Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 20
að kaupa v e n j u l e g t kjöt eins og hangikjöt og skinku og taka fit- una af, því það er bragð- meira og bragðbetra,“ segir Guð- rún, sem er lítið hrifin af kjöt- áleggi sem er fullt af vatni. Nefnir hún brauðskinku, sem hún segir að eigi ekkert sameig- inlegt með venjulegri skinku. Nokkrar góðar hugmyndir til að auka fjölbreytni áleggsins eru til dæmis að setja rifsberjahlaup á lifrarkæfuna og ólífur á kjúklingaáleggið. Soðin egg, tómatar og grænmeti eru vinsæl en síðan er hægt að breyta út af venjunni og setja reyktan silung, salat úr sýrðum rjóma og sinnepi og eplabitum, allt eftir smekk. Annað gott ráð er að elda meira í kvöldmatinn og taka með næsta dag. Guðrún á son í smíða- námi sem finnst best að taka með sér afganga í boxi og hita í ör- bylgju. Hún segir að í raun megi gera slíkt við allan mat, hins veg- ar séu pottréttir eða eitthvað með sósu yfirleitt girnilegra. Ekki eru allir svo skipulagðir að þeir gefi sér tíma til að útbúa nesti. Fyrir þá bendir Guðrún á salatbari eða einfaldlega að fólk kaupi sér samloku eða langloku. „Ein samloka gefur þó ekki næga orku til að dekka hádegið,“ varar hún við og segir því nauðsynlegt að fá sér jógúrt eða skyr með. Mötuneytismatur er misjafn en Guðrún segir hann þó oft á t í ð u m mjög góð- an. Þá sé hann oft nið- urgreiddur og því hagstæður. Guðrún segir mikilvægt að fólk sé sátt við hádegismatinn og hann sé lystugur því annars sé hætta á að fólk langi í eitthvað annað og freistist til að grípa í kex eða aukabita. „Það er mjög mikið at- riði að setjast niður og gefa sér tíma í að borða,“ segir Guðrún og mælir eindregið með því að fólk drekki mikið vatn. Guðrún segir allt of algengt að fólk borði of lítið í hádeginu. Hún hafi fengið til sín konur sem borði eina skyrdós í hádeginu og fari síðan út að ganga. „Þetta skilar engu,“ heldur Guðrún fram enda verði fólk pirrað þegar það sé illa nært og næring hafi mikið að segja um andlega líðan og afköst í starfi. Nesti fyrir fullor›na Fólk á að fá þrjátíu pró- sent af orku dagsins úr hádegisverðinum. Best er að búa til eigin hádegis- mat því það er hollara og alltaf ódýrara en að kaupa hann tilbúinn. Hádegisverður er mikilvæg mál- tíð. Þar fæst sú orka sem notuð er til að halda sér vakandi í vinn- unni og daglegu amstri. Hádegis- maturinn vefst fyrir mörgum og oft á tíðum freistast fólk til að fara út í búð eða á veitingastað og kaupa sér eitthvað í gogginn sem til lengri tíma litið er kostn- aðarsamt. Guðrún Þóra Hjalta- dóttir næringarráðgjafi hefur nokkur góð ráð fyrir fólk sem vill koma lagi á hádegissiði sína með því að hugsa bæði um heils- una og fjárhaginn. „Ég hvet fólk til að útbúa mat- inn sjálft vegna þess að þá veit maður hvað maður er að borða og það er alltaf ódýrara,“ segir Guðrún og bætir við að úr hádeg- isverðinum eigi fólk að fá þrjátíu prósent af orku dagsins. Algeng- asta nestið og það sem er ávallt klassískt er að útbúa samloku ásamt einum ávexti eða jógúrt- dós, skyri eða skyrdrykk en hægt er að útbúa nestið annað hvort kvöldið áður eða að morgni, eftir því sem hentar. Nestið þarf þó ekki að vera til- breytingasnautt enda álegg af mörgum toga. „Ég ráðlegg fólki                             !  "      #  !" #$ %&'' ()) *(!"  % Ár Kr. 1980 15 kr. 1985 130 kr. 1990 400 kr. 1995 550 kr. 2000 700 kr. 2003 800 kr. 20 29. september 2005 FIMMTUDAGUR NEYTANDINN: SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON VEÐURFRÆÐINGUR ÚTGJÖLDIN > VERÐ Á BÍÓMIÐA Á VENJULEGA SÝNINGU MIÐAÐ VIÐ VERÐLAG Í NÓVEMBER HVERS ÁRS Þegar ég horfi yfir það sem ég hef keypt yfir ævinafyrir utan náttúrulega heimilið og mat þá eru bestu kaupin sennilega sumarbústaðurinn minn,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson hinn kunni veðurfrétta- maður. Sumarbústaðinn sem er í Borgarfirði keypti Sigurður fyrir þremur árum og er alsæll. „Þar hitti ég naglann á höfuðið,“ segir Sigurður sem finnst tóm sæla að dvelja í sveitinni. „Þarna eyðir maður öllum sínum bestu stundum með fjölskyldunni,“ segir Sigurður sem dundar sér þar við smíðar og annað þv um líkt. „Mér finnst heillandi að komast út í náttúruna. Þar sem ég er lærður í náttúruvísindum vil ég komast þangað sem stutt er til fjalla og á vit ævintýranna,“ segir Sigurður og finnst bústaðurinn hverrar krónu virði. Sigurður telur sig hafa verið nokkuð heppinn í gegnum tíðina og var lengi að rifja upp verstu kaupin. Hann komst þó að þeirri niðurstöðu að ein verstu kaup hans hefðu verið á tryggingum. „Fyrir nokkrum árum taldi ég mig vera eins vel tryggðan og kostur var og síðan var brotist inn í bílinn minn, nýjan jeppa. Ég rak mig á eintómar læstar dyr,“ segir Sigurður um viðskipti sín við tryggingafélagið þegar hann reyndi að fá bæt- ur fyrir tjónið. „Það var mikið svekkelsi,“ segir Sigurður sem í dag leitar eftir þeim trygg- ingum sem eru ódýrastar í hvert skipti. Var› vonsvikinn me› tryggingar Þórunn Högnadóttir sjónvarpsþáttastjórnandi hringir oft í mömmu sína til að fá góð ráð sem sú hefur greinilega undir rifi hverju. Þór- unn setur til dæmis edik í vatn þegar hún þrífur glugga og segir þá glansandi á eftir. Þá notar hún matarsóda til að þrífa innan úr kaffi- könnum. „Tannkrem er það besta sem þú færð á postu- lín,“ segir Þórunn sem nýtir tannkremið til fleiri verka eins og að þrífa vaska. Annað gott ráð til að þrífa vaska er að nota þvottaefni. „Það var fyrir tilviljun að ég uppgötvaði það. Ég var að leggja í bleyti í vaskinum og þvoði vaskinn á eftir og hann varð eins og spegill,“ segir Þórunn sem sækir bæði ráð til mömmu sinnar og ömmu. Eld- gamalt ráð sé til dæmis að nota kaffikorg til að þrífa pela. „Þá setur maður pínu kaffikorg og vatn, hristir pelann og þá verður hann hreinn og fínn.“ GÓÐ HÚSRÁÐ ■ fiórunn Högnadóttir hagur heimilanna ■ HVAÐ KOSTAR....AÐ LÁTA SKOÐA BÍLINN? Dýrt að mæta ekki í endurskoðun Einn af föstum útgjaldaliðum hvers árs er að fara með bílinn í skoð- un. Ef farið er með bílinn í skoðun hjá Frumherja er aðalskoðunar- gjald fyrir venjulegan fólksbíl 5.200 krónur en fyrir bíla yfir fimm tonnum eru það 9.100 krónur. Ef ekki er allt í lagi og settur er endurskoðunarmiði á bílinn hefur eigandinn 30 daga til að koma með hann í endurskoðun. Það kostar 1.000 krónur fyrir fólksbíl en 1.900 krónur fyrir stærri bíla. Ef hins vegar er komið með bílinn eftir þennan 30 daga frest eykst kostnaðurinn enda þarf þá að skoða allan bílinn aftur. Þá kostar það aukalega 3.400 krónur fyrir fólksbílinn en 5.100 krónur fyrir bíla yfir fimm tonnum. Hjá Aðalskoðun er verðið svipað, aðalskoðunargjald fyrir fólksbíl er 5.150 kr. og 