Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 67
Á sunnudagskvöld voru fyrstu rokktónleikarnir haldnir í nýja óperuhúsinu í Kaupmannahöfn. Það var Nick Cave sem varð þess heiðurs aðnjótandi að fá fyrstur rokkara að stíga á svið. Tilefnið var afhending menningarverð- launa Friðriks krónprins og konu hans Mary Donaldsson. Mary sem er áströlsk eins og Nick Cave gat því miður ekki sótt tónleikana vegna óléttu, en hún á von á sér eftir mánuð. Aðeins voru 1700 miðar seldir á tónleikana og seld- ust þeir upp á mettíma. Danska hljómsveitin Swan Lee átti líka að spila á tónleikunum en þar sem hún lagði upp laupana daginn áður hlupu landar þeirra í hljómsveit- inni Mew í skarðið. Nick Cave var greinilega ekki á því að vera penn innan um prinsinn og aðra hátíðargesti. Hann arkaði inn á sviðið og barði á flygilinn í byrjun tónleikanna. En fyrsta lagið var sýnt í beinni útsendingu í danska ríkissjón- varpinu. Síðan tóku við eins og hálfs tíma tónleikar sem fóru vel í gesti og ekki síður gagnrýnendur, en tónleikarnir hafa fengið ákaf- lega góða dóma í dönskum fjöl- miðlum. ■ BYRJAÐI MEÐ LÁTUM Áður en tónleikarnir hófust afhenti Friðrik prins kvikmyndaleik- stjóranum Per Fly verðlaunaféð, 500.000 danskar krónur og verðlaunagrip sem Ólafur Elíasson hannaði. Nýjasta mynd Per Fly, Drabet, var nýlega frumsýnd í Danmörku en hún er síðasta myndin í þriggja mynda syrpu sem leikstjórinn fékk verðlaunin fyrir. Leikkonan Alyson Hannigansem þekktust er fyrir leik sinn í American Pie mynd- unum segir aðdáendur sína vera afar gjafmilda. Einn að- dáandinn er jafnvel svo gjaf- mildur að hann gaf henni hest. „Hún mætti fyrir fram- an húsið mitt með hestinn og sagðist vera með send- ingu handa mér. Ég fór út og hún sagðist vilja gefa mér þennan hest,“ segir Alyson. „Hún var víst hestaþjálfari og vildi deila list sinni með mér. Þetta var afar fallegt af henni en hvar átti ég að geyma hann? Átti ég að tæma sundlaugina og hafa hestinn þar? Ég sannfærði hana um að ég gæti ekki tekið við hestinum og nú sendir hún mér reglulega myndir af hon- um,“ segir Alyson. Ljóshærða fegurðardísin CharlizeTheron er orðin hundleið á að fólk geri sér ýmsar hug- myndir um hana ein- ungis vegna þess að hún er falleg. „Þessi hug- mynd um að fallegar konur hafi ekki tilfinn- ingar, finni ekki fyrir sársauka og skilji ekki mannlega erfiðleika og allt sé auðvelt fyrir þær er algjört kjaftæði,“ segir hún reið. „Ég get ekki breytt útliti mínu eða setið og horft á meðan útlitið stjórnar lífi mínu þegar ég veit í hjartanu að ég er venjuleg stúlka.“ Nick Cave fyrsti rokkarinn í n‡ja óperuhúsinu FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.