Tíminn - 03.08.1975, Qupperneq 12

Tíminn - 03.08.1975, Qupperneq 12
12 TÍMINN Sunnudagur 3. ág*st 1975. Menn og m Niðurgreiðslurnar eru í þágu allra atvinnuveganna Verzlunarmannahelgin er ekki eingöngu fridagar þeirra sem starfa að verzlunarstörfum heldur er hún í augum landsmanna orðin tengd ferðaiögum og útilifi og færi fram manntal fyrsta sunnudag f ágúst- mánuði er ekki ósennilegt.að sú yrði raunin að ekki væri fieira fóik I þéttbýli en f sveitum og óbyggðum landsins. A myndinni sézt all- myndarlegur þéttbýliskjarni þar sem bæjarfólk hefur slegið niður tjoldum sínum til skammrar dvalar úti f náttúrunni. Timamynd Gunnar. 30. júlí Dagurinn 30. júli 1975 mun jafn- an verða talinn merkur I sögu Evrópu, þótt enn sé of snemmt að fullyrða, að hann marki þau þáttaskil, sem flestir vona, að hann geri. Þá komu saman I Helsingfors leiðtogar þrjátiu og þriggja Evrópurikja, ásamt for- seta Bandarlkjanna og forsætis- ráðherra Kanada til að ljúka störfum öryggisráöstefnu Evrópu, sem hófst á sama stað fyrir réttum tveimur árum. Siðan hefur verið unnið látlaust að þvi að móta eins konar sáttmála um öryggi, frið og sambúð i Evrópu. Það verk hefur kostað mikla vinnu og þrautseigju, þar sem allt varð að sambvkkja einróma. Að sjálfsöjðu munu þeir, sem ekki eru bjartsýnismenn, benda á, að oft hafi meiriháttar ráð- stefnur verið haldnar og hátiðleg- ir alþjóðlegir samningar verið undirritaðir, en árangurinn ekki orðið mikill að sama skapi. Sagan geti endurtekið sig einu sinni enn að þessu leyti. Vissulega er rétt, að menn haldi áfram vöku sinni og biði enn meiri árangurs enda skiptir mestu hvernig fram- kvæmd sáttmálans verður. En af mörgum ástæðum eru horfur nú á margan hátt betri en oftast áður. Nú koma menn ekki saman að loknu striði meira og minna háðir áhrifum þess. Frá striðslokum eru liðnir þrir áratugir, og á þeim tima hefur smátt og smátt verið að skapast og mótast grundvöll- ur, sem öryggi, friður og góð sambúð eiga að geta byggzt á. Meira en helming þessa tima hefur spennan, sem var um skeið, verið að minnka hægt og hægt, en þó markvisst. öryggisráðstefnan er staðfesting þessarar þróunar og ætti að vera vænleg til að treysta hana og tryggja framhald hennar. Þess vegna glæðir hún vonir og óskir, sem virðast nú hafa meiri möguleika til að verða að veruleika en áður. AAikilvægasti þátturinn Sá metingur hefur ekki mikið til sins máls, hvort þessi eða hinn aðilinn hagnist á störfum ráð- stefnunnar. Þar gætir lika mjög mismunandi röksemda Sumir segja t.d., að ráðstefnan muni verða til að styrkja völd Sovét- rikjanna I Austur-Evrópu. Aðrir benda hins vegar á, að minnkandi spenna og aukið samstarf I Evrópu muni auka olnbogarými og sjálfstæði bandalagsþjóða Rússa. Þannig má deila um ein- stök atriði fram og aftur. ómót- mælanlegt er þó, að það er hagur allra, ef friðurinn styrkist og öryggið eykst. Það verða menn að vona, að verði árangur öryggis- ráðstefnunnar. Sé annars litið á yfirlýsingu þá, sem var undirrituð á lokafundin- um, kemur ótvirætt i ljós, að mikilvægasti þáttur hennar fjall- ar um aukin mannleg samskipti. Flest atriði yfirlýsingarinnar eru raunar ekki annað en viðurkenn- ing á orðnum hlut. Þetta gildir t.d. um viðurkenningu á landa- mærum, sem eru búin að haldast I 30 árog enginn hefur sýnt viðleitni i að breyta með vopnavaldi. 