Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 60
Nú er sá tími að kvikmyndahúsin eru að hreinsa út af lagernum. Það styttist í stórmyndir vetrarins og á þær má ekkert skyggja. Á föstu- daginn verða fjórar nýjar kvik- myndir frumsýndar. Þær eru þó þess eðlis að ekki hefur mikið farið fyrir þeim í kvikmyndaheiminum. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin fer enda af stað í dag en hún mun væntanlega draga eitthvað úr að- sókn á hinar „hefðbundnu“ myndir. Það telst þó alltaf til stórtíðindi þegar Wes Craven frumsýnir nýja mynd. Hann er maðurinn á bak við Scream-myndirnar svo ekki sé minnst á Freddy Kruger. Hans nýjasta verk heitir Red Eye og skartar Rachel McAdams í aðal- hlutverki en hún heillaði Owen Wilson síðast upp úr skónum í Wedding Crashers. Myndin segir frá Lisu Reisert sem er nauðbeygð til að taka þátt í morði á heima- varnarráðherra Bandaríkjanna ef hún vill bjarga föður sínum sem er í haldi mannræningja. Minnir söguþráðurinn óneitanlega á Nick of Time með Johnny Depp en fingraför Cravens verða eflaust út um allt. Það eru þau Diane Lane og John Cusack sem fara með aðalhlut- verkin í Must Love Dogs. Segir myndin frá leikskólakennaranum Söruh Nolan sem er nýskilin. Áhugamál fjölskyldu hennar er að koma stúlkunni á stefnumót en þau eru flest misheppnuð. Eftir nokkra stund ákveður Sarah að hún vilji aldrei fara aftur á stefnumót. Hún lætur þó tilleiðast að fara á stefnu- mót þar sem dálætis á hundum er krafist. Sarah á engan hund en fær lánaðan einn. Það sem hún veit ekki er að maðurinn sem hún á að hitta hefur líka fengið sinn hund lánaðan. Knattspyrna hefur á undan- förnum árum orðið að einni vin- sælustu íþrótt í heimi og má í raun líkja uppgangi íþróttarinnar við „bítlaæði“. Fjölda drengja og stúlkna dreymir um að feta í fót- spor Davids Beckham, Ronaldinho og Thierry Henry. Kvikmyndin Goal! fjallar um Santiago sem dreymir um að verða atvinnu- knattspyrnumaður. Þar sem hann býr í Los Angeles fyllist drengur- inn vissu um að þetta sé einungis draumur. Honum býðst þó óvænt tækifæri þegar útsendarar Newcastle koma auga á hann og bjóða honum samning. Fjöldi þekktra knattspyrnumanna kemur við sögu í myndinni, þeirra á með- al áðurnefndur Beckham og Zida- ne auk leikmanna Newcastle. Að endingu verður hér minnst á barnamyndina Óskar og Jóse- fínu sem er sjálfsætt framhald jóladagatalsins vinsæla sem sýnt var á Stöð 2. Að þessu sinni kemst Jósefína yfir tímavél sem getur flutt hana á milli árhund- ruða eins og ekkert sé. Sögusvið þessarar myndar er þó fyrst og fremst miðaldir. 44 29. september 2005 FIMMTUDAGUR Óskar og Jósefína Aðeins var kominn einn dómur um myndina. Red Eye Internet Movie Database: 6,7 / 10 Rottentomatoes: 81% / Fresh Metacritic: 7,2 / 10 Goal! Ekki voru komnir neinir dómar um myndina. Must Love Dogs Internet Movie Database: 5,9 / 10 Rottentomatoes: 35 % / Rotten Metacritic: 4,8 / 10 FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) Mannrán, tímavél og fótbolti STAR WARS Átta aðilar hafa verið kærðir fyrir að stela eintaki af nýjustu Stjörnustríðs- myndinni og dreifa henni á vefinn. You can’t do this to me, I’m an AMERICAN. Marion er með það á hreinu hver réttindi hennar eru þegar henni er rænt í Indiana Jones-myndinni Raiders of the Lost Ark. bio@frettabladid.is John Cusack er af mikilli skemmti- iðnaðarætt. Öll fjölskylda hans lifir og hrærist í þessum heimi. Það eru þó einungis hann og systir hans, Joan Cusack, sem