Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,03 63,33 111,28 111,82 75,81 76,23 10,158 10,218 9,69 9,748 8,069 8,117 0,557 0,5602 91,28 91,82 GENGI GJALDMIÐLA 28.09.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 106,6156% 4 29. september 2005 FIMMTUDAGUR Yfirlýsing frá Baugi vegna nýrra upplýsinga í Baugsmálinu: Íhuga a› fara fram á opinbera rannókn BAUGSMÁL Fyrirsvarsmenn Baugs munu kanna hvort efni sé til opin- berrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenberger, Jóns Steinars Gunn- laugssonar og Kjartans Gunnars- sonar. Einnig hvort aðrir tengist þessum hópi, leynt eða ljóst, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu. „Þá mun félagið meta réttar- stöðu sína í sambandi við meið- yrði í þess garð og forsvarsmanna þess, og þá einnig í tengslum við skaðabótamál sem félagið hefur hafið undirbúning að.“ Þá segir: „Aðalatriði málsins er sú aðför sem sterkar vísbending- ar eru um að skipulögð hafi verið á ritstjórnarskrifstofu Morgun- blaðsins til þess að brjóta Baug Group og fyrirsvarsmenn þess á bak aftur í íslensku atvinnulífi, án þess að skeyta nokkuð um afleið- ingar þess fyrir félagið, hluthafa þess og þúsundir starfsmanna.“ Undir yfirlýsinguna ritar Hreinn Loftsson, stjórnarformað- ur Baugs. - sda Fréttirnar voru stór‡ktar Heimsbygg›in fylltist óhug eftir a› hafa heyrt fréttaflutning af aflei›ingum fellibylsins Katrínar. Nú er hins vegar a› koma í ljós a› fréttirnar voru í mörgum tilvikum meira í ætt vi› tröllasögur en raunveru- legar l‡singar á flví sem ger›ist. BANDARÍKIN LÖGREGLUSTJÓRINN HÆTTUR Lögreglustjórinn í New Orlans hef- ur sagt starfi sínu lausu fyrirvara- laust. Lögreglan í New Orleans hafði áður tilkynnt að fram myndi fara rannsókn á því hvers vegna um 250 lögreglumenn mættu ekki til vinnu eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir borgina á dögun- um, en lögreglumönnunum gæti hugsanlega verið refsað fyrir það. BEIN Á ÞAKINU Verkamenn sem unnu að viðgerð- um á skýjakljúfi á Manhattan fundu á dögunum mannabein á þakinu. Skýjakljúfurinn stóð nærri Tvíburaturnunum og skemmdist nokkuð í hryðjuverka- árásunum 11. september 2001. Beinin eru því talin vera af fórn- arlambi þess hildarleiks. Sjálfmorðssprengja: Bana›i níu hermönnum KABÚL, AP Sjálfsmorðsprengjumað- ur á mótorhjóli sprengdi vítisvél sína fyrir utan þjálfunarbúðir hermanna í Kabúl í gær með þeim afleiðingum að níu létust og 28 særðust. Í kjölfar sprengingarinnar lok- uðu bandarískir hermenn og frið- argæsluliðar á vegum NATO þeim hluta höfuðborgarinnar þar sem árásin var gerð. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér en árásir á borð við þessar eru fátíðar. Í ágúst 2004 sprengdu talibanar sprengju við skrifstofur bandarísks fyrir- tækis og þá dóu tíu manns. Tíu dagar eru síðan þingkosn- ingar fóru fram í Afganistan og því hefur viðbúnaður þar verið mikill. ■ FJÖLMIÐLAR Rangfærslur og ýkjur einkenndu fréttir bandarískra fjöl- miðla af ástandinu í New Orleans og nágrenni eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir í ágústlok. Ástæð- an er skortur á samskiptum en einnig kynþáttafordómar. Þetta er fullyrt í grein í breska blaðinu The Independent í gær. Eftir að fellibylurinn Katrín gekk á land í sunnanverðum Bandaríkjunum og flóðgarðar brustu við New Orleans með þeim afleiðingum að borgin fór undir vatn fóru strax að berast óhugnan- legar sögur af ástandinu þar. Al- gert niðurbrot