1 yfirlýsingunni er hins vegar viðurkennt, að þeim megi breyta með friðsamlegum hætti. Þáttur yfirlýsingarinr.ar um aukin mannleg samskipti er ótvi- rætt merki þess, að kommúnista- rikin hafa orðið að láta verulega undan kröfum vestrænu rikjanna. í reynd þurfa kommúnistarikin að breyta miklu meira en vest- rænu rikin I þessum efnum, ef fylgja á orðalagi og tilgangi yfir- lýsingarinnar. Þessu virðast þeir, sem ásaka vestrænu rikin um undanhald, yfirleitt geyma. The Times svar- ar Solzenitsyn Meðal þeirra, sem hafa gagn- rýnt vestrænu rikin fyrir aðild þeirra að yfirlýsingunni, er rúss- neski rithöfundurinn Solzenitsyn. Þessari gagnrýni hans var nýlega svarað i forustu- grein enska stórblaðsins The Times. 1 greininni sagði m.a. efnislega á þessa leið: — Solzenitsyn hefur ákært Ford forseta fyrir það, að hafa svikið Austur-Evrópu með fyrir- hugaðri þátttöku sinni I leiðtoga- fundinum i Helsinki. Það er auðvelt að hafa samúð með áhyggjum hans vegna hinna undirokuðu þjóða, sem eru undir yfirráðum Sovétrikjanna. Hitt er erfiðara að sjá hvernig hægt er að hjálpa þessum þjóðum með þvi að fylgja þeirri stefnu sem Solzhenitsyn mælir með. Að undanskildri styrjöld til að frelsa þessar þjóðir, er ekki um neinn annan valkost að ræða en að reyna með þolinmæði að byggja þá brú til bættrar sambúðar, sem verið er að vinna að I Helsinki. Solzenitsyn beitir þeim and- mælum gegn leiðtogafundinum, að verið sé að viðurkenna landa- mæri sovézka heimsveldisins. Þetta er ekki rétt. Skjöl þau, sem verða undirrituð, eru ekki samningar, og hafa ekkert laga- legt gildi.Þau eru yfirlýsing,sem, er ætluð að vera leiðarvisir um sambúð viðkomandi rikja. Þau hvorki viðurkenna viss áhrifa- svæði eða vissa stjórnarhætti. Þau viðurkenna hins vegar sjálf- stæði þjóða. Þau segja enn frem- ur, að landamærum skuli ekki breytt með valdi. Þetta innifelur sennilega yfirráð Sovétrikjanna yfir baltisku rikjunum (en hefur nokkur ráðgert að bjarga þeim?), en þetta útilokar ekki breytingar á stjórnarháttum eða friðsamleg- ar breytingar á landamærum i Evrópu. Skiölin eru langt frá þvi að vera fullkomin. Þau eru full af smug- um og málamiðlun eftir tveggja ára samningaþjark. Þegar allt kemur til alls, gera þau þó meiri kröfur t til Sovétrikjanna um breyttar sambúðarreglur en til vestr. rikjanna. Þótt þvi sé sleppt að skjölin viðurkenna Mlveldi (Tékkóslovakía?), og hafna vald- beitingu (Ungverjaland og Tékkóslóvakia?) hafa þau að geyma margvislegar skuld- bindingar um mannleg samskipti og frjálsara upplýsingastarf. Ef þessum reglum verður fylgt, mun ástandið batna í Evrópu. Ef þeim verður ekki fylgt, ætti ástandið ekki að versna, nema þá að þvi leyti sem þetta gæti valdið þræt- um, en engin ástæða virðist til að óttast, að vestræn riki þurfi að fara halloka i þeim. Greinin í Ar- beiderbladet Hinn 16. þ.m. birtist forustu- grein um landbúnaöarmál I Ar- beiderbladet, málgagni norska Verkamannaflokksins, sem er jafnframt aðalmálgagn núver- andi rikisstjórnar Noregs. Grein- in er skrifuð I tile'fni af þvi, að norskur landbúnaður hefur i vor og sumar orðið fyrir allþungum búsifjum af völdum náttúrunnar. 1 Suður-Noregi hafa verið miklir þurrkar og heitt i veðri og þaö dregið úr gróðri. 1 Norður-Noregi hefur hins vegar verið kalt og rigningasamt og það hamlar gróðri þar. Svo alvarlegt áfall er þetta þegar orðið fyrir land- búnaðinn, að rikisstjórnin hefur ákveðið að veita honum sér- stakan stuðning. 