Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 33
A-vítamín hefur góð áhrif á húð, hár, bein og tennur auk þess sem það er gott fyrir sjónina. Egg, lifur, fitu- snauðar mjólkurvörur og gult og dökkgrænt grænmeti, auk gulróta og spínats, innihalda A-vítamín.[ ] ROPE YOGA Bæjarhraun 22 / 220 Hafnarfjörður / 3. hæð Skráning er hafin í síma 555-3536 GSM 695-0089 ropeyoga@internet.is • www.ropeyoga.net stöðin Bæjarhrauni 22 NÝ BYRJENDANÁMSKEIÐ Við mælum blóðfitu Pantaðu tíma í Lágmúla í síma 533 2308 Smáratorgi í síma 564 5600 Benedikt Bjarki Ægisson tannlæknir segir skipulega tannburstun lykilinn að góðri tannhirðu. Einnig er tann- þráður nauðsynlegur og sting- ur Benedikt upp á því að fólk þræði tennurnar yfir fréttum. „Mikilvægt er að bursta sig skipulega, byrja á ákveðnum stað og þrífa síðan hverja tönn fyrir sig,“ segir Benedikt Bjarki Ægis- son tannlæknir og bætir því við að almennileg tannburstun skipti miklu fyrir góða tannhirðu. Nota skal mjúka tannbursta fremur en þá hörðu þar sem þeir þrífa tenn- urnar betur. Mjúk hárin leggjast vel að tönnunum á meðan harði burstinn skoppar af þeim. Einnig geta þeir sem samviskusamir eru einfaldlega burstað tannholdið burtu, slitið vefinn og upplifað þannig óþægindi svo sem óþol fyrir hita og kulda. Benedikt telur einnig mikil- vægt að skola ekki munninn eftir tannburstunina. „Það skiptir máli að leyfa tannkremsflúorinu að liggja á tönnunum yfir nóttina. Ég persónulega bursta mig yfir sjónvarp- inu, kyngi svo bara öllu saman og fer að sofa.“ Eitt sem mjög margir gleyma er að bursta tunguna. „Tungan er alsett litlum skorum sem eru gróðrarstía fyrir bakteríur og matar- leyfar. Til eru sér- stök áhöld til að hreinsa tunguna en tannburstinn er ekk- ert síðri,“ segir Benedikt. Notkun tannþráðar er einnig mjög góð viðbót við tannburstann og eiginlega nauðsynleg til að ná tannsýklu sem er á milli tann- anna. Tannskemmdir byrja helst þar sem bakteríur fá að vera í friði, til dæmis á snertifleti tann- anna, en burstinn nær ekki til þeirra svæða. Aðrir fletir eru nánast sjálfhreinsandi, svo sem bitflöturinn sem alltaf er í núningi. „Vandamálið hjá okkur er fyrst og fremst að fá fólk til að nota þráðinn. Finna verður ein- hverja leið til setja þetta inn í rútínuna svo sem þegar horft er á fréttir. Ef við- komandi situr með tannþráðsboxið við hlið sér er miklu lík- legra að hann noti þráðinn.“ Benedikt brýnir það einnig fyrir foreldrum að bursta börn sín upp að tíu ára aldri. Þau mega gera það sjálf einstaka sinnum en passa verður að það sé gert í um- sjá fullorðinna. Gáfaðir drekka helst léttvín en hafa minni smekk fyrir bjór og sterkum drykkjum. Sú er niður- staða nýrrar danskrar rannsóknar. Vís- indamaðurinn sem komst að þessari merku niðurstöðu fylgdist með drykkjuvenjum 1800 manna hópi ungs fólks sem einnig var sett í greindarpróf. Rannsóknin leiddi í ljós að uppáhaldsdrykk- ur þeirra greindustu var léttvín. Fylgst var með drykkjuvenjum hópsins í nokkur ár og samkvæmt Politiken þá héldu þeir greindustu einnig mest upp á léttvínið nokkrum árum síðar. „Það hefur lengi verið talið bera vott um góðan smekk að drekkar fremur vín en öl,“ sögðu prófessorarnir Morten Grönbæk og Thorkild I. A. Sör- ends sem vinnaa á Lýðheilsustofnun Dana í samtali við Politiken. Tekjuháir einstak- lingar og vel menntaðir drekka einnig frekar vín en bjór. Gáfa›ir drekka vín Samhengi á milli greindar fólks og vals á áfengistegund. Verðandi feður forðist mengun Mengun dregur úr sæðisgæðum. Karlmenn sem eru að reyna að eign- ast barn ættu að forðast mengun til að tryggja sem mest gæði sæðisins. Bresk rannsókn sýnir bein tengsl á milli mikillar mengunar og lélegs sæðis hjá karlmönnum. Rannsóknin sýnir enn frekar fram á mikilvægi þess að karlmenn hugi almennt að heilsunni ef þeir eru að reyna að eignast barn. Greint er frá rannsókn- inni á vef BBC og bætt við að sífellt fleiri rannsóknir sýni að gæði sæðis verði meiri því hollara líferni væntan- legir feður temja sér. Hollur matur og lítil áfengisneysla eykur til að mynda líkur á gæðasæðisframleiðslu karla. Greint fólk er ekki spennt fyrir sterkum drykkjum og vill heldur léttvín. Benedikt Bjarki Ægisson að störfum. Hreinsa skal tunguna en sleppa munnskolun GÓÐ TANNHIRÐA FELUR Í SÉR AÐ: ● tannbursta sig skipulega minnst einu sinni á dag ● nota mjúkan tannbursta ● skola ekki munninn eftir tannburstun ● ekki gleyma að bursta tunguna ● nota tannþráð daglega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.