Tíminn - 03.08.1975, Qupperneq 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 3. ágúst 1975.
Sunnudagur 3. ágúst 1975.
TÍMINN
15
hversu feitt er á stykkinu i þess-
um efnum?
— Jú, það er vitanlega hárrétt.
Reykjanessvæðið er til dæmis
mjög auðugt að fuglalifi. Við get-
um byrjað á Alftanesinu, sem
hefur verið hreinasta paradis að
þessu leyti, hvað sem verða kann
siöar, með aukinni mannabyggð
þar. Hafnarfjörður og Hvaleyri I
Hafnarfirði hafa lika upp á mikið
að bjóða, bæði hvað snertir fjölda
þeirra tegunda, sem dveljast þar
að jafnaði og eins flækinga. Til
dæmis má heita nokkurn veginn
öruggt að hitta þar fjöruspóa,
lappajaðraka og fleiri flökkufugla
að vetrinum.
A Suöurnesjum, til dæmis
strandlengjunni meðfram Höfn-
um er lika um auðugan garö að
gresja og Hafnaberg er mjög
mikið fuglabjarg, auk þess að
vera sjálft hið mesta aygnayndi.
A Hafnabergi er hægt að sjá alla
bjargfugla landsins, að haftyrðl-
inum einum undanskildum. — Þá
má ekki gleyma Krisuvikurbergi,
sem jafnan er iðandi af bjarg-
fugli.
Hjá Astjörn við Hafnarfjörð er
lóa, spói, tjaldur, og þar er lika
hægt að sjá flórgoða, þvi að þar
verpa alltaf nokkur pör af honum.
Og þvi má skóta hér inn, að
Astjörnin er einn þeirra staða,
þar sem mikil ástæða er til að
gera einhverjar friðunarráðstaf-
anir. Þar þyrfti að takmarka um-
ferð, að minnsta kosti á vorin.
1 Geldinganesinu er ágætt að
skoða fugla, — og meira að segja
hérna á Skúlagötunni fram undan
„Útvarp Reykjavik”, eins og þul-
irnir okkar eru stundum að segja
okkur i morgunútvarpinu.
— Ilefur þú ekki feröazt um
landið, gagngert til þess að kynna
þér fuglalif, þótt svona gott sé til
fanga i nágrenni Reykjavikur?
— Jú, jú það hef ég oft gert, og
nota þá timann jafnframt til þess
að taka myndir. Ég er einmitt
núna nýkominn úr einni slikri
ferð, hún tók átján daga og var á-
kaflega skemmtileg, enda fór ég
hringinn i kringum landið.
— Hvar stanzaöir þú lengst?
— Ég var mest i öræfunum, en
auk þess var ég i átta daga við
Mývatn. Sumar tegundir fugla
eru á tiltölulega afmörkuðum
sva^ðum, og þess vegna getur það
venð eina leiðin tii þess að nálg-
ast þá, að halda sig i námunda við
stöðvar þeirra dálitinn tima i
einu. Þannig er til dæmis með
sumar andategundirnar, sem
dveljast nær eingöngu við Mý-
vatn, og fleira mætti nefna.
Meö erfiðustu greinum
ijósmyndunar
— Hvenær byrjaöir þú á þeim
ágæta siö aö Ijósmynda fugla I
stórum stll?
— Það var um mjög likt leyti og
fuglaskoðun min hófst aö marki,
eða fyrir um þaö bil fimmtán
árum. Enn vatnar þó nokkuð á,að
ég hafi myndað alla islenzka
fugla, en ég held.að ég hafi séð þá
alla nema einn, keldusvinið — það
hef ég aldrei séð Iifandi, en að
visu hef ég einu sinni séö dautt
keldusvin. Það var norður i .
Skagafirði fyrir nokkrum árum.
— Er þetta ekki heldur erfið
grein ljósmyndunar?
— Jú, hún er það, þó ekki nema
væri vegna þess, aö margar
fuglategundir eru alls ekki i færi
við ljósmyndarann nema tiltölu-
lega skamman tima úr árinu, og á
ég þar að sjálfsögðu viö farfugl-
ana. Nú, og svo þarf heilmikinn
útbúnaö til slikrar ljósmyndunar,
— aö ekki sé minnzt á hið sifellda
vandamál að hitta á fuglinn i
þeim stellinum og við þær aö-
stæður, sem ljósmyndarinn er aö
reyna að fá fram.