siðferðisgilda virt- ist hafa átt sér stað, stigamenn fóru um ránshendi og óttast var að tugir þúsunda hefðu látið lífið. Sér- staklega átti ástandið að vera slæmt í Superdome-íþróttahöllinni og í ráðstefnumiðstöð þar sem flóttamenn höfðust við innan um rotnandi lík, saur á gólfum og án matar og vatns. Þaðan bárust sög- ur af morðum og nauðgunum, jafn- vel á börnum. Nú er hins vegar að koma í ljós að í Superdome-höllinni dóu ein- ungis sex manns. Fjórir dóu af eðlilegum orsökum, einn af of- neyslu fíkniefna og einn framdi sjálfsmorð. Engar staðfestar heim- ildir eru fyrir morðum þar. Í ráð- stefnumiðstöðinni áttu 24 að hafa verið myrtir, þar hafa aðeins fund- ist fjögur lík og virðist eitt dauðs- fallið hafa verið af manna völdum. Fjögur morð voru framin í New Orleans þessa örlagaríku viku, rétt eins og hverja aðra viku í árinu. Frásagnir af gripdeildum og ráns- ferðum voru sömuleiðis ýktar, að minnsta kosti hefur ekki tekist að staðfesta nema brot af þeim. Independent tilgreinir ýmsar ástæður fyrir því að tröllasögurn- ar komust á kreik. Í fyrsta lagi voru fjarskiptakerfi í borginni í lamasessi af völdum fellibylsins og flóðanna sem fylgdu í kjölfarið og því áttu flökkusögur ef til vill greiðari leið en ella. Önnur ástæða er sérstakt fjölmiðlaumhverfi þar sem beinlínis er gert út á að vekja sem sterkastar tilfinningar áhorf- enda við fréttaflutningnum. Í þriðja lagi hefur svo verið bent á að kynþáttafordómar hafi haft mikið að segja, að ótti hvítra vel- megandi íbúa við hina þeldökku og fátækari nágranna sína hafi orðið skynseminni yfirsterkari. sveinng@frettabladid.is JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON OG HREINN LOFTSSON Í yfirlýsingu sem Hreinn Lofts- son, stjórnarformaður Baugs, ritar undir segir að Baugur muni kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum fimm nafngreindra persóna í tengslum við Baugsmálið. GRÁIR FYRIR JÁRNUM Norskir friðargæslu- liðar á vegum Atlantshafsbandalagsins gættu þess að engir færu inn á svæðið þar sem árásin var gerð. Sjónvarpsstöðin TV2: Skálda›i fréttir DANMÖRK Danska útvarpsréttar- nefndin hefur áminnt ríkisreknu sjónvarpsstöðina TV2 fyrir að birta fréttir um glæpagengi inn- flytjenda sem byggðust á rang- færslum. Fréttirnar birtust fyrst um miðjan júlí og var því slegið upp að „ungir innflytjendur byggju sig undir stríð“. Lögregla lýsti því hins vegar skömmu síðar yfir að unglinga- gengið væri ekki til. Þar að auki kom í ljós að stór hluti myndskeið- anna í fréttunum var úr tónlistar- myndbandi. ■ STAÐREYNDIR EÐA TRÖLLASÖGUR? Fréttirnar: Skotárásir og hnífsstungur áberandi í Superdome-höllinni. Staðreynd: Ef slíkar árásir áttu sér stað voru þær ekki alvarlegar. Fréttirnar: 24 látnir í ráðstefnumiðstöðinni eftir byssubardaga. Staðreynd: Fjögur lík hafa fundist, þar af eitt eftir morð. Fréttirnar: Óþjóðalýður fór ránshendi um auðug úthverfi. Staðreynd: Ekkert slíkt átti sér stað. Fréttirnar: Í Baton Rogue gengu flóttamenn berserksgang svo loka varð Louisi- ana-háskóla. Staðreynd: Eitt afbrot var tilkynnt til lögreglu, minniháttar hnífsárás í flóttamanna- skýli. Enginn meiddist. ÚR SUPERDOME-HÖLLINNI Ófagrar sögur bárust frá höllinni dagana eftir að fellibylurinn geisaði í New Orleans og nágrenni. Ekki virðist hins vegar fótur nema fyrir litlum hluta þeirra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A FP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.