9.150 kr. fyrir stærri bíla. Samkvæmt óformlegri verðkönn- un Fréttablaðsins getur kostnaður við vetrargeymslu á tjaldvögnum, húsbílum, felli- og hjólhýsum numið frá 10 og upp í 50 þúsund krónur. Verðið ræðst af tegund og stærð hýsisins en einnig af gerð og staðsetningu geymslunnar. Segja má að þumalputtareglan sé sú að verðið lækki í jöfnu hlut- falli við fjarlægð frá Reykjavík en þar eru hýsin flest og spurnin eftir geymslu mest. Á Suðurnesjum og Árborgar- svæðinu kostar vetrargeymsla á stóru fellihýsi í kringum 35 þús- und krónur. Verðið er lægra fyrir minni felli- hýsi og tjaldvagna en getur farið upp í um 50 þúsund krónur fyrir geymslu á húsbíl. Verðið er talsvert lægra í grennd við Akureyri, þar kostar frá 10 og upp í 15 þús- und að geyma fellihýsi. Víðast hvar eru leigupláss vetrarins uppseld en sums staðar er enn hægt að fá inni. Húsnæði sem reist hefur verið fyrir margs konar atvinnustarf- semi er nú nýtt fyrir geymslur undir f e l l i - hýsi og tjaldvagna. Má nefna að gömul refa- og svínabú þjóna nú nýju hlutverki og í stað fjórfætlinga á fóðrum standa þar vagnar sem bíða þess að eigend- urnir dragi þá út í vorið á ný. - bþs ■ VERSLUN OG ÞJÓNUSTA RKÍ opnar nýja verslun í Hafnarfirði Í gær opnuðu deildir Rauða kross Íslands á höfuðborgarsvæðinu verslun með not- aðan fatnað í Strandgötu 24 í Hafnarfirði. Þar með rekur Rauði krossinn tvær versl- anir en hin er á Laugavegi 12 í miðbæ Reykjavíkur. Allt stefnir í að Rauði krossinn taki á móti þúsund tonnum af notuðum fatnaði í ár en móttakan fer fram á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu þaðan sem fatnaðurinn er sendur í fataflokkunarstöð í Gjótuhrauni 7. Allur fatnaður sem berst er nýttur, hluti hans er seldur óflokk- aður úr landi, hluti fer til hjálparstarfs erlendis og innanlands. Allur ágóði fataflokk- unarverkefnisins rennur í hjálparsjóð Rauða krossins. Fiskur spornar við ofþyngd Fiskneysla er líklegri til að sporna við ofþyngd en kjötneysla. Þetta kom fram í erindi Ingibjargar Gunnarsdóttur næringarfræðings sem hún flutti á fundi Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins í tilefni af 40 ára starfsafmæli stofnunarinnar. Ingibjörg vísaði í rannsókn á þyngdarstjórnun þar sem þátttakendur þjáðust af vægri offitu. Þeim var skipt í fjóra hópa sem allir voru settir á mataræði með jafn- miklum orkuforða, en sá munur var á að einn hópurinn fékk engan fisk, annar þorsk þrisvar í viku, sá þriðji lax þrisvar í viku og sá fjórði fiskiolíutöflur. Eftir átta vik- ur höfðu allir hóparnir lést en heildarþyngdartapið var meira hjá þeim sem fengu fisk eða fiskiolíu en hjá hópnum sem fékk engan fisk. Ekki er ljóst hvað veldur því að fiskneysla sporni við ofþyngd frekar en kjötneysla, en að sögn Ingibjargar munu næstu rannsóknir miðast við að bregða ljósi á það. NÆRINGARRÁÐGJAFI Guðrún Þóra Hjaltadóttir. HOLLT OG GOTT Góð næring hefur mikið að segja um andlega líðan. Góður hádegisverður getur gert gæfumuninn á því hvort fólk sé vel upplagt í vinnunni. Mik- ilvægt er að gefa sér góðan tíma til að borða. SUMIR BORÐA EKKI NÓG Ein skyrdós í hádeginu er ekki nóg til að fullnægja orku- þörfinni. Margir setja tjaldvagna, húsbíla, felli- og hjólhýsi í geymslu yfir veturinn: Kostar frá 10 upp í 50 flúsund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.