1 tilefni af þessu, rifjar Ar- beiderbladet það upp, að erfitt sé að stunda landbúnað I Noregi. Það megi raunar heita ógerlegt, án þess að verul. opinber aðstoð komi til sögunnar. Þess vegna hafa verið gerðar margháttaðar opinberar ráðstafanir til að tryggja stöðu landbúnaðarins og eflingu hans. Slfkt sé þó ekki gert eingöngu I þágu hans, heldur þjóðarinnar allrar, þvi aö Norð- mönnum sé mikilvægt að vera sem mest sjálfbjarga á þessu sviöi. Arbeiderbladet segir i fram- haldi af þessu, að stundum heyr- ist einstakar raddir um að þetta sé ekki hyggileg stefna. heldur beri að flytja inn erlendar land- búnaðarafurðir, sem séu ódýrari. Það væri mjög óskynsaml. að hverfa að þessu ráði, segir Ar- beiderbladet. Hversu iðnvætt og háþróað sem þjóðfélagið verður, og hversu viðtæk/og auðveld sem heimsverzlun með landbúnaðar- vörur verður, er það þjóðunum nauðsyn að styðjast við eigin landbúnað. Þetta gildi ekki sfzt um Noreg og þetta stafi ekki af þeim gamla hugsunarhætti, að þjóðin þurfi að vera sjálfbjarga af hernaðarlegum ástæðum. Stefna Svía og Norðmanna Arbeiderbladet vikur svo að lokum að þeim aðgerðum, sem ráðgerðar eru vegna þurrkanna i Suður-Noregi og rigninganna i Norður-Noregi að undanförnu. Þær verði gerðar I samráði milli rikisvaldsins og samtaka bænda. t sveitarstjórnarkosningunum I Noregi, sem fara fram i haust, munu sennilega einhverjir reyna að telja Verkamannaflokkinn andvigan landbúnaðinum. Reynslan sýni annað og af þvi' beri að dæma flokkinn. Þessi grein i málgagni norska Verkamannaflokksins mætti vera nokkurt umhugsunarefni fyrir þá menn hérlendis, sem telja sig vera skoðanabræður norskra jafnaðarmanna, en fylgja þó á mörgum sviðum allt annarri stefnu og þó einkum I landbúnað- armálum. Bæði Norðmenn og Sviar stefna nú markvisst að þvi að veröa sem mest sjálfbjarga á sviði landbún- aðarvaranna, þótt þeir gætu um sinn flutt inn ódýrar landbúnað- arvörur, t.d. frá Danmörku. Þeim er ljóst, að landbúnaðurinn er ekki aðeins nauðsynlegur þáttur I fjölþættu efnahagslifi, heldur eigi landbúnaðarvörur eftir að hækka i verði og verða takmarkaðar, þegar sá timi kemur, að fátæku þjóðirnar komast i þau efni aö þurfa ekki að svelta lengur. Sá timi kemur vonandi, sem fyrst. En þá yrðu þær þjóðir illa stadd- ar, sem áður hefðu veikt landbún- að sinn eða lagt hann niður að mestu, eins og stundum er krafizt hér. Hverjir græða á niðurgreiðslum? Þvi er ekki ósjaldan haldið fram i blöðum, að ólikt sé búið að landbúnaðinum, og t.d. iðnaðin- um. Landbúnaðarvörurnar séu stórlega niðurgreiddar, en engar slikar greiðslur eigi sér stað i sambandi við iðnaðarvörur. Sahnleikurinn er sá, að ekki að- eins iðnaðurinn, heldur allur at- vinnurekstur nýtur svipaðs hagnaðar af niðurgreiðslunum og landbúnaðurinn. Hagnaður at- vinnuveganna af niðurgreiðslun- um er fólginn i þvi, að þeir greiða mun lægra kaupgjald en ella. Ef niðurgreiðslurnar væru felldar niður, myndi kaupgjald hækka mjög verulega og kaupgreiðslur aukast að sama skapi. Þannig njóta allar atvinnugreinar meira og minna góðs af niðurgreiðslun- um. Hagnaður landbúnaðarins er hér hinn sami og annarra at- vinnugreina. Hagnaðurinn er ekki mismunandi að öðru leyti en þvi, hve miklar launagreiðslurn- ar eru. Astæðan til þess, að landbúnað- arvörur hafa frekar verið valdar sem niðurgreiðsluvörur en aðrar neyzluvörur, er einfaldlega sú, að þær eru taldar meðal allra brýn- ustu nauðsynjavara almennings, og það komi sér þvi betur fyrir neytendur að fá þær niðurgreidd- ar en flestar eða allar vörur aðr- ar. Þetta er ekkert sérstakt is- lenzkt fyrirbrigði, heldur má segja, að það sé alþjóðleg regla, að þar sem niðurgreiðslum er beitt sem efnahagsúrræði, séu það fyrst og fremst landbúnaðar- vörur, sem séu niðurgreiddar. Hér i blaðinu var t.d. fyrir skömmu skýrt frá þvi, að Sviar juku nýlega niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum um 9 millj- arða íslenzkra króna, en