Tíminn - 03.08.1975, Side 17
Sunnudagur 3. ágúst 1975.
TÍMINN
17
Súlur, fyrra hefti 1975. tltg.
Fagrahlfð s.f. Akureyri.
SÚLUR heitir timarit, sem
gefið er út á Akureyri. Útgef-
andi er Fagrahlið s.f., en rit-
stjórar eru Jóhannes Óli
Sæmundsson og Erlingur
Daviðsson.
Efni þessa heftis Súlna er
eins og jafnan hefur verið
áður, það sem einu nafni er
kallað þjóðlegur fróðleikur.
Ritið hefst á langri og góðri
grein eftir Jóhannes Óla
Sæmundsson um ofviðrið
mikla við Eyjafjörð 20. sept.
árið 1900. Jóhannes óli gerir
mjög skilmerkilega grein
fyrir efninu og styðzt þar við
frásagnir fólks, sem ekki að-
eins varð vitni að atburðun-
um, heldur tók lika þátt i
þeim. Jafnframt rekur höf-
undur eldri frásagnir af of-
viðrinu og skaðanum sem það
olli, og kemur þá i ljós, að
heimildum ber ekki alls kostar
saman. Með þessu hefur Jó-
hannes Óli unnið mikið þarfa-
verk, þvi að flestum hættir til
að trúa i blindni „gömlum
heimildum”, en villur og mis-
sagnir hafa ótrúlegt lag á þvi
að smokra sér inn i ritað mál,
— jafnvel hinna ágætustu
fræðimanna, — og geta orðið
furðulifseigar, ef ekki er við
þeim hróflað.
Af öðru efni Súlria má nefna
álfa- og huldufólkssögur, sögur
um álagabletti, skyggni og
fleira þvi likt. Margt af þessu
efni er smátt og dálitið sam-
tiningslegt, en áréttar þó og
undirstrikar það sem við viss-
um áður um hugsunarhátt og
tilfinningalif feðra okkar og
mæðra, —viðhorf, sem enn eiga
djúpar rætur i islenzkri þjóðar-
sál. Auðvitað er hverjum sem er
frjálst að hæðast að forfeðrum
okkar — og mæðrum fyrir að
trúa þvi að til væri huldufólk og
álfar, en er vist að siðari tima
íslendingar liti með eintómri
virðingu til okkar sem höfum
gert hraða, hávaða og lifsgæða-
kapphlaup að rilíustu þáttunum
i lífi okkar? .
Ein ánægjuíegasta lesningin i
Súlum að þessu sinni er sendi-
bréf,' sem séra Sigtryggur Guð-
laugsson á Núpi hefur skrifað
æskuvini sinum, Guðmundi
Sæmundssyni á Lómatjörn i
Höfðahverfi. Bréfið er dagsett á
Núpi i Dýrafirði 4. nóv. 1936, 1
bréfinu ræðir séra Sigtryggur
um fjárhag sinn og heimilis-
ástæður, minnist á siðari konu
sina og segir: „Við höfum eign-
ast tvo drengi. Er sá eldri 15 ára
á morgun og heitir Hlynur. Hinn
er 7 ára og heitir Þröstur. Sérðu,
að nöfnin minna á gróður jarðar
og söng. Nú á Hlynur að byrja i
menntaskólanámi i vetur, þótt
heima verði að þessu sinni. Er
hann hneigður til bóka, einkum
þeirra, er snerta náttúru-
fræði..” Siðan segir prestur i
gamansömum tón, að sonur
sinn sé liklegri til andlegrar iðju
en llkamlegs strits, og vonar
„að hann geti notað sálarhæfi-
leika sér til framfæris.” Þessi
yfirlýsing kemur lesandanum
siztá óvart, þvi að við vitum, að
ungi drengurinn, sem um er
rætt, er enginn annar en núver-
andi veðurstofustjóri, Hlynur
Sigtryggsson.
En það er fleira fróðlegt i
bréfi séra Sigtryggs:
„Skólanum sleppti ég 1929.
Voru þá hús þau, er ég hafði
smá-byggt honum metin á rúm-
ar 20 þús. krónur. Taldist ég
eiga af þvi um 18 þús. (hitt
byggt fyrir opinbera styrki) og
gerði ég kröfu til helmingsborg-
unar (kr. 9000). Þar af þurfti ég
strax að fá upp i skuld kr. 3000,
sem ég lika fékk.Hitt, kr. 6000,
átti að vinnast upp smám
saman, með afborgunum og
rentum af eftirstöðvum. En
efnahagur skólans hefur siðan
verið svo, að hann hefir ekki
einu sinni getað greitt mér rent-
ur og lítur eigi vel út með um-
bæturiþvi efni.” Sjálfsagt þætti
mörgum embættismanninum
þetta hart aðgöngu nú á dögum,
— og ekki að ástæðulausu.