— Hefur veðrið ekki lika tals-
Hafnaberg er jafnan iöandi af fugli, en auk þess er það sjálft hin fegursta náttúrusmfö.
Ekki sakar heldur aö geta þess, aö mikill meirihluti Islenzku þjóöarinnar getur meö
auðveldu móti komizt þangað á skömmum tima til þess aö virða fyrir sér sikvikt Hf
bergsins. Ljósm. Grétar Eiriksson.
vert mikiö aö segja, þegar beita
skal myndavélinni, þótt atferli
fugla megi skoöa i hvernig veöri
sem er?
— Jú, það er alveg rétt, veðrið
hefur mikla þýðingu I þessu sam-
bandi, og þótt veður hamli ekki,
getur það tekið ótrúlega langan
tima að ná mynd af tiltekinni
fuglategund. Núna ( vor
heppnaðist mér til dæmis I fyrsta
skipti að mynda fugl, sem ég var
búinn að hafa mikið fyrir að ná i.
Það var músarindill. Sú mynda-
taka tók mig átta daga,^- og þaö i
grenjandi rigningu. Þó er þetta
ekki lengsti timinn, sem það hef-
ur tekið mig að mynda fugl. Einu
sinni var ég i þrjár vikur að ná
þeirri mynd, sem ég hafði ætlað
mér.
—En er ekki illgerlegt aö stikla
I kringum fugla út um mýrar og
móa I ausandi rigningu eöa
annars konar óveöri?
— Jú, það er auðvitað þeim
mun erfiðara.sem veðrið er óhag-
stæðara. Þó er það sem betur fer
sjaldgæft.að veöur sé svo vont, að
ekki sé eitthvað hægt að gera, og
það getur lika verið gaman að
eiga mynd, sem tekin er i vondu
veðri. Það þurfa ekki allar
myndir að vera teknar i sólskini,
eins og .ætti að birta þær í
áróðurspésum handa ferðafólki.
Margar fuglamyndir eru teknar
úr felutjöldum, og þá er það ekki
nema sjálf linsan, sem stendur út
úr tjaldinu, en ef ekki er hægt pð
koma tjaldi við, þarf að verja
vélarnar með plastdúkum eða
öðru sem þolir vatn og vind. Hér
er ljósmyndarinn nákvæmlega
eins staddur og hver annar ferða-
maður: Hann þarf að vera útbú-
inn til þess að mæta hvernig veðri
sem er, og haga sér eftir aðstæð-
um hverju sinni.
— Getur þaö ekki oröiö nokkuö
þreytandi aö biöa f felutjaldinu
svo klukkutimum skiptir, kannski
hálfan dag eöa meira?
— Nei, ekki hefur mér fundizt
það. Ljósmyndun fugla er svo
vandasöm og erfið iðja, að menn
ná þar ekki neinum viðhlitandi
árangri.nema að þeir hafi bæði
áhuga á verkinu og mikla ánægju
af þvi. Þar af leiöandi er ekki
nema um tvennt að ræða: Annað
hvort veitir þetta mönnum svo
Svartbakurinn nýtur lltilla vinsælda nú á dögum, en ekki verður þvi neitað, aö glæsilegur er hann
ásýndum, hvitur og svartur. Ljósm. Grétar Eirfksson.
ÚTIVIST má stunda með marg-
vislegu móti. Sumir ganga á fjöll,
og ekki mun ótitt, að mönnum
þyki ferðin þvi betri, sem hún er
lengri, og þvi fjær sem komizt
varð mannabyggðum. Aðrir hafa
önnur viöhorf. Fyrir þeim er það
ekki neitt höfuðatriði að komast
sem lengst, heldur hitt, að veita
sem nánasta athygli hverju þvi,
sem á vegi þeirra verður, — njóta
hvers fótmáls, ef svo má að orði
komast.
>ar lærði ég að
umgangast dýr
Grétar Eiriksson, tæknifræð-
ingur hjá Hitaveitu Reykjavikur,
mun vera 1 siöartalda hópnum.
Og þar sem undirritaöan grunar,
að áhugamál Grétars séu ekki á
eina bók iærð, þykir rétt aö orða
fyrstu spurninguna svona:
— Hvaö er þaö, sem fyrst höfð-
ar til þin, Grétar, þegar þú ert
kominn út i sveit?
— Það sem ég veiti fyrst at-
hygli, er fuglalifiö á þeim staö,
þar sem ég er staddur hverju
sinni. Ég byrja á þvi að athuga,
hvaða tegundir það eru, sem ég
sé, og punkta það hjá mér. Þetta
hef ég gert reglulega aö minnsta
kosti sfðastliðin fimmtán ár, og
það varð svo aftur til þess, að ég
fór að taka myndir af fuglum.
— Og áhugi þinn á fuglum er
kannski enn eldri?
— Já, já, hann hefur fylgt mér
frá barnæsku. Þegar ég var
drengur, var ég svo heppinn aö fá
að vera i sveit. Ég var hvorki
meira né minna en niu sumur á
Asi I Asahreppi i Rangárvalla-
sýslu hjá Guðjóni Jónssyni, þeim
kunna bændahöfðingja. A Asi var
framúrskarandi gott heimili. Þar
var skepnum sýnd hliðstæö nær-
gætni og manneskjum, og borin
óskoruð virðing fyrir ölíu lifi. Þar
held égiað ég hafi lært aö um-
gangast dýr — að svo miklu leyti,
sem ég tel mig kunna það — og
þar læröist mér aö þykja vænt um
þau. Hvernig á þvi stóð, að hugur
minn beindist siðar aö fuglum
fremur en öörum dýrum veit ég
varla, en hitt er vist, að þannig er
þetta. Það, sem ég veiti fyrst at-
hygli úti i náttúrunni, eru fuglar,
þótt ég þykist á hinn bóginn
hvorki vera blindur né heyrnar-
laus á aðra hluti, sem hún hefur
upp á að bjóða.
Grétar Eiriksson.
Timamynd Gunnar.
— Er ekki fremur fágætt að
menn leggi verulega stund á
fuglaskoðun?
— Hún hefur ekki verið mjög
almennt stunduð, en á siöari ár-
um hefur hún færzt mjög I vöxt,
og eru fuglaskoðunarferðirnar ó-
rækastur vitnisburður um það.
Ég hef stjórnað allmörgum slik-
um ferðum og þátttakan hefur
yfirleitt verið mjög góð, allt upp i
áttatiu manns i hverri ferð. Ég
held þvi, að segja megi, að þessi
grein útivistar njóti sivaxandi
vinsælda, enda er þaö mjög að
makleikum. Erlendis hefur fugla-
skoðun lengi verið vinsæl, og á
Englandi hefur hún veriö almennt
stunduð um langt árabil.
Dæmisaga
— Hefur fuglaskoöun einhverja
teljandi kosti fram yfir margar
aðrar greinar útivistar?
— Já, það tel ég. Maður, sem
hefur ánægju af þvi að skoða
fuglalif, þarf ekki að leggja i
langa og dýra ferð til þess, þvi að
slika skoðun er hægt að fram-
kvæma svo að segja,hvar sem er.
Fuglaskoðun er einnig hægt að
stunda á hvaða tima árs sem er,
og hún er ekki háð veðri.
Maður, sem heima á I
Reykjavik, getur iðkað fugla-
skoðun með ágætum árangri, þótt
hann noti ekki önnur farartæki en
strætisvagnana og sina eigin fæt-
ur. — Vitanlega eru ekki allar
tegundir fugla á þessu svæði,
sumar halda sig nær eingöngu i
öðrum landshlutum, en alls
staðar, um allt tsland, er nóg af
fuglum handa þeim að skoða, sem
vilja.
— Hefur þú ekki meiri mætur á
einni tegund fugla en annarri?
— Þetta var dálitiö skemmtileg
spurning, mig langar til að svara
henni með dæmisögu.
Einu sinni var kennari, sem
hafði miklar mætur á fuglum, en
þó ekki á öllum tegundum jafnt.
Svo útbjó hann eitt sinn spurningu
fyrir unglingapróf, á þá leið, hver
væri fallegasti fuglinn á Islandi.
Hann ætlaðist til, aö krakkarnir
svöruðu „straumönd”, þvi að hún
var hans uppáhaldsfugl. En auð-
vitað höfðu ekki allir nemendurn-
ir þann smekk, og þeir fengu víst
ekki sérlega mikið fyrir sin svör.
Hvað mig snertir þá verð ég að
játa, að ég hef ekki mætur á ein-
um fugli um aðra fram, — og
andúð hef ég ekki á einum einasta
þeirra. Frægur maður hefur sagt,
að fáránlegt sé,að „deila um feg-
urð á fjöllum, kvæðum eða kon-
um”, þvi að hver um sig hafi sina
sérstöku fegurð. Alveg eins er
þetta með fuglana, en þó hafa
þeir hlotið misjafnlega stórt rúm I
hugum oklcar, þvi er ekki að
leyna. Flestum mun finnast lóan
boða vorkomuna, öörum fuglum
fremur, og krian er lika mörgum
hugstæö af svipuðum orsökum.
Sumir fuglar koma
á haustin og eru
nærri ailan veturinn
— Þú gazt þess hér aö framan,
aö alls staöar á islandi væru fugl-
ar, og auövitaö er þaö alveg rétt,
en er nú samt ekki liarla misjafnt,
Við lifum ekki á
einu saman brauði
Rætt við Grétar Eiríksson tæknifræðing um fuglaskoðun og fleira
Undir
beru
lofti
mikið, að þeir þrauka I gegnum
súrt og sætt, eða þá að þeir gefast
hreinlega upp. Maöur, sem biður i
felutjaldi, getur fengið mörg og
góð tækifæri til þess að gaumgæfa
lifnaðarhætti og atferli fugla, þótt
hann nái ekki að mynda þá, og
eins getur verið að honum takist
að ná ágætri mynd af allt öðrum
fugli en þeim, sem hann lagði af
stað til að mynda i upphafi.
Hamingjustuud allrar
fjölskyldunnar
— Þykir þér þessi tegund úti-
veru (ef ég má oröa þaö svo),
betri en til dæmis aö ganga á fjöll
og jökla?
— Ég hef mikla ánægju af þvi
að ferðast I öðrum tilgangi en að
taka myndir af fuglum. Ég hef
gert talsvert mikið að þvi að
ganga á fjöll og mér þykir það
alltaf gaman. Hins vegar hef ég
ekki neina teljandi ánægju af því
að mynda annað en fugla. Lands-
lagsmyndir hef ég ekki tekiö að
neinu ráði.
Fólk, sem leggur stund á úti-
veru, á mjög margra kosta völ, og
það er sannfæring min.að öllum
sé hollt að hafa eitthvert mark-
mið meö henni eins og öðru, sem
menn taka sér fyrir hendur. Sum-
ir menn „safna” fjallatoppum,
leggja metnað sinn i að komast
upp á eins marga fjallatinda og
unnt er. En til þess að geta slíkt,
þurfa menn að búa yfir mikiu
likamlegu þreki, og ég held ekki
að neinn græði á þvi að ganga
framaf kröftum sinum.Ég lit svo
á, að meginatriðið við alla útiveru
sé, að menn komi heim endur-
nærðir og hvildir en ekki kúgupp-
gefnir. Þar verður hver og einn að
finna, hvaö honum Uentar, hvort
heldur þaö er að klifa fjallatinda,
ganga fjörur og með sjó fram eða
eitthvað annað.
Léttar og stuttar gönguferöir
hafa þann mikla kost, aö i þeim
getur öll fjölskyldan tekið jafnan
þátt. Ég á erfitt með aö hugsa
mér neitt ánægjulegra en að sjá
hjón sem ganga með börnum sin
um úti I náttúrunni og sýna þeim
það sem á vegi þeirra verður,
hvort sem það er kuðungur á
fjöru, holtasóley við fjallsrætur
eða fuglshreiður I kjarri. Og ekki
spillir að gönguleiðin sé valin með
það fyrir augum, að afi og amma
geti tekið þátt i ferðinni. Þaö má
mikið vera, ef slikar sameigin-
legar gönguferðir veröa ekki fjöl-
skyldunni dýrmætar, bæði á
meðan á þeim stendur og þó jafn-
vel ennfremur I endurminning-
unni siðar.
— Er ekki fuglaskoöun þln og sú
myndataka, sem henni fylgir, að
mestu leyti framkvæmd að sumr-
inu, þótt að visu séu hér nokkrar
tegundir svokallaðra staöfugla?
— Nei, hreint ekki. 1 fyrsta lagi
er nú hér alimargir staðfuglar,
eins og þú sagðir I öðru lagi
„Lóan er komin að kveða burt snjóinn
fylgjumst við með farfuglunum,
bæði þegar þeir fara að koma á
vorin og eftir að þeir eru farnir að
týgja sig til brottfarar á haustin. í
þriðja lagi er svo eins að geta,
sem flestir veita sáralitla athygli,
en er okkur, fuglaskoðunarmönn-
um sérlega hugleikið: Að haust-
inu kemur hingað alltaf nokkuð af
fuglum, sem ekki eru beinlinis
flökkufuglar, heldur fuglar, sem
dveljast hér lengri eða skemmri
tima. Fjöruspóinn kemur á
hverju hausti og er hér fram
undir vor, lappajaðrakinn kemur
hingað flesta vetur, sömuleiöis
gráhegrinn. Ennfremur kemur
mikið af flækingum, ýmissa or-
saka vegna. Sumir hafa slegizt I
fylgd með öðrum fuglum, aðra
kann að hafa hrakið hingað fyrir
veðrum.
,,Illfygli” er
afstætt hugtak.
— Þú gazt þess, sncmma I
spjalli okkar, að þú hefðir ekki
andúð á neinni fuglategund. Þú
viðurkennir þá ef til vill ekki hið
gamla og góða islenzka orð:
illfygli?
— Sérhvert dýr llfir samkvæmt
sinu eðli, og þar eru fuglar ekki
nein undantekning. Þetta, hvort
fuglar eru illfygli eða ekki, er ein
göngu mannlegt mat, og er þá
venjulega átt við það, að viðkom-
andi fugl komi við pyngju manna,
eða sé „meðbiðill manna til
matarins”, eins og örn Arnarson
skáld sagði. En slikt mat er vitan-
lega mjög afstættog getur breytzt
furðufljótt. Meira að segja æðar-
fuglinn gæti þannig orðið illfygli.
— Svo?
— Já, ég held nú það. I
Norður-Noregi höföu bændur
lengi ræktað æðarfugl. Svo
gerðist það, að verð á krækiingi
hækkaði snögglega, og þá fóru
þessir sömu bændur aö rækta
hann. En þá kom I ljós, að æðar-
fuglinn át kræklinginn, og hafði
vafalaust alltaf lifað að verulegu
leyti á honum. Þá fóru þessir
bændur fram á það við norsk yfir-
völd, að þeim yrði veittur styrkur
til þess að útrýma æðarfuglinum.
Nú var hann allt I einu orðinn ill-
fygli, af þvi aö kræklingurinn var
I hærra verði en dúnninn. Svona
geta hlutirnir oröið skrýtnir,
þegar menn hafa það eitt i huga
hvað „borgar sig.”
Við skulum hugsa okkur, að viö
gætum hagnýtt svartbaksvarp og
selt egg svartbaksins i stórum
stil. Myndum við kalla hann ill-
fygli eftir það? Ég held varla.
Hitt er allt annað mál, að það er
óæskilegt, að einni dýrategund
fjölgi mjög mikið meira en
annarri. Þá megum við búast við
röskun á þvi jafnvægi, sem ein-
kennir náttúruna, þegar hún fær
að fara sinu fram án Ihlutunar
manna.
— Nú langar mig að vera
persónúlegur við þig, Grétar:
Hvers vegna I ósköpunum lærðir
þú ekki náttúrufræði I stað þess
að vcra tæknifræðingur?
— Arni heitinn Friðriksson
fiskifræöingur geröi talsvert til
þess að fá mig til að læra fiski-
fræöi, en ég hafði ekki áhuga á
þvi. Ef ég hefði lært náttúrufræði,
er ég viss um að ég hefði sótzt
eftir þvi að fá að vinna hjá Hita-
veitu Reykjavikur i sumarfriinu
minu og um helgar! Það mætti
sjálfsagt lika spyrja, hvers vegna
I ósköpunum ég er að leggja það á
mig að standa úti stundum I vond
um veörum, til þess að taka
myndir af fuglum. Slikri spurn-
ingu held égi að ég gæti ekki
svarað öðru visi en að minna á
þau ævafornu sannindi, að viö lif-
um ekki á einu saman brauöi.
—VS
Liklega er stokköndin þekktust Islenzkra andategunda. Þau eru friðsæl á svipinn, hjónakornin á mynd-
inni þeirri arna. Ljósm. Grétar Eiriksson.