Tíminn - 03.08.1975, Page 13
Sunnudagur 3. ágúst 1975.
TÍMINN
13
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu,
símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500
— afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö i
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuöi.
Blaöaprent h.f.
Vestur-íslendingar
Samkvæmt alltraustum heimildum mun Step-
han G. Stephansspn hafa helgað Birni Breið-
vikingakappa fyrstu visurnar, sem hann kvað
eftir að hafa stigið á ameriska grund. Fyrsta
visan var á þessa leið:
Austanfoka, fréttarik
fljúgöu, ég á þig skora,
moldum Björns frá Breiðuvik
berðu kveðju vora.
Á fyrsta Vestmannadeginum, sem haldinn
var á Þingvöllum sumarið 1939, minntist séra
Jakob Kristinsson, sem flutti þar aðalræðuna,
þessa kveðskapar Stephans G. og rifjaði upp
sagnir Eyrbyggju um Björn Breiðvikinga-
kappa, sem var gerður útlægur vegna ásta -
mála hans og húsfreyjunnar á Fróðá. Eftir það
spurðist ekki til Björns, unz islenzkt kaupfar,
sem var á leið til íslands, bar af leið og náði
ókunnu landi eftir mikla hrakninga. Þar voru
skipverjar handteknir af mönnum, sem þeir
ekki skildu, en siðan frelsaðir af öldnum
höfðingja, sem talaði norræna tungu og spurði
frétta af íslandi, og sendi með þeim gjafir til
húsfreyjunnar á Fróðá og sonar hennar.
v I framhaldi af þessu fórust séra Jakob
Kristinssyni þannig orð:
„Samkvæmt frásögnum Eyrbyggju hefur
Björn Breiðvikingakappi komizt til valda i
Ameriku, bjargað sjóhröktum löndum sinum og
sent þá heila á húfi heim. Alveg hið sama hafa
Vestur-íslendingar gert. Mörgum þeim, sem
brotið höfðuskipsinhér heima, hrakizt vonlaus-
ir vestur og einskis átt úrkosta, hafa Vestur-Is-
lendingar bjargað, stutt til manndóms og betri
tilveru, unz þeir óku heilum vagni heim.
Eftir að Björn kveður ísland að fullu og öllu,
heyrist ekkert af honum um tugi ára. Hann
gleymist flestum eða öllum, nema húsfreyjunni
á Fróðá og nánustu ættingjum. En þegar minnst
varir, sendir hann gull og gersemar heim til ís-
lands.
Þetta er nákvæm saga af viðskiptum okkar og
Vestur-íslendinga. Höfum við ekki gleymt þeim
um tugi ára? Höfum við ekki látið sem skip
þeirra hafi týnzt i hafi? Og þó hafa þeir sent
okkur gersemar heim. Fjallkonunni gull og
sonum hennar sverð: sverð til að brjóta góðum
málum braut og höggva hindranir niður, gull
ljóða og listar öldum og óbornum til rikdóms og
sálubóta. Órofa tryggð til íslands hefir gert þá
ógleymna, þótt við höfum löngum gleymt.
Það er einkum þrennt, sem orpið hefir ljóma á
sögu Vestur-íslendinga: stál viljans, gull listar-
innar og ástin til tslands. Þetta eru merkin, sem
borin eru fyrir höfðingjum i flokki þeirra."
í ræðulokin fórust séra Jakob þannig orð, sem
hér verður tekið undir i tilefni þeirra hátiða-
halda, sem nú fara fram i Vesturheimi, sökum
100 ára afmælis hins siðara landnáms ís-
lendinga þar:
,,í dag siglum við vestur um haf á vængjum
hugans, þúsundir manna, alþjóð, til að treysta
bræðrabönd og þakka Vestur-íslendingar, hve
gjöfulir þið voruð og ógleymnir, hve ódeigt var
stálið og gullið skirt.
Nú eru skip okkar loks komin að landi.
Og eins og Stephan G. forðum, biðjum við
austanblæinn að bera kveðju vora til legstaða
kappanna, sem fallnir eru, og hibýla hinna, sem
lifa og starfa með „landfestar hjartans” bundn-
ar við islenzka þjóð, islenzka hamra, voga og
vikur og islenzka mold.” Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Indland þarfnast
sterkrar stjórnar
Það neyddi Indiru til aðgerða
FURÐANLEGA rólegt hef-
ur veriö I Indlandi siöan Indira
Gandhi lét herlög ganga i
gildi, en sú ákvörðun hennar
hefur nú verið staðfest af
þinginu. Indira hefur sýnt þess
mörg merki, að hún ætli að
nota það vald, sem herlögin
veita henni, til að framkvæma
ýmsar umbætur, sem henni
reyndist ógerlegt að koma i
framkvæmd meðan hún var
háð takmörkunum lýðræðis-
kerfisins. T.d. hefur hún kom-
ið fram ýmsum umtals-
verðum verðlækkunum.
