ til að þrýsta á þá. Ef Schröder getur gengið á vatni getur hann líka unnið önnur kraftaverk. Á meðan gætu kristilegir demókratar hugsað í ró og næði um hvað þeir vilja: Að stjórna landinu eða láta SPD nota sig sem hentugan blóraböggul fyrir það sem aflaga fer. Þegar allt siglir í strand þurfa ógöngurnar andlit. Andlit sem hefur sannað sig. Schröder er maðurinn. Höfundur er blaðamaður í Berlín. 29. september 2005 FIMMTUDAGUR28 Borgarstjóraefni me› „hugsjónir“ Fyrir tveimur árum í janúar 2003 birti Gísli Marteinn lífsviðhorf sín og pólitíska stefnu í viðtali, sem birtist í tímaritinu Mannlífi. Mér varð þessi stefnuyfirlýs- ing þessa unga stjórnmála manns, býsna minnisstæð, fyrir margra hluta sakir, en þar segir hann m.a.: „Ég held að frjálshyggja sé mjög lógískt form og það er mjög auðvelt að verja hana rökfræði- lega. Ég er t.d. hægri maður af réttlætiskennd, en ekki bara af því að kapitalismi og frelsi í við- skiptum gefur af sér mesta hag- vöxtinn. Mér finnst bara réttlát- ast að hver og einn njóti verka sinna og þurfi ekki að punga út helmingi launa sinna í sameigin- legan pott, sem síðan er farið illa með. Ég trúi því statt og stöðugt, að ef við fengjum frelsi til að ráð- stafa peningum okkar sjálf væri samhjálp meiri og virkari og þeir sem minna mega sín væru betur staddir en þeir eru í þessu kerfi sem við búum við. Mér finnst svo lítið varið í góðmennsku sem rík- ið fyrirskipar. Þörfin fyrir að hjálpa náunganum er innra með okkur og við eigum að fá að rækta hana sjálf en ekki með því að láta ríkið seilast í vasa okkar og gera góðverkin fyrir okkur. Þessi rök höfum við félagarnir rætt ótal sinnum og ætli við höf- um ekki einfaldlega rökrætt okk- ur út í að vera hægrimenn í al- vöru. Ég er ekki að búa þetta til vegna þess að ég haldi að það hljómi vel:„ Svo mörg voru þau orð. Gísli Marteinn vill ekki láta sækja skatta í vasa fjáraflamann- anna. Það er þaulhugsað viðhorf og margrætt í góðra vina hópi. Þeir sem peningana eiga skulu sjálfir og einir skammta af nægtaborði sínu, þeim sem minna hafa. Þeir eru manna líklegastir til að útrýma allri fátækt og basli í samfélaginu, eru vel að því komnir að gera gustukaverkin sjálfir og njóta síðan góðverk- anna. Gísli Marteinn setur stefnuna hátt. Burt með velferðarkerfið, burt með samhjálpina, burt með samfélags- og samhjálparöryggi. Felum framtíðina í forsjá stór- gróðamannanna. Þangað skulu þeir leita sem sjúkir eru, fátækir eða umkomulausir. Þar skulu þeir berja að dyrum og biðja í allri auðmýkt um fjárstuðning og hjálp, því að þá munu pyngjurnar opnast og gullið streyma til allra þeirra sem höllum fæti standa í borg og bæ. Þannig hugsa hægri- menn í alvöru, segir Gísli Mart- einn og biður Reykvíkinga um lið- sinni til þess að koma þessum „hugsjónum“ sínum í fram- kvæmd. En ég segi: Guð forði okkur frá slíkum mönnum og fyrirgefi þeim hugsunarháttinn, því að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera. ■ Gu› for›i okkur frá slík- um mönnum og fyrirgefi fleim hugsunarháttinn, flví a› fleir vita ekki hva› fleir eru