alls verja Sviar nú árlega 104 millj- örðum islenzkra króna til niður- borgana á matvörum og er þar nær eingöngu að ræða um niður- borganir á landbúnaðarvörum. Framkvæmd niður- greiðslanna En það eru ekki eingöngu at- vinnuvegirnir, sem hagnast á niðurgreiðslunum á framan- greindan hátt, heldur má segja, að þær séu launþegum einnig til hagsbóta. Þær hjálpa til að draga úr vixlhækkunum verðlags og kaupgjalds og hamla á þann hátt gegn verðbólgunni, sem skaðár launþega mest, þegar til lengdar lætur, og hefur þann vonda eigin- leika, að gera hinn rika rikari og fátæka fátækari. Þess vegna hef- ur niðurgreiðslum ekki sizt verið beitt I löndum, þar sem flokkar eins og sósialdemókratar eða frjálslyndir miðflokkar hafa ráð- ið rikjum. En þótt niðurgreiðslur geti þannig verið gagnlegt efnahags- úrræði, gildir um þær eins og ann- að, að þeim verður að beita i hófi. Þær eru ekki neitt einhlitt úrræði, heldur geta komið að gagni sem einn liðurinn i mörgum sam- ræmdum aðgerðum. Það hafa þær lika vissulega gert viða um heim. Það er svo annað mál, að um framkvæmd niðurgreiðslna má oft deila og henni hefur oft verið hagað hérlendis á annan veg en bændasamtökin hefðu helzt kosið. Það er áreiðanlega ekki heppi- legt, þegar niðurgreidda útsölu- verðið verður t.d. lægra en það verð, sem bændur fá fyrir afurð- irnar. En þá er vafalitið meira verið að hugsa um áhrif niður- greiðslnanna á visitöluna en ráð- leggingar bændanna. Menn ættu að varast að óathuguðu máli að skrifa slikt á reikning bændasam- takanna. Hélt opnum öllum dyrum Menn átta sig oft ekki á þvi, að meginmunurinn á úrræðum þeim, sem Alþýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn aðhyllast i efnahagsmálum, fer aðallega eftir þvi, hvort þessir flokkar eru i stjórn eða stjórnarandstöðu. 1 tið vinstri stjórnarinnar starfaði Alþýðubandalagið sem ábyrgur flokkur og stóð að óvinsælum að- gerðum, ef þær voru taldar-nauð- synlegar, eins og gengisfellingu, festing visitölubóta, skattahækk- unum, tillögum um beina grunn- kaupslækkun o.s.frv. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn I stjórnar- andstöðu og fordæmdi allar þess- ar aðgerðir. Núverandi stjórn hefur verið neydd til að gripa til þessara aðgerða, alveg eins og vinstri stjórnin, og þó i enn rikari mæli vegna hinna óhagstæðu við- skiptakjara. Nú er Sjálfstæðis- flokkurinn I stjórn og stendur þvi sem ábyrgur flokkur að þessum aðgerðum. Hins vegar hamast Alþýðubandalagið nú gegn þess- um aðgerðum vegna þess, að það er ekki i stjórn lengur. En hvort tveggja sýnir að raunverulega ber ekki mikið á milli Alþýðu- bandalagsins og Sjálfstæðis- flokksins I efnahagsmálum. Mun- urinn fer mest eftir þvi, hvort þessir flokkar eru I stjórn eða stjórnarandstöðu. Það er vafalffiðþessi skyldleiki flokkanna, sem átti sinn þátt i því, að Magnús Kjartansson færðist alveg undan að svara þvi fyrir seinustu kosningar, hvort stjórnarsamvinna Alþýðubanda- lagsins og Sjálfstæðisflokksins væri útilokuð. Magnús hélt öllum dyrum opnum i þeim efnum. Það er lika kunnugt, að i innsta hring Alþýðubandalagsins eru menn, sem vildu eftir kosningarnar I fyrra, að Alþýðubandalagið gengi til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Þeir menn munu frekar hafa eflzt siðan og þeir leggja allt kapp á, að þau tengsli, sem hafa haldist milli þessara flokka siðan á dögum ný- sköpunarstjórnarinnar, verði frekar styrkt en veikt. Það mun ekki standa á þessum mönnum ef Sjálfstæðisflokkurinn býður þeim uppinýjannýsköpunardans. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.