Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 8
1Hvað heitir „Gillzenegger“ réttunafni?
2Hvaða flokkur missti sæti sitt í fjár-laganefnd Alþingis sökum hlutkestis?
3Hvaða forseti var að sverja embættis-eiðinn í fimmta sinn?
SVÖRIN ERU Á BLS. 30
VEISTU SVARIÐ?
8 29. september 2005 FIMMTUDAGUR
Könnun Fjölmenningarseturs á Ísafirði meðal innflytjenda á Vestfjörðum og Austurlandi:
Innflytjendur vilja taka flátt í stjórnmálum
FÉLAGSMÁL Um 70 prósent innflytj-
enda á Vestfjörðum og Austurlandi
hafa áhuga á að taka þátt í starfi
stjórnmálaflokks eða stjórnmála-
samtaka á Íslandi fengju þeir tæki-
færi til þess.
Elsa Arnardóttir, framkvæmda-
stjóri Fjölmenningarsetursins á
Ísafirði, segir þetta vera eina af
niðurstöðum úr umfangsmikilli
könnun sem gerð var á viðhorfum
og aðstæðum þessa fólks síðastliðið
haust. Þessi niðurstaða var nýverið
unnin úr könnunargögnunum.
„Það er jafnframt athyglisvert
að innflytjendurnir sem eru af
asískum uppruna virðast vera
ákveðnari í að taka þátt heldur en
hinir sem komið hafa frá Evrópu-
löndum,“ segir Elsa. „Það er mark-
tækur munur á því hve miklu fleiri
af fyrrnefnda hópnum vilja taka
þátt í stjórnmálastarfi.“
Elsa segir að þessi mikli munur
á fyrirhugaðri kosningaþátttöku
aðspurðra innflytjenda stafi trú-
lega einkum af því hvaða forsendur
þeir hafi fyrir dvölinni hér.
„Þeir sem eru komnir hingað til
að vinna í einhvern fjölda ára, en
ætla ekki að setjast hér að til fram-
búðar líta allt öðrum augum á þessa
hluti heldur en hinir sem eru komn-
ir til að vera,“ segir hún. „Hinir síð-
arnefndu vilja fremur hafa áhrif í
samfélaginu.“ -jss
Vegtollar í Kaupmannahöfn:
Meirihluti
fylgjandi
DANMÖRK Ökumenn og eigendur
bifreiða í Kaupmannahöfn gætu
þurft að greiða vegtolla í framtíð-
inni.
Samkvæmt nýrri könnun sem
birt er í Kaupmannahafnarpóstin-
um sýnir að sextíu prósent að-
spurðra telja rétt að ökumenn
greiði sérstaklega fyrir afnot af
vegum. Fjörtíu prósent bifreiðaeig-
enda eru hugmyndinni hlynntir. ■
ÍSAFJÖRÐUR Þar búa margir innflytjendur sem vilja láta til sín taka í stjórnmálastarfi.
fieir sem kaupa Nissan Pathfinder í september fá 32" dekk,
krómstigbretti og dráttarkrók í kaupbæti.
250.000 krónum flottari!
F
í
t
o
n
/
S
Í
A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00
Hrísm‡ri 2a
800 Selfossi
482-3100
Eyrarlandi 1
530 Hvammstanga
451-2230
Sæmundargötu 3
550 Sau›árkróki
453-5141
Holtsgötu 52
260 Njar›vík
421-8808
Dalbraut 2b
300 Akranesi
431-1376
Víkurbraut 4
780 Höfn í Hornafir›i
478-1990
Bú›areyri 33
730 Rey›arfjör›ur
474-1453
Óseyri 5
603 Akureyri
461-2960
Sindragötu 3
400 Ísafjör›ur
456-4540
Pathfinder fer allt á fjórhjóladrifinu, er flægilegur í öllum sjö sætunum, lipur innanbæjar og rúmar farangur
til fleiri mána›a. Pathfinder ey›ir einungis 10 dísil-lítrum á hundra›i› í blöndu›um akstri. Hann er öflug
listasmí›, traustur og vanda›ur. En fyrst og fremst sameinar Nissan Pathfinder fla› grófa og fla› fína í
frábærum útivistarbíl fyrir sumar jafnt sem vetur.
SKIPT_um landslag
ÉG ÆTLA EKKI A‹ HANGA INNI Í VETUR
PATHFINDER
NISSAN
Gott gengi á Nissan Pathfinder í september 2005.