Ein er sú tegund frásagna i
Súlum, sem ekki má láta hjá
liða að minnast á. Það eru dýra-
sögumar. Fögur er lýsing Er-
lings Daviðssonar á þvi (bls. 40-
41), þegar tvær grenjaskyttur
sáu yrðlinga að leik úti fyrir
grenismunna, og þá brá svo við,
að þeim hvarf öll veiðilöngun,
„sneru til byggða og höfðu ekk-
ert greni fundið!” Og bráð-
skemmtileg er siðasta frásagan
i Súlum, þar sem Jóhannes Óli
Sæmundsson segir frá viðskipt-
um Spora og Kempu,
túnrollu, sem alltaf stóð framan
i. Þar kemur fyrir sögnin að
„sólhendast” = að flýja i
hendingskasti. — Þetta órð hef
ég aldrei heyrt fyrr.
En ekki eru allar sögur, þar
sem sagt er frá dýrum, jafn-
ánægjulegar. Atakanleg er frá-
sögn Jóhannesar Sigvaldasonar
af þvi, þegar hundur hefði vafa-
laust bjargað mannslifi, ef eig-
andinn hefði sinnt bendingum
hans.
Lif Islendinga á íslandi hefur
frá upphafi verið samofið lifi
hesta og hunda, að ógleymdu
sauðfé og kúm og geitum. Það
hafa verið skrifaðar bækur um
hesta og samskipti manna við
þá, og nú er meira en kominn
timi til þess að skrifað verði um
samskipti manns og hunds.
Hundurinn er vafalaust elzta
húsdýr mannanna og hefur
orðið þeim handgengnari en
nokkur önnur skepna. Og eitt-
hvað hefði gæzla sauðfjár orðið
skrýtin á Islandi og viðar, ef
hundsins hefði ekki notið við.
Þess var getið hér að framan,
að verulegur hluti af efni Súlna
væri smátt og bæri á sér
nokkurn blæ samtinings. Hér
SÚLURNAR
í FÖGRUHLÍÐ
hafa þvi ekki verið tök á að ræða
um nándarnærri allt, sem i rit-
inu stendur: til dæmis hefur al-
veg verið gengið framhjá kveð-
skapnum, sem þó er mjög
ómaklegt. Segja má lika, að
efnið sé helzti einhæft.
Hvernig væri að birta i fram-
tiðinni eins og eitt veigamikið
kvæði eftir eitthvert af höfuð-
skáldum vorum i hverju hefti,
og segja um leið frá höfundin-
um, kvæðinu og/eða tildrögum
þess o.s.frv. Eða þá að birta
eina verulega góða smásögu i
hverju hefti. Væri það svo frá-
leitt? Það vill nú svo vel til, að
Akureyringum eru hæg heima-
tökin með beiðni um slikt efni,
þvi að mitt á meðal þeirra býr
maður, sem skrifar smásögur
af meiri list en velflestir núlif-
andi Islendingar, Einar
Kristjánsson frá Hermundar-
felli.
WESTON
DANSKA WESTON teppaverksmiðjan er ein stærsta
teppaverksmiðja Evrópu og þekkt fyrir gæða-
framleiðslu.
Til þess að gefa viðskiptavinum okkar færi á að kynnast
þessari úrvalsframleiðslu höfum við
sett upp sérstaka sýningu
MF-15 HEYBINDIVÉLAR
nýjung á íslandi
Nú er hafinn innflutningur á MASSEY-FERGUSON
heybindivélum. Fengin reynsla af þeim, víös vegar um
heiminn, hefur sannaö gildi þeirra svo sem annarra
framleiösluvara MASSEY-FERGUSON.
MF 15 HEYBINDIVÉLIN er traustbyggö einföld og
afkastamikil. Stillingar eru einfaldár, s.s. lengd heybagga,
frá 60-125 cm. Smurkoppar eru aóeins 12 talsins,
þar af aöeins 5, sem smyrja þarf daglega.
MASSEY—FERGUSON viögerðamenn um land allt hafa
fengið sérþjálfun í viöhaldi og stillingu vélanna.
Bútæknideildin á Hvanneyri hefur reynt þær.
MF 15 HEYBINDIVÉLAR eru til afgreiöslu meö
stuttum fyrirvara.
Kynniö ykkur hiö hagstæöa verö 05 greiðsluskil-
mála. Hafið samband viö sölumenn okkar
eóa kaupfélögin.
A/
SUQURLANDSBRAUT 32 • REVKJAVlK- SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS
MF
Massey Ferguson
Kartöflupokar
Þéttriðnir 3 tegundir
Grisjur 2 tegundir
Stærðir 25 og 50 kg
Pokagerðin Baldur
Stokkseyri, simi 99-3213 og 3310.
á Weston TEPPUM og gefur þar á að líta yfir 100 mis-
munandi gerðir og liti, allt frá ódýrum gerviefnum og
upp í dýrustu alullarteppi.
Þér veljiðgerðina, við tökum málið af íbúðinni — og inn-
an þriggja til f jögurra vikna er teppið komið, nákvæm-
lega sniðið á flötinn.
Þér greiðið aðeins eftir máli flatarins — þ.e.a.s. engin
aukagreiðsla vegna afganga.
Teppadeild • Hringbraut 121 • Simi 10-603