Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 62
46 29. september 2005 FIMMTUDAGUR „Allar mínar bernskuminningar tengjast mat og á gömlum óskalista sem ég skrifaði átta ára var mat- reiðslubók,“ segir matargyðjan Nanna Röngvaldardóttir, sem í dag opnar stærsta matarvef landsins, nefnilega gestgjafinn.is, en Nanna hefur um árabil starfað sem blaða- maður Gestgjafans ásamt því að skrifa matreiðslubækur með eigin göldróttu og girnilegu matarupp- skriftum og lostætisfróðleik. „Í eldhúsinu fór ég barnung að gera ýmsar tilraunir í eldhúsinu, sem ekki voru alltaf vinsælar,“ segir Nanna, sem í dag er annálað- ur kokkur af Guðs náð, þótt hún hafi aldrei unnið á veitingahúsi. „En ég er með sjókokkapróf þótt ég hafi aldrei farið á sjó. Tók það í menntaskóla til tvöfaldra ein- inga upp í einingatap vegna slakrar mætingar í tímum,“ segir Nanna, sem ásamt ritstjóra Gestgjafans og forseta Íslands mun opna vefinn í Ásmundarsafni í dag og ritstýra upp frá því. „Þetta er gamall draumur sem nú verður loks að veruleika. Á vefn- um er uppskriftabanki með 5.000 uppskriftum, en við munum sífellt bæta við nýjum og gömlum, enda til þúsundir úr eldri Gestgjöfum, auk þess sem ég mun setja inn áður óbirtar uppskriftir úr eigin safni,“ segir Nanna, sem sjálf hefur aldrei getað farið eftir mataruppskrift. „Ég á gífurlegt safn matreiðslu- bóka og gríp hugmyndir hér og þar, en hef alltaf leikið af fingrum fram yfir pottunum. Því var strembið þegar ég þurfti að venja mig á að skrifa uppskriftir,“ segir hún brosmild, en á nýja matarvefnum mun Nanna svara spurningum, halda úti matarbloggi og stýra spjallvef um allt sem tengist mat- arnautninni. „Íslendingar hafa æ meiri áhuga á mat og matarmenningu, og við alltaf fengið mikið af fyrir- spurnum, sem eykst stöðugt. Ég hef alltaf viljað hafa mikil sam- skipti við fólk um mat og reynt að bregðast fljótt við þeim fyrir- spurnum. Ef ég þekki sjálfa mig reikna ég með að engu skipti hvaða dagur sé eða klukkan slær; fólk má alltaf reyna að ná til mín á vefnum. Það er aldrei að vita nema ég sé við tölvuna og svari.“ Samhliða opnun vefsíðunnar í dag kemur út fyrsta bókin í mat- reiðslubókaflokki Gestgjafans sem koma mun út nokkrum sinnum á ári í 100 síðna formi með 45 upp- skriftum. Að þessu sinni er bókin um lambakjöt. „Bókina fá áskrifendur Gest- gjafans fría í tilefni dagsins, og að- gang að uppskriftum vefjarins munu þeir einir hafa, auk greina úr blaðinu. Hver áskrifandi fær sitt eigið svæði þar sem hann getur safnað uppskriftum af vefnum og skrifað inn nýjar úr eigin ranni. Að öðru leyti verður aðgangur opinn með uppskrift, víni og hráefni vik- unnar, auk aðgangs að spjalli, bloggi og fleiru, en ekki verður hægt að kaupa aðgang að síðunni án þess að gerast áskrifandi að Gestgjafanum líka.“ thordis@frettabladid.is NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR, RITSTJÓRI GESTGJAFINN.IS Tímaritið Gestgjafinn opnar í dag stærsta matarvef landsins með yfir 5.000 uppskriftum. Nanna er ritstjóri vefsins og mun verða notendum innan handar með ráðgjöf, spjall, fróðleik og fleira, enda knúin brennandi þörf fyrir samskipti við aðra um töfra matarlistar og matarlystar. Gúrkan skorin í litla teninga. Tómatarnir skornir í helminga, fræin skafin úr þeim með skeið og þeir síðan skornir í teninga. Rauðlaukurinn skorinn í litla bita og paprikurnar fræhreinsaðar og skornar í teninga. Öllu blandað saman í skál. Safinn kreistur úr sítrónunni og hristur saman við olíu, steinselju, graslauk, pipar og salt. Hellt yfir grænmetið og blandað vel. Látið standa nokkra stund. Borið fram t.d. sem meðlæti með grillmat eða steiktu kjöti eða fiski. 