• fiokuljós
• Króma› grill
• Le›urklætt st‡ri og gírstöng
• Króma›ar höldur inni í bíl
• Hiti í speglum
• Áttaviti í baks‡nisspegli
• Lita› gler
• 7 sæta
• Birtuskynjari í spegli
• Útvarpsfjarst‡ring í st‡ri
• Innbyggt loftnet (loftnet í afturrú›u)
• Regnskynjari
• Hra›astillir (Cruise Control)
STA‹ALBÚNA‹UR
USD 63.04
JPY 0.56
EUR 75.68
Gengi› eftir hádegi
28. september 2005
LÆKKA‹ VER‹
Ver› Fyrir Eftir
Pathfinder XE beinskiptur 3.990.000.- 3.790.000.-
Pathfinder SE beinskiptur 4.450.000.- 4.290.000.-
Pathfinder SE sjálfskiptur 4.650.000.- 4.490.000.-
Pathfinder LE sjálfskiptur 4.990.000.- 4.990.000.-
Pathfinder LE IT sjálfskiptur 5.350.000.- 5.190.000.-
England dæmd fyrir misþyrmingar í Abu Ghraib:
firiggja ára fangelsisdómur
Lenti í klónum
á svikafyrirtæki
Ung kona sem rekur líti› gistiheimili á fiórshöfn á
Langanesi lenti í klónum á svikafyrirtæki. fia›
rukkar hana nú ítreka› um 300 flúsund krónur.
BANDARÍKIN Herréttur í Texas
dæmdi í fyrrakvöld Lynndie Eng-
land í þriggja ára fangelsi fyrir að
niðurlægja og misþyrma föngum í
Abu Ghraib fangelsinu í Írak.
England, sem var sakfelld af
sex af sjö ákæruliðum á mánudag-
inn, hlýddi svipbrigðalaus á dóms-
uppkvaðninguna. Áður en hún var
leidd út úr fangelsinu, járnuð á
fótum og höndum, eyddi hún
stundarkorni með 11 mánaða
gömlum syni sínum.
England kvaðst við réttarhöld-
in hafa verið leiksoppur unnusta
síns, James Graner, sem fékk
hana til að niðurlægja fangana á
meðan hann tók af þeim myndir.
Graner var sjálfur dæmdur í tíu
ára fangelsi. ■
SVIKAMYLLA Karen Rut Konráðs-
dóttir, sem rekur lítið gistiheimili
á Þórshöfn á Langanesi, lenti í
klónum á svikafyrirtæki, sem nú
rukkar hana í sífellu um háar fjár-
hæðir.
„Í september í fyrra fékk ég
sent eyðublað frá hótelvefsíðu sem
heitir Hot-
elguide,“ segir
Karen Rut. „Þar
var ég beðin um
að uppfæra
skráningu mína á
vefnum. Ég vissi
raunar ekki að
g i s t i h e i m i l i ð
væri skráð á
þessum vef. En
allt um það,
skráningin fylgdi
með plagginu og
þar voru ýmsar upplýsingar sem
voru rangar. Ég sendi í sakleysi
mínu leiðréttingu á skráningunni
þar sem hún var á vefnum og ekki
vildi ég hafa hana ranga. En með
því að fylla hana út og senda til
baka var ég um leið að undirrita
samning um auglýsingu í þrjú ár
upp á 300 þúsund krónur.“
Karen segir að skuldbindingin
hafi staðið í smáu letri neðst á
eyðublaðinu, þó svo að tekið hafi
verið fram efst á því að hún gæti
sent inn leiðréttingu á skráning-
unni án þess að kaupa auglýsingu.
Eyðublaðið hafi því verið mjög
villandi og auðvelt að misskilja
það.
„Þetta fyrirtæki hefur svo sent
mér rukkanir reglulega og alltaf
hækkar upphæðin,“ bætir Karen
Rut við. „Nú síðast var mér svo
boðið að greiða þriðjung af upp-
hæðinni til að loka málinu og fékk
til þess frest í einn dag. Eftir það
verður upphæðin aftur sú sama
og við bætist nú enn frekari lög-
fræðikostnaður og innheimtu-
gjöld, að sögn talsmanna fyrir-
tækisins.“
Hún hefur leitað ráða hjá Sam-
tökum verslunar og þjónustu eins
og ótal fleiri sem hafa lent á „aug-
lýsingasamningi“ hjá vefsíðufyr-
irtækjum af þessari tegund. Hún
fékk þar sömu ráðleggingar og
aðrir, að láta innheimtuhótanir
sem vind um eyru þjóta og borga
ekki fyrir þjónustu sem hún hafi
verið göbbuð til að kaupa. Hún
segist ætla að fylgja þeim ráðum.
jss@frettabladid.is
Á LEIÐ ÚR RÉTTARSALNUM Nafn Lynndie
England verður ávallt tengt einum ömur-
legasta kafla hernámsins í Írak.
M
YN
D
/A
P
GISTIHEIMILIÐ Svikafyrirtækið þefaði uppi þetta litla gistiheimili og sendi „skráningar-
gögn“ til rekstraraðilans.
KAREN RUT KON-
RÁÐSDÓTTIR
Hefur verið rukkuð
bréflega og sím-
leiðis.
ÞÓRSHÖFN Á LANGANESI Þangað hefur svikafyrirtæki teygt klær sínar til að verða sér úti
um nokkur hundruð þúsund krónur.
BANDARÍKIN
HEPPINN INNFLYTJANDI Innflytj-
andi frá Kenía datt í lukkupottinn
daginn sem hann fékk bandarísk-
an ríkisborgararétt. Skömmu
eftir að hann sór borgaraeið sinn
uppgötvaði hann að á lottómiða
sem hann hafði keypt kom vinn-
ingur upp á um 117 milljónir
króna.