Fréttablaðið - 29.09.2005, Side 31

Fréttablaðið - 29.09.2005, Side 31
FIMMTUDAGUR 29. september 2005 KAUPHLAUP 20-70% afsl. Bómullarnáttföt – Undirfatnaður – Baðfatnaður Verslunin lokar sunnudaginn 2.október Opið laugardaginn 11-18 og sunnudaginn 13-16 Þökkum innilega fyrir viðskiptin á liðnum árum Starfsfólk Thyme maternity. Í eina tíð sagði ég stundum að Parísarbúar væru betri við hundana sína en mannfólkið og víst er að hundarnir eru marg- ir hér í borg. En hundaeign fylgir tískusveiflum eins og annað og að sjálfsögðu hafa hundar sína tísku. Bolabítar hafa verið vinsælir í nokkuð mörg ár bæði franskir og enskir, (Emma og Toy sem eru á myndinni hér fyrir ofan eru franskir bolabítar) eins og frændur þeirra Boxer og Car- lain. Ekki skal ég segja hvort það er vegna þess að hönnuð- urinn frægi Yves Saint Laurent hefur í áratugi átt bolabíta og oft verið myndaður með þeim. Hjá samnefndu tískuhúsi kynntist ég bílstjóra sem hafði verið í þjónustu herra Saint Laurent og fór daglega í langar göngur með hundana. Síðustu ár hafa svo Jack Russel-hundar (hundur Mariuh Carey er af Jack Russel kyni) og Chihuahua (Paris Hilton) náð talsverðri útbreiðslu. En Labrabor-hund- ar eru alltaf vinsælir og nú er tískuliturinn súkkulaðibrúnn. Hundarnir eru auðvitað mis- jafnlega sterkir á velli og sumir þola illa kulda og vos- búð yfir veturinn í evrópskum borgum. Hundar hafa því heil- mikið úrval af tískufatnaði til að íklæðast svo ekki sé uppá- halds ilmvatninu „Oh my dog“ gleymt. Málið vandast þegar velja á ól fyrir greyið. Á hún að vera svört með gylltum málmstöfum, „Gucci-dog“ frá Gucci eða úr leðri með LV frá Luis Vuitton í stíl við hand- töskuna eða stílhrein og ein- föld í anda minimalisma Miuccia Prada? Það nýjasta er svo hunda- leikskóli í fjórða hverfi París- ar sem opnaði í vor og hefur frá fyrsta degi haft fjölda við- skiptavina. Í hundaleikskólan- um er hægt að skilja hundinn eftir í minnst einn tíma, til dæmis þegar farið er út að versla og allt upp í einn mánuð eftir því sem hentar. Og í ná- grannahverfunum er meira að segja boðið upp á að sækja hundinn heim og skila honum aftur. Þeir sem búa lengra burtu þurfa þó að að koma með hundinn sjálfir. Meðan á gæsl- unni stendur getur eigandinn valið um hlýðniþjálfun, leik- tíma, gönguferðir og snyrt- ingu (fyrir hundinn, ekki eig- andann). Nokkrar hundateg- undir eru þó ekki teknar í gæslu, til dæmis Rottweiler og Pitbull þar sem þeir geta verið árásargjarnir. Reyndar er Pit- bull einn þeirra hunda sem samkvæmt nýlegum lögum er nú bannað að rækta hér í Frakklandi og er skylda að gera þá alla ófrjóa til þess að þetta kyn deyi þannig smátt og smátt út. Þetta er hundalíf. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Hundalíf í háborg tískunnar Armbönd og hálsmen í massavís SKART, SKART OG MEIRA SKART. Nú er málið að hlaða nógu miklu af hálsmenum og armböndum á sig til að tolla í tískunni í vetur. Þó þarf að gæta sín á að öllu ægi ekki saman og spekúlera svolítið í heildarmynd- inni og bæta svo slatta af skarti við í stíl. Tréarmböndin eru hvað mest áber- andi en það er líka flott að hafa þau til dæmis með gylltum pardusarm- böndum. Hálsmenin eru af ýmsum toga, litríkir steinar, bronslitaðar perlur, gull, bein og kopar er algengur efniviður, og það sama gildir hér og með arm- böndin, það er flott að blanda saman en málið er bara að gera það vel. (litrík armbönd, þrjú saman) kr. 790-1.090 Topshop (Jarðlituð þrjú sam- an) kr. 990 Centrum Grænt (eins og mörg mjó) kr. 1.690 Kiss Silfurlit kr. 590 og 1.290 Kiss Rest kr. 590 Kiss (Appelsínugul háls- men) kr. 1.990 stk (Appelsínugulir og ljósbl. steinar m.a, stórt) kr. 3.990. Get- ur líka verið belti. (Gul og brún síð) kr. 1.990 (lítið, bönd og hangandi steinar) kr. 2.990 Fæst allt í Kúltúr SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.