hafa náð að skapa sér eitthvað nafn. Hann kom fyrst fram í kvikmynd- inni Class, þá aðeins sautján ára gamall. Meðleikarar hans í henni voru Rob Lowe og Andrew McCarthy sem báðir voru taldar miklar vonarstjörnur fyrir Hollywood. Það mó þó segja að aðeins Cusack hafi haldið sér í ná- lægð við toppinn. Cusack er þessi ólíklega hetja. Per- sónur hans eru yfirleitt frekar örar en ákaflega klárar, með munninn fyrir neðan nefið og sjá lausnir í hverju horni. Í Grosse Point Blank lék hann leigumorðingjann Martin Q. Blank sem sækir endurfundi skólafélaga sinna til að drepa einn þeirra. Hann breytti þó algjörlega um stíl þegar hann gekk til liðs við Jerry Bruckheimer og lék í hasar- myndinni Con Air. Sjálfur útskýrði Cusack val sitt með því að stund- um yrðu menn að taka fjárhagslega skynsamar ákvarðanir. Stærsti leik- sigur Cusacks var þó í kvikmynd- inni Being John Malkovich en þar var hann í hlutverki Craigs Schwartz sem villist inn í heila Johns Malkovich. Ferill Cusacks er á stöðugri uppleið og hefur hann eignast mjög traust- an aðdáendahóp. Leikarinn er enn fremur með sína eigin klíku í Hollywood sem heitir The New Criminals sem stóð einmitt að Gross Point Blank. > Ekki missa af ... Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykja- vík. Framtak aðstandenda er til fyrir- myndar þó eflaust séu einhverjir sem þekki engan af þeim gestum sem hing- að koma. Þarna gefst okkur tækifæri til að kynnast kvikmynda- gerðarmönn- um sem hafa kosið að standa fyrir utan mark- aðsvæðingu og sölumennsku. Meðal athyglis- verðra mynda má nefna Veg- irnir, My Sum- mer of Love og Adam’s Æbler. Þetta er hátíð sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Formaður dómnefndar verður Pawel Pawlikowski. Óvænta hetjan                  !"#!$%&'()*+ ,-(&.$!"/!('0 .()"&/! ",1(*$%(,'$ '1"+"*&1$$()#"    22    '()*+&'()*+ ,-(&.$!",-( .()"&/! ",1(*$%(,'$    3  4   3  3  ,-(&,-( $!-"&$!-" /,$)&,-( '1"+"*&'1"+"* $ % & & $'($ % &)     3  4   3  3  ,-(&,-( ,-(&/,$)&,-( ,-(&$!-"&$!-" ,-(&.()"&.()" ,-(&'1"+"*&'1"+"* Átta einstaklingar hafa verið kærðir af bandarískum yfirvöld- um fyrir að dreifa ólöglegum upp- tökum af síðustu Stjörnustríðs- myndinni en myndin var frum- sýnd um jólin í fyrra. Degi áður en Lucas rölti eftir rauða dreglin- um í Los Angeles gátu netverjar hlaðið henni niður af netinu. Samkvæmt málskjölum réttar- ins í Los Angeles var eintaki af myndinni rænt frá framleiðslu- deild í Kaliforníu en talið er að einn sakborninga hafi unnið þar. Samkvæmt saksóknaranum í Los Angeles hefur Albert Valente verið kærður fyrir stuld frá vinnustað sínum en hann virðist vera höfuðpaurinn í þessu máli. Sex aðrir hafa verið kærðir fyrir brot á höfundarrétti og Marc Hoaglin hefur verið kærður fyrir að dreifa efninu á vefnum. Hoaglin gæti átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsi ef hann verð- ur fundinn sekur en réttarhöldin fara fram í næsta mánuði. Það er ljóst að kvikmyndagerðamenn munu fylgjast vel með þessum málum enda hafa þeir barist ötul- lega gegn ólöglegum eintökum á vefnum. ■ Átta kær›ir í Stjörnustrí›smálinu CUSACK Hann hefur þótt mikill kvennabósi enda átt í ástarsambandi við Minnie Driver og Neve Campell. Cusack hefur alltaf haldið tryggð við fjölskyldu sína sem kemur reglulega fram í myndum hans. ÓSKAR OG JÓSEFÍNA Kvikmyndin er sjálfstætt framhald af jóladagatalinu vinsæla sem var sýnt á Stöð 2 síðustu jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.