Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 29. september 2005 KAUPHLAUP 20-70% afsl. Bómullarnáttföt – Undirfatnaður – Baðfatnaður Verslunin lokar sunnudaginn 2.október Opið laugardaginn 11-18 og sunnudaginn 13-16 Þökkum innilega fyrir viðskiptin á liðnum árum Starfsfólk Thyme maternity. Í eina tíð sagði ég stundum að Parísarbúar væru betri við hundana sína en mannfólkið og víst er að hundarnir eru marg- ir hér í borg. En hundaeign fylgir tískusveiflum eins og annað og að sjálfsögðu hafa hundar sína tísku. Bolabítar hafa verið vinsælir í nokkuð mörg ár bæði franskir og enskir, (Emma og Toy sem eru á myndinni hér fyrir ofan eru franskir bolabítar) eins og frændur þeirra Boxer og Car- lain. Ekki skal ég segja hvort það er vegna þess að hönnuð- urinn frægi Yves Saint Laurent hefur í áratugi átt bolabíta og oft verið myndaður með þeim. Hjá samnefndu tískuhúsi kynntist ég bílstjóra sem hafði verið í þjónustu herra Saint Laurent og fór daglega í langar göngur með hundana. Síðustu ár hafa svo Jack Russel-hundar (hundur Mariuh Carey er af Jack Russel kyni) og Chihuahua (Paris Hilton) náð talsverðri útbreiðslu. En Labrabor-hund- ar eru alltaf vinsælir og nú er tískuliturinn súkkulaðibrúnn. Hundarnir eru auðvitað mis- jafnlega sterkir á velli og sumir þola illa kulda og vos- búð yfir veturinn í evrópskum borgum. Hundar hafa því heil- mikið úrval af tískufatnaði til að íklæðast svo ekki sé uppá- halds ilmvatninu „Oh my dog“ gleymt. Málið vandast þegar velja á ól fyrir greyið. Á hún að vera svört með gylltum málmstöfum, „Gucci-dog“ frá Gucci eða úr leðri með LV frá Luis Vuitton í stíl við hand- töskuna eða stílhrein og ein- föld í anda minimalisma Miuccia Prada? Það nýjasta er svo hunda- leikskóli í fjórða hverfi París- ar sem opnaði í vor og hefur frá fyrsta degi haft fjölda við- skiptavina. Í hundaleikskólan- um er hægt að skilja hundinn eftir í minnst einn tíma, til dæmis þegar farið er út að versla og allt upp í einn mánuð eftir því sem hentar. Og í ná- grannahverfunum er meira að segja boðið upp á að sækja hundinn heim og skila honum aftur. Þeir sem búa lengra burtu þurfa þó að að koma með hundinn sjálfir. Meðan á gæsl- unni stendur getur eigandinn valið um hlýðniþjálfun, leik- tíma, gönguferðir og snyrt- ingu (fyrir hundinn, ekki eig- andann). Nokkrar hundateg- undir eru þó ekki teknar í gæslu, til dæmis Rottweiler og Pitbull þar sem þeir geta verið árásargjarnir. Reyndar er Pit- bull einn þeirra hunda sem samkvæmt nýlegum lögum er nú bannað að rækta hér í Frakklandi og er skylda að gera þá alla ófrjóa til þess að þetta kyn deyi þannig smátt og smátt út. Þetta er hundalíf. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Hundalíf í háborg tískunnar Armbönd og hálsmen í massavís SKART, SKART OG MEIRA SKART. Nú er málið að hlaða nógu miklu af hálsmenum og armböndum á sig til að tolla í tískunni í vetur. Þó þarf að gæta sín á að öllu ægi ekki saman og spekúlera svolítið í heildarmynd- inni og bæta svo slatta af skarti við í stíl. Tréarmböndin eru hvað mest áber- andi en það er líka flott að hafa þau til dæmis með gylltum pardusarm- böndum. Hálsmenin eru af ýmsum toga, litríkir steinar, bronslitaðar perlur, gull, bein og kopar er algengur efniviður, og það sama gildir hér og með arm- böndin, það er flott að blanda saman en málið er bara að gera það vel. (litrík armbönd, þrjú saman) kr. 790-1.090 Topshop (Jarðlituð þrjú sam- an) kr. 990 Centrum Grænt (eins og mörg mjó) kr. 1.690 Kiss Silfurlit kr. 590 og 1.290 Kiss Rest kr. 590 Kiss (Appelsínugul háls- men) kr. 1.990 stk (Appelsínugulir og ljósbl. steinar m.a, stórt) kr. 3.990. Get- ur líka verið belti. (Gul og brún síð) kr. 1.990 (lítið, bönd og hangandi steinar) kr. 2.990 Fæst allt í Kúltúr SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.