1 stór íslensk gúrka 3 íslenskir tómatar, þroskaðir 1 lítill rauðlaukur 1/2 íslensk græn paprika 1/4 íslensk gul paprika, má vera rauð 1 sítróna 3 msk. ólífuolía 1/2-1 steinseljuknippi, saxað 3-4 msk. graslaukur, saxaður (má nota vorlauk) 3/4 tsk. nýmalaður pipar, helst regnbogapipar (fimmlit piparblanda) salt Fleiri ljúffengar uppskriftir og fróðleikur á www.islenskt.is ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S G RA 2 85 65 06 /2 00 5 gúrkusalsa Jólabakstur me› ömmu og mömmu Bjór og snafs þykja góðir meðreiðar- sveinar í haustkuldanum og víst er að Faxe Extra Strong, 10% bjórinn frá Faxe, yljar mönnum hressilega. Má segja að vegna hins háa alkóhólinnihalds sé hann bjór og snafs í senn, eins og einn ágætur maður orðaði það. Þrátt fyrir styrkleik- ann er Faxe Extra Strong óvenjulega bragðmildur, hefur ekki remmuna sem oft einkennir sterka bjóra. Faxe Extra Strong er nú kominn í nýj- an búning, hálfgerð víkingaklæði, eins og aðrir bjórar frá Faxe. Þar leikur litli vík- ingurinn aðalhlutverk sem tákn Faxe. Verð í vínbúðum 399 kr. í 50 cl dós FAXE 10%: Gó›ur í kuldanum ...........@frettabladid.is MATGÆÐINGURINN MARGRÉT ELÍSA HARÐARDÓTTIR FEGURÐARDROTNING > kryddaðu tilveruna ... ...með hreinu og aukefna- lausu kryddi frá Potta- göldrum. Hvaða matar gætir þú síst verið án? Ég gæti síst verið án matar frá Mexíkó. Fyrsta minningin um mat? Jólabakst- ur með ömmu og mömmu stendur upp úr. Það var alltaf bakað fyrir hver jól. Hálfmánar með rabarbarasultu voru í miklu uppáhaldi hjá mér. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Nei. Ég hef lagt það í vana minn að prófa allan mat allavega einu sinni. Ég er samt ekkert voðalega hrifin af ostrum. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Það var máltíð sem ég fékk þegar ég var úti í San Felipe í Mexíkó. Þar fékk ég fiskrétt með pico di gallo sem smakkaðist mjög vel. Eftir á fékk ég að vita að fiskurinn væri hrár. Eftir þetta fór ég að borða sushi. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Það er kryddið herbamare. En það eru grænmeti og jurtir úr lífrænni ræktun. Ég nota það mjög mikið við elda- mennskuna. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Þá borða ég súkkulaði. Ég fer yfirleitt niður í Nóa Siríus og kaupi mér fullt af súkkulaði. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég á alltaf til skyr. Það er nú bara það eina. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða mat myndir þú taka með þér? Ég myndi taka með mér „big burrito“. Það er svo rosa- lega matarmikið. Næstum heilt kíló. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Það var kengúrukjöt sem ég smakkaði úti í Ástralíu. Það var svolít- ið svipað kjúklingi á bragðið. Lyktin var samt svolítið svipuð hrossakjöti. Ég held að ég myndi ekki vilja smakka það aftur. Þráði matreiðslubók átta ára GLENFIDDICH: Skemmtilegt smakksafn William Grant's var fyrsta fyrirtækið til að setja maltviskí á almennan markað utan Skotlands, hið heimskunna viskí Glenfiddich sem er mest selda maltviskí veraldar. Mest- allt viskí sem er framleitt er blandað viskí, oft frá ýmsum brugghúsum. Betri brugg- húsin höfðu hins vegar alltaf búið til gæða maltviskí en þau fengust ekki utan Skotlands fyrr en Grant's setti Glenfidd- ich á markaðinn árið 1963. Þótti það ákaf- lega djarfur leikur en það reyndist svo sannarlega markaður fyrir gæðaviskí. Í dag er Glenfiddich vinsælasta maltviskí veraldar. Þeir sem vilja kynna sér þetta eðalviski ættu að fjárfesta í smakksafninu Glenfidd- ich Tasting Collection. Það fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og inniheldur 12 ára Reser- ve, 15 ára Solera Reserve sem þroskað er í sjerrítunnum og 18 ára Ancient Reserve. Verð í vínbúðum 5.990 kr. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.