Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 12
29. september 2005 FIMMTUDAGUR LYFJAMÁL Kvörtunum vegna skorts á lyfjum við alvarlegum sjúkdóm- um hefur fjölgað allverulega það sem af er þessu ári, að sögn Matth- íasar Halldórssonar aðstoðarland- læknis. Hann segir að læknar og sjúk- lingar hafi kvartað yfir því við Landlæknisembættið að tiltekin lyf hafi ekki reynst vera til. Læknar hafi oft fengið þau svör að um margra daga til margra vikna bið yrði að ræða. Jafnvel algeng lyf, svo sem Ibuprofen, hafi margoft ekki verið til. „Málið er litið alvar- legum augum,“ segir Matthías. „Meðal annars hafa forstjóri Lyfja- stofnunar og landlæknir ritað heil- brigðisráðherra bréf, þar sem lagt er til að unnið verði að lagabreyt- ingu til þess að veita meira aðhald í þessum málum. Það er ólíðandi að nauðsynleg lyf, sem lyfjafyrir- tækjunum ber að hafa á lager, séu ekki til staðar og valdi sjúklingum, læknum og lyfjafræðingum apó- tekanna erfiðleikum. Lyfjastofnun og landlæknisembættinu ber að bregðast við réttmætum kvörtun- um þótt heildsalar kunni að kveinka sér.“ - jss Sæll Jón. [...] eftirfarandi er hugmynd mín að lausn málsins. 1. Þú nefndir á talhólfinu að þú þyrftir að vita hvernig við ætluðum að standa að málum. Eins og ég sagði þér fyrir par mánuðum síðan, og hefur komið fram í okkar samtölum síðar, þarftu að gera ráðstafanir sem miða að því að losa vöruhúsið. Þú hefur heyrt skoðanir [nafni sleppt] og hans manna. Í mín eyru hafa þær ekki breyst. Verði um aukin viðskipti að ræða þá er það hið besta mál, en á meðan þú hefur ekki heyrt neitt frekar um það frá [nafni sleppt] þarftu að gera ráð fyrir að svo verði ekki, eins og ítrekað hefur komið fram. Hvorki ég né Jón Ásgeir getum haft áhrif á framtíðarviðskipti. Eins og þú hefur orðið var við hefur lítið gengið hingað til í að efla viðskiptin. Framundan eru skipulagsbreytingar hjá okkur, sem ég bið þig um að fara með sem trúnaðarmál því það hefur ekki verið kynnt hér innanhúss (verður gert í lok mánaðarins) og með þeim breytingum verða dagleg áhrif okkar hér engin. Þú sagðir mér um daginn að þú værir að vinna í því að fá með- leigjendur í vörulagerinn. Það er gott og nákvæmlega það sem þarf að gerast. Jafnframt sagðirðu mér að þú værir kominn í samstarf með fyrirtæki á Norðurlöndum (ég hef heyrt að það sé [nafni sleppt] og [nafni sleppt]). Það er einnig hið besta mál. [...]. En, sem sagt, línan hefur ekkert breyst. Gerðu ráð fyrir að loka vöruhúsinu, nema þú hafir borðleggjandi samninga við [nafni sleppt] og/eða [nafni sleppt]. 2. Þú óskaðir eftir $250 þúsund [15,8 milljónir kr.] vegna taprekstr- ar liðinna ára. Ef ég man rétt (ég get látið fletta því upp, en þú átt einnig að hafa tölurnar) þá erum við þegar búnir að greiða þér þá fjárhæð ($80 þúsund [5 milljónir kr.] árið 1999 og síðan $50 þúsund [3,2 milljónir kr.] og $120 þúsund [7,6 milljónir kr.] á þessu ári. Stemmir það ekki?) Uppsafnað tap þitt síðan 1999 er $419 þúsund [26,4 milljónir kr.] með afskriftum og $364 þúsund [23 milljónir kr.] án afskrifta. Eigið fé Nordica [vöruhússins] er neikvætt um $391 þúsund [24.7 milljónir kr.] í árslok 2001 sam- kvæmt efnahagsreikningi. Mér finnst það því fullvel í lagt að leggja rekstrinum til $250 þús- und [15,8 milljónir kr.] í viðbót af