Næsta stóra skref hennar
verður endurskipulagning
landbúnaðarins og liklega
veltur framtið stjórnar hennar
á þvi, hvernig henni tekst til á
þvi sviði. Meðan ekki tekst að
efla landbúnaðinn svo mikið,
að hann geti að mestu brauð-
fætt þjóðina, verður alltaf
vandræðaástand I Indlandi.
Þar hafa Indverjar mikið að
læra og i þeim efnum geta þeir
ekki lært af öðrum fremur en
Kinverjum.
Þá hefur Indira hafizt handa
um að uppræta alls konar
spillingu, og virðist henni ætla
að verða nokkuð ágengt i þeim
efnum. Þar mun þó verða við
margvíslegar torfærur að
eiga, þvi að spillingin er ekki
hvað minnst innan flokks
hennar sjálfrar.
t UMRÆÐUM um þá bylt-
ingu, sem setning herlaganna
raunverulega er, hafa ýmsir
talið það kaldhæðni örlag-
anna, að einmitt Indira skyldi
gripa til slikra aðgerða. Sann-
leikurinn mun hins vegar sá,
að lýðræðið hefði sennilega
beðið skipbrot miklu fyrr i
Indlandi, ef ekki hefði notið
við þeirrá feðgina, fyrst
Nehrus föður hennar og siðan
Indiru sjálfrar. Þeim hefur,
vegna persónulegs fylgis sins,
tekizt að halda Kongress-
flokknum öflugum og komið
þannig i veg fyrir þann
glundroða og upplausn, sem
annars hefði skapazt. Hefði
þeim feðginum ekki tekizt
þetta, væri lýðræðið fyrir all-
löngu úr sögunni i Indlandi, al-
veg eins og i öðrum löndum
Asiu og Afriku, þar sem það
var lögleitt eftir siðari heims-
styrjöldina. Ástæðan er ein-
faldlega sú, að i þessum lönd-
um skortir þær venjur, menn-
ingu og félagsþroska, sem eru
máttarstoðir lýðræðisins hjá
N o r ð u r la n d a b ú um og
Engilsöxum. Það voru hin
sterku ensku áhrif, sem
margir leiðtogar hinna ný-
frjálsu þjóða i Asiu og Afriku
höfðu orðið fyrir, er réðu
mestu um, að þessar þjóðir
reyndu að stæla engilsaxneskt
þingræði, þegar þær heimtu
sjálfstæði sitt. Slfkt hefur ekki
aðeins reynzt vonlitið, heldur
vonlaust, eins og reynslan hef-
ur svo átakanlega leitt f ljós.
ÞA er nú mikið um það rætt
hvenær Indira muni létta
af hernaðarástandinu og
hvort hún muni hverfa að
fyrra skipulagi að nýju. Hvað
sem Indira kann að gera i
þessum efnum, er það likleg-
ust spá, að það stjórnskipulag,
sem hefur gilt þangað til her-
lögin voru sett komi aldrei aft-
ur óbreytt. Jafnvel þótt Indira
reyndi að gera það, myndi það
mistakast. Lýðræði hefur ekki
skilyrði til að vera grundvöll-
ur traustrar stjórnar, þar sem
flokkaskipting, stéttaskipting
og kynþáttaskipting er jafn-
mikil og i Indlandi, og við
Ný mynd af lndiru
Indira ng Nehru faðir hennar 1963.
þetta bætist ótrúleg fáfræði
alls fjöldans. En það, sem Ind-
land þarfnast nú er framar
öðru styrk stjórn, ef það á ekki
að verða öðru hvoru stórveld-
inu i Asiu að bráð, Sovétrikj-
unum eða Kina, en bæði
dreymir þau vafalaust um ó-
bein eða bein yfirráð þar.
EFALITIÐ hefur það verið
þetta viðhorf, sem réði mestu
um að Indira lét til skarar
skriða og kollvarpaði þvi, sem
hafði raunar verið ævihlut-
verk hennar og föður hennar,
þ.e. að halda lýðræði lengur i
Indlandi en nokkru öðru riki
Asiu og Afriku. Henni hefur
verið ljóst, að annað hvort yrði
Indland að fá sterka stjórn eða
að eiga á hættu, að algert upp-
lausnarástand skapaðist i
landinu. Hitt er svo annað
mál, hvort henni tekst að
koma slikri stjórn á laggirnar
og framkvæma það, sem gera
þarf. Um það verður reynslan
að dæma, en eins og er virðist
ekki annar leiðtogi Indlands
liklegri til þess en Indira.
Það er vitanlega hægt að
deila á Indiru og segja, að hún
hafi brugðizt lýðræðinu með
þvi að innleiða herlög. En hún
hefur réttilega sagt að Indland
átti ekki margra kosta völ. En
það skiptir áreiðanlega miklu
máli fyrir vestrænu rikin, að
Indiru heppnist og Indland
verði ekki að bráð öðru hvoru
stórveldinu i Asiu. Þ.Þ.