a› gera. ÁSTHILDUR ÓLAFSDÓTTIR HÚSMÓÐIR UMRÆÐAN FRAMBOÐ GÍSLA MARTEINS fiegar allt siglir í strand flurfa ógöngurnar andlit. Andlit sem hefur sanna› sig. Schröder er ma›urinn. HENRYK M. BRODER UMRÆÐAN STJÓRNARMYNDUN Í ÞÝSKALANDI Hreinar línur fyrir fi‡skaland Leiðari Fréttablaðsins síðasta föstu- dag tekur á því máli sem er okkur Bolvíkingum efst í huga þessar vikurnar, en það eru öruggar sam- göngur á milli Bolungarvíkur og Ísa- fjarðar. Ekki þarf að fjölyrða um það að í Bolungarvík eru allir á einu máli um það að til að tryggja fullt öryggi þarf jarðgöng. Þá hefur bæjarstjórn Ísafjarðar ítrekað stuðning sinn við málið, nú síðast með ályktun sem samþykkt var einróma á bæjar- stjórnarfundi í síðustu viku. Ég hef hins vegar á undanförnum vikum fundið fyrir vaxandi skilningi meðal almennings utan Vestfjarða á því vandamáli sem ótryggar vegasam- göngur við Bolungarvík eru. Þeir sem hafa kynnt sér málið og fylgst með fréttum af auknu grjóthruni virðast langflestir gera sér grein fyrir því að aðgerða er þörf án tafar. Það var því afskaplega kærkomið að lesa það í leiðara mest lesna blaðs á Íslandi að leiðarahöfundur styður Bolvíkinga heilshugar í baráttu þeirra fyrir samgöngubótum. Ritstjórinn nefnir að karp um legu ganganna á frumstigi megi ekki tefja undirbúning og framkvæmdir, þar hljóti að koma til fagleg og fjár- hagsleg sjónarmið þeirra sem stjórna vegamálum. Ég leyfi mér að fullyrða að það mun aldrei gerast að við Bolvíkingar tefjum málið með þeim hætti. Bæjaryfirvöld í Bolung- arvík hafa fullan hug á því að farið sé í verkið á þann hátt að það sé hag- kvæmt, ekki bara fyrir Bolvíkinga heldur þjóðina alla, að sjálfsögðu með það að leiðarljósi að fullkomins öryggis sé gætt. Bolvíkingar hafa kosið þá leið að vinna málinu braut- argengi í fullu samstarfi við sam- gönguyfirvöld og nægir í því efni að nefna skýrslu um öryggismál á Ós- hlíð og Súðavíkurhlíð sem unnin var í samstarfi byggðarlaganna við Vegagerð ríkisins. En einnig hefur bæjarstjórn notað öll þau tækifæri sem hún hefur haft til að kynna mál- ið fyrir ráðamönnum, t.d. var málið kynnt á fundi sem haldinn var með fjárlaganefnd Alþingis, vegamála- stjóra og fleirum, í Bolungarvík, í september á síðasta ári. Þá hefur málið á undanförnum vikum verið kynnt af undirrituðum fyrir ýmsum ráðamönnum, þar með talið samgönguráðherra, fjármála- ráðherra og dómsmálaráðherra, sem fer með málefni almannavarna, þar sem málið hefur hlotið afar jákvæð- ar viðtökur. Á fundi sem haldinn var með vegamálastjóra og svæðisstjóra NV- svæðis vegagerðarinnar í lok ágúst sl. var enn farið yfir málið og ákvað vegamálastjóri á þeim fundi að setja í gang vinnu við að kortleggja vand- ann enn betur, afla frekari upplýs- inga og uppfæra þau gögn sem fyrir liggja. Ég er bjartsýnn á að samgöngu- yfirvöld setji málið í þann farveg að öryggi vegfarenda um Óshlíð verði tryggt. ■ ELÍAS JÓNATANSSON FORSETI BÆJARSTJÓRNAR BOLUNGARVÍKUR UMRÆÐAN SAMGÖNGUR Á VESTFJÖRÐUM Bolvíkingar flakka stu›ninginn AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.