Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 48
Guðmundur Páll Jónsson hefur verið oddviti fram- sóknarmanna í bæjar- stjórn Akraness í ellefu ár. Hinn 1. nóvember tekur hann við starfi Gísla Gíslasonar bæjarstjóra, sem verður hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar. „Það kom mér ekki á óvart að sóst væri eftir Gísla Gísla- syni í þetta starf. Hann er okkar hæfasti maður til að takast á við þetta verk- efni,“ segir Guðmundur Páll, sem hefur starfað með Gísla sem bæjarfull- trúi í ellefu ár. „Ég þekki mjög vel til allra verka Gísla og fyrir hvað hann stendur,“ segir Guðmund- ur og telur það gott vega- nesti fyrir sig inn í starfið. Guðmundur hefur unn- ið hjá HB Granda og áður Haraldi Böðvarssyni í um nítján ár og lengst af sem starfsmannastjóri. Hann fær nú tímabundið leyfi frá störfum meðan hann sinnir bæjarstjórastarfinu en hann er ráðinn út kjör- tímabilið. Hvað verður eftir það vill Guðmundur ekki upplýsa heldur segir tímann verða að leiða það í ljós. Guðmundur hlakkar mikið til að takast á við starfið. „Sveitarstjórnar- vettvangurinn er mjög spennandi vettvangur. Samfélagið er þróttmikið og mikið að gerast. Til dæmis hafa aldrei fleiri hús verið byggð en á þessu ári. Mitt hlutverk er bara að fylgja eftir þess- um mikla þrótti og krafti,“ segir Guðmundur Páll, sem hefur mikinn áhuga á íþróttum og þjóðmálum. Hann segir ljóst að ekki sé hægt að búa á Akranesi án þess að hafa áhuga á fót- bolta. „Ég er alæta á íþróttastarf og íþróttalíf,“ segir Guðmundur, sem æfði og keppti í sundi á sínum yngri árum. „Ég er Skagamaður út í gegn enda fæddur og uppalinn á Akranesi,“ segir Guð- mundur, sem segir ótrú- lega gott að búa á Akra- nesi sem íþróttaáhuga- maður og -iðkandi og sem faðir ungra barna sem stunda íþróttir. Guðmundur og eigin- kona hans hafa fallið fyrir golfíþróttinni eins og svo margir. „Okkar fyrsta reynsla er mjög áhuga- verð og gott að geta átt sameiginlegar stundir og áhugamál,“ segir Guð- mundur og telur mjög heppilegt að hjón fari saman á golfnámskeið. ■ 32 29. september 2005 FIMMTUDAGUR SILVIO BERLUSCONI (1936-) á afmæli í dag. GUÐMUNDUR PÁLL JÓNSSON VERÐUR BÆJARSTJÓRI Á AKRANESI Alæta á íþróttir „Aðeins ég get snúið gæfuhjólunum þessu landi í vil.“ Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er jafnan kok- hraustur en ófáum þykir hann ekki vandur að meðulum. timamot@frettabladid.is Á þessum degi árið 1997 staðfestu breskir vísinda- menn að þeim hefði tekist að sýna fram á tengsl milli heilasjúkdóma í mönnum og kúm. Þá sögðu þeir líklegt að 21 einstaklingur í Bretlandi sem hafði fengið nýtt afbrigði af Creutzfeldt-Jakob heilasjúk- dómnum hefðu líklega veikst eftir að hafa borðað nautakjöt sýkt af kúariðu. Vísindamennirnir töldu sig einnig geta sýnt fram á að líkurnar á því að sýkjast af Creutzfeldt-Jakob yltu að einhverju leyti á erfðasamsetningu fólks. Um 38 prósent landsmanna í Bretlandi voru með erfða- samsetningu sem gerði þá líklegri til að fá sjúk- dóminn en ekki neyttu þeir sýkts kjöts. Kúariða greindist fyrst í Bretlandi árið 1986 og ára- tug síðar vöknuðu grunsemdir um tengsl veikinnar og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómsins. Evrópusamband- ið lét setja útflutningsbann á breskt nautakjöt í kjöl- farið. Árið 1998 leiddi opinber rannsókn í ljós 3.253 tilfelli af kúariðu og að átján hefðu látist úr Creutz- feldt-Jakob eftir að hafa borðað sýkt kjöt. Kúariða hefur hingað til ekki valdið nærri eins miklum búsifjum og til dæmis gin- og klaufaveiki, en hefur engu að síður vakið athygli og ótta meðal manna vegna smithættunnar og hinna hræðulegu afleið- inga sem hún hefur í för með sér. Kúariða og Creutzfeldt-Jakob veldur heilarýrnun sem leiðir að lokum til dauða. ÞETTA GERÐIST > 29. SEPTEMBER 1997 MERKISATBURÐIR 1567 Húgenottar reyna að ræna Karli IX Frakklandskonungi í trúarbragðastríðunum. 1906 Landssími Íslands tekur til starfa við hátíðlega athöfn. 1938 Adolf Hitler, Benito Mus- solini, Édouard Daladier og Neville Chamberlain undirrita Münchenarsam- komulagið. 1944 Sovétmenn ráðast inn í Júgóslavíu. 1974 Auður Eir Vilhjálmsdóttir tekur prestvígslu fyrst ís- lenskra kvenna. 1978 Jóhannes Páll I páfi deyr eftir aðeins 33 daga í embætti. 1988 Bandaríkjamenn skjóta fyrstu mönnuðu geimferj- unni á loft eftir Challenger slysið hálfu þriðja ári fyrr. Tengsl kúari›u og Creutzfeldt-Jakob sta›fest Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Einarsdóttir fyrrverandi kaupmaður, Hofteigi 30, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. september klukkan. 15.00. Elísabet Erlingsdóttir Atli Ásbergsson Hörður Erlingsson Erna J. Sigmundsdóttir Oddi Erlingsson Sigurborg E. Billich barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og langamma, Kristín Hallsdóttir Kedjevägen 5, Örebro, Svíþjóð, sem lést miðvikudaginn 14. september, verður jarðsungin þann 30. september í Mäster Olofs kapell, Örebro, Svíþjóð. Kjell Söderberg Guðný Ólafía Stefánsdóttir Hallur Viggósson Linda Sigurðardóttir Kristrún Birna Viggósdóttir Jón Rafn Einarsson Dagný Viggósdóttir Óskar Rúnar Samúelsson Guðni Þór Viggósson Ylva Viggósson Vernharður Sveinn Vígsteinsson Maria Jannesson Þórunn Kristín Vígsteinsdóttir Martin Widö Björn Hallsson Jarþrúður Rafnsdóttir Edda Hallsdóttir Finnbogi Gústafsson barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, dóttur, tengdadóttur og ömmu, Guðnýjar (Nínu) Jóhannesdóttur Einhamri (áður Jörundarholti 26), Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness. Hjörleifur Jónsson Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir Elvar Trausti Guðmundsson Lísbet Fjóla Hjörleifsdóttir Gunnar Sigurðsson Guðrún Hjörleifsdóttir Hilmar Ægir Ólafsson Fjóla Guðbjarnadóttir Lilja Helgadóttir og barnabörn.             !   ! "##$ %  &   ! Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kristín Jónsdóttir Tjarnarbóli 10, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 20. september. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. september klukkan 15.00. Reynir Jóhannesson Elísabet Reinhardsdóttir Sigvaldi H. Ægisson Reinhard Reinhardsson Karólína I. Guðlaugsdóttir Stefanía Reinhardsdóttir Khalifeh og barnabörn. www.steinsmidjan.is Afmæli Þann 5. október verður frú Árbjörg Ólafsdóttir, Suðurhólum 30, 90 ára. Í tilefni afmælisins mun hún taka á móti ættingjum og vinum í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 2. október á milli klukkan 15 og 17. AFMÆLI Sigmundur Guðbjarnason pró- fessor er 74 ára. Þórunn Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Listahátíðar, er 61 árs. Ólafur Örn Haralds- son, framkvæmda- stjóri Ratsjárstofnun- ar, er 58 ára. Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður er 55 ára. Árni Bjarnason, forseti Far- manna- og fiskimannasambands Íslands, er 53 ára. Bera Nordal listfræðingur er 51 árs. ANDLÁT Pétur Guðni Kristbergsson, Brunnstíg 5, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum Fossvogi föstudag- inn 16. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Hulda Guðbjartsdóttir, Elliðavöll- um 10, Keflavík, andaðist á Land- spítalanum Fossvogi miðvikudag- inn 21. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Gísli Viðar Harðarson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, Óðins- völlum 4, Keflavík, lést fimmtudag- inn 22. september. Sigríður Rakel Þórarinsdóttir frá Þernuvík, áður búsett í Akurgerði 34, lést á heimili sínu, Norðurbrún 1, sunnudaginn 25. september. Franz E. Pálsson, Granaskjóli 1, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti mánudaginn 26. sept- ember. Aðalbjörg Halldórsdóttir frá Grenjaðarstað, lést þriðjudaginn 27. september. JAR‹ARFARIR 13.00 Aðalsteinn Valdimar Jónsson vélstjóri, Stigahlíð 6, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Grafarvogs- kirkju. 13.00 Einar Sigurðsson, Hátúni 10b, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fossvogs- kapellu. 13.30 Valgerður Guðmunds- dóttir ljósmóðir frá Selja- brekku, Mosfellssveit, síðar búsett á Dalvík, verður jarðsungin frá Dalvíkur- kirkju. 15.00 Kristín Jónsdóttir, Tjarnar- bóli 10, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. BÆJARSTJÓRINN VERÐANDI Guðmundur er Skagamaður út í gegn enda fæddur og uppalinn á Akranesi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.