tvennum ástæðum. Í fyrsta lagi er uppsafnað tap ekki svo mikið og í öðru lagi getum við ekki borið einir ábyrgð á rekstrinum. Þar hlýtur þú að koma til líka (enda rann hagnaður áranna á undan til þín), svo og viðskipti við aðra aðila þó þau séu ekki mikil í samanburði við Aðföng. Ég er hins vegar tilbúinn að mæla með því við mína menn að greiða $150 þúsund [9,5 milljónir] í viðbót. Þá er fjárhæðin komin í $400 þúsund [25,2 milljónir kr.] sem er hærri fjárhæð en sem nam peningalegu tapi síðustu ára. 3. Samkvæmt efnahagsreikningi New Viking nema skuldir í árslok 2001 $774 þúsund [48,8 milljónir kr.]. Á því ári voru greiddar $144 þúsund [9,1 milljón kr.] í reksturinn, þar af fóru $56 þús- und [3,5 milljónir kr.] í afborganir og fjárfestingar, $55 þúsund [3,5 milljónir kr.] í vexti og rest í rekstrarkostnað. Skuldir í árs- byrjun voru því $816 þúsund [51,7 milljónir kr.]. Sama gildir með árið 2000, það er afborganir og rekstur hefur verið greiddur héðan. Síðan er það spurning hversu verðmæt eignin er. Er hún $1300 þúsund [82 milljónir kr.] eða $1500 þúsund [94,6 milljónir kr.]? Eða einhver önnur fjárhæð? Þetta þekkir þú betur en ég, en þegar við ræddum um þessi mál í byrjun þá töluðum við um þessar fjárhæðir. Síðan hafa þær væntanlega frekar lækkað en hækkað vegna afskrifta. Nettóeign er því nú $525-$725 þúsund [33,1-45,7 milljónir kr.] miðað við framangreint verðmætamat. Ef við miðum við ársbyrjun 2000, þegar reksturinn var yfirtekinn héðan, er nettóeign líklega um $100 þúsundum [6,3 milljón kr.] lægri. þegar við fórum yfir þessi mál í ársbyrjun 2000 þá vorum við sam- mála um að þú fengir 30 prósent (þá var búið að taka tillit til vinnuframlags þíns), og að við tækjum síðan yfir reksturinn að mestu leyti. Eins og þú manst fannst JÁJ þetta of hátt hlutfall. En ef við höldum okkur samt við þessi 30 prósent, og miðum við $1400 þúsunda [88,3 milljóna kr.] verðmat á bátnum eins og við gerðum þá, þá er hlutur þinn eftirfarandi: Miðað við skuldir í ársbyrjun 2000 væri hlutur þinn $162 þúsund [10.2 milljónir kr.] Miðað við skuldir í ársbyrjun 2001 væri hlutur þinn $175 þúsund [11 milljónir kr.] Miðað við skuldir í ársbyrjun 2002 væri hlutur þinn $188 þúsund [11,9 milljónir kr.] Til að ná $250 þúsund [15,8 milljónir kr.] í þinn 30 prósenta hlut þyrfti verðmæti bátsins að vera $1600 þúsund [100 milljónir] í árs- byrjun 2002 og $1700 þúsund [107,2 milljónir kr.] í ársbyrjun 2000. Ef við hins vegar miðum áfram við $1400 þúsunda [88,3 milljóna kr.] verðmæti þyrfti eignarhlutur þinn að vera 40 prósent í ársbyrj- un 2002 og 46 prósent í ársbyrjun 2000. Ég legg því til að þú fáir $200 þúsund [12.6 milljónir]. Miðað við $1400 þúsunda [88,3 milljóna kr.] verðmæti þýðir þetta 37 pró- senta eignarhlutur miðað við ársbyrjun 2000 en frá þeim tíma hef- ur kostnaður verið greiddur hér að mestu. Þetta er umtalsvert hærri eignarhlutur en þú fórst upphaflega fram á, svo ekki sé minnst á hugmyndir JÁJ í því sambandi. Ég vona að þér finnist þetta sanngjörn lausn. Láttu mig heyra hvað þér finnst um þetta, það er hvort þetta sé að þínu mati sanngjarnt eða ósanngjarnt annars vegar og hins vegar hvort þessi lausn dugi til að fleyta þér yfir erfiðasta hjallann. Þetta eru samtals $350 þúsund [22,1 milljónir kr.] sem ég legg til að greiða þér, það er $150 þúsund [9,5 milljónir kr.] vegna rekstrar og $200 þúsund [12,6 milljónir kr.] vegna New Viking. Til að undirstrika það sem áður hefur komið fram að þá tel ég að með slíku uppgjöri, sem að framan er lýst, sé fjárhagsleg ábyrgð okkar á Fróni afgreidd, það er ekki koma til frekari greiðslur nema þá vegna beinna viðskipta. Það sama gildir væntanlega um ábyrgðir. Kveðja. Lok viðskipta Nordica og Baugs Tölvupóstsamskipti Tryggva Jónssynar, þáverandi forstjóra Baugs, og Jóns Geralds Sullenberger á vormánuðum 2002, þegar viðskiptum Baugs og Jóns Geralds var að ljúka. Samskiptin varða fjár- hagslegt uppgjör Tryggva og Jóns Geralds vegna viðskipta Baugs og vöruhúss Jóns Geralds í Bandaríkjunum. Tölur í hornklofum eru upphæðir í bandarískum dollurum reiknaðar yfir í íslenskar krónur á núvirði. 8. MAÍ 2002 Tölvupóstur Tryggva til Jóns Geralds: 8. MAÍ 2002 Jón Gerald svarar samdægurs: Sæll Tryggvi minn. Takk fyrir póstinn. Í stórum drátt- um sætti ég mig við neðangreint bréf og vonandi skilur þú það að eftir 10 ára samstarf og vinnu með feðgunum þá stend ég uppi með tvær hendur tóm- ar. En hvert er mitt val! Tíminn er svo dýrmætur eins og þú veist og eins og staðan er núna þá er salan til Aðfanga 2002 $171 þúsund [10,8 milljónir kr.] og tapið orðið um $80 þúsund [5 milljónir kr.] það sem af er þessu ári. Tryggvi minn ég er tilbúinn að ganga að þessu en verð þó að fá á hreint að ef ég afsala mér New Viking fyrirtækinu þá verða lánin sem á því hvíla greidd eða endurfjármögnuð á ykkar nafni. [...] Vonandi á þetta eftir að verða betra ár því ég hef ákveðið að beina mínum kröftum á fleiri aðila en Aðföng. Kveðja. Nöfn þeirra sem ekki tengjast málinu með beinum hætti hafa verið fjarlægð. Fréttablaðið hefur ekki í höndum fleiri tölvupósta frá þessum tíma er varða fjárhagslegt uppgjör Jóns Geralds Sullenberger við Baug. 11. MAÍ 2002 Tölvupóstur frá Jóni Gerald til Tryggva: Sæll Tryggvi er eitthvað að frétta? 12. MAÍ 2002 Tölvupóstur frá Tryggva til Jóns Geralds: Ég er búinn að ræða þessar hugmyndir við feðgana og samþykkja þeir tillöguna. Næsta skref er að ganga frá pappírsmálum, einkum vegna Thee Viking. Jafnframt verða skuldir yfirteknar, sem þú ert í ábyrgð fyrir. Samtals eru þetta $350 þúsund sem á að greiða þér auk þess að losa þig undan ábyrgðum. Á móti kemur yfirlýsing frá þér um að allar skuldbindingar okkar vegna Nordica séu uppgerðar og síðan framsal hlutabréfanna. Ég fer í það á morgun að útvega banka- ábyrgðir vegna Thee Viking og hef síðan samband við lögfræðing- inn sem við hittum til að klára pappírsmálin. Ég veit að þessi frágangur á eftir að taka einhvern tíma svo láttu mig vita ef ég get eitthvað gert fyrir þig núna. Kveðja Tryggvi. 13. MAÍ 2002 Tölvupóstur frá Jóni Gerald til Tryggva: Sæll Tryggvi takk fyrir póstinn. Eftir samtal ykkar veit Jóhannes að ég mun tapa öllu meira að segja húsið allt fer af því að maður er heiðarlegur og treystir því sem manni er sagt. Kveðja í bili. LYFJASKORTUR Læknar og sjúklingar hafa kvartað til Landlæknisembættisins vegna þess að tiltekin lyf við alvarlegum sjúk- dómum hafa ekki verið fáanleg. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir: Kvarta› vegna